Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 29 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 21. október. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Og þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 21. okt., heim 24. okt. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 21. október DRAUMASMIÐJAN er tvímæla- laust einn af öflugri sjálfstætt starf- andi leikhópum landsins. Á undan- förnum árum hafa aðstandendur hennar meðal annars sett upp söng- leikinn Ávaxtakörfuna eftir þau Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson, og ung- lingaleikritið Baneitrað samband á Njálsgötunni eftir Auði Haralds. Báðar þessar sýningar voru vel heppnaðar, sérstaklega naut Ávaxta- karfan mikilla vinsælda og lifa söng- lögin úr þeirri sýningu enn góðu lífi meðal yngstu kynslóðarinnar. Síðastliðinn laugardag frumsýndi Draumasmiðjan, á sviði Loftkastal- ans, nýjan söngleik með tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og að þessu sinni var ráðist í að gera leik- gerð eftir vinsælum bókum Ólafs Gunnars Guðlaugssonar um Bene- dikt búálf, en þær munu vera orðnar fjórar talsins. Leikgerðin tekur þó (að því að ég best veit) aðeins mið af fyrstu bókinni þar sem sagt er frá kynnum stúlkunnar Dídí og búálfsins og ævintýrum sem þau lenda í saman. Ólafur Gunnar gerir sjálfur leikgerð- ina, en Andrea Gylfadóttir er höfund- ur söngtexta. Sú saga sem sögð og sungin er á sviði Loftkastalans af þeim Benedikt búálfi (Björgvin Franz Gíslason) og Dídí mannabarni (Lára Sveinsdóttir) hefur flest það að geyma sem prýðir gott ævintýri. Verkið gerist í tveimur heimum – heimi mannanna og heimi álfanna – og átökin snúast um gott og illt, tvísýnt er um útkomu um stund, en það góða sigrar að lokum – að und- irlagi mannsbarnsins. Þetta er hið klassíska ævintýraminni sem við þekkjum í ótal útfærslum í ýmsum barna- og fullorðinsbókum sem hvað vinsælastar eru í dag. Útfærsla Ólafs Gunnars er ágæt- lega frumleg og skemmtileg. Litla stúlkan, Dídí, kynnist búálfinum Benedikt sem gætir hússins hennar, og í gegnum hann kynnist hún fleiri álfum, svo sem blómálfum og tannálf- inum (Tinna Hrafnsdóttir) sem kem- ur í veg fyrir tannpínu í ljósálfaland- inu. En þegar illu öflin, dökkálfarnir, ræna tannálfinum, fer tannpína að hrjá ljósálfakónginn (Hinrik Ólafs- son). Dökkálfarnir hafa þó meira illt í hyggju en að stuðla að tannpínu hjá góðu álfunum; þeir hyggja á yfirráð yfir álfaheimi öllum og það er aðeins með hjálp Dídíar sem hægt er að af- stýra að þeir nái fram markmiði sínu. Hinir tveir andstæðu heimar góðs og ills eru dregnir sterkum dráttum í þessari leiksýningu og hjálpast þar allt að: leikmynd, búningar og tónlist. Hjá ljósálfakóngi og drottningu (Selma Björnsdóttir) eru ljósir litir og léttleiki ráðandi, en hjá dökkálfunum ríkir myrkur og ógn. Leikmynd og búningar Maríu Ólafsdóttur ljá sýn- ingunni sterkan svip og er hvoru tveggja áhrifaríkt. Túlkun Sveins Þóris Geirssonar á Sölvar súra dökk- álfakóngi var kraftmikil og stóð yngstu áhorfendunum mikill stuggur af þessum ljóta karli. Sveinn Þórir fór einnig á kostum í hlutverki Jósafats mannahrellis sem er svört og ísmeygileg vera sem hrellir Dídí litlu þegar hún kemur til álfheima í fyrsta sinn. Túlkun hans þar er þó fremur á skoplegum nótum en ógnandi, enda nóg að hafa einn alvondan skúrk í sýningunni! Tinna Hrafnsdóttir vakti einnig kátínu í hlutverki tannálfsins sem brýndi vel fyrir áhorfendum nauðsyn þess að bursta tennurnar. Lára Sveinsdóttir var hæfilega sakleysisleg í hlutverki Dídíar, en greinilegt að stelpan átti þó einnig til áræði og hugrekki þegar nauðsyn krafði. Björgvin Franz var fjörlegur í hlutverki Benedikts og átti þau Lára fínan samleik. Jóhann Sigurðarson smellpassaði í hlutverk Daða dreka, sem er stór og mikill en ósköp góður og meyr inn við beinið. Þau Hinrik Ólafsson og Selma Björnsdóttir sungu af miklu öryggi í hlutverkum Aðalsteins álfakóngs og Brynhildar álfadrottningar, eins og við mátti bú- ast. Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri heldur vel á spöðunum í þessari sýn- ingu, enda orðið vanur að stjórna um- fangsmiklum leiksýningum. Kannski var sýningin dálítið sein í gang en í heildina er Benedikt búálfur afar skemmtilegur söngleikur og stuðla margir þættir að þeirri niðurstöðu, eins og ætíð þegar góð leiklist er á ferðinni. Umgjörðin er falleg og lit- rík, búningarnir sniðugir (og trúir myndskreytingum höfundar bók- anna), leikurinn fínn og sagan heldur áhorfendum spenntum. En rúsínan í pylsuendanum er tónlist Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar sem lyftir sýn- ingunni á allan hátt og gerir hana að frábærri skemmtun. Hæfileg stig- mögnun er í tónlistinni, hún fer hægt af stað en fjörið og áhrifin aukast eftir því sem á líður og sýningin endar í miklu stuði sem hrífur alla með. Sam- anborið við annan söngleik sem nú er á fjölunum í íslensku leikhúsi og ætl- aður allri fjölskyldunni, Honk! í Borgarleikhúsinu, hefur tónlistin hér tvímælalaust vinninginn, hún er frumlegri og fjörlegri með grípandi og fallegum laglínum en hvergi bregður fyrir dæmigerðum söng- leikjaklisjum. Söngtextar Andreu Gylfadóttur falla að tónlistinni eins og best verður á kosið, enda textar og tónlist unnir í náinni samvinnu. Þessi tónlist á örugglega eftir að lifa sýn- inguna – líkt og tónlist Ávaxtakörf- unnar. Foreldrar ættu að grípa tækifærið og bjóða börnum sínum í leikhúsið – bæði á Benedikt búálf og Honk! Báð- ar sýningarnar eru það sem þær lofa: fjölskylduskemmtun – og við þurfum að ala upp nýja kynslóð af leikhús- gestum, á þeim hvílir framtíð leiklist- arinnar í landinu. Vel lukkaður barnasöngleikur Morgunblaðið/Jim Smart „Í heildina er Benedikt búálfur afar skemmtilegur söngleikur og stuðla margir þættir að þeirri niðurstöðu,“ segir m.a. í umsögn um sýninguna. LEIKLIST Draumasmiðjan Höfundur texta: Ólafur Gunnar Guð- laugsson. Höfundur tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Höfundur söngtexta: Andrea Gylfadóttir. Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Hinrik Ólafsson, Jóhann Sigurð- arson, Lára Sveinsdóttir, Selma Björns- dóttir, Sveinn Þórir Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Hár og förðun: Kristín Thors. Aðstoðarleikstjóri og danshöf- undur: Selma Björnsdóttir. Laugardagur 12. október BENEDIKT BÚÁLFUR Soffía Auður Birgisdóttir TRÍÓIÐ FLÍS er sjóðheitt og ferskt og sendi frá sér fyrstu plötu sína, Rask, í sumar. Píanistinn Dav- íð Þór var m.a. við nám í Noregi og lék með norsku djasssveitinni Motiv sem vann fyrstu verðlaun í keppni ungra norrænna djasshljómsveita. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson hefur verið í fararbroddi ungra ís- lenskra djassbassaleikara síðustu ár og nemur nú í Hollandi, sem er vin- sælasti áfangastaður ungra ís- lenskra djassleikara í framhalds- námi; Helgi Svavar Helgason er nýkominn frá námi í Kaupmanna- höfn þar sem hann kynntist lithá- íska saxófónleikaranum Liudas Mockunas, sem einnig nam við Rý- þmíska konservatoríið í Kaup- mannahöfn. Liudas er feikifínn barýtonsaxisti og blæs einnig í sópr- an og fyrsta verkið á efnisskrá þeirra drengja á Kaffi Reykjavík var svíta tileinkuð stúdentagarði þeim er Liudas býr á í Kaupmanna- höfn. Þarna var margt á seyði; ljóð- ræn fegurð, trylltur spuni Liudasar í anda Brötzmanns, johanískur da- laspuni Davíðs Þór, bassaurg og trommuorgía og var margt gott þar á ferð þótt samhengið vantaði á stundum. Það eina sem fór í taug- arnar á mér var sönglandi þeirra fjórmenninga sem minnti á skáta- hróp þegar verst lét. Í Lundamanni Davíðs Þórs lék hann oft fínt píanó og sló á norræna strengi svo hug- urinn reikaði stundum til Jóns Leifs. Valdimar Kolbeinn átti tvo ópusa og var sá seinni, Bleikar neglur, ansi góður. Valdimar er í mikilli framför sem bassaleikari og vonandi endist honum örendi. Það er gott að ungir menn ferðist sem víðast, leiti fanga, en mér finnst að Davíð Þór, sem er einn hæfileika- ríkasti djassleikari sem lengi hefur komið fram hérlendis, mætti fara að staldra við, hætta að leika sér um of og móta eigin stíl – til þess hefur hann alla burði. Það er ekki knattspyrnuleikur sem kynntur er með fyrirsögninni Ísland–Írland heldur eru það tón- leikar þar sem írskur djassleikari leikur í fyrsta skipti með Íslending- um hérlendis. Það er gítarleikarinn Mark O’Leary og með honum leika Kjartan Valdimarsson píanisti og Matthías M.D. Hemstock trommu- leikari. O’Leary hefur unnið mikið með köppum sem hljóðritað hafa fyrir ECM útgáfuna, s.s. Banda- ríkjamönnunum Jack DeJohnette, Steve Swallow og Paul Bley, Pól- verjanum Tomasz Staiko, Svíanum Bobo Stenson og Norðmönnunum Arild Andersen og Jon Christensen. Leikur hans ber þess merki og var hinn svífandi ECM stíll ráðandi í flestum verkanna sem heyra mátti á tónleikunum. Gítartónn O’Leary er sérdeilis fallegur og í þriðja verki tónleikanna, en ekkert þeirra var kynnt, voru hinir stríðari hljómar ráðandi og minnti tónlistin í mörgu á hinn frjálsa spuna er tríó Paul Bleys hefur verið að leika. Kjartan var þar réttur maður á réttum stað og er sama hvaða stíl hann bregður fyrir sig – hann er allstaðar jafn vel heima. Öðrum tóni brá fyrir í loka- verkinu sem var írskt þjóðlag og Matthías kýldi þar á hryninn þótt ég sé ekki viss um að þeir á Dubliners, hinumegin í Hafnarstræti, hefðu fíl- að útgáfu tríósins. Annars er Kaffi Reykjavík ekki vettvangur tríóleiks sem þessa. Hann hefði notið sín mun betur í Kaffileikhúsinu. Gestir að utan DJASS Kaffi Reykjavík Mockunas, sópran- og barýtonsaxófóna, Davíð Þór Jónsson, píanó, Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson, bassa, og Helgi Svavar Helgason, trommur. Föstudaginn 4. október 2002 kl. 21:00. FLÍS MEÐ LIUDAS MOCKUNAS Vernharður Linnet Mark O’Leary, gítar, Kjartan Valdimars- son, píanó, og Matthías M.D. Hemstock, trommur. Laugardagskvöldið 5. október 2002 kl. 20:30. ÍSLAND–ÍRLAND Draumar barna og merking þeirra er eftir Amöndu Cross í þýðingu Önnu Mar- íu Hilmarsdóttur. Í bókinni er að finna útskýringar á algengustu fyr- irbærum og táknum í draumum barna og gagnleg ráð handa þeim sem þurfa að kljást við martraðir og ótta hjá börnum. Í kynningu frá útgáfunni segir m.a.: „Hvað dreymir barnið þitt og hvern- ig líður því? Er það óttaslegið eða kvíðafullt undir niðri og fær ef til vill martraðir á nóttunni? Eða sefur það vel allar nætur og dreymir ljúfa drauma? Merkja draumarnir eitthvað? Draumar barna eru mikilvæg vís- bending um sálarlíf þeirra og með því að fylgjast með hvað börnin dreymir geta fullorðnir áttað sig betur á því sem bærist innra með þeim: Vonum þeirra og væntingum, vonbrigðum og áhyggjum.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 143 bls., prentuð í Kína. Kápu hannaði Ragnar Helgi Ólafs- son. Verð: 2.980 kr. Mannrækt Milljón holur er barna- og ung- lingasaga eftir Louis Sachar í þýðingu Sigfríðar Björnsdóttur og Ragnheiðar Erlu Rósarsdóttur. Óheppni hafði fylgt ætt Stanleys Yelnats allt frá því að einskisnýti syndumspillti grísaþjóf- urinn hann langalangafi hans sveik sígaunakerlinguna forðum daga. Þess vegna kom engum á óvart þegar Stanley var dæmdur fyrir glæp sem hann hafði ekki framið og var sendur til betrunarvistar í Grænavatnsbúð- irnar. Þar kynnist Stanley Handarkrika, Sikksakk og Röntgen, eins og strák- arnir kjósa að kalla sig, að ekki sé minnst á Zero sem ekki er allur þar sem hann er séður. Milljón holur kom út í Bandaríkj- unum árið 1998 og hlaut öll helstu verðlaun sem barna- og unglingabók- um eru veitt þar í landi. Bókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 218 bls., prentuð í Dan- mörku. Verð: 1.599 kr. Unglingasaga Meðgöngubelti brjóstahöld, nærfatnaður Þumalína, Skólavörðustíg 41

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.