Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
EIN aðalfrétt ríkissjónvarpsins
miðvikudaginn 9. okt. snerist um
„nýsannaða“ skaðsemi hormóna-
meðferðar; meðul sem hingað til
hafa verið ráðlögð konum, bæði til
að bæta úr vanlíðan sem skapast
við hormónatap við tíðahvörf, einn-
ig til varnar gegn beinþynningu og
hjarta- og æðasjúkdómum. Konum,
sem leitað hafa til sérfræðinga á
sviði kvensjúkdóma, hefur verið
ráðlagt að nýta sér hormónalyf,
jafnvel þótt einhverjar líkur hafi
talist á að þær geti ýtt undir hættu
á brjóstakrabbameini.
Þessari frétt var síðan fylgt eftir
í Kastljósi Sjónvarpsins kvöldið
eftir. Þar voru til kvaddir tveir sér-
fræðingar, prófessor í heimilis-
lækningum og sérfræðingur í kven-
sjúkdómum, og voru þeir spurðir af
tveimur stjórnendum Kastljóssins.
Er skemmst frá því að segja að á
ísmeygilegan hátt var því komið á
framfæri að hin mikla notkun
hormóna stafaði ekki af því að
læknar hefðu ráðlagt konum, sem
til þeirra leituðu vegna vanlíðunar,
hormóna, heldur vegna ágangs
kvenna sem vildu halda í æsku-
blóma með inntöku hormóna!
Mér blöskraði svo hvernig þess-
ar umræður fleyttu allri ábyrgð yf-
ir á konur, ábyrgð á að eyða millj-
ónum úr heilbrigðiskerfinu til að
„púkka upp á útlitið“. Það að konur
hafi leitað til lækna vegna vanlíð-
unar, allt frá smávægilegum óþæg-
indum upp í alvarleg andleg og lík-
amleg veikindi, átti þarna lítt upp á
pallborðið. Hormónagjöf hafi ekki
verið beitt til lækninga, heldur var
hér um lítið annað að ræða en
þjóna hégómagirnd kvenna sem
vildu viðhalda æskublóma og ung-
legu útliti.
Engin kona var tilkvödd í þessar
umræður, hvorki læknir, þ.e. sér-
fræðingur á þessu sviði, né hinn
skeleggi, réttsýni og vel máli farni
stjórnandi Kastljóss, Eva María,
sem hefði eflaust liðið „sérfræðing-
unum“ þennan ísmeygilega heila-
þvott.
Eflaust á eftir að kynna frekar
niðurstöður þessara nýju rann-
sókna og er illt til þess að vita, að
niðurstöður geti svo gjörsamlega
snúist við; í gær voru hormónar
fyrirbyggjandi gagnvart hjarta- og
æðasjúkdómum, í dag stórauka
þeir hættuna. Hvað sem rétt er í
þessu, hafa læknar hingað til ráð-
lagt hormóna, mælt með þeim í
góðri trú og það hefur verið megin
ástæða þess að konur hafa tekið þá
inn, þrátt fyrir að þeir hafi um leið
haft ýmsar aukaverkanir, svo sem
þyngdaraukningu og vökvasöfnun,
sem telst nú e.t.v. hluti af því að
viðhalda æskublómanum!
ÁSRÚN DAVÍÐSDÓTTIR,
Sunnubraut 18, Kópavogi.
Hormónar til
góðs eða ills
Frá Ásrúnu Davíðsdóttur:
Í ÁRDAGA mælti Kristur: „Gangið
inn um þrönga og mjóa veginn“ og
hann varaði jafnfamt við breiða veg-
inum sem fjöld-
inn streymdi eft-
ir. Á þetta ekki
einnig við í dag.
Sterk öfl þrýsta
ungu efnisfólki að
þeim eiturnautn-
um sem viðheldur
böli mannkyns.
Þrýstingurinn
eykst frekar en
hitt og allt of
margir ánetjast áfengi og eiturlyfj-
um, slökkva öll ljós í óhörnuðum sál-
um.
Jafnvel kirkjan okkar er orðlaus
og á einatt erfiðara með að boða
Guðs orð hreint og ómengað. Boð-
skapurinn steytir á skerjum þar á
bæ og til að halda fólkinu góðu verð-
ur að fara milliveginn til að styggja
sem fæsta og gæta þess að verða
ekki dæmd fyrir hroka og þröng-
sýni.
Væru ekki félagslegar aðstæður
flestra viðunandi ef við færum veg-
inn sem Kristur benti okkur á og
ávallt heldur gildi sínu.
Amos spámaður sagði þessi fleygu
orð: „Getur fuglinn komist í gildruna
á jörðinni ef engin snara er þar fyrir
hann og hrekkur snaran upp af jörð-
inni nema að eitthvað hafi í hana
fengist?“
Nú heyrir maður lítið talað um að
bera hvers annars byrðar eða leggj-
ast á eitt með að leiðbeina um holla
og heilnæma vegi. Þess í stað eru
lagðar snörur fyrir fólkið og jafnvel
gerist það á Alþingi að kraftar og
málæði þingmanna fara í að koma
áfenginu nær neytandanum. Þetta
kalla ég að sofna á verðinum og
halda sig stikkfrí gagnvart þeim al-
varlegu afleiðingum sem lög þeirra
geta leitt af sér.
Ég hef oft bent á það að því nær
sem áfengið er manninum því fyrr
og þeim mun meira hallar á ógæfu-
hliðina. Og þeir veikustu fá ekki við
neitt ráðið. Hvað stoðar þá að efla
lögreglu og löggæslu þegar siðferð-
ismatið er á hröðu undanhaldi hjá
háum sem lágum.
Ránsmenn helteknir vímu eitur-
lyfja og áfengis ráfa blindgötuna og
enginn borgari virðist óhultur í sínu
nánasta umhverfi.
Þjóðin þarf og hún getur tekið á
gegn spillingu til að upphefja bætt
þjóðlíf. Hver tími er dýrmætur og
enginn hefur efni á að eyða honum á
glapstigum Bakkusar. Bindindi er
farsælasta og hagsýnasta lausnin.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Eitrið viðheldur
böli mannkyns
Frá Árna Helgasyni:
Árni Helgason