Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 25
FINNSKIR rannsóknarlögreglu-
menn, sem rannsaka sjálfsmorðs-
sprengjutilræðið sem ungur
finnskur námsmaður framdi í
verzlanamiðstöð í Vantaa hjá Hels-
inki á föstudag, kveðast engu nær
um það hvað tilræðismanninum
hafi gengið til. Ásamt sjálfum sér
banaði hann sex manns, þar á
meðal einu barni, og slasaði hátt í
100.
Finnskir fjölmiðlar greindu frá
því í gær, að hinn 19 ára gamli
efnafræðistúdent Petri Erkki Tap-
io Gerdt, sem lögreglan upplýsti
að hefði framið verknaðinn, hefði
verið tíður gestur á heimasíðu á
Netinu þar sem finna má leiðbein-
ingar um sprengjugerð.
Hin heimasmíðaða sprengja
innihélt allt að tvö kíló af sprengi-
efni og var málmhöglum blandað í
það til að sprengjan ylli hámarks-
manntjóni.
„Lögreglan er að rannsaka net-
spjallsíðu fólks sem hefur áhuga á
efnafræði og heimagerðum
sprengiefnum,“ skrifar Hufvud-
stadsbladet, sem gefið er út á
sænsku í Helsinki, í gær. Blaðið
hefur það eftir Tero Haapala, sem
stýrir rannsókninni, að þetta sé
eitt þeirra spora sem lögreglan sé
að kanna.
Á sunnudag hafði Haapala ekki
viljað staðfesta að tilræðismaður-
inn hefði sótt leiðbeiningar um
sprengjugerð á Netið, en sagði að
tölvugögn, sem gerð hefðu verið
upptæk á heimili hans, yrðu tekin
til nánari rannsóknar eftir helgina.
Var einn að verki
Tilræðið átti sér stað á jarðhæð
Myyrmanni-verzlanamiðstöðvar-
innar í Myyrmäki-hverfinu (Myr-
backa á sænsku) í Vantaa, 12 km
norður af Helsinki, á miklum ann-
atíma sl. föstudagskvöld. Er talið
að um 2.000 manns hafi verið þar
innandyra er sprengjan sprakk.
Margir hinna særðu voru enn á
sjúkrahúsi í gær, en enginn lengur
í lífshættu. Á meðal hinna alvar-
legast slösuðu eru átta börn.
Hinn 19 ára gamli efnafræði-
stúdent Gerdt bjó heima hjá for-
eldrum sínum í einbýlishúsahverfi
í Dickursby, öðrum útbæ Helsinki,
og hafði aldrei áður komið við sögu
lögreglu. Af þeim vísbendingum að
dæma sem lögregla fann heima hjá
honum var hann einn að verki og
tengdist fórnarlömbum tilræðisins
ekki á neinn hátt. „Það var ekkert
sérstakt við persónuleika hans,“
sagði Haapala.
Samkvæmt upplýsingum Hufv-
udstadsbladet var tilræðismaður-
inn fámáll og hlédrægur og stund-
aði körfuknattleik. Hann
útskrifaðist stúdent sl. vor og hóf í
september nám í efnafræði við
fagháskólann EVTEK, sem er rétt
hjá verzlanamiðstöðinni á Mýrar-
bakka.
„Hann var næstum því of venju-
legur,“ hefur blaðið eftir einum af
skólabræðrum hans. Segir blaðið
skólafélaga Gerdts ennfremur hafa
sagt að skammt væri síðan slitnað
hefði upp úr sambandi hans og
vinkonu hans.
Rannsóknin á sprengjutilræðinu í Finnlandi
Engu nær um tilefnið
Tilræðismað-
urinn sagður
hafa aflað sér
leiðbeininga
um sprengju-
gerð á Netinu
Helsinki. AFP.
Reuters
Lögreglubifreið fyrir utan heimili hins 19 ára gamla tilræðismanns í Dick-
ursby við Helsinki um helgina. Sjö manns biðu bana í sprengjutilræðinu.
Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020
www.vatnsvirkinn.is
HAUSTTILBOÐ
20-40% afsláttur
af hreinlætistækjum, stálvöskum,
sturtuklefum, sturtuhurðum,
blöndunartækjum, baðáhöldum o.fl.