Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 10
STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti á ríkisstjórnar- fundi í síðustu viku frumvarp til laga um breytingu á lögum um póstþjónustu. Frumvarpið fjallar um breytingu á einkaréttarmörk- um gildandi laga með hliðsjón af nýrri tilskipun ESB frá því í júní sl. varðandi frekari opnun póst- markaðarins í Evrópu fyrir sam- keppni. Frumvarpið gerir ráð fyrir breytingum á einkarétti íslenska ríkisins á póstsendingum, sem eru núna samkvæmt gildandi lögum allt að 250 grömm að þyngd. Ef frumvarpið nær fram að ganga verða þyngdarmörkin færð niður í 100 grömm frá og með 1. janúar 2003 til 1. janúar 2006. Frá og með 1. janúar 2006 verða mörkin 50 grömm. Þetta kemur til vegna til- skipunar ESB. Í frumvarpinu er skerpt á nokkrum atriðum til hagsbóta fyr- ir viðskiptavini póstsins. Í fyrsta lagi eru tekin inn skýrari ákvæði um sérstakar gjaldskrár rekstrar- leyfishafa vegna þjónustu þeirra við atvinnufyrirtæki, fyrirtæki sem afhenda mikið magn póst- sendingu í einu eða fyrirtæki sem safna saman póstsendingum mis- munandi viðskiptavina og afhenda rekstrarleyfishafa. Í öðru lagi eru tekin inn ákvæði þar sem rekstrarleyfishöfum er bannað að greiða niður þjónustu- gjöld í alþjónustu utan einkarétt- ar með tekjum af einkaréttarþjón- ustu, nema að sýnt hafi verið fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að verða við sérstökum alþjón- ustukvöðum sem hvíla á rekstrar- leyfishafa. Í þriðja lagi eru sett inn ákvæði sem skylda rekstrarleyfishafa til að gefa út skýrar reglur um með- ferð kvartana frá notendum. Einkarétti póst- sendinga breytt ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst kl. 13.30 í dag. Eft- irfarandi mál verða á dag- skrá: Fjáraukalög. Tryggingagjald. Barnalög. Útlendingar. Skráning skipa. Skipamælingar. Sveitarstjórnarlög. Kvennahreyfingin á Íslandi. Áfengislög. FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra tilkynnti þingheimi í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að Íslendingar hefðu fengið aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Sú niðurstaða fékkst á aukafundi ráðsins í Cambridge í Bretlandi í gær. Ráðherra sagði að við aðild- ina hefðu Ís- lendingar sett fyrirvara við hvalveiðibann hvalveiðiráðsins en jafnframt skuldbundið sig til að hefja ekki hvalveiðar í at- vinnuskyni fyrr en 2006. „Ég kveð mér hljóðs til að segja háttvirtum þingheimi frá því að Ísland var í dag viður- kenndur sem aðili að Alþjóðahval- veiðiráðinu á ný með fyrirvara við bann við hvalveiðum,“ sagði ráð- herra í upphafi þingfundar í gær. Ráðherra sagði að það væri grundvallaratriði fyrir Ísland að vera aðili að Alþjóðahvalveiði- ráðinu til að geta hafið hvalveiðar að nýju. „Með því að vera með viðurkenndan fyrirvara erum við að horfa til langtíma hagsmuna Íslands í hvalveiðum í atvinnu- skyni. Hins vegar opnar aðildin fyrir okkur möguleika á því að hefja hvalveiðar í vísindaskyni sem við höfðum ekki áður en við gengum inn í Alþjóðahvalveiða- ráðið og þar með höfum við engu fórnað í því að geta hafið hval- veiðar, þetta er spurning um hvers konar hvalveiðar við mun- um hefja.“ Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinn- ar, og Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinn- ar –græns framboðs, fögnuðu að- ild Íslendinga að Alþjóðahval- veiðiráðinu en Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var ekki sáttur við það að Íslend- ingar gætu ekki hafið hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Sjávarútvegsráðherra Ekki hvalveiðar fyrr en 2006 Árni M. Mathiesen GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2002. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að tekjur rík- issjóðs á árinu hækki um 5,7 milljarða kr. og að útgjöld hækki um 7,3 milljarða kr. Hækkun tekna má fyrst og fremst rekja til þess að tekju- skattar einstaklinga og fyr- irtækja verða meiri en áætlað var í fjárlögum og hækkun út- gjalda má m.a. rekja til hærri framlaga til heilbrigðis- og tryggingarmála. „Stafa útgjöld í heilbrigðismálum aðallega af hallarekstri sjúkrastofnana og af auknum útgjöldum sjúkra- trygginga,“ sagði ráðherra m.a. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu það m.a. að ekki væru lagðar til meiri fjárveitingar til heilbrigðismála. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, minnti þó á að fjáraukalaga- frumvarpið myndi væntanlega breytast í meðförum þingsins. Fjárveitingar verði auknar til heilbrigðismála FRAMKVÆMDAÁÆTLUNIN er liður í allsherjarendurskoðun á sam- eiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og verður til umfjöllunar á fundi sjávarútvegsráðherra ESB-landanna í dag, 15. október. Þar eru einnig á dagskránni fleiri mál sem tengjast endurskoðun stefnunnar, svo sem að- gang allra ESB-ríkja að sjávarsvæð- um sem falla undir lögsögu ESB- ríkja, aukið eftirlit og svæðisráð um fiskveiðistjórnun. Hvað varðar fiskveiðar í Miðjarð- arhafi bendir framkvæmdastjórnin á að varðandi markaðsmál og styrki hafi verið beitt reglum sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, svo og eftir- litsreglum að mestu leyti, en stefnu- mörkun til verndar stofnum og veið- um hafi verið beitt á annan hátt. Það helgast einkum af því að um er að ræða sérstakar aðstæður, þar sem að- eins hluti ríkjanna sem liggja að haf- inu eru innan ESB, en einnig að sam- setning fiskveiðiflotans er að langmestu leyti smærri bátar, sem selja fiskinn beint til kaupanda, en fara ekki í gegn um hefbundna mark- aði. Því er sóknin afmarkaðri og nær ströndum landanna – og erfitt að hafa eftirlit með sölu og afla. Tillögur framkvæmdastjórnarinn- ar miða að því að almennum mark- miðum sameiginlegu fiskveiðistefn- unnar um veiðar sem tryggi sjálfbæra þróun fiskistofna í samræmi við markmið umhverfisverndarsjónar- miða og með efnahagslegan og fé- lagslegan ávinning af leiðarljósi. Um er að ræða framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára. Tilgreinir framkvæmdastjórnin í tillögunum að endurmeta þurfi á hvaða stjórnunarstigi sé bezt að hafa stjórnun ákveðinna fiskveiða, svo sem strandveiða smábáta – hjá bandalag- inu, svæðisstofnunum eða jafnvel við- komandi strandríki. Telur fram- kvæmdastjórnin að betur fari á því að fiskveiðistjórnun og úrlausn vanda- mála sem eru takmörkuð við ákveðin svæði, sé komið fyrir á innanlands- stigi – sem fæli m.a. í sér aukið sam- ráð og samstarf við samtök útvegs- manna og sjómanna á svæðinu eða í landinu. Greint á milli þriggja flokka Greint er á milli þriggja flokka sem gætu fallið undir mismunandi stjórn- unarstig: Veiðar á stofnum sem myndu telj- ast flökkustofnar. Stjórnun þeirra yrði á valdsviði hinna yfirþjóðlegu stofnana í samstarfi við svæðisbundin samtök hagsmunaþjóða. Veiðar stofna sem eru sameiginleg- ir að einhverju leyti – svo sem útsjáv- ar- og uppsjávartegundir, eða stofna sem ganga inn á sameiginleg mið. Stjórnun þeirra yrði á valdsviði ESB- stofnananna og/eða alþjóðlegra sem hafa farið með þessi mál, svo sem FAO (Matvælastofnun SÞ). Í þriðja lagi eru nefndar veiðar stofna sem eru staðbundnir í land- helgi eða fiskveiðilögsögu eins ríkis og gert út á aðallega frá einu strand- ríki. Þeim ætti að halda áfram að stjórna frá viðkomandi ríki, sé ekki verulegt magn aukaafla úr stofnum sem falla undir 1. og 2. lið. Þá er í tillögunum einnig tíundað að hugsanleg stjórnun ríkja á fiskveiðum í eigin lögsögu eða staðbundnum stofnum skuli taka mið af sameigin- legu sjávarútvegsstefnunni og einnig að ESB muni setja ákveðnar viðmið- anir um verndun stofna og umhverfis. Hins vegar verði tæknileg útfærsla til að ná þeim markmiðum í höndum við- komandi ríkis. Helztu markmið sem stofnanir ESB settu yrðu þá m.a. um hámarksheildarkvóta (TAC) fyrir hverja tegund, umhverfisáhrif og veiðar á meðalafla úr öðrum tegund- um auk verndar svæða þar sem seiði klekjast og þroskast. Vakið máls á því að færa fisk- veiðilögsögu út í 200 mílur Athyglisvert er ennfremur, að í til- lögunum er fjallað um kosti þess að færa fiskveiðilögsögu ESB-ríkja í Miðjarðarhafi út í 200 mílur til sam- ræmis við alþjóðlega viðurkennt há- mark. Telur framkvæmdastjórnin það myndu bæta möguleika til skil- virkrar fiskveiðistjórnunar á svæð- inu. Mjög mismunandi er hve stóra fiskveiðilögsögu löndin sem liggja að Miðjarðarhafi áskilja sér. Spánn hef- ur lýst yfir 49 sjómílan lögsögu, Malta, sem er á leiðinni inn í sam- bandið, hefur haft 25 mílna lögsögu sl. 30 ár, Frakkland og Ítalía hafa 12 mílna lögsögu og Grikkland 6 mílna. Framkvæmdaáætlunin ber á ensku titilinn „Action Plan for the conserva- tion and sustainable exploitation of fisheries resources in the Mediterr- anian Sea under the Common Fisher- ies Policy“ – COM (2002) 535 final og má finna hana á vefslóðinni http://eu- ropa.eu.int/comm/fisheries/reform/ proposals_en.htm. Aðalatriði tillögu ESB 9. október sl. lagði fram- kvæmdastjórn ESB fram tillögu að fram- kvæmdaáætlun um hvernig haga mætti stjórnun veiða og nýt- ingu auðlinda í Miðjarð- arhafi. Hér er nánar rakið hvað markverðast þykir í þessari tillögu. LANDSLIÐ Íslands undir 21 árs leikur gegn Litháen á morgun. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst klukkan 15:30. Landsliðshóp- urinn hefur að undanförnu dvalið á Hótel Selfossi og undirbúið sig und- ir átökin. Á sama tíma hefur Mjólk- urskákmótið á vegum Hróksins far- ið fram á hótelinu og hefur hópurinn fylgst með mótinu. Þeir settust síðan allir að tafli á sunnu- dagskvöld þegar stórmeistarinn Luke McShane tefldi fjöltefli við hópinn, liðsmenn, þjálfara og fylgd- armenn. Tuttugu og fjórir tóku þátt í fjöl- teflinu en áður en taflið hófst af- henti Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, Guðmundi Mete, einum af máttarstólpum landsliðsins, taflsett og skákklukku til notkunar á keppnisferðum landsliðsins. Við- ar Halldórsson landsliðsnefnd- armaður færði Hróknum að gjöf áritaða landsliðstreyju og boli fyrir alla keppendur og starfsmenn á Mjólkurskákmótinu. Luke McShane fékk sömuleiðis áritaða lands- liðstreyju, en sjálfur er hann fyrr- verandi heimsmeistari barna í skák yngri en tíu ára. Hrafn Jökulsson hafði á orði er hann ávarpaði landsliðið að um merkan viðburð væri að ræða þar sem þjóðaríþróttirnar tvær, knatt- spyrna og skák, mættust. Lands- liðsstrákarnir sýndu góða takta en urðu að játa sig sigraða nema Magnús Sverrir Þorsteinsson, hægri kantmaður, sem náði sigri og það gerði einnig Ólafur Þórðarson þjálfari. Fjórir úr herráði Ólafs náðu jafntefli, þeir Ágúst I. Jónsson stjórnarmaður, Björn Gunnarsson liðsstjóri, Magnús Gylfason aðstoð- arþjálfari og Viðar Halldórsson. Luke McShane fékk því 20 vinninga gegn fjórum. Reyndu sig í fjöltefli við Luke McShane Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Mete tekur við taflsetti úr hendi Hrafns Jökulssonar áður en fjölteflið hefst. Frá landsliðsfjölteflinu á Hótel Selfossi á sunnudagskvöld. Selfossi. Morgunblaðið. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sótti um helgina óformlegan ráðherrafund ESB og EFTA/EES-ríkjanna um samkeppnishæfni atvinnulífsins, sem haldinn var í Nyborg í Dan- mörku. Á fundinum var annars veg- ar fjallað um samkeppnishæfni og hins vegar einföldun laga og reglna til að bæta starfsskilyrði atvinnulífs- ins. Í tilkynningu frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu segir að innan ESB sé lögð vaxandi áhersla á þessa málaflokka en Danir, sem fara nú með formennsku í ESB, buðu til fundarins. Ákveðið var að leggja áherslu á framkvæmdaáætlun ESB um ein- földun laga og reglna til þess að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja og greiða þannig fyrir hagvexti. Árang- ur á þessu sviði krefðist þó einnig vinnu innan einstakra landa sem inn- an Evrópusambandsins. Valgerður ávarpaði fundinn og tók undir þessi sjónarmið. Taldi hún að stofnun hins nýja ráðherraráðs gæti opnað ný tækifæri til að vinna að þessum málum með áhrifaríkari hætti. Sagðist hún vænta þess að Ís- land sem EES-land, og hluti af innri markaðnum, gæti tekið vaxandi þátt í starfi á sviði samkeppnishæfni. Ráðherrarnir heimsóttu skipa- smíðastöð í Óðinsvéum í tengslum við fundinn. Við það tækifæri lögðu þeir hver um sig til hlut frá sínu heimalandi í listaverk sem tákna á grósku í Evrópu. Framlag Íslands var listaverkið „Egg snjófuglsins“ eftir listamanninn Koggu, Kolbrúnu Björgólfsdóttur. Viðskiptaráðherra á ráðherrafundi um samkeppnishæfni Rætt um ein- földun laga til að bæta samkeppni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.