Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.2002, Blaðsíða 39
Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von- arinnar. Umsjón Ólafur Oddur Jónsson. Léttur hádegisverður í Kirkjulundi kl. 12.25 á vægu verði. Allir velkomnir. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Njarðvíkurkirkja. Kór kirkjunnar, æfing fimmtudaginn 3. okt. kl. 19.30. Sóknar- prestur. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking. Fimmtudaginn 3. okt. frá kl. 13–16 í umsjá Jónasar Helga Eyjólfssonar, Guð- mundar Jens Guðmundssonar, Þóreyjar Brynju Jónsdóttur og sr. Baldurs Rafns Sig- urðssonar. Fyrsta skiptið í vetur. Allir hjart- anlega velkomnir á þennan fyrsta fund. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, hugleiðingar, fróðleiks- molar og vitnisburðir. Allt ungt fólk velkom- ið. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, yngri deild, kl. 20 í Safnaðarheimili. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. „Páll í Aþenu“. Frið- rik Hilmarsson talar. Kaffi og meðlæti selt eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Æskulýðsfund- ur fyrir unglinga 14–15 ára kl. 20. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10– 12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn- unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri vel- komin með eða án barnanna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum. Prestarnir taka fúslega við fyrirbænarefnum. Allir vel- komnir. Kl. 16.20 TTT-yngri hópur. Kirkju- starf 9–10 ára. Kl. 17.30 TTT-eldri hópur. Kirkjustarf 11–12 ára. Sr. Þorvaldur og leiðtogarnir. Kl. 20 Anglow-fundur í safn- aðarheimilinu. Kl. 20 opið hús í KFUM & K heimilinu við Vestmannabraut. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 39 Forsætisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðu- neytið halda sameiginlegan kynningarfund á Grand Hóteli, Hvammi, fimmtudaginn 3. október kl. 16.00. Þar mun for- sætisráðuneytið kynna frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. Menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið kynna frumvörp til laga um opinberan stuðning við vísinda- rannsóknir og frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Sérstaklega verður fjallað um endurskoðun frumvarpanna á síðustu mán- uðum. Dagskrá: Frumvarp til laga um Vísinda- og tækniráð. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneyti. Ávarp: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Hafliði P. Gíslason, prófessor, Háskóla Íslands. Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri, iðnaðarráðuneyti. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, mennta- málaráðuneyti. Menntamálaráðuneytið, 1. október 2002. menntamalaraduneyti.is Kynningarfundur á Grand Hóteli, Hvammi, fimmtudaginn 3. október 2002 kl. 16.00-17.00 Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Hreyfi- þroski barna. Unnur Gottormsdóttir, sjúkraþjálfari. Samverustund fyrir 6–8 ára börn kl. 15 í kórkjallara. 910-klúbburinn kl. 16. 112-klúbburinn kl. 17.30. Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð með orgelleik og sálmasöng. Allir vel- komnir. Kl. 12.30 súpa og brauð í safn- aðarheimilinu (300 kr.). Kl. 13–16 opið hús fyrir eldri borgara. Söngur, spjall, fönd- ur og tekið í spil. Kaffiveitingar. Kl. 17– 18.30 Ævintýraklúbburinn, 7–9 ára starf. Kl. 18–18.15 kvöldbænir í kirkjunni. Kl. 18.15–19 Trú og líf. Prestar kirkjunnar bjóða upp á umræður og fræðslu um ýmis trúaratriði sem vakna hjá þátttakendum og hafa einnig stutt innlegg um trúmál. All- ir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 14.10. Leikir, söngvar, biblíu- saga, bænir, djús og kex. TTT-fundur (10– 12 ára) kl. 16.15. Menntaskólanemarnir Andri og Þorkell leiða starfið ásamt hópi sjálfboðaliða. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima kl. 20 (8. bekkur). (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdótt- ir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30. Sögur, leikir, föndur og fleira. Fyrirbæna- messa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Óháði söfnuðurinn. Fræðslukvöld kl. 20.30. Skilnaður – endir eða upphaf? Arna Schram blaðamaður. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur hádegisverður eftir stundina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. Kirkju- krakkar fyrir börn 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17.30–18.30 KFUM fyrir drengi 9–12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17.30–18.30. TTT fyr- ir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 18.30– 19.30. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Engjaskóla kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10– 12. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12 spora námskeið kl. 20. Safnaðarstarf Kirkjustarf FIMMTUDAGINN 3. október kl. 13. verða stofnuð í Ytri- Njarðvíkurkirkju samtökin Stoð og styrking, skammstafað SOS. Er hér um að ræða samtök fólks sem þjáðst hefur af langvarandi verkjum eða veikindum. Hlut- verk samtakanna verður að: a) efla sjálfsímynd og fram- taksemi einstaklinga, eftir lang- varandi dvöl á sjúkrastofnunum, eða eftir langvarandi verki og /eða veikindi. b) Fá lækna og annað fagfólk til fyrirlestra- halds og stuðnings eftir þörfum. c) Veita samhjálp og samkennd á almennum fundum samtak- anna. Allir geta orðið félagar sem telja sig þurfa andlegan eða líkamlegan stuðning. Á almenn- um fundum verður m.a. reynt að efla tengsl milli félaga, gefa fé- lagsmönnum kost á að ræða mál- efni sín opinskátt, eða við sér- fræðing, fá lækna og annað fagfólk til fyrirlestrahalds um hina ýmsu sjúkdóma og krón- íska verki, veita ráðgjöf um leið- ir til úrbóta t.d. gagnvart Tryggingastofnun ríkisins og fé- lagslegri þjónustu, veita ein- staklingum stuðningsviðtöl eftir ósk hvers og eins. Vert er og að geta þess sér- staklega að allir félagar eru bundnir fullum trúnaði um þau málefni sem fram koma á fund- um samtakanna. Þagnarskyldan er algjör. Fundir verða síðan eft- irleiðis í Ytri-Njarðvíkurkirkju á fimmtudögum frá kl. 13–16. Undirbúningsnefnd. Kyrrðarstund í Grafarvogskirkju KYRRÐARSTUND í hádegi kl. 12:00 alla miðvikudaga með altr- isgangöngu og fyrirbænum. Prestar safnaðarins séra Vigfús Þór Árnason, séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnson sjá um stundina. Org- anisti er Hörður Bragason. Boð- ið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir velkomnir. Stoð og styrking í Ytri-Njarð- víkurkirkju ENDASPRETTURINN á Iðu var líflegur, t.d. voru þrjár stangir í síð- ustu viku með 17 laxa á einum og hálfum degi. Jón Þorsteinn Jónsson veiddi þá 19 punda hæng á svarta Snældu og í sama holli veiddist ann- ar stórhængur sem var 18 pund. Sá var illa skaddaður á sporði, líklega eftir net, að mati Jóns. „Ég er himinlifandi. Á þessu smá- laxasumri er ég búinn að fá bæði rúmlega 20 punda lax fyrr í sumar og svo 19 punda hæng núna. Þetta var mjög flottur fiskur, 98 Sm, og hefði verið eitthvað yfir 20 pundum ný- genginn, en hann var mjög leginn. Báðir stóru fiskarnir veiddust neð- arlega á veiðisvæðinu,“ sagði Jón Þorsteinn í samtali við Morgunblað- ið. Fleiri lokatölur Hér eru nokkrar lokatölur í við- bót, Laxá í Leirársveit endaði með 1.104 laxa sem er talsverður bati frá síðasta ári er 930 laxar veiddust. Veiði var nokkuð góð framundir það síðasta, að jafnaði um tíu laxar á dag. Grímsá endaði með 1.111 laxa, en hún gaf 1.005 laxa í fyrra. Grímsá byrjaði mjög illa eins og flestar ár, en hún var síðan seinni í gang en aðr- ar ár og virtist hreinlega vera að sitja eitthvað eftir. En er á sumarið leið glæddist og síðsumars- og haust- veiðin var bara nokkuð lífleg. Land- eigendur við Grímsá hefðu eigi að síður viljað sjá meira af laxi og betri veiði. 163 laxar veiddust í Hrútafjarð- ará, 40 löxum meira en í fyrra, sem er allnokkuð og kannski ekki ósvipuð aukning og í öðrum ám á svæðinu miðað við stangarfjölda. 227 bleikjur veiddust í ánni, margar vel vænar, 3 til 4 pund. 22 punda lax var stærstur, hann var grútleginn 108 sentimetra risi sem hefur verið a.m.k. 24–26 pund nýgenginn. Reykjan endaði með hvelli og þriggja stafa tala í Skógá Síðasta hollið í Reykjadalsá veiddi 16 laxa og alls veiddust því í ánni 76 laxar. Ekki ýkja mikill afli það, en næstum helmingi meira en í fyrra og var miklu meira af laxi í sumar en í fyrra. Nokkrir hyljir beinlínis fullir af fiski. Rúmlega 100 laxar hafa nú veiðst í Skógá og algengt að hollin hafi verið að fá 12–14 laxa. Eftir að laxinn skil- aði sér loksins er bara talsvert af honum og veiði góð. Dregið hefur úr silungsveiðinni eftir að laxinn kom, en urmull af silungi er þó í