Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 1
Þriðjudagur
22. október 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Lykillinn að
sparnaði, öryggi
og þægindum
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Viðgerðir
dugðuekki
Ónýtt hús í
Vesturbænum 26
Naktahúsið
íJapan
Húsmeð
miklasögu
Hús fyrir þrjár kynslóðir 30
Elsta húsið á Al-
þingisreitnum 46
! "# $ $ % % && % ' (
)
!% " && ' # % $ ( $ %
! " $ $ % %" & # % ' (
*
+
$
+
,-. /
,-. ) / )
% ' $ ( $ % % ! " & #
0
0
!
""#
"$#
%&&%
12+3+
" 3
$4
567
.
38
9
4
- :
"
; +
<
$ ; +
<
'
./ '
+
=
3 / >>>
)
)
= 3?
@
A
0
0
()
3? @ A "&*
%
+
%"
%%
,
&
"-&
%#&%&
"%.-
/! 0
! # "+#
%&#
#%&&%
9
+
,
'
# #
ÞEGAR haustar skiptir góð lýsing í
húsum og görðum miklu máli, enda
myrkrið oft mikið og góð lýsing get-
ur þá bætt mikið úr. En lýsing
stendur yfirleitt ekki í stað, heldur
er hún bæði háð tízku og tæknifram-
förum.
„Fólk sækist nú meira eftir alls
konar sérlýsingum eins og veggja-
lýsingum og myndalýsingum úr
lofti,“ segir Helgi Kr. Eiríksson, lýs-
ingahönnuður í Lúmex.
„Óbeinar lýsingar eru að aukast,
þar sem lítið sést til ljósgjafans, en
meira lagt upp úr endurkasti loft- og
veggflata. Lýsingahönnuðir þurfa
því að hafa áhrif á hvernig loft eru
gerð til þess að koma nauðsynlegum
búnaði fyrir. Það kallar á meiri sam-
vinnu við aðra hönnuði.“
Efnisval hefur áhrif
á lýsinguna
Lýsingin fer líka eftir efnisvali
húsa, bæði inni sem úti. „Hús sem
eru innréttuðum með dökkum við
eða öðrum dökkum innréttingum
þurfa aðra lýsingu heldur en hús,
sem eru innréttuð með ljósum inn-
réttingum og litum,“ segir Helgi.
„Notkun á svokölluðum T-5 flúr-
perum og hinu mikla úrvali af halog-
en-ljósgjöfum býður upp á óendan-
lega möguleika í hönnun á lýsingu
en til þess að stjórna þessu öllu þarf
oft ljósastýrikerfi til þess að tryggja
hámarksgæði lýsingarinnar og
möguleika í útfærslu.
Þessi kerfi bjóða upp á fyrirfram
forritanlegar ljósasenur, þar sem
hægt er að stilla lýsinguna eftir ósk-
um hvers og eins eftir því hver til-
efnin eru t.d. morgunmatur, veizla
eða eitthvað enn annað.“
Að sögn Helga er fólk orðið meira
meðvitað um lýsingu og gerir meiri
kröfur varðandi hana strax á bygg-
ingarstigi húsa. Það gerir hönnun og
skipulagningu lýsingarinnar auð-
veldari og minnkar kostnað.
„Fólki finnst lýsing skipta meira
máli nú en áður og er því tilbúið til
þess að greiða meira fyrir hana og
gerir um leið meiri kröfur um fag-
mennsku af hálfu lýsingahönnuða,“
segir Helgi.
„Eldra fólk gerir meiri kröfur um
ljósmagn en þeir yngri en ekki endi-
lega fleiri ljós,“
Helztu nýjungar eru svokölluð
„Ledljós“, sem eru ljós-díóður, er
skila frá sér ljósi en engum hita.
Óþægindi sökum hita frá ljósgjafa
eru með því úr sögunni.
„Með aukinni palla- og skjól-
veggjagerð í görðum lengist útivist-
artíminn fram á haustið og það kall-
ar á aukna lýsingu. Það nýjasta er að
lýsa upp tré og skjólveggi með nið-
urgröfnum lömpum, sem lítið ber á.
og lágum staurum, sem lýsa niður,“
sagði Helgi Kr. Eiríksson að lokum.
Fólki líður betur með fleiri ljós
í kringum sig í skammdeginu
Nýtízku íbúð í Grafarvogi, þar sem innréttingar eru ljós gólfefni
og aðrar innréttingar dökkar. Engar myndir eru á veggjum, en
lýsingin skipar þeim mun meiri sess.
Lýsing við gangveg. Áherzlan er eingöngu á gangstíg-
inn, en ekki á umhverfið. Birtan verður hnitmiðaðri fyrir
bragðið og þægilegri fyrir þá sem ganga framhjá.