Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENSK erfðagreining krefst
þess að Persónuvernd leggi fram
nákvæma tímaáætlun sem stofn-
unin telji raunhæfa til að ljúka ör-
yggisúttekt á miðlægum gagna-
grunni á heilbrigðissviði. Vegna
„ástæðulausra tafa og ómálefna-
legrar meðferðar“ Persónuverndar
á málinu lýsir Íslensk erfðagrein-
ing því yfir, í bréfi til Persónu-
verndar, að fyrirtækið áskilji sér
allan rétt til að hafna því að greiða
áfallinn kostnað Persónuverndar
og annarra opinberra aðila og
krefja Persónuvernd og/eða rík-
issjóð um bætur vegna tjóns og
tapaðra tekjumöguleika Íslenskrar
erfðagreiningar af miðlægum
gagnagrunni á heilbrigðissviði.
Ekki unnt að halda áfram
samningaviðræðum
Íslensk erfðagreining hefur sent
bréf til Persónuverndar, þeirra
heilbrigðisstofnana sem fyrirtækið
hefur þegar samið við um flutning
gagna í grunninn og stofnana sem
fyrirtækið hefur átt í samninga-
viðræðum við. Í bréfunum til heil-
brigðisstofnananna segir m.a., að
þrátt fyrir að brátt séu liðin fjögur
ár frá samþykkt laganna um
gagnagrunn á heilbrigðissviði og
þrjú ár frá útgáfu rekstrarleyfisins
hafi til þess skyldir opinberir að-
ilar enn ekki veitt Íslenskri erfða-
greiningu heimild til þess að hefja
starfrækslu gagnagrunnsins. Á
meðan ekki sé ljóst hvort tillögur
ÍE um uppsetningu gagnagrunns-
ins muni hljóta tilskilda öryggis-
úttekt og samþykki opinberra að-
ila geti fyrirtækið ekki haldið
áfram samningaviðræðum, eða
unnið áfram að þeim verkefnum
sem búið var að hrinda af stað.
Sjö mánaða tafir
Í bréfinu til Persónuverndar er
látin í ljósi sú skoðun að Persónu-
vernd hafi dregið afgreiðslu máls-
ins á ómálefnalegan hátt, þar á
meðal í sjö mánuði á þessu ári. Í
ljósi tafanna og þess gífurlega
kostnaðar sem ÍE hafi lagt í vegna
þessa verkefnis telji fyrirtækið að
því beri ekki skylda til að greiða
frekari kostnað sem kann að hljót-
ast af því að Persónuvernd ljúki
því hlutverki sínu að taka út ör-
yggiskerfi miðlægs gagnagrunns á
heilbrigðissviði að því er varðar
verndun persónuupplýsinga.
ÍE gagnrýnir öryggisúttekt á miðlæg-
um gagnagrunni á heilbrigðissviði
Áskilur sér
bótarétt
vegna tafa
„Ítrekaðar og
ástæðulausar tafir“/12
ALLS hafa 29 manns látist í um-
ferðarslysum það sem af er árinu,
sem er eitt versta slysaár sem
komið hefur í íslenskri umferð-
arsögu. Fjöldi látinna er orðinn
meiri en árin 1998, 1999 og 2001. Í
fyrra létust 24 í umferðarslysum
en 32 árið 2000. Árið 1999 lést 21
og árið 1998 27 manns.
Þess má geta að flest voru bana-
slysin árið 1977, þegar 37 létust.
Það vekur þó athygli að í október
það ár voru færri látnir í umferð-
inni en það sem af er þessu ári.
Því til viðbótar hafa fleiri látist
fyrstu tíu mánuði þessa árs en
nokkru sinni fyrr.
Athygli vekur einnig hversu
fjöldaslys hafa verið áberandi á
þessu ári, en tíu hafa látist í þrem-
ur slysum, þar af voru tvö
slysanna útafakstur, þar sem sjö
manns fórust, þar af þrjú börn.
Júnímánuður var versti slysamán-
uður ársins, en þá rak hvert slysið
annað og sjö létust í fjórum slys-
um. Apríl og september liðu hins
vegar án þess að nokkurt banaslys
yrði, en í ágúst létust sex manns í
fjórum slysum.
Áberandi mörg banaslys í
árekstri jeppa og fólksbíla
Þegar litið er á upplýsingar um
tegund ökutækja í banaslysum á
árinu sést að í þeim tilvikum þar
sem tvö ökutæki lenda í árekstri
eru banaslys langalgengust í
árekstrum jeppa og fólksbíla. Á
þessu ári hafa orðið sex banaslys í
slíkum árekstrum en eitt í árekstri
tveggja fólksbíla. Sömuleiðis hefur
eitt banaslys hlotist af í árekstri
fólksbíls og vörubíls, fólksbíls og
rútu og jeppa og vörubíls.
Ágúst Mogensen, formaður
rannsóknanefndar umferðarslysa,
segir að í flestum tilvikum séu það
ökumenn eða farþegar fólksbíl-
anna sem láta lífið þegar banaslys
verður í árekstri jeppa og fólks-
bíla. „Í 90% tilvika láta þeir lífið
sem eru í léttara ökutækinu,“ seg-
ir hann. „Það er mjög erfitt að
taka á þessu, en ökumenn stórra
ökutækja verða þó að gera sér
grein fyrir því hversu voldug öku-
tæki þeirra eru. Þar með er ekki
sagt að ökumenn þeirra séu verri
ökumenn en aðrir eða valdi fleiri
slysum. Það hefur verið rætt um
að lækka hámarkshraða stórra
ökutækja, en þá má spyrja á móti
hvort verið sé að skapa umferð-
aröngþveiti með því að láta suma í
umferðinni aka á 80 en aðra á 90
svo dæmi sé tekið. Við þær að-
stæður eykst hætta á framúrakstri
með tilheyrandi slysahættu.“
Aðgreina mætti víðar umferð
úr gagnstæðum áttum
Ágúst segir augljóst að aðgreina
þurfi umferð úr gagnstæðum átt-
um til að fækka banaslysum, þó
ekki nauðsynlega með því að setja
upp vegrið allan hringveginn.
„70% af þeim banaslysum eftir
framanákeyrslur sem starfsmenn
rannsóknanefndar umferðarslysa
hafa skoðað eru á svæði innan 50
km radíuss frá Reykjavík. Það hef-
ur verið bent á að e.t.v. sé skyn-
samlegra að leggja 2+1-veg með
aðgreiningu á Reykjanesbraut,
Vesturlandsvegi og Suðurlands-
vegi í stað þess að tvöfalda
Reykjanesbrautina.“
29 látnir á versta
slysaári til þessa
/ 8
0 "
.
9
1
9
- 8
5
8
#
:
0 ;< = <
-
8
>
#:
#? # "
ÞAÐ viðraði ágætlega til útiveru á höfuðborg-
arsvæðinu í gær. Þessar stúlkur notuðu tæki-
færið og drógu fram sippubandið og sýndu
listir sínar í heimkeyrslu á Langholtsveginum
í Reykjavík.
Tvær taka sig saman og sippa báðar í einu.
Á meðan bíða vinkonurnar óþolinmóðar eftir
því að röðin komi að þeim og þær geti líka
sýnt hvað í þeim býr.
Morgunblaðið/Golli
Sippað á Langholtsvegi
ALÞJÓÐAHVALVEIÐIRÁÐIÐ
samþykkti í gær aðildarumsókn Ís-
lands að ráðinu á aukaaðalfundi sem
haldinn er í Englandi. Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
segir að um áfangasigur sé að ræða
og vonar að vísindaveiðar á hval geti
hafist hér við land fyrr en seinna.
Nokkuð var tekist á um aðildar-
umsókn Íslendinga við upphaf fund-
arins í gær. Formaður ráðsins, Sví-
inn Bo Fernholm, lagði að lokum
fram tillögu um að niðurstaða aðal-
fundarins frá í maí sl., um að Ísland
hefði aðeins áheyrnaraðild að ráðinu,
yrði staðfest. Tillagan var hins vegar
felld með eins atkvæðis mun, 19 at-
kvæðum gegn 18, og greiddu Svíar
m.a. atkvæði gegn tillögunni og þar
með formanninum. Íslendingar eru
þar með fullgildir aðilar að ráðinu,
með fyrirvara um bann við hvalveið-
um í atvinnuskyni. Þó skuldbinda Ís-
lendingar sig til að hefja ekki hval-
veiðar í atvinnuskyni fyrr en í fyrsta
lagi eftir árið 2006.
Árni segir það vera grundvallarat-
riði að eiga aðild að Alþjóðahvalveiði-
ráðinu til að geta stundað hvalveiðar
á löglegan hátt. „Þetta opnar okkur
leið til að hefja hvalveiðar í vísinda-
skyni. Næsta skref er að gera áætlun
um vísindaveiðarnar og leggja fyrir
ráðið, þótt við séum reyndar óbundin
af afstöðu þess,“ segir Árni.
Vonar að
vísindaveiðar
hefjist fyrr
en seinna
Ísland fær/21