Morgunblaðið - 15.10.2002, Side 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hágæða eldhúsinnréttingar
FLUGFÉLAGIÐ Easyjet, sem
býður upp á ódýrar flugferðir,
hefur ákveðið að kaupa 120
A319-þotur frá Airbus-flug-
vélaframleiðandanum, en hingað
til hefur fyrirtækið keypt flug-
vélar frá Boeing af gerðinni 737-
700. Samkvæmt samningnum hef-
ur Easyjet einnig rétt til að
kaupa 120 vélar í viðbót á sama
verði.
Hingað til hefur Boeing haft
tögl og hagldir á markaðinum og
framleitt flestar vélar lággjalda-
flugfélaganna, en þessi ákvörðun
þykir gjörbreyta stöðu mála.
Þrátt fyrir að talsmenn beggja
fyrirtækja, Airbus og Easyjet,
hafi í gær lofað samninginn í há-
stert voru fjárfestar ekki sann-
færðir. Verð bréfa í báðum fé-
lögum féll í kjölfar tíðindanna,
enda höfðu menn áhyggjur af því
að Airbus hefði teygt sig of langt
í lækkun verðs til að ná í við-
skiptin. Einnig komu fram vanga-
veltur um að kostnaðarsamt
myndi verða fyrir Easyjet að
vera með flota blandaðan Airbus-
og Boeing-flugvélum.
Sparnaður fyrir Easyjet
Forráðamenn Easyjet, sem
eignaðist fyrir skömmu keppi-
nautinn Go, lögðu áherslu á að
nýi samningurinn myndi hafa
töluverðan sparnað í för með sér,
m.a. myndi rekstrarkostnaður
flugvélaflotans lækka um 10%.
Ekki hefur verið gefið upp hve
hátt verð er greitt fyrir þoturnar,
en „listaverð“ nemur 6,2 millj-
örðum dollara, eða sem svarar til
tæpra 540 milljarða íslenskra
króna. Gera má ráð fyrir að sam-
ist hafi um töluverðan afslátt frá
því verði, en fjárfestar óttast,
fyrir hönd Airbus, að hann hafi
verið of mikill. Dregið er í efa að
viðskiptin komi til með að hafa
jákvæð áhrif á hagnað fyrirtæk-
isins.
Easyjet
kaupir 120
þotur af
Airbus í
stað Boeing
Reuters
A319 þota frá Airbus. Easyjet-flugfélagið hefur ákveðið að kaupa 120 slíkar.
ÍSLENDINGAR fengu aðild að Alþjóðahvalveiði-
ráðinu á aukafundi ráðsins sem hófst í Cambridge
í Englandi í gær.
Boðað var til fundarins í Englandi til að ræða
frumbyggjakvóta Alaska og Rússlands. Íslensk
stjórnvöld ákváðu hinsvegar að láta reyna enn á
ný á aðildarumsókn sína að ráðinu, en það hafnaði
aðild Íslands á aðalfundi sínum í fyrra og aftur í ár
á þeirri forsendu að Íslendingar vildu gera fyr-
irvara við hvalveiðibannið sem hefur verið í gildi
frá árinu 1986. Íslendingar gengu úr hvalveiði-
ráðinu 1992, en í júní 2001 var ákveðið að ganga
aftur í ráðið með ákveðnum fyrirvara um bann við
hvalveiðum í atvinnuskyni.
Íslendingar afhentu Bandaríkjunum, sem eru
vörsluaðili hvalveiðisamningsins, nýja aðildarum-
sókn sl. föstudag. Hún var líkt og áður með fyr-
irvara um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þó
var gerð sú breyting á fyrirvaranum að Ísland
skuldbindur sig til að hefja ekki veiðar í atvinnu-
skyni fyrir árið 2006. Þá kveður fyrirvarinn á um
að meðan framgangur er í samningaviðræðum um
endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða eftir árið 2006,
muni Ísland ekki hefja veiðar í atvinnuskyni. Sé
hinsvegar ekki framgangur í viðræðunum eru Ís-
lendingar ekki bundnir af hvalveiðibanninu sam-
kvæmt fyrirvaranum. Fyrirvarinn takmarkar
hinsvegar ekki möguleika Íslendinga á að hefja
vísindaveiðar.
Deilur urðu við upphaf fundarins í gær og fóru
fram fjölmargar atkvæðagreiðslur um hvernig af-
greiða ætti ný aðildarskjöl Íslendinga. Að lokum
lagði Svíinn Bo Fernholm, formaður ráðsins, fram
tillögu um að niðurstaða fundarins í Japan frá því í
maí yrði staðfest og Ísland hefði þannig aðeins
áheyrnaraðild að ráðinu. Tillagan var hinsvegar
felld með 19 atkvæðum gegn 18. Þau ríki sem
greiddu atkvæði gegn tillögu formannsins voru
Antiqua & Barbuda, Benín, Danmörk, Dóminíka,
Finnland, Grenada, Gínea, Ísland, Japan, Kína,
Noregur, Palau, Rússland, St. Kitts & Nevis, St.
Lusia, Salomon eyjar, Suður-Kórea, Svíþjóð og
Sviss. Þau ríki sem greiddu atkvæði með tillög-
unni voru Ástralía, Austurríki, Bandaríkin, Bras-
ilía, Bretland, Chile, Frakkland, Holland, Írland,
Ítalía, Mexíkó, Mónakó, Nýja Sjáland, Perú,
Portúgal, San Marínó, Spánn, og Þýskaland.
Athygli vekur að Svíar greiddu atkvæði gegn
tillögu formanns síns. Svíar mótmæltu hinsvegar
einhliða fyrirvara Íslands strax eftir atkvæða-
greiðsluna og í kjölfarið gerðu fjölmargir and-
stæðingar hvalveiða slíkt hið sama.
Í samræmi við túlkun á þjóðarrétti
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
fagnaði mjög niðurstöðu fundarins í gær en sagði
að hún þýddi ekki að dregið hefði úr andstöðu við
hvalveiðar í heiminum. Hann sagði að skuldbind-
ing Íslendinga um að hefja ekki hvalveiðar í at-
vinnuskyni fyrr en árið 2006 væri viðleitni til að
sýna að Íslendingum væri alvara með því að hefja
endurskoðun á stjórnkerfi hvalveiða og gefa þeirri
endurskoðun góðan tíma. „En þessi niðurstaða er
engu að síður áfangasigur fyrir okkur. Starfsfólk
sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneyt-
isins hefur unnið mjög gott starf í þessum efnum á
undanförnum misserum sem ég er mjög þakklátur
fyrir,“ sagði Árni.
Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanrík-
isráðneytisins, segir málsmeðferð fundarins í gær
í samræmi við túlkun íslenskra stjórnvalda á
þjóðarétti. Aðilar ráðsins hafi rétt á að mótmæla
fyrirvara Íslendinga einhliða en ekki með ákvörð-
un í ráðinu sjálfu, enda sé ráðið ekki bært til að
taka slíka ákvörðun. Einhliða mótmæli einstakra
ríkja við fyrirvara Íslendinga hafi því ekki áhrif á
aðild Íslands. „Við höfum litið á okkur sem aðila að
Alþjóðahvalveiðiráðinu frá því að við lögðum um-
sókn okkar fram fyrir aðalfund ráðsins í London á
síðasta ári. Nú hefur ráðið formlega viðurkennt
umsókn okkar og önnur aðildarríki verða að sætta
sig við hana.“
Deilt um frumbyggjaveiðar
Það eru Bandaríkjamenn sem standa að baki
boðun aukafundarins í Cambridge, eftir að þeim
og Rússum hafði verið neitað um leyfi til hvalveiða
frumbyggja á síðasta ársfundi Alþjóðahvalveiði-
ráðsins. Ætlunin var að veiða um 250 hvali, lang-
mest við Bandaríkin. Innan ráðsins er hópur ríkja,
einkum ríkja í Karíbahafinu, sem hyggst leggjast
gegn því að úthlutað verði frumbyggjakvóta og
telja að ekki eigi að gera greinarmun á frum-
byggjaveiðum og veiðum í atvinnuskyni. Tómas
segir að Íslendingar muni á fundinum styðja
frumbyggjaveiðar í Alaska og Rússlandi, enda
hafi þessir aðilar stutt Ísland innan ráðsins. Fleiri
hvalveiðiþjóðir muni einnig lýsa yfir stuðningi við
frumbyggja á fundinum, meðal annars Norðmenn.
Ísland fær aðild að
Alþjóðahvalveiðiráðinu
Skuldbindur sig til að
hefja ekki hvalveiðar í at-
vinnuskyni fyrir árið 2006
BANDARÍSKA stórfyrirtækið Luc-
ent, sem framleiðir fjarskiptabúnað,
hefur ákveðið að segja upp 10.000
starfsmönnum. Fyrirtækið hefur
verið að reyna að ná niður kostnaði
í kjölfar minnkandi eftirspurnar á
fjarskiptamarkaðinum og eru þess-
ar aðgerðir liður í þeirri viðleitni.
Um leið tilkynnti fyrirtækið að
tap þriðja ársfjórðungs yrði meira
en gert hefði verið ráð fyrir. Þá kom
fram í tilkynningu að þriggja millj-
arða dollara lækkun á lífeyrissjóði
félagsins yrði færð til gjalda og
myndi þannig lækka bókfærðan
hagnað. Ráðgert er að uppsagnirn-
ar taki gildi við lok næsta reiknings-
árs.
Lucent segir
upp 10.000
manns
SKAPANDI reikningsskil verða til
umfjöllunar á hádegisverðarfundi
Félags viðskipta- og hagfræðinga
sem haldinn verður í Hvammi á
Grand hóteli í Reykjavík klukkan
12–13.30 í dag.
Stefán Svavarsson, endurskoð-
andi og dósent við HÍ, fjallar meðal
annars um það hvort lagalegt um-
hverfi á sviði reikningsskila sé úrelt
og hvort bókhaldsbrellur séu við-
hafðar hér á landi. Fundarstjóri er
Ragnar Þórir Guðgeirsson, fram-
kvæmdastjóri KPMG-Ráðgjafar.
Skapandi
reikningsskil
Á MÁLÞINGI sem Samtök íslenskra
hugbúnaðarfyrirtækja og Samtök
iðnaðarins gengust fyrir með stjórn-
málamönnum á Agora, fagsýningu
þekkingariðnaðarins, á föstudag,
sagðist Tómas Ingi Olrich, mennta-
málaráðherra, vilja leita leiða til að
taka á því máli að tölvudeildir opin-
berra stofnana, banka, Reiknistofu
bankanna og tryggingafélaga skila
ekki virðisaukaskatti af þeirri starf-
semi sem þau stunda í samkeppni við
hugbúnaðarfyrirtækin í landinu, að
því er segir í tilkynningu frá Samtök-
um íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja.
„Fyrir liggur það álit Ríkisskatt-
stjóra að þessum stofnunum beri að
skila virðisaukaskatti af þróun og
framleiðslu hugbúnaðar, sem stunduð
er í sívaxandi tölvudeildum þeirra, en
engu að síður hefur ekki verið gert
átak í að tryggja eðlileg skattskil.
Tómas Ingi sagði að taka þyrfti á mál-
inu hvort sem það kallaði á úrbætur á
lagaramma eða aðeins á framkvæmd
málsins, að fenginni niðurstöðu Rík-
isskattstjóra.
Fyrrgreindar stofnanir eru undan-
þegnar virðisaukaskatti en sam-
kvæmt áliti Ríkisskattstjóra nær sú
undanþága aðeins til kjarnastarfsemi
þeirra en ekki starfsemi á borð við
hugbúnaðargerð og -þróun í sam-
keppni við fyrirtæki á almennum
markaði. Stofnanirnar geta hins veg-
ar ekki nýtt sér þann innskatt, sem til
fellur í viðskiptum við innlend hug-
búnaðarfyrirtæki, og því hafa þær
hneigst til að byggja upp innan sinna
raða í vaxandi mæli tölvudeildir sem
vinna að sértækum hugbúnaðar-
lausnum en nýta ekki þá sérþekkingu
og framleiðslu sem til staðar er í ís-
lenskri upplýsingatækni og hugbún-
aðariðnaði. Eins og fyrr sagði er það
álit Ríkisskattstjóra að sú fram-
kvæmd stangist á við lög um virðis-
aukaskatt. Auk þess sem afleiðingin
er ójöfn samkeppnisstaða á mikilvæg-
um sviðum hugbúnaðargeirans er
ljóst er að ríkissjóður verði af hundr-
uðum milljóna króna í virðisaukaskatt
á ári hverju vegna þessa,“ að því er
fram kemur í tilkynningunni.
Tölvudeildir opinberra stofnana
Ráðherra vill
eðlileg skattskil
♦ ♦ ♦