Morgunblaðið - 02.10.2002, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"# $ % % %
&' %
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Í MORGUNBLAÐINU, þriðjudag-
inn 17.9. 2002, birtist myndskreytt
frétt af minnisvarða um þýska sjó-
menn afhjúpuðum
í Vík í Mýrdal þá
um helgina, að við-
stöddum fjölda
gesta, bæði er-
lendra og inn-
lendra auk heima-
manna. Í sama
blaði var önnur
frétt um snarpan
jarðskjálfta norð-
an Grímseyjar
kvöldið áður.
Hefði sá skjálfti orðið við rætur
Kötlueldstöðvarinnar gat grunur
vaknað, að móðir mín sáluga væri að
bylta sér í gröf sinni ofan við Vík-
urkirkju, sem gnæfir yfir kauptúnið.
Móðir mín, Sigrún Jónsdóttir
kirkjulistakona, var Skaftfellingur í
húð og hár, fædd og uppalin í Vík í
Mýrdal. Meðal margs sem hún
minntist frá æskuárunum var koma
skipsins Skaftfellings til Víkur á vor-
in, sem færði þá björg í bú. Í huga
hennar var skipið bjargvætturinn,
en líka vorboðinn, þegar það sigldi
fyrir Reynisdranga. Í síðari heims-
styrjöldinni bjargaði þetta skip
þýskum sjómönnum af kafbáti, sem
hafði verið sökkt af bandamönnum
og hefur því e.t.v. bjargað fleiri
Þjóðverjum en nokkur annar Íslend-
ingur.
Síðustu áratugina lá skipið svo í
slipp í Vestmannaeyjum. Heitasta
ósk móður minnar var að flytja skip-
ið til Víkur í Mýrdal. Barðist hún
fyrir þessu árum saman en loks í
fyrra, daginn fyrir áttræðisafmæli
hennar, rættist draumurinn og skip-
ið kom til Víkur. Þar hélt hún afmæl-
isveislu sína og fagnaði komu Skaft-
fellings. Skipið er þar nú í stórri
skemmu, ekki fjarri Brydebúð og
minnisvarðanum um þýsku sjó-
mennina. Flutningur skipsins kost-
aði tug milljóna og veðsetti móðir
mín íbúð sína í Reykjavík af þeim
sökum. Hún lést svo nokkrum vikum
síðar og hefur dánarbú hennar nú
greitt þessa skuld. Hún leitaði
stuðnings til margra vegna flutnings
skipsins, m.a. til Þjóðverja ef þeir
vildu á þann hátt minnast björgun-
arafreks Skaftfellings sem áður get-
ur. Margir sýndu henni stuðning í
orði, nokkrir í verki, en fjárstuðning
fékk hún nær engan.
Ekki verður séð af frétt Morgun-
blaðsins að neinn hafi minnst skips-
ins Skaftfellings, ekki heldur móður
minnar, þótt þessir tveir Skaftfell-
ingar hvíli nú báðir skammt frá
Brydebúð og sjávarkambinum með
minnisvarða þýsku sjómannanna.
Það hefði þó verið við hæfi, þar sem
andi þeirra sveif þarna yfir sand-
inum, sem fyrr, og gerir enn. Skipið
sem olli byltingu í samgöngum
svæðisins, öðlast kannski framhalds-
líf þegar fram líða stundir í nýstofn-
uðu samgönguminjasafni Íslands,
sem er með aðsetur að Skógum.
SIGURÐUR V. SIGURJÓNSSON,
læknir.
Tveir gleymdir
Skaftfellingar
Frá Sigurði V. Sigurjónssyni:
Sigurður V.
Sigurjónsson
ÞAÐ vakti athygli mína á dögunum
þegar Árni Ragnar Árnason alþing-
ismaður boðaði aðgerðir vegna þess
að Ástþór Magnússon annálaður
friðarpostuli skrifaði eitthvað á vef
sinn, varðandi fyrirhugað stríð við
Írak, sem honum mislíkaði.
Nú er ég ekki sérstakur áhuga-
maður um skoðanir þeirra Ástþórs
og Árna R. Árnasonar, þannig að ég
hirti ekki um að kynna mér skoðana-
ágreining þeirra, en það sem vakti
sérstaklega athygli mína var á hvaða
forsendum háttvirtur Árni R. Árna-
son vildi banna eða ritskoða vef frið-
arhöfðingjans. Viti menn, ástæðan
var sú að vefur Ástþórs heitir „alt-
hing.org“ Taldi þingmaðurinn að hið
opinbera ætti að ritskoða allt efni
sem birtist undir því nafni. Við
heiðnir menn höfum fram til þessa
síður en svo amast við því þó kristnir
samlandar okkar hafi tekið upp
marga góða heiðna siði hvort heldur
það eru jól, sumardagurnn fyrsti svo
ekki sé talað um alþingi Íslendinga,
þó talsvert sé það frábrugðið hinu
heiðna alþingi til forna. Við ásatrúar-
menn höldum okkar alþingi á Þing-
völlum við Öxará á þórsdegi í 10.
viku sumars ár hvert, sem er hinn
forni þingsetningardagur alþingis
Íslendinga. Það sama má segja um
erlend ásatrúarfélög, sem líta frekar
til okkar gömlu hefðar sem fyrir-
myndar en alþingis við Austurvöll,
þó sú stofnun sé alls góðs makleg.
Aldrei minnist ég þess að á þing-
fundum alþingis við Öxará eða öðr-
um heiðnum þingum hafi menn
hneykslast sérstaklega á skoðunum
einstakra þingmanna alþingis við
Austurvöll þó ekki vilji ég útiloka að
slíkt gæti hafa gerst. Hitt er fullvíst
að enginn hefur enn viðrað þá hug-
mynd að ritskoða, hvað þá banna,
framsetningu þingmanna við Aust-
urvöll á skoðunum sínum hvort held-
ur það er á Netinu eða í fjölmiðlum.
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON,
Glaðheimum 18.
Til alþingismanna
við Austurvöll
Frá Sigurði Þórðarsyni:
Viltu léttast
núna
Símar 557 5446 og 891 8902
Meðgöngubelti
brjóstahöld, nærfatnaður
Þumalína, Skólavörðustíg 41