ánni. Jón Þorsteinn Jónsson með 19 punda hænginn sem hann veiddi á Iðu. 18 og 19 punda laxar á Iðu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Kosningastjórn Samfylkingar skipuð Á flokksstjórnarfundi I Samfylkingarinnar sl. laugardag var skipuð kosningastjórn flokksins fyr- ir alþingiskosningar í vor. Stjórnina skipa: Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, formaður, Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður og Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi. Í DAG STJÓRNMÁL Tilkynnir um framboð í Suður- kjördæmi Unnur G. Kristjáns- dóttir gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suð- urkjördæmi. Unnur er 47 ára, grunnskólakennari í Sandgerði og gift Sturlu Þórðarsyni tannlækni. Í tilkynningu segir: „Hún hefur reynslu af stjórnmálum, var vara- þingmaður á Norðurlandi vestra 1987–91, gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins, í bæjarstjórn á Blönduósi og hefur víðtæka fé- lagslega reynslu. Ástæðan fyrir þátttöku hennar í prófkjörinu er hvatning frá félögum, óskir um að fleiri konur verði með í prófkjör- inu og einlægur áhugi á að Sam- fylkingin og þau málefni sem fólk- ið í henni berst fyrir, fái verðuga umfjöllum og fylgi í þjóðfélaginu.“ Meistara- fyrirlestur um náttúruvá HALLGRÍMUR Már Hallgrímsson heldur fyrirlestur um meistararitgerð sína, sem heitir Náttúruvá í nýrri gerð svæðisskipulags, í dag, miðviku- dag 2. október, kl. 16.30 í stofu 157 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvís- indadeilda Háskóla Íslands, við Hjarðarhaga 2–6. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Trausta Valssonar prófessors og Birgis Jónssonar dósents við um- hverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Íslands. Prófdómari er Stef- án Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Ný heimasíða BÍ BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands hefur breytt heimasíðu sinni veru- lega, endurhannað hana og gert ráð- stafanir til að hún verði virkari og að- gengilegri og eftirsóknarverðari félagsmönnum og raunar öllum al- menningi. Hugmyndin er að síðan geti orðið lifandi vettvangur faglegrar um- ræðu. Birgir Guðmundsson fyrrver- andi aðstoðarritstjóri og fréttastjóri á Tímanum, Degi og DV hefur verið fenginn til að ritstýra vefnum ásamt Hjálmari Jónssyni formanni félags- ins. Birgir starfar nú við Háskólann á Akureyri þar sem hann er m.a. að vinna að stofnun félagsvísindadeild- ar og eru hugmyndir uppi um að bjóða upp á einhvers konar fjölmiðla- nám við þá deild þegar þar að kemur, segir í fréttatilkynningu. Hönnuður vefjarins er Páll Svansson hönnuður. Slóðin er press.is Fræðsla um ís- lenskt samfélag í Alþjóðahúsi FRÆÐSLUFUNDUR um íslenskt samfélag fyrir fólk af erlendum upp- runa verður haldinn fimmtudaginn 3. október kl. 20 í Alþjóðahúsinu Hverfisgötu 18. Sérfræðingur frá Landlæknis- embættinu fjallar um íslenska heil- brigðiskerfið. Fræðslan fer fram á íslensku og verður túlkuð á pólsku. Þessir fyrirlestrar verða endurtekn- ir næstu tvo fimmtudaga þar sem túlkað verður á ensku og síðar á rússnesku, segir í fréttatilkynningu. Þátttaka er ókeypis og allir vel- komnir. Söfnun vegna bruna á Stokkseyri STOFNAÐUR hefur verið söfnun- arreikningur í Búnaðarbankanum á Selfossi nr. 0325-13277 fyrir Pétur Karlsson, vegna bruna sem varð 6. september sl. er húsið Skálavík á Stokkseyri brann til kaldra kola. Húsið var reist 1915 og var friðað. Þrjár íbúðir voru í húsinu en aðeins einn af eigendunum, Pétur Karlsson, var búsettur þar og nýlega hafði ver- ið lokið við að gera risíbúð hans upp. Pétur stendur nú uppi eignalaus því allt brann sem brunnið gat og hann hafði ekki innbústryggingu. Í ljósi þess hafa vinir hans og syst- ir, Petrína Rós Karlsdóttir, opnað söfnunarreikning í Búnaðarbankan- um á Selfossi, segir í fréttatilkynn- ingu. Sameiginlegt val fyrir Reykjavík- urkjördæmi Fulltrúaráð Samfylk- ingarinnar í Reykjavík hefur sam- þykkt að fram skuli fara sameiginlegt flokksval fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin vegna al- þingiskosninganna í vor. Valið fer fram á kjörfundi 9. nóv- ember og kosið verður í átta sæti. Kosningarétt hafa félagsmenn í Samfylkingunni í Reykjavík og þeir sem ganga í flokkinn fyrir lok kjör- fundar 9. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.