Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 27
WISH
Litir: Svart og brúnt - St. 40-47
Verð 8.990
CAESAR
Litir: Svart, brúnt og drapplitað
St. 40-47
Verð 10.990
EVELYN
Litir: Svart, rautt og hvítt
St. 36-41
Verð 8.990
WHAM
Litir: Hvítt/rautt, blátt/grátt og
svart/hvítt - St. 36-41
Verð 7.990
DOLL
Litir: Svart, drapplitað og grátt
- St. 36-41
Verð 8.990
SOLDIER
Litir: Svart, blátt, rautt og hvítt
- St. 36-41
Verð 8.990
SOOZIE
Litur: Svart - St. 36-41
Verð 11.990
Kringlunni - Laugavegi
568 9017 511 1717
533 1727
S K Ó R N I R
K O M N I R
4. flokki 1992 – 36. útdráttur
4. flokki 1994 – 29. útdráttur
2. flokki 1995 – 27. útdráttur
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2002.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði,
í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum.
Útdráttur
húsbréfa
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
BRESK stjórnvöld leystu í gær
upp heimastjórnina á Norður-Ír-
landi en þetta er í fjórða skipti
frá því að samið var um frið í hér-
aðinu vorið 1998 sem þau hafa
neyðst til að grípa til
þessa úrræðis. Ákvörð-
unin tók gildi á miðnætti
en John Reid, ráðherra
Norður-Írlandsmála,
kvaðst vona að hægt yrði
að taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið innan
skamms.
„Ég vona að ákvörðun
mín í dag gefi mönnum
tíma til að draga andann djúpt –
öðlast nýjan kraft – svo fleyta
megi friðarferlinu fram á við á
ný,“ sagði Reid þegar hann til-
kynnti um ákvörðun sína í gær.
Sakaðir um njósnir
Ástæður þess að heimastjórnin
var leyst upp að þessu sinni víkja
að ásökunum í garð erindreka
Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska
lýðveldishersins (IRA), um að
þeir hafi stundað njósnir fyrir
IRA á skrifstofum heimastjórn-
arþingsins í Belfast. Hafa fjórir
embættismenn Sinn Féin
verið ákærðir í málinu.
Sambandssinnar á
Norður-Írlandi höfðu
krafist þess að tveimur
fulltrúum Sinn Féin í
stjórninni yrði gert að
standa upp úr stólum
sínum vegna málsins.
Þar sem flokkur SDLP,
flokkur hófsamra kaþól-
ikka, var ekki reiðubúinn til að
styðja slíkar aðgerðir ákváðu
bresk stjórnvöld að leysa heima-
stjórnina upp tímabundið, í von
um að finna megi lausn á vand-
anum, fremur en horfa upp á að
tilraunir kaþólikka og mótmæl-
enda til að stjórna í héraðinu í
sameiningu færu algerlega út um
þúfur.
Heimastjórnin
á Norður-Ír-
landi leyst upp
Belfast. AFP.
John Reid
LÖGREGLAN í Maryland í Banda-
ríkjunum hefur fengið margar vís-
bendingar eftir að hún birti mynd
eða teikningu af sendibíl, sem sést
hefur nærri þeim stöðum þar sem
leyniskytta hefur myrt átta manns
og sært tvo. Er mikill ótti meðal
fólks í Washington og nágrenni en
athygli vekur, að morðinginn lét
ekkert á sér kræla um síðustu
helgi, ekki fremur en þá fyrri.
Lögreglan birti teikningu af bíln-
um á laugardag en hún sýnir hvítan
sendibíl með máðu lakki, dældaðan
afturstuðara og með ill- eða ólæsi-
legu letri á hliðum. Samkvæmt lýs-
ingu vitnis var slíkum bíl ekið á
miklum hraða burt af bílastæði í
Silver Spring í Maryland 3. október
sl. rétt eftir að 34 ára kona var skot-
in þar til bana. Voru tveir menn í
bílnum að sögn vitnisins.
