Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hágæða eldhúsinnréttingar FLUGFÉLAGIÐ Easyjet, sem býður upp á ódýrar flugferðir, hefur ákveðið að kaupa 120 A319-þotur frá Airbus-flug- vélaframleiðandanum, en hingað til hefur fyrirtækið keypt flug- vélar frá Boeing af gerðinni 737- 700. Samkvæmt samningnum hef- ur Easyjet einnig rétt til að kaupa 120 vélar í viðbót á sama verði. Hingað til hefur Boeing haft tögl og hagldir á markaðinum og framleitt flestar vélar lággjalda- flugfélaganna, en þessi ákvörðun þykir gjörbreyta stöðu mála. Þrátt fyrir að talsmenn beggja fyrirtækja, Airbus og Easyjet, hafi í gær lofað samninginn í há- stert voru fjárfestar ekki sann- færðir. Verð bréfa í báðum fé- lögum féll í kjölfar tíðindanna, enda höfðu menn áhyggjur af því að Airbus hefði teygt sig of langt í lækkun verðs til að ná í við- skiptin. Einnig komu fram vanga- veltur um að kostnaðarsamt myndi verða fyrir Easyjet að vera með flota blandaðan Airbus- og Boeing-flugvélum. Sparnaður fyrir Easyjet Forráðamenn Easyjet, sem eignaðist fyrir skömmu keppi- nautinn Go, lögðu áherslu á að nýi samningurinn myndi hafa töluverðan sparnað í för með sér, m.a. myndi rekstrarkostnaður flugvélaflotans lækka um 10%. Ekki hefur verið gefið upp hve hátt verð er greitt fyrir þoturnar, en „listaverð“ nemur 6,2 millj- örðum dollara, eða sem svarar til tæpra 540 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að sam- ist hafi um töluverðan afslátt frá því verði, en fjárfestar óttast, fyrir hönd Airbus, að hann hafi verið of mikill. Dregið er í efa að viðskiptin komi til með að hafa jákvæð áhrif á hagnað fyrirtæk- isins. Easyjet kaupir 120 þotur af Airbus í stað Boeing Reuters A319 þota frá Airbus. Easyjet-flugfélagið hefur ákveðið að kaupa 120 slíkar. ÍSLENDINGAR fengu aðild að Alþjóðahvalveiði- ráðinu á aukafundi ráðsins sem hófst í Cambridge í Englandi í gær. Boðað var til fundarins í Englandi til að ræða frumbyggjakvóta Alaska og Rússlands. Íslensk stjórnvöld ákváðu hinsvegar að láta reyna enn á ný á aðildarumsókn sína að ráðinu, en það hafnaði aðild Íslands á aðalfundi sínum í fyrra og aftur í ár á þeirri forsendu að Íslendingar vildu gera fyr- irvara við hvalveiðibannið sem hefur verið í gildi frá árinu 1986. Íslendingar gengu úr hvalveiði- ráðinu 1992, en í júní 2001 var ákveðið að ganga aftur í ráðið með ákveðnum fyrirvara um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Íslendingar afhentu Bandaríkjunum, sem eru vörsluaðili hvalveiðisamningsins, nýja aðildarum- sókn sl. föstudag. Hún var líkt og áður með fyr- irvara um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þó var gerð sú breyting á fyrirvaranum að Ísland skuldbindur sig til að hefja ekki veiðar í atvinnu- skyni fyrir árið 2006. Þá kveður fyrirvarinn á um að meðan framgangur er í samningaviðræðum um endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða eftir árið 2006, muni Ísland ekki hefja veiðar í atvinnuskyni. Sé hinsvegar ekki framgangur í viðræðunum eru Ís- lendingar ekki bundnir af hvalveiðibanninu sam- kvæmt fyrirvaranum. Fyrirvarinn takmarkar hinsvegar ekki möguleika Íslendinga á að hefja vísindaveiðar. Deilur urðu við upphaf fundarins í gær og fóru fram fjölmargar atkvæðagreiðslur um hvernig