Morgunblaðið - 02.10.2002, Page 43

Morgunblaðið - 02.10.2002, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðinn í að sigrast á öllum þeim hindrunum sem á vegi þínum verða. Sýndu tillitssemi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert vel upplagður og allt virðist ganga upp hjá þér. Vertu því óhræddur að taka að þér erfið verkefni sem aðrir leggja ekki í. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það má ýmislegt gera til að gleðja sjálfan sig og aðra án þess að kosta miklu til. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver sem þú hélst að væri horfinn úr lífi þínu fyr- ir fullt og fast kemur fyr- irvaralaust inn í það aftur. Lengi lifir í gömlum glæð- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það skiptir þig miklu máli að koma vel fyrir og líta vel út. Mundu að útlitið er ekki allt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt gott með að umgang- ast aðra svo þú skalt nýta þér þann hæfileika sem best þú getur. Farðu gætilega í fjármálum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfsmaður þinn er með ónot í þinn garð svo best væri að ganga hreint til verks og spyrja hvað búi að baki. Leitaðu aðstoðar ef eitthvað vefst fyrir þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér er óhætt að hafa háleit- ar hugmyndir ef þú hefur fæturna bara á jörðinni. Þetta er nauðsynlegt svo þú getir haldið ótrauð(ur) áfram. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reyndu að standast allar út- gjaldafreistingar, því þú þarft á öllu þínu að halda sem stendur. Horfðu fram á veginn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að koma þér upp dagbók og skipuleggja tíma þinn betur. Vertu samt óhrædd(ur) því þú hefur alla burði til þess að leysa málin og klára verkið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það væri gaman að hóa saman gömlu vinunum og eiga með þeim kvöldstund og rifja upp gamlar minn- ingar. Mundu samt að ekk- ert fær staðist til eilífðar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þurfir þú á hjálp að halda í dag muntu auðveldlega fá samúð annarra. Njóttu þess. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Margar hendur vinna létt verk en stundum getur ringulreiðin orðið einum of mikil. Láttu samt ekki deig- an síga. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í gær,þriðjudaginn 1. októ- ber, varð fimmtug Elsa Jónsdóttir verslunarmaður, Dælengi 9, Selfossi. Eigin- maður hennar er Árni Bene- diktsson verslunarmaður. Þau taka á móti gestum í Oddfellow-húsinu, Vallholti 19, Selfossi, laugardaginn 5. október frá kl. 20. LJÓÐABROT ÍSLENDINGALJÓÐ Land míns föður, landið mitt, laugað bláum straumi, eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, – ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Hvíslað var um hulduland hinzt í vestanblænum: hvítan jökul, svartan sand, söng í hlíðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn, vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti í gullnum sænum. – – – Jóhannes úr Kötlum 1. d4 g6 2. e4 Bg7 3. Rc3 c6 4. Be3 d5 5. f3 a6 6. Dd2 b5 7. a3 Be6 8. h4 dxe4 9. Rxe4 h5 10. Re2 Bd5 11. Rg5 Bc4 12. 0-0-0 Rd7 13. Rf4 Rb6 14. d5 Bxf1 15. Bxb6 Dxb6 Staðan kom upp í Evr- ópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Halki- diki í Grikklandi. Graham Burgess (2.309) hafði hvítt gegn Ágústi Sindra Karls- syni (2.347). 16. d6! Bc4. Kóngur svarts hefði einnig orðið of berskjaldaður eftir 16. – exd6. 17. Dxd6. 17. d7+ Kd8 18. b3! Rh6. 18. – Dc5 var ekki mögu- legt vegna 19. Da5+ og hvítur mátar. 19. bxc4 Kc7 20. c5! Da7 20. – Dxc5 gekk ekki upp vegna 21. Rge6+. Í framhaldinu lendir svartur í ógurlegri úlfa- kreppu og getur ekki rönd við reist. 21. Rge6+ fxe6 22. Rxe6+ Kb7 23. Da5 Be5 24. d8=D Haxd8 25. Hxd8 Hxd8 26. Dxd8 Rf5 27. Hd1 Db8 28. Db6+ og svartur gafst upp. Loka- staða efstu sveita varð þessi: 1.–2. Bosna Sarajevo og Nirilsky 12 stig af 14 mögulegum 3.–4. Polonia og NAO 11 stig 5.–7. Don- bass, Kazan og Skopje 10 stig. Með sigursveitinni Bosna Sarajevo tefldu Michael Adams, Alexey Shirov, Ivan Sokolov, Serg- ey Mosvesjan, Teymour Radjabov og Zdenko Kozul. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SVEITIR Þórólfs Jónas- sonar og Guðmundar Sv. Hermannssonar mættust í undanúrslitum Bikar- keppninnar á laugardag- inn. Leikurinn var jafn og opinn allt til enda, en Guð- mundur og félagar höfðu betur og unnu með 18 IMPa mun, 130–112. Sem er ekki mikill munur í 48 spilum. Lítum á bráð- skemmtilegt spil úr leikn- um: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ G97 ♥ Á93 ♦ G4 ♣KG765 Vestur Austur ♠ D4 ♠ K108652 ♥ 62 ♥ D1084 ♦ K9875 ♦ 10 ♣10984 ♣Á2 Suður ♠ Á3 ♥ KG75 ♦ ÁD632 ♣D3 Á öðru borðinu vakti liðsmaður Þórólfs í austur á einum spaða með 9 punkta, en góða skiptingu. Það var vel heppnuð ákvörðun, því útspil í spaða snardrepur þrjú grönd ef NS láta sér detta í hug að reyna þann samning. Suð- ur doblaði og vestur lyfti í tvo spaða í tvílitinn. Þar með voru þrjú grönd ekki lengur inni í myndinni, en NS teygðu sig full langt og enduðu í fimm tíglum, sem vestur merkti með rauða doblmiðanum. Þrír niður og 800 til AV. Hinum megin voru Þór- ólfur og Björn Þorláksson í NS gegn Ásmundi Pálssyni og Guðm. P. Arnarsyni. Greinarhöfundur kaus að passa með austurspilin í upphafi í þeirri von að fá annað tækifæri síðar. En það kom aldrei: Vestur Norður Austur Suður Ásmundur Þórólfur Guðm. Björn – Pass Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þetta var versta þróun sagna sem hugsast gat fyr- ir AV, því nú blasti við að vestur myndi hefja vörnina með útspili í tígli. Ásmundur kom út með tígulsjöu, fjórða hæsta. Björn stakk upp gosanum, spilaði laufi á drottninguna og aftur laufi á kóng blinds og ás austurs. Nú er gæfu- ríkast fyrir vörnina ef austur spilar spaða, en greinarhöfundur sá litla framtíð í þeim lit þar sem makker átti í mesta lagi tvíspil og skipti yfir í hjartatíu. Hugmyndin var að veiða gosann þriðja í suður. Svo var ekki. Björn lét gosann, sem hélt. Spil- aði svo hjarta að Á9 í borði og velti málinu fyrir sér. Eftir íhugun taldi hann ósennilegt að austur hefði skipt yfir í hjartatíu frá tvíspili og stakk upp ás. Tók svo laufgosann og sá leguna. Nú var kominn tími til að telja. Austur hafði greinilega byrjað með einn tígul. Hann átti aðeins tví- spil í laufi og þar með tíu spil í hálitunum. Fjögur þeirra virtust vera hjörtu og þar með voru hin sex spaðar. Björn sá sér leik á borði. Hann dúkkaði fyrst spaða yfir til vesturs. Ás- mundur tók á lauftíuna og spilaði sér út á spaða. En það var aðeins frestun á hinu óhjákvæmilega, því nú tók Björn hjartakóng- inn og spilaði litlum tígli að heiman. Ásmundur var inni og þurfti að spila upp í ÁD. Níu slagir: einn á spaða, þrír á hjarta, þrír á tígul og tveir á lauf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Tvær ungar stúlkur, Sara Dögg Árnadóttir og Pálína Agnes Kristinsdóttir, héldu á dögunum tombólu. Ágóðinn rann til Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Suðurlandi. Þær stöllur afhentu Svani Ingvarssyni ágóðann, alls 3.546 krón- ur, á stjórnarfundi Sjálfsbjargar fyrir skemmstu, f.v. Pál- ína Agnes, Jórunn Erla gjaldkeri, Svanur Ingvarsson for- maður og Sara Dögg. Hlutavelta Vanir og óvanir keppnis- spilarar taka höndum saman hjá Munin í Sandgerði Hjá félaginu hefir verið spilað á fimmtudögum í haust. Nk. fimmtu- dag lýkur þriggja kvölda tvímenningi þar sem tvö bestu kvöldin gilda til verðlauna. Fimmtudaginn 10. október verður tvímenningur þar sem vanir og óvan- ir keppnisspilarar spila saman og fimmtudaginn 17. október verður sama snið á en þá spiluð sveitakeppni. Spilarar bæði vanir og óvanir keppn- isbrids eru hvattir til að mæta. Einn- ig má hafa samband við Þröst Þor- láksson ef spilara vantar samherja. Að þessum mótum loknum hefst þriggja kvölda tvímenningur sem spilaður verður út nóvember. Fimmtudaginn 5. des. hefst tveggja kvölda Board-A-Match sveitakeppni og 19. des. er „Crazy“ brids. Síðasta spilakvöld ársins er svo laugardaginn 28. desember en þá er spilað svokall- að Einarsmót til heiðurs elzta spilara félagsins, Einari Júlíussyni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánud. 23. sept. 2002. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 249 Sigurður Pálss. - Ásta Erlingsd. 240 Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss. 237 Jón Karlss. - Valur Magnúss. 237 Árangur A-V Björn E. Péturss. - Hilmar Ólafss. 255 Eysteinn Einarss. - Viggó Nordquist 251 Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss.243 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 26. sept. 18 pör. Meðal- skor 216 stig. Árangur N-S Sæmundur Björnss. - Olíver Kristóferss.277 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 265 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 251 Árangur A-V Alda Hansen - Jón Láruss. 245 Elín Jónsd. - Soffía Theódórsd. 238 Hilmar Valdimarss. - Magnús Jósefss. 229 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 251 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu brids á 11 borðum að Gullsmára 13 mánudag- inn 30. september sl. Miðlungur 220. Efst vóru: NS Þórhallur Árnas. – Kristinn Guðmundss. 274 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 256 Haukur Barnason – Hinrik Láruss. 236 AV Valdimar Lárusson – Einar Elíasson 235 Heiður Gestsd. – Þórdís Sólmundard. 234 Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 233 Spilað mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku á þriðju- dögum og föstudögum. Það vantar fleiri spilara. Mæting kl. 13.30. Spilað var 24. sept. þá urðu úrslit þessi: Auðun Guðmunds. – Bragi Guðbjörnss. 115 Sigurlína Águstsd. – Guðm. Guðmunds. 111 Árni Bjarnason – Þorvarðurs. S. Guðm. 109 27. sept. Árni Bjarnason – Þorvarðurs. S. Guðm. 84 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 70 Árni Guðmundss. – Sigurlína Ágústsd. 69 Það vantar fleiri spilara. Fundur vegna prófkjörs Fundur í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 9. október kl. 17.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna framboðs til alþingiskosninganna vorið 2002. 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn þeim er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnin. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis ákvað á aðalfundi sínum 28.-29. september sl. að viðhafa prófkjör við val frambjóðenda til alþingiskosninga 10. maí 2003. Prófkjörið verður haldið 9. nóvember 2002. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga til kjörnefndar fyrir fimmtudaginn 10. október nk. kl. 18.00. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum skv. a-lið hér að ofan. Í samræmi við prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins er hér með auglýst eftir frambjóðendum vegna prófkjörsins skv. a-lið. Tilkynningum um framboð skal skilað skriflega, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til formanns kjörnefndar, Jóhanns Kjartanssonar, Gunnlaugsgötu 16, 310 Borgarnesi. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingiskosningum. Framboð skal vera borið fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. Nánar verður auglýst síðar hvar kjörstaðir verða, hvar kjörskrár munu liggja frammi, hvar utankjörfundarskrifstofa verður staðsett o.s.frv. Frekari upplýsingar um prófkjörið er hægt að fá hjá formanni kjörnefndar eða á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir frambjóðendum vegna prófkjörs fyrir alþingiskosningar vorið 2003

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.