Lögreglan ætlar einnig að birta
teikningu af öðrum bíl, litlum
sendibíl af gerðinni Chevrolet
Astro, sem sást nálægt einum
morðstaðnum og að auki leitar hún
að gömlum bíl af gerðinni Chevr-
olet Caprice.
Tekur sér
„helgarfrí“
Athygli vakti um fyrri helgi, að
morðinginn lét þá ekkert á sér
bæra en strax á mánudeginum
skaut hann á og særði alvarlega 13
ára dreng. Þannig var það líka um
síðustu helgi, að hann hafði hljótt
um sig á laugardag og sunnudag, og
því voru menn búnir undir það
versta í gær. Glæpasérfræðingar
telja, að hugsanlega segi þetta eitt-
hvað um morðingjann og geta sér
til, að hann búi á Maryland-svæðinu
og stundi vinnu, sem skýri „helg-
arfríin“. Aðrar vísbendingar um
morðingjann eru helst þær, að hann
leitar gjarnan fórnarlambanna á
bensínstöðvum og til þessa hefur
hann ekki látið tvo virka daga líða
án þess að reyna að myrða ein-
hvern. Þar að auki fannst tarot-spil,
svokallað dauðaspil, á einum morð-
staðnum. Á það hafði verið skrifað:
„Kæri lögreglumaður! Ég er guð.“
Að síðustu má nefna, að í öll skiptin
var notaður árásarriffill með 5,56
mm hlaupvídd.
Eftirgrennslan innan hersins og
athugun á mönnum, sem þjálfaðir
hafa verið sérstaklega sem leyni-
skyttur, hefur engan árangur borið
enda segja talsmenn hers og lög-
reglu, að líklegast sé, að morðing-
inn hafi séð um sína eigin þjálfun í
meðferð skotvopna.
Ástandið verra en
eftir hryðjuverkin
Á öllu Washington-svæðinu og
raunar víða ríkir mikill ótti meðal
fólks og í skoðanakönnun, sem birt-
ist í tímaritinu Newsweek, kemur
fram, að almenningur óttast nú
morðóðar leyniskyttur meira en
hryðjuverk og hefur meiri áhyggj-
ur af þeim en ástandinu í efnahags-
og atvinnumálum.
Fólk reynir að forðast bensín-
stöðvar, einkum sjálfsafgreiðslu-
stöðvar í úthverfunum, en sums
staðar hafa félagar í Verndarengl-
unum, samtökum, sem vinna að
samfélagsmálum, tekið að sér að
dæla bensíni á bíla. Fólk er líka tek-
ið að sneiða hjá opnum leikvöllum
og veitingahúsum og heilsuræktar-
stöðvum með stóra glugga.
„Ástandið er verra en eftir
hryðjuverkin í fyrra. Enginn veit á
hverju hann getur átt von og það er
eins og fólk vilji helst fara í felur,“
sagði Mary Kay Rick. Hún starfar
sem leiðsögumaður gönguhópa en
sú iðja hefur nú lagst niður á Wash-
ington-svæðinu.
Í skólum á svæðinu er nemend-
um bannað að fara út í frímínútum
og skólaferðir er engar, ekki frem-
ur en margs konar aðrar samkomur
og atburðir utandyra.
Nú vinna að rannsókn þessa máls
meira en 1.000 lögreglumenn og
hafa verðlaun fyrir vísbendingar,
sem leitt geta til handtöku ódæð-
ismannsins, verið hækkuð í hálfa
milljón dollara, um 43,5 milljónir
ísl. kr.
Óttinn við leyniskyttur
meiri en við hryðjuverk
AP
Maður í hlífðarfatnaði hreinsar bensíndælu á stöð þar sem eitt morðanna
var framið. Fólk á Washington-svæðinu reynir að forðast bensínstöðvar.
AP
Þessa mynd hefur lögreglan birt og á bíllinn að líkjast þeim, sem morðing-
inn notar. Hann hefur myrt átta manns í Washington og nágrenni.
Washington. AP, AFP.
Meira en 1.000 lögreglumenn leita
fjöldamorðingjans í Bandaríkjunum