af- greiða ætti ný aðildarskjöl Íslendinga. Að lokum lagði Svíinn Bo Fernholm, formaður ráðsins, fram tillögu um að niðurstaða fundarins í Japan frá því í maí yrði staðfest og Ísland hefði þannig aðeins áheyrnaraðild að ráðinu. Tillagan var hinsvegar felld með 19 atkvæðum gegn 18. Þau ríki sem greiddu atkvæði gegn tillögu formannsins voru Antiqua & Barbuda, Benín, Danmörk, Dóminíka, Finnland, Grenada, Gínea, Ísland, Japan, Kína, Noregur, Palau, Rússland, St. Kitts & Nevis, St. Lusia, Salomon eyjar, Suður-Kórea, Svíþjóð og Sviss. Þau ríki sem greiddu atkvæði með tillög- unni voru Ástralía, Austurríki, Bandaríkin, Bras- ilía, Bretland, Chile, Frakkland, Holland, Írland, Ítalía, Mexíkó, Mónakó, Nýja Sjáland, Perú, Portúgal, San Marínó, Spánn, og Þýskaland. Athygli vekur að Svíar greiddu atkvæði gegn tillögu formanns síns. Svíar mótmæltu hinsvegar einhliða fyrirvara Íslands strax eftir atkvæða- greiðsluna og í kjölfarið gerðu fjölmargir and- stæðingar hvalveiða slíkt hið sama. Í samræmi við túlkun á þjóðarrétti Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fagnaði mjög niðurstöðu fundarins í gær en sagði að hún þýddi ekki að dregið hefði úr andstöðu við hvalveiðar í heiminum. Hann sagði að skuldbind- ing Íslendinga um að hefja ekki hvalveiðar í at- vinnuskyni fyrr en árið 2006 væri viðleitni til að sýna að Íslendingum væri alvara með því að hefja endurskoðun á stjórnkerfi hvalveiða og gefa þeirri endurskoðun góðan tíma. „En þessi niðurstaða er engu að síður áfangasigur fyrir okkur. Starfsfólk sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneyt- isins hefur unnið mjög gott starf í þessum efnum á undanförnum misserum sem ég er mjög þakklátur fyrir,“ sagði Árni. Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanrík- isráðneytisins, segir málsmeðferð fundarins í gær í samræmi við túlkun íslenskra stjórnvalda á þjóðarétti. Aðilar ráðsins hafi rétt á að mótmæla fyrirvara Íslendinga einhliða en ekki með ákvörð- un í ráðinu sjálfu, enda sé ráðið ekki bært til að taka slíka ákvörðun. Einhliða mótmæli einstakra ríkja við fyrirvara Íslendinga hafi því ekki áhrif á aðild Íslands. „Við höfum litið á okkur sem aðila að Alþjóðahvalveiðiráðinu frá því að við lögðum um- sókn okkar fram fyrir aðalfund ráðsins í London á síðasta ári. Nú hefur ráðið formlega viðurkennt umsókn okkar og önnur aðildarríki verða að sætta sig við hana.“ Deilt um frumbyggjaveiðar Það eru Bandaríkjamenn sem standa að baki boðun aukafundarins í Cambridge, eftir að þeim og Rússum hafði verið neitað um leyfi til hvalveiða frumbyggja á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Ætlunin var að veiða um 250 hvali, lang- mest við Bandaríkin. Innan ráðsins er hópur ríkja, einkum ríkja í Karíbahafinu, sem hyggst leggjast gegn því að úthlutað verði frumbyggjakvóta og telja að ekki eigi að gera greinarmun á frum- byggjaveiðum og veiðum í atvinnuskyni. Tómas segir að Íslendingar muni á fundinum styðja frumbyggjaveiðar í Alaska og Rússlandi, enda hafi þessir aðilar stutt Ísland innan ráðsins. Fleiri hvalveiðiþjóðir muni einnig lýsa yfir stuðningi við frumbyggja á fundinum, meðal annars Norðmenn. Ísland fær aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu Skuldbindur sig til að hefja ekki hvalveiðar í at- vinnuskyni fyrir árið 2006 BANDARÍSKA stórfyrirtækið Luc- ent, sem framleiðir fjarskiptabúnað, hefur ákveðið að segja upp 10.000 starfsmönnum. Fyrirtækið hefur verið að reyna að ná niður kostnaði í kjölfar minnkandi eftirspurnar á fjarskiptamarkaðinum og eru þess- ar aðgerðir liður í þeirri viðleitni. Um leið tilkynnti fyrirtækið að tap þriðja ársfjórðungs yrði meira en gert hefði verið ráð fyrir. Þá kom fram í tilkynningu að þriggja millj- arða dollara lækkun á lífeyrissjóði félagsins yrði færð til gjalda og myndi þannig lækka bókfærðan hagnað. Ráðgert er að uppsagnirn- ar taki gildi við lok næsta reiknings- árs. Lucent segir upp 10.000 manns SKAPANDI reikningsskil verða til umfjöllunar á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn verður í Hvammi á Grand hóteli í Reykjavík klukkan 12–13.30 í dag. Stefán Svavarsson, endurskoð- andi og dósent við HÍ, fjallar meðal annars um það hvort lagalegt um- hverfi á sviði reikningsskila sé úrelt og hvort bókhaldsbrellur séu við- hafðar hér á landi. Fundarstjóri er Ragnar Þórir Guðgeirsson, fram- kvæmdastjóri KPMG-Ráðgjafar. Skapandi reikningsskil Á MÁLÞINGI sem Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja og Samtök iðnaðarins gengust fyrir með stjórn- málamönnum á Agora, fagsýningu þekkingariðnaðarins, á föstudag, sagðist Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra, vilja leita leiða til að taka á því máli að tölvudeildir opin- berra stofnana, banka, Reiknistofu bankanna og tryggingafélaga skila ekki virðisaukaskatti af þeirri starf- semi sem þau stunda í samkeppni við hugbúnaðarfyrirtækin í landinu, að því er segir í tilkynningu frá Samtök- um íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. „Fyrir liggur það álit Ríkisskatt- stjóra að þessum stofnunum beri að skila virðisaukaskatti af þróun og framleiðslu hugbúnaðar, sem stunduð er í sívaxandi tölvudeildum þeirra, en engu að síður hefur ekki verið gert átak í að tryggja eðlileg skattskil. Tómas Ingi sagði að taka þyrfti á mál- inu hvort sem það kallaði á úrbætur á lagaramma eða aðeins á framkvæmd málsins, að fenginni niðurstöðu Rík- isskattstjóra. Fyrrgreindar stofnanir eru undan- þegnar virðisaukaskatti en sam- kvæmt áliti Ríkisskattstjóra nær sú undanþága aðeins til kjarnastarfsemi þeirra en ekki starfsemi á borð við hugbúnaðargerð og -þróun í sam- keppni við fyrirtæki á almennum markaði. Stofnanirnar geta hins veg- ar ekki nýtt sér þann innskatt, sem til fellur í viðskiptum við innlend hug- búnaðarfyrirtæki, og því hafa þær hneigst til að byggja upp innan sinna raða í vaxandi mæli tölvudeildir sem vinna að sértækum hugbúnaðar- lausnum en nýta ekki þá sérþekkingu og framleiðslu sem til staðar er í ís- lenskri upplýsingatækni og hugbún- aðariðnaði. Eins og fyrr sagði er það álit Ríkisskattstjóra að sú fram- kvæmd stangist á við lög um virðis- aukaskatt. Auk þess sem afleiðingin er ójöfn samkeppnisstaða á mikilvæg- um sviðum hugbúnaðargeirans er ljóst er að ríkissjóður verði af hundr- uðum milljóna króna í virðisaukaskatt á ári hverju vegna þessa,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Tölvudeildir opinberra stofnana Ráðherra vill eðlileg skattskil ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.