Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 55
AFKVÆMI guðanna vöktu athygli á
síðasta ári fyrir breiðskífu sína
Dæmisögur, en lag af henni varð
meðal annars vinsælt meðal hiphop-
vina. Á næstu dögum kemur út ný
breiðskífa Afkvæmanna, Ævisögur,
en sveitin leikur einnig á sérstöku
hiphopkvöldi Airwaves á fimmtu-
dagskvöld.
Þeir Elvar
Gunnarsson og
Kristján Þór
Matthíasson
verða fyrir svör-
um þegar leitað
er upplýsinga um
diskinn nýja en
aðrir í sveitinni eru þeir Hjörtur
Már Reynisson og Páll Þorsteinsson.
Edda gefur Ævisögur út, en disk-
inn á síðasta ári gáfu þeir félagar út
sjálfir og framleiddu eftir því sem
pantanir bárust. Að þessu sinni tóku
þeir plötuna upp að öllu leyti og
unnu sjálfir, en Edda sér um eig-
inlega útgáfu og dreifingu; þeir segj-
ast ekki hafa haft fjármagn til að
gefa þetta sjálfir út.
Á síðustu skífu var mikið undir í
textum, glímt við hinstu rök tilver-
unnar, trúna og efann og þeir segja
að enn sé verið að fást við þungar
spurningar á plötunni nýju, tilgang-
ur lífsins er meðal viðfangsefna,
stríðsástand og ógnir, en trúmál
hafa ekki sama vægi og á fyrri skíf-
unni, þeir segja að þeir séu búnir að
afgreiða þau mál í bili. „Þegar kom
að því að velja lög á plötuna völdum
við lög sem voru með svipað yrkis-
efni eða voru að fjalla um eins alvar-
lega hluti, slepptum djóklögunum
sem við eigum alltaf eitthvað af. Það
er samt eitt grínlag á plötunni,
kannski tvö.“
Af Dæmisögum varð lagið Ekki
hringja í mig verulega vinsælt og
þeir segja að það hafi svo sem haft
sína kosti að eiga vinsælt lag, „við
áttum pening til að éta“, segja þeir,
„það var fínt að fá pening, en það var
ekki aðalmálið. Okkur fannst reynd-
ar svolítið pirrandi að það skyldi
verða svona vinsælt og við reynum
að komast hjá því núna, reynum að
vera leiðinlegir,“ segja þeir og kíma.
Það er býsna alvarlegur blær á
plötunni og nærtækt að spyrja þá fé-
laga hvort lífið sé í raun svo alvar-
legt. „Lífið er fokking hart,“ segir
Elvar og skellir svo uppúr. „Nei, en
flestallt sem við sömdum fyrir þessa
plötu var samið á erfiðum tíma-
punkti og við látum hitt mæta rest,
geymum það,“ segir hann. Helst má
segja að þeir félagar hafi verið gagn-
rýndir fyrir að vera of alvarlegir,
fyrir að sleppa ekki fram af sér beisl-
inu, en það gerðu þeir þó á safnskíf-
unni Rímnamíni sem kom út í vor.
Þeir segjast alla jafna taka gagnrýn-
inni létt, en þó hafi þeim leiðst hvað
fáir skildu grínið á bak við Rímnam-
ínslagið. „Þegar fólk er ekki að
kvarta yfir því að við séum of alvar-
legir þá er það að kveina yfir því að
við séum of gamansamir. Við hlust-
um á allar gerðir af hiphopi og höf-
um ekkert á móti þeim sem eru að
gera öðruvísi hluti, en það er bara
ekki okkar, við erum bara að gera
þetta fyrir okkur. Það er allt of al-
gengt að menn séu að tapa innihaldi
fyrir rím, leggja of mikla áherslu á
rím og flæði en minna á innihaldið.“
Á plötunni nota þeir meira lifandi
spilamennsku en áður, lifandi bassa-,
trommu-, gítar- og hljómborðsleik.
„Það gekk mjög vel, eiginlega betur
en við áttum von á,“ segja þeir, „og
það gerði plötuna líka persónulegri
að okkur fannst.“ Alla jafna troða
þeir þó upp fjórir félagarnir, en segj-
ast ætla að vera með fullskipaða
hljómsveit á útgáfutónleikunum.
Eins og fram kemur koma Af-
kvæmi guðanna fram á hiphopkvöldi
Airwaves á fimmtudagskvöld, þar
sem leika auk þeirra O.N.E., Skytt-
urnar, Kritikal Mazz, Bent og 7berg,
Forgotten Lores og bandaríski
rímnamaðurinn J-Live.
Áhersla á innihaldið
Meðlimir Afkvæma guðanna slaka á við Árbæjarstífluna.
GAUKUR Á STÖNG: Buff, Moon-
styx, Dead Sea Apple og hljóm-
sveitin Ég kl. 22. Frítt inn.
KRINGLUKRÁIN: Hrólfur
Vagnsson
harmónikku-
leikari og Blue
brazil með tón-
leika þriðju-
dagskvöld kl.
21.
VÍDALÍN VIÐ
INGÓLFSTORG:
hljómsveitirnar
Panik, Suð og
Örkuml spila
þriðjudagskvöld
kl. 21.30.
Í DAG
Hrólfur Vagnsson
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Nýjasta meistaraverk
Pedro Almodovars
1/2HL MBL
SG DV
ÓHT Rás2
www.regnboginn.is
Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2
Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök.
Missið ekki af þessari!
Nicholas Cage hefur aldrei verið betri!
Sýnd kl. 7 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.50 og 8. Sýnd kl. 5.30.
Hverfisgötu 551 9000
Maðurinn sem getur ekki
lifað án hennar leyfir henni
ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem
þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í
anda Sleeping With the Enemy.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
„DREP
FYNDIN“
ÞÞ. FBL
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10.10 B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 6, 8,30 og 10.50. B. i. 16. .
Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Þegar Shaun er neitað um háskólavist gerir klikkaði bróðir hans
allt til að hjálpa. Frábær grínmynd með hinum villta Jack Black úr
Shallow Hal og syni Tom Hanks, Colin.
SK. RADIO-X
Frábær rómantísk gamanmynd
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „Bridget Jones’s Diary“ og „About A Boy“.
í
I i ’ i .
Slepptu villidýrinu í þér
lausu…og Þegar hann
talar, hlusta konur.
l illi i í
l
l , l .
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 6 með ísl. tali.
SV Mbl
„DREP
FYNDIN“
ÞÞ. FBL
1/2Kvikmyndir.is
Hvað gerist þegar þú tekur
smábæjargaurinn, gefur honum
40 milljarða dollara og sleppir
honum
lausum í stórborginni?
Adam Sandler fer á kostum
í geggjaðri gamanmynd!