Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 C 19HeimiliFasteignir RAUÐHELLA - NÝLEGT Gott 74 fm bil, ásamt ca:50 fm millilofti. Góð innkeyrsludyr og hátt til lofts. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 6,2 millj. SUMARBÚSTAÐIR MIÐ - DALUR UNDIR EYJAFJÖLLUM Gott 43 fm sumarhús með stóru beitlandi fyrir hesta. TIlVALIÐ FYRIR HESTAFÓLK. Verð 5,5 millj. ÞÓRODDSSTAÐIR - GRÍMSNESI GLÆSILEGUR 55 fm bústaður á góðum stað í landi Þóroddsstaða í Grímsnesi. Rafmagn, vatn, „HITAVEITA“ væntanleg. Stór timbur- verönd. GAUKSÁS NR. 15 OG 17 - TILBÚIN TIL AFHENDINGAR Falleg og vönduð 201 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt innbyggðum 30 fm BÍLSKÚR. Húsin skilast fullbúin að utan og fokeld að innan eða lengra komin. FALLEGT ÚTSÝNI. GUÐ- MUNDUR MUN SJÁ UM AÐ SÝNA HÚSIN. HANN ER Í SÍMA 893-9777. VERIÐ VEL- KOMIN. SVÖLUÁS NR. 19 - 23 Nýkomin falleg 206 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, falleg og skemmtileg hönnun. Góð staðsetning. Fallegt útsýni, 5 herb. stofa og borðstofa. Verð frá 13,5 millj. SVÖLUÁS NR. 3 - PARHÚS Húsið er 190 fm á tveimur hæðum, ásamt 28 fm bíl- skúr. 5 herbergi, sjónvarpshol, aflokað eld- hús o.fl. Húsið afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. Verð 13,9 millj. SVÖLUÁS 13-17 - FALLEG RAÐHÚS Falleg 206 fm RAÐHÚS með innbyggðum bílskúr á góðum stað í ÁSLANDI. Skilast fullbúin að utan, fokheld eða lengra komin að innan. Verð frá 13,5 millj. SPÓAÁS 17 - EITT ÞAÐ FALLEG- ASTA Í ÁSLANDINU Í HAFNAR- FIRÐI Fallegt og vel hannað 186 fm EIN- BÝLI, ásamt 56 fm TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR á mjög góðum stað INNST Í BOTNLANGA. Húsið skilast fullbúið að utan og tilb. undir tréverk að innan. AFHENDING STRAX. Teikningar á skrifstofu. KLETTAÁS - GARÐABÆ Falleg 184 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt 38 fm BÍL- SKÚR á góðum stað í Ásunum. Húsið skilast fullbúið að utan og fokhelt eða lengra komið að innan. LAUS STRAