Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 16

Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KONANGI Veera Babu er tíu ára indverskur drengur sem hefur alist upp við mikla fátækt. Nýlega breytt- ust þó aðstæður hans verulega þegar hópur krakka í Laugarneshverfi ákvað að gerast fóstursystkini hans með því að styrkja hann til betra lífs. Babu dvelur á heimili sem rekið er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar um 30 kílómetrum frá þorpinu Mup- palla þar sem hann ólst upp. Í gær hófu krakkarnir í TTT (sem útleggst „tíu til tólf ára“) í Laugarneshverfi söfnun fyrir þennan nýja vin sinn með því að halda flóamarkað í kirkj- unni sinni, Laugarneskirkju. Þegar litið er inn á markaðinn úir og grúir af alls kyns dóti á borðum sem stillt hefur verið upp í safnaðar- heimilinu; púsluspilum, litum, bolla- súpum, hárskrauti, tindátum og svo má lengi telja. Bak við borðin standa lágvaxnir sölumenn sem leggja sig alla fram um að bjóða varninginn og verðið er ákaflega sanngjarnt. Inn á milli er svo gert hlé til að koma skemmtiatriðum á borð við hljóð- færaleik og dans að. Fær peninga til að kaupa mat og ganga í skóla „Við erum búin að safna 10 þús- undum og eitthvað sem dugar fyrir hann í fjóra eða fimm mánuði,“ segir Selma Harðardóttir, sem er 11 ára og er þar að vísa til heildarsölunnar á markaðinum fyrsta klukkutímann. „Við gætum kannski náð inn hálfu ári.“ Jafnaldri hennar, Heiðar Jónsson, uppfræðir blaðamann um þaðhvað gera skuli við aurana. „Við ætlum að senda þá út og þá fær Babu pening til að kaupa mat og ganga í skóla og svoleiðis.“ Krakkarnir eru mjög ánægðir með söluna enda úrvalið fjölbreytt. „Þetta er alls konar dót sem við leik- um okkur ekki lengur með og yngri krakkar vilja kannski nota,“ segir Heiðar sem er að hjálpa vinum sín- um að selja varning á borð við Póké- mon spil og fleira forvitnilegt. Selma og vinkonur hennar bökuðu hins vegar kökur. „Síðan kom ég með alls konar liti og svoleiðis dót,“ segir hún. En hverjir kaupa svo varninginn? „Það eru aðrir krakkar sem eru að selja ekki neitt,“ útskýrir Heiðar þolinmóður fyrir blaðamanni. Krakkarnir segjast ætla í fram- haldinu að skrifa Babu bréf í félagi við vini sína og eru ekki í vandræðum með hvernig frekara fjármagni verð- ur safnað þegar markaðspeningarnir ganga til þurrðar. „Við getum safnað flöskum,“ segir Selma ákveðin. „Það voru strákar sem gerðu það og létu 700 krónur í söfnunina,“ bætir hún við og finnst greinilega mikið til komið. „Svo getur maður safnað peningum fyrir hann heima hjá sér með því að hjálpa mömmu sinni eða eitthvað,“ segir Heiðar. Þau segjast alveg til í að láta svo- leiðis laun ganga til nýja vinarins á Indlandi. „Það er betra en að eyða í nammi,“ segir Selma skælbrosandi og Heiðar tekur undir enda sammála um að þannig megi slá tvær flugur í einu höggi, passa upp á tennurnar og styrkja gott málefni. Reyndar kom í ljós í lok dags að nokkuð er í að krakkarnir þurfi að fara að huga að nýjum tekjumögu- leikum því markaðurinn skilaði 20.500 krónum til handa Babu vini þeirra sem dugar til framfærslu hans í tíu mánuði. Tíu til tólf ára börn styrkja fátækan indverskan dreng til betra lífs í heimalandi sínu „Betra en að eyða í nammi“ Indverski drengurinn Konangi Veera Babu eignaðist nýverið tugi vina sem allir eiga heima í Laug- arneshverfinu á Íslandi. Jón Birgir Gunnarsson, formaður foreldrafélagsins, og séra Bjarni Karls- son, sóknarprestur í Laugarneskirkju: Kirkjan og foreldrarnir hafa skipu- lagt uppákomur í tengslum við ýmsa óhefðbundna daga í skólanum. Morgunblaðið/Sverrir Selma Harðardóttir og Heiðar Jónsson ætla að skrifa Babu bréf og hyggjast halda áfram söfnuninni fyrir hann. Laugarneshverfi SÖFNUNARÁTAKIÐ fyrir Babu er samstarfsverkefni Laugarnes- kirkju og Foreldrafélags Laug- arnesskóla en að sögn Jóns Birgis Gunnarssonar, formanns félagsins var frumkvæðið kirkj- unnar. „TTT, sem eru tíu til tólf ára krakkar í kirkjunni, eru búnir að vera að undirbúa mark- aðinn en hann er byrjunin á söfnuninni. Við í foreldrafélag- inu höfum svo reynt að vera dugleg að starfa með kirkj- unni.“ Markaðurinn var skipulagður í tengslum við starfsdag í skól- anum og hefur slíkt samstarf átt sér stað milli kirkjunnar og for- eldrafélagsins áður. „Það þarf að brúa þetta bil því krakkarnir eru svolítið í lausu lofti þegar þessir dagar eru. Reyndar byrj- aði þetta með öskudeginum en þá var mikið grímuball hér í kirkjunni þar sem var eiginlega betri mæting en húsið leyfði.“ Svo hefur kirkjan staðið fyrir vorferð í samstarfi við foreldra- félagið þar sem börnum og eldri borgurum var boðið með.“ Hann tekur þó fram að ekki sé skipulögð dagskrá alla starfs- daga í skólanum. „En við erum alltaf að taka meira og meira upp í því sambandi,“ segir hann. Samstarf kirkju og foreldra STEFNT er að breyttum áherslum í kynningar- og sam- ráðsferli skipulagsmála í borg- inni en skipulags- og bygginga- nefnd samþykkti í síðustu viku að setja á fót starfshóp sem ynni að því máli. Í bókun formanns nefndarinnar segir að undirbún- ingsvinna varðandi slíkar breyt- ingar hafi staðið yfir að und- anförnu. Það voru sjálfstæðismenn sem lögðu fram tillögu á fundinum þess efnis að stofnaður yrði starfshópur til þess að gera til- lögur um breytingar á verklagi við kynningu á aðal- og deili- skipulagi með það að markmiði að íbúar og hagsmunaaðilar kæmu að málum á fyrsta stigi skipulagsvinnunnar. Fagnar samstarfi við minnihluta Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, að það lægi fyrir að núver- andi vinnulag, eins og það birtist t.d. í Norðlingaholti, Suðurhlíð- um, áætlunum um Landssímahús o.fl. væri ekki í þágu íbúanna og hagsmunaaðila. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygg- inganefndar, sagði að hún fagn- aði tillögu minnihlutans, með henni væri hann að lýsa því yfir að hann vildi starfa með meiri- hlutanum sem hefði m.a. lagt áherslu á þetta í aðdraganda kosninganna í vor. „Ég hef sjálf talað fyrir því í skipulagsnefnd, og á fundum, þar með talið á fundinum um skipulagsmál í Norðlingaholti, að við þurfum að vinna með öðrum hætti að skipu- lagsmálum en gert hefur verið.“ Í breytingartillögu hennar frá því á fundinum í síðustu viku segir að um nokkurt skeið hafi undirbúningsvinna staðið yfir um samráðsferli í skipulagsmálum sem geri ráð fyrir breyttum áherslum í þeim efnum. Sjálfsagt væri að skipa formlegan starfs- hóp sem kæmi að þeirri vinnu. Var tillagan samþykkt en hún gerir ráð fyrir því að í hópnum sitji einn kjörinn fulltrúi frá meirihluta og annar frá minni- hluta auk formanns nefndarinnar og sviðsstjóra skipulags- og byggingasviðs. Hagsmunaaðilar komi fyrr að skipulagsmálum Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.