Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 42

Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Kristján JónJónsson fæddist í Hnífsdal 8. septem- ber 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 8. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Eiríks- son sjómaður, f. 9.12. 1880, d. 1972, og kona hans Arnfríður Kristjánsdóttir hús- móðir, f. 10.7. 1894, d. 1972. Systkini Kristjáns: sam- mæðra, Magnús Sig- urðsson, f. 1911; al- systkini: Eiríkur Helgi Jónsson, f. 1918, látinn, Margrét María Jóns- dóttir, f. 1927, og Guðrún Jóna Jónsdóttir, f. 1930. Kristján kvæntist árið 1947 Ingi- björgu Þórunni Bjarnadóttur, f. 7. maí 1921, d. 2000. Þau bjuggu á Ísafirði til ársins 1995 er þau fluttu til Hafnarfjarðar. Börn þeirra eru: íu var Ingólfur Vestmann Ingólfsson og börn þeirra eru: Eyj- ólfur Vestmann, f. 1977. Unnusta hans er Elma Karen Sigþórsdóttir og dóttir þeirra er Erna Sóley, f. 2002; Kristján Snorri, f. 1979, og Inga Karen, f. 1989. Kristján ólst upp í Hnífsdal og lauk minna fiskimannaprófi á Ísa- firði 1944. Hann hóf störf á sjó 13 ára gamall á trillu Bærings Þor- björnssonar. Kristján var skipstjóri og stýrimaður á ýmsum bátum á Ísafirði frá 1944 til 1960, en það ár fór hann til Djúpbátsins hf. Þar var hann ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri á Fagranesinu. Kristján var hafnsögumaður á Ísafirði frá 1974 allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1992. Kristján J. Jónsson var í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Ísafirði og formaður Sjómannadagsráðs Ísafjarðar 1971–1985. Hann sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1962–1974. Kristján sat í stjórn Styrktarfélags vangefinna á Vestfjörðum og í stjórn Landssam- taka Þroskahjálpar 1980–1988. Útför Kristjáns verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1) Sæmundur, f. 4.6. 1945; 2) Svanur, f. 23.8. 1947. Hann er kvæntur Auði Styrk- ársdóttur. Börn þeirra: Kári, f. 1979, Halldór, f. 1979, og Herdís Ingibjörg, f. 1988. Barn Svans með Steinunni Guðjóns- dóttur er Heiðar Ingi, f. 1968. Barn Heiðars Inga með Svövu Theó- dórsdóttur er Stein- unn Lilja, f. 1986. Eig- inkona Heiðars Inga er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir og dætur þeirra eru Birta Björg, f. 2000, og Arna Dís, f. 2001. Börn Aðalbjargar með Kon- ráð Wilhelm Sigursteinssyni eru Daníel Máni, f. 1992, Sóley Ylja, f. 1996, og Unnur Blær, f. 1996; 3) María, f. 1.12. 1954. Sambýlismað- ur hennar er Ragnar Kjaran Elís- son. Fyrrverandi eiginmaður Mar- Það haustar að, blómin fölna, og skuggarnir færast yfir. Skin og skúrir skiptast á og minna á að haustið er í nánd. Það skyggir einnig yfir fjölskyldum og vinum Kristjáns J. Jónssonar sem við kveðjum um þessar mundir. Öll hefðum við kosið að samfylgd hans hér á jörðu yrði lengri, en því var ekki að heilsa. Kraftar hans voru þrotnir eftir erfið veikindi og harða baráttu við illvíga sjúkdóma. Þrátt fyrir vís- indi og tækni tuttugustu og fyrstu aldarinnar og allt gert af færasta fag- fólki til að bjarga, þá var lítið hægt að gera nema lina hans þrautir. Kristján var að mörgu leyti ein- stakur maður. Hann var einlægur drengskaparmaður, fáskiptinn um annarra hagi í tali og einstaklega hlýr öllum þeim sem eitthvað þurftu til hans að leita. Glaðværð og kímni hans var ein- stök, hvar sem hann fór ríkti gleði og glaðværð. Fjölskyldurnar munu minnast margra góðra stunda þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Aldrei var hans spaug á kostnað sam- fylgdarmanna. Hann talaði aldrei illa um nokkurn mann, en sá altíð spaugi- legar hliðar líðandi stunda. Framkoma Kristjáns var þýð og frjálsleg og það auðveldaði honum öll samskipti við aðra og hefur eflaust orðið mörgum upphaf ævilangra kynna og vinskapar. Hann reisti vörður vináttu á lífsleið sinni. Hann átti fjölmennan vinahóp og ræktaði hann fram til síðustu stunda. Þann, því miður allt of stutta tíma á Hrafnistu í Hafnarfirði, var hann með í öllu starfi sem kraftar hans leyfðu. Félagar hans þar sýndu honum ein- staka tryggð á örlaga stund. Kristján var um langt árabil skip- stjóri. Fyrst á fiskiskipum og síðan á Fagranesinu sem annaðist fólks- og vöruflutninga um Ísafjarðardjúp og víðar um Vestfirði. Hann var einstak- lega happasæll þrátt fyrir harða sókn á litlum skipum. Á Vestfjarðamiðum eru snögg veðrabrigði og þar hefur Ægir konungur margan góðan drenginn hrifsað til sín. Kristján var veðurglöggur og lét altíð skynsemina ráða för. Honum var annt um skips- hafnir sínar og vildi ekki tefla í tví- sýnu. Eftir að hann tók við Fagranes- inu kynntist hann mörgum ferðamanninum og þar aflaði hann sér mikilla vinsælda fyrir einstaka framkomu og greiðvikni. Það minnast margir ferðamenn „Kitta á Fagranes- inu“. Síðasta hálfan annan áratug af starfsævi hans var hann hafnsögu- maður á Ísafirði, þar voru störf hans farsæl og aldrei hlekktist honum á, þó að sigla þyrfti stórum skipum um mjög þrönga innsiglingu. Ekki komst Kristján þó án ágjafar í gegnum lífið. Veikindi voru innan fjöl- skyldunnar og tók hann það sér mjög nærri. Bróðir hans Eiríkur lést fyrir sautján árum, en hann hafði þá verið öryrki vegna slyss í um fjörutíu ára skeið. Voru þeir bræður mjög sam- rýndir og góðir vinir. Kristján minnt- ist oft bróður síns með sérstakri hlýju og virðingu en hann var einnig mikill drengskaparmaður. Konu sína Ingibjörgu Bjarnadótt- ur missti Kristján fyrir tæpum tveim- ur árum. Var nú fokið í flest skjól fyrir hann. Hann var þá farinn að verða var við sjúkdóm sinn, en þrátt fyrir allt varði kímnigáfa hans og glaðlyndi til hinstu stundar. Enga óvildarmenn átti Kristján á sinni lífsgöngu þrátt fyrir að hann hafi staðið í pólitískri orrahríð í sveitarstjórn á Ísafirði um nokkura ára bil, en þar hefur pólitík verið hvað hörðust hér á landi um langa hríð, en Kristján var metinn að verðleikum sínum, sanngirni og heið- arleika. Nú hafa börnin hans þrjú misst mikinn gleðigjafa, umhyggju- saman og góðan föður. Við öll söknum góðs drengs sem sannarlega setti svip á umhverfi sitt og samtíð og við drúp- um höfði í virðingu fyrir honum og þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur. Nú siglir hann fleyi sínu inn til óþekktra stranda þar sem bíða hans eiginkona, bróðir og fleiri vinir sem á undan eru gengnir. Þess skal getið að síðustu tíu daga Kristjáns hér í heimi, dvaldi hann á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar naut hann einskærrar umhyggju. Við vitum að hann hefði viljað þakka fyrir einstaka hjúkrun. Við öll sem eftir stöndum tökum undir þær þakk- ir. Þar sannfærðumst við um að ís- lenska heilbrigðiskerfið á sér engan jafnoka, þar ríkti sönn hjartahlýja, nærgætni og einstök umhyggja sem maður verður snortinn af. Guð fylgi störfum þeirra um ókomin ár. Um leið og við kveðjum góðan dreng, biðjum við Guð að gefa Krist- jáni farsæla ferð til fyrirheitna lands- ins, þar megi hann una glaður meðal ættingja og vina. Við sendum eftirlifandi ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guðrún og Skúli. Tengdafaðir minn, Kristján J. Jónsson, verður kvaddur hinstu kveðju í dag. Veikindi hans síðustu vikurnar voru mikil og dauðinn því kærkomin líkn. Hann kvaddi sáttur við guð og menn. Hann sagði stuttu fyrir andlátið að hann hefði reynt að haga lífi sínu þannig að enginn maður gæti borið til sín kala. Af kynnum mínum við tengdaföður minn í nær þrjátíu ár þykist ég geta vottað að honum varð að ósk sinni. Kristján var heilsteyptur maður og jafnlyndur svo af bar. Óréttlæti sveið honum þó sárt, einkum ef í hlut áttu þeir sem minna máttu sín. Hann var virkur í landssamtökunum Þroska- hjálp og Styrktarfélagi vangefinna á Vestfjörðum og hafði oft á orði hve miklu þessu samtök hefðu áorkað í þá átt að bæta líf þroskaheftra og ekki síður fjölskyldna þeirra. Fyrir það var hann ákaflega þakklátur. Hann fylgdist grannt með líðan afkomenda sinna, sömuleiðis tengdabarna og þeirra fjölskyldna. Hann hringdi aldr- ei eða kom án þess að spyrja hvernig öllum liði og biðja fyrir kveðju. Veik- indi í þessum hópi tók hann nær sér en allt annað og síðustu mánuðir voru honum þungbærari að þessu leyti en eigin veikindi. Tengdafaðir minn var sjómaður alla ævi og sjórinn var sterkur þáttur í lífi hans. Í honum og tengdamóður minni birtust allir bestu eðlisþættir mannlífsins, samvisku- semi, hjartahlýja og fölskvaleysi. Ein- hverra hluta vegna tengi ég þessa þætti vestfirskum fjöllum og vest- firskum sjó ásamt vestfirskum harð- fiski sem ég kynntist fyrst hjá þeim. Sjávarilmur, heiðblár himinn og gola í stafni, elskusemi og einlægni. Krist- ján var þó ekki sjómannslega vaxinn og óvíst hvort hann hefði valið sér þennan æviveg hefði annað staðið til boða. Honum féll mjög þungt að horfa á eftir félögum og vinum í sjóinn og vondur aðbúnaður gekk nærri honum fyrstu áratugina. Ekki auðgaðist hann heldur af ævistarfinu. Ég er líka viss um að hefði honum boðist fyr- irhafnarlítill gróði úr Ægi þá hefði hann afþakkað. Svo heill var hann. Að lokum vil ég þakka tengdaföður mín- um allt það sem hann var mér og mín- um. Blessuð sé minning hans. Auður Styrkársdóttir. Nú þegar Kristján móðurbróðir okkar hefur kvatt þennan heim lang- ar okkur systkinin að minnast hans með nokkrum orðum. Okkur er efst í huga hversu léttur og skemmtilegur hann var. Hann hafði ótrúlega hæfi- leika til þess að sjá alltaf björtu hlið- arnar á lífinu og hafði þann eiginleika að taka öllu mótlæti án þess að verða beiskur. Kristján talaði gjarnan um að hann væri formaður órólegu deild- arinnar í fjölskyldunni og gladdist yf- ir því að a.m.k. sum okkar tilheyrðu þeirri deild. Sérlega gaman var að heimsækja Kristján og Ingu þegar við komum í heimsókn á Ísafjörð og eins eftir að þau fluttu til Hafnarfjarðar. Hann hafði mjög góð áhrif á alla í kringum sig og oft var mikið spjallað og grátið af hlátri í orðsins fyllstu merkingu. Kristján og Inga voru bæði ótrúlega fróð og skemmtileg og frásagnarhæfi- leikar þeirra miklir og missti frændi mikið þegar Inga dó fyrir tveimur ár- um, og talaði hann oft um hvað hann saknaði hennar mikið. Því verða nú fagnaðarfundir þegar þau hittast á nýjan leik. Fyrir hönd fjölskyldna okkar systkinanna þökkum við elskulegum frænda okkar samfylgdina og allt gott í okkar garð. Hann fylgdist alla tíð vel með okkar högum þótt stundum hafi liðið langt á milli samverustunda. Börnin okkar hændust að honum eins og við. Hans verður sárt saknað en það er huggun harmi gegn að hann var reiðubúinn að yfirgefa þennan heim og nú vitum við að hann er laus við þær þrautir sem hann bjó við und- ir það síðasta. Við sendum elsku Sæma, Svani, Mæju og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og megi yndislegar minningar um stórbrotinn mann vera þeim huggun í sorginni. Ólöf, Helga, Ásta Jóna, Kristín, Jónas og Inga Margrét. Elsku frændi. Mig langar til að minnast þín með örfáum orðum. Það voru algjör forréttindi að fá að kynnast manni eins og þér. Þú varst alltaf jafn hress og skemmtilegur. Þegar ég bjó á Ísafirði var alltaf svo gaman að koma yfir til ykkar Ingu að spila. Þú nefndir þó við mig fyrir nokkru að ég hefði verið hálf hrædd við þig og hefði ekkert verið að koma til þín heldur til Ingu. Það var nú samt mikill misskilningur því gaman var að vera í návist þinni. Minningin um þig og Ingu mun ávallt lifa í hjarta mínu. Vonandi eigið þið góða endurfundi og að þjáningum ykkar sé nú lokið. Þínum nánustu votta ég samúð mína. Þín frænka Guðrún Þóra. Við Kristján frændi minn þekkt- umst ekki mikið þegar ég lagði upp til Ísafjarðar í skóla í byrjun áttunda áratugarins. Við kynntumst vel á næstu misserum og ég eignaðist öruggt skjól hjá þeim Kristjáni og Ingu konu hans í Fjarðarstrætinu. Þangað var gott að leita. Yfir léttu kaffispjalli náði ég jarðsambandi við lífið í plássinu. Kristján var í mínum augum vest- firsk hetja. Kannski ekki ofurmenni að burðum eða með hæstu mönnum, eins og hann benti stundum á. Hann lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Hann sigldi skipum sínum farsællega við erfiðar aðstæðar. Þá var æðru- leysið í öndvegi, skipun um stefnu gefin af festu, ekki af kaldri fífldirfsku heldur fullkominni meðvitund um ábyrgð sem í ákvörðun fólst. Kristján frændi minn dró ekki af sér við störf sín. Hann var á sífelldum þönum um bæinn. Hann gegndi ábyrgðarstörfum, sat m.a. í bæjar- stjórn. Hafði mikla ánægju af langri forystu fyrir sjómannadagsráði, að skipuleggja hinn eiginlega þjóðhátíð- ardag Ísafjarðar. Meðfram stjórnun dagskrár lét hann sig ekki muna um að vinna beitningarkeppnina ár eftir ár. Sýndi þar í verki, sem hann áminnti aðra um, að maður þarf ekki að vera sérlega hár í loftinu til að komast það sem maður ætlar sér. Hann dró heldur ekki af sér í fé- lagsmálum og sat um tíma í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar. Einna stoltastur af öllu því sem hann tók sér fyrir hendur á ævinni var hann af fiskitúrunum í þágu þessa málstaðar. Í nokkur vor, fyrir daga kvótans, hóaði hann saman ísfirskum Lionsfélögum, fékk lánað línuskip og stýrði í róður. Alltaf fiskaðist vel. Ágóðanum var öllum varið til sam- býlis í Tungudal. Sá eðlisþáttur Kristjáns sem flestir kynntust var hans ódrepandi léttleiki, sem auðveldaði mörgum að takast á við erfið verkefni og aðstæður. Hann var glöggskyggn á spaugileg atvik, skemmtilegar manngerðir og hnyttin tilsvör. Hann átti ótæmandi safn af sögum og skemmti okkur frændfólki sínu gjarnan með þeim þegar fundum okkar bar saman. Var hreinasta unun að hlusta á hann tína upp úr þessum sagnabrunni sínum. Það verður ætíð bjart yfir minning- unni um Kristján frænda. Jónas Guðmundsson. Kristján Jónsson er minnisstæður öllum sem kynntust honum. Hann var kvikur í hreyfingum og svaraði fyrir sig á sérstakan hátt, ef hann taldi sig þurfa á að halda. Þau voru komin á áttræðisaldur hann og kona hans Ingibjörg, þegar þau fluttu suður og settust að í Hafnarfirði. Öll sín ung- dóms- og manndómsár hafði hann lif- að og starfað í Hnífsdal og á Ísafirði, þar hafði hann unnið vandasöm störf á sjó og landi, þar höfðu þau hjónin al- ið upp sín börn, þar hafði hann setið í bæjarstjórn, og þar hafði hann látið félagsmál til sín taka svo að eftir var tekið. Í Hafnarfirði lifði hann ævikvöldið, gerðist virkur í Félagi eldri borgara, hann var vel kynntur, enda prúður í allri framkomu, ljúfur í umgengni og hafði sérstakan hæfileika til að hefja viðræður og halda þeim áfram. Krist- ján rækti vel kunningsskapinn og hélt þeim vana sínum, sem því miður er að verða sjaldgæfari en áður að líta inn hjá kunningjunum án nokkurs tilefn- is. Hann stóð þó oftast stutt við, en stutt orðaskipti um daginn og veginn, höfðu létt bæði gesti og gestgjöfum lundina. Hann var viljasterkur maður og einbeittur, lengi vel harkaði hann af sér illvíga sjúkdóma og annan las- leika, svo að þeir sem umgengust hann urðu ótrúlega lítið varir sjúk- leika hans. Fyrir tæpum tveimur ár- um missti hann konu sína en þau höfðu verið í hjónabandi í fimmtíu og þrjú ár. Eftir það fór honum að hraka enda sótti að honum Parkinsonveiki og krabbamein, ásamt fleiri kvillum. Faðir Kristjáns, Jón Eiríksson, var fæddur í Moldarhúsum á Álftanesi. Hann lifði langa starfsævi vestur í Hnífsdal. Kotið, sem löngu er komið í eyði, mun hafa staðið á milli Skóg- tjarnar og Árnakots. Kristján verður lagður til hinstu hvílu í Görðum í næstu sveit við fæðingarstað föður síns. Ég þakka Kristjáni að leiðarlokum gömul kynni og við hjónin þökkum honum vináttuna og viðmótið, og biðj- um honum allrar blessunar. Jón Ólafur Bjarnason. Hann Kitti minn hefur nú kvatt okkur að sinni, tæpum tveimur árum á eftir Ingu sinni. Mikil veikindi hrjáðu hann síðustu árin en hann sýndi þó mikinn dugnað fram til þess síðasta. Kitti var úr Hnífsdal og mað- urinn hennar Ingu frænku. Þau fluttu á Ísafjörð eftir að seinni drengurinn þeirra fæddist, rétt fyrir 1950. Mikill samgangur var milli þeirra systra Ingu og mömmu, svo það er langt síð- an ég sá Kitta fyrst. Með fyrstu minn- ingunum um hann er sú að hann kem- ur hálfhlaupandi fyrir húshornið heima hjá sér með fiskspyrðu í hend- KRISTJÁN JÓN JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.