Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 42

Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Dettifoss koma og fara í dag. Ophelia kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Pol- ar Siglir og Nikolay Af- anasyev komu í gær. Stella Rigel kom og fór í gær. Florinda fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataúthlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og postulín kl. 9, postulín kl. 13. Kynning frá Lyfjum og heilsu verður eftir hádegi föstud. 4. okt. kaffiveit- ingar. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–10.30 Bún- aðarbankinn, kl. 13–16.30 spiladagur bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Haustfagnaður verður fimmtud. 17. okt. Hlaðborð. Skráning á skrifstofu fyrir kl. 12 miðvikud. 16. okt. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Uppl. og skrán- ingar Svanhildur, s. 586 8014 e.h. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Holts- búð kl. 13.30. Fimmtud. Bútasaumur byrjar kl. 13. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13.30 banka- þjónusta Búnaðarbank- ans. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. kl. 13.30 enska. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Tré- skurður kl. 9, myndlist kl. 10–16, línudans kl. 11, glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30. Opið hús á morgun kl. 14, fé- lagar frá Gerðubergi koma í heimsókn. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan verður lokuð vegna breytinga í Glæsibæ þessa viku. Miðvikud: Göngu-hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Fimmtud: Brids kl. 13. Námskeið í fram- sögn kl. 16.15. Föstu- dagur: Félagsvist kl. 13.30. Bridsnámskeið hefst fimmtudaginn 10. október kl. 19.30, þátt- taka tilkynnist skrif- stofu FEB s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mosaik, gifs og ísl. steinar, postulínsmálun, hár- greiðslu- og fótaaðgerð- arstofur opnar. Farið verður að sjá kvikmynd- ina Hafið mánud 7. okt. kl. 13.30, skráning til kl. 16.30 miðvikud. 3. okt. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Selið Vallarbraut 4, Njarðvík, kl. 14 félagsvist alla mið- vikudaga. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnaðar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, allar upplýsingar um starfssemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 15.15 söng- ur, kl. 15–16 viðtalstími FEBK, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, hárgreiðsla og fótaað- gerð, kl. 13 bridge, búta- saumur, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9 böð- un og föndur, kl. 15 teikning og málun. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10–11 samverustund, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 13–13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffiverðlaun. Farið verður að sjá kvikmyndina Hafið í Sambíóunum mánud. 7. okt. Sýningin hefst kl. 13.30, lagt af stað kl. 12. Skráning í síma 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Föstudag- inn 4. okt. verður fræðslu- og kynning- arfundur kl. 14 um lyf og inntöku þeirra, bein- þynningu og beinþéttn- imælingu, lyfjafræð- ingur og hjúkrunarfræðingur annast fræðsluna. Bíó- ferð verður mánud. 7.okt. kl. 13.30, að sjá kvikmyndina Hafið, lagt af stað kl. 13. Skráning hafin. Glerlistanámskeið byrjar fimmtud. 10. okt. kl. 9.15–12. Fimmtud. 3.október er 13 ára af- mæli þjónustumiðstöðv- arinnar, í því tilefni er gestum og velunnurum boðið í morgunkaffi kl. 9–10.15. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband, búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 félagsvist. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Kvenfélagið Hrönn, skemmtifundur fimmtud. 3. okt. kl. 20 í sal Flugvirkjafélags Ís- lands. Borgartúni 22, 3. hæð. Gestur Edda Björgvinsdóttir. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundur verður fimmtud. 3. okt. í safn- aðarsal kl. 20. Gestur fundar, Ingibjörg Berg- sveinsdóttir, les úr ljóð- um fyrsta formanns Kvenfélagsins, Guð- rúnar Jóhannsesdóttur frá Brautarholti. Félag kennara á eft- irlaunum. Skemmti- fundur verður laugard. 5. okt. kl. 13.30 í Húna- búð, Skeifunni 11. Fé- lagsvist, kaffi og skemmti- og fræðslu- efni. Bústaðakirkja, starf aldraðra. Kl. 13–16.30 Handavinna spilað, föndrað. Gestir frá Kirkjukórnum þeir sem vilja láta sækja sig, skráning í s. 553 8500 kirkjuvörður, eða s. 864 1448 Sigrún. ITC deildin Korpa Mos- fellsbæ kynning- arfundur kl. 20 í Safn- aðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3. Allir velkomnir. Húnvetningafélagið. Sunnudaginn 6. okt kl. 13.30 opið hús í Húna- búð, Skeifunni 4, 3. hæð, fjölbreytt dagskrá um Arinbjörn Árnason frá Neðri-Fitjum í Miðfirði. Umsjón Árni Arinbjarn- ar. M.a. harmónikku- leikur, Grettir Björns- son, flauta og píanó, Joanne og Arinbjörn Árnason, upplestur, Karl Á. Sigurgeirsson frá Hvammstanga. Í dag er miðvikudagur 2. október, Leódegaríusmessa, 275. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22.) LÁRÉTT: 1 skoðunarmun, 8 stúlka, 9 blámaður, 10 niðja, 11 var á floti, 13 aulann, 15 lafa, 18 hey af óræktuðu landi, 21 dans, 22 doki við 23 látnu, 24 mannkostir. LÓÐRÉTT: 2 syrgja, 3 rengja, 4 end- ast til, 5 duga, 6 óhafandi, 7 vangi, 12 ótta, 14 smá- vegis ýtni, 15 höfuðfat, 16 skíra, 17 eldstæði, 18 morkni, 19 kona, 20 hiti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skíra, 4 gómur, 7 æðina, 8 öskur, 9 lem, 11 agns, 13 vinn, 15 völl, 17 tekt, 20 gró, 22 gumar, 23 gol- an, 24 akrar, 25 tunga. Lóðrétt: 1 slæða, 2 ísinn, 3 aðal, 4 gröm, 5 múkki, 6 rýr- an, 10 elgur, 12 sel, 13 vit, 15 vægja, 16 lemur, 18 eklan, 19 tanna, 20 grær, 21 ógát. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... ORÐIÐ sérstakur líður að matiVíkverja nokkuð fyrir það að vera ofnotað. Á það bæði við í mæltu og rituðu máli. Oft má sjá skrifað í blöðum sérstakur skóli, sérstakt námskeið, sérstakt þetta og hitt án þess að sérstaklega þurfi að nota sérstakur. Hér í blaðinu var t.d. í gær, þriðjudag, talað um sérstakan skóla sem samtök í útlandinu reka. Þar var fjallað um skóla fyrir fasteigna- sala og ekki að sjá að hann væri sér- stakur nema að því leyti að í hann fara aðeins þeir sem ætla sér að læra fasteignasölu. Það er kannski mjög sérstakt. En að mati Víkverja hefði nægt að skrifa þarna að sam- tökin rækju skóla o.s.frv. – orðið sérstakur hafði enga þýðingu og var óþarft. Víkverji er nefnilega þeirrar skoðunar að við skrifum og tölum hugsunarlaust alls konar óþarfa. Það er kannski ekkert óeðlilegt í tal- máli þar sem við látum eitthvað út úr okkur oftast nær löngu áður en við hugsum. Í rituðu máli er þetta hins vegar hvimleitt og mættum við gjarnan staldra við og gera tilraun til að gera mál okkar hnitmiðaðra. Það verður líka miklu skemmtilegra aflestrar og það reynir ögn meira á heilagrautinn að setja mál sitt fram í sem knöppustu formi. x x x ÞETTA var nöldurkaflinn. Næster komið að hróskaflanum. Hann fær Vegagerðin fyrir sam- göngubót á suðurhluta Vestfjarða, nýjan veg um Kleifaheiði sem var opnaður formlega fyrir helgi. Ætti hann að auka möguleika á akstri um Barðastrandasýslur lengra fram eft- ir vetri með aukinni vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Eftir sem áður er nóg eftir í uppbyggingu vega þar vestra og á það raunar bæði við um suður- sem norðurhluta Vestfjarða- kjálkans. En hverjum spotta er fagnað um leið og ráðamenn eru brýndir til frekari dáða. x x x AÐ lokum kemur að ferðakaflan-um. Víkverji hefur tvisvar í haust farið að Fjallabaki í hópi jeppamanna. Fjallabaksleiðirnar og allir útúrdúrar sem fara má af þeim leiðum eru með fjölbreyttari svæð- um sem landið býður, hvort sem á það er litið með augum ferðalangs sem njóta vill náttúrunnar eða jeppaökumanns sem vill fara fjöl- breytta leið sem reynir á farartækið. Bílaumboð sem flytja inn jeppa hafa síðustu árin skipulagt hópferðir fyrir eigendur bíla frá þeim. Er far- inn þokkalegur hringur inn á óbyggðavegi þar sem reynir á ýmsar hliðar ökumanns og bíls, ár og tor- færur. Er þetta ágæt leið fyrir þá sem ekki eru mjög vanir torfærum því með í för eru vanir menn sem leiðbeina þar sem á þarf að halda og þar sem halda þarf yfir ár. En þetta var ekki aðalatriðið hjá Víkverja heldur að minnast á hversu haustið er oft skemmtilegur tími til slíkra ferða, bæði hvað veðrið snert- ir og ekki síður fjölbreytilega litina í gróðrinum. Þessi tvö skipti var rign- ing og suddi á höfuðborgarsvæðinu og við suðurströndina. Að fjallabaki var hins vegar sól og blíða, skúra- og skýjaveður í kring sem gaf þessa skemmtilegu andstæðu og birtu. Víkverji hvetur því til fjallaferða á haustin – að vísu með fyrirvara um ákveðnar öryggisráðstafanir, svo sem að vera ekki einir á ferð og til- kynna öðrum fyrirætlanir sínar. Coca-Cola sumarleikur SNEMMA sumars hóf Víf- ilfell svokallaðan Coca-Cola sumarleik þar sem safna átti einingum til að geta „keypt“ hinar ýmsu vörur merktar Coke. Börnin tóku þetta að sjálfsögðu alvarlega og söfnuðu sem mest þau máttu. Þegar kom að því að fara að borga og leysa út vör- urnar í verslun Elko varð þar fátt um svör hjá geð- vondu starfsfólki, ekki voru nema upptakarar í boði þar sem allt annað var búið. Ætla mætti að Vífilfell myndi nú hafa einhverja hugmynd um umfang þessa leiks og gæti staðið við aug- lýsingar sínar um að geta afhent vörur sem auglýstar voru. Jú, að lokum var okkur boðið að greiða fyrir vör- urnar og fá afhent seinna. Ég greiddi þetta með sem- ingi, hvaða fyrirtæki krefur viðskiptavini sína um að greiða fyrirfram fyrir smá- vörur, í þessu tilviki tæpa 2 mánuði, og ætla svo að af- henda seinna. Vil ég benda Vífilfelli á að þessir verslunarhættir hafa ekki tíðkast á Íslandi siðan einokunarverslun Dana leið undir lok. Vörurnar átti að vera bú- ið að afhenda núna 11. sept- ember en ekkert hefur ból- að á þeim. Nú er kominn tími til að Vífilfell hysji upp um sig brækurnar og standi í skil- um við börnin sem söfnuðu merkjum og greiddu fyrir vörur. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson var einnig með sumarleik þar sem börnin gátu safnað sér töppum af Pepsíflöskum sem þau gerðu og gátu fengið Pepsí fótboltatreyju eða bolta gefins. Það stóð á afhend- ingu þessara bola en eitt mega þeir Pepsímenn eiga að þeir sendu öllum börn- um treyjurnar sínar, sem kostuðu ekki neitt, í pósti, ef þau gátu ekki komið á sérstaka Pepsíhátíð sem haldin var, og fylgdi pakk- anum ein kippa af Pepsí- Twist og var það frábært framtak hjá þeim. Birna Ýr Thorsdóttir, Keflavík. Ábending til foreldra STELLA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri ábend- ingu til foreldra um að þeir brýndu vel fyrir börnum sínum að hleypa ekki fólki inn á heimili sín. Sagðist hún þekkja dæmi þess að ungur drengur hleypti manni, sem kynnti sig sem viðgerðarmann, inn á heim- ilið og stal þessi maður far- tölvu. Varst þú á Iona í ágúst? VARST þú á Iona í ágúst á þessu ári? Við hittumst en ég hafði ekki tíma til að tala við þig það kvöld þar sem ég var að vinna. Nú vildi ég gjarnan ná sambandi við þig. Ef þú vilt geturðu haft samband á netfanginu: diana.baillie@talk21.com – hlakka til að heyra frá þér. Hver er með svartan leðurjakka? STÚLKAN sem fékk svartan leðurjakka lánaðan vegna kulda á menningar- nótt er beðin að hafa sam- band í síma 866 1386. Dýrahald Páfagaukur týndist LJÓSGRÆNN páfagauk- ur (gári) týndist sl. mánu- dag frá Dalseli 11. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi samband í síma 567 8184 og 690 3184. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG var að lesa grein Sig- rúnar Ármanns Reyn- isdóttur sem birtist í Vel- vakanda 27. september. Það eru orð að sönnu sem fram kemur í grein- inni að mikil fátækt og eymd ríkir hér. Þeir eru líka margir sem hafa það mjög gott. Ekki öfunda ég það fólk en hin mikla misskipting fjár- muna og græðgi verður til þess að breikka bilið milli þeirra sem lifa við allsnægtir og hinna sem varla draga fram lífið. Á meðan fyrirtækin borga toppunum of- urlaun fáum við verka- fólkið smánarlaun. Það er rétt sem Sigrún segir að það eru ótrúlega margir sem ekki fengu bita af góðæriskökunni frægu. Það þarf að stokka kerf- ið allt upp frá a til ö. Það getur ekki gengið lengur hérna í þessu ríka þjóð- félagi að fjármagnið fari á fárra manna hendur og öryrkjar, eldri borgarar og fullvinnandi fólk þurfi að standa eins og bein- ingarmenn í biðröðum fyrir utan hjálparstofn- anir. Við hljótum að krefjast réttlætis. Að lokum vil ég þakka Sigrúnu Ármanns Reyn- isdóttur fyrir greinina. Hún er sönn baráttuköna og verðugur talsmaður þeirra sem minna mega sín. Slíka konu vil ég sjá á Alþingi. Halli. Góðæri – réttlæti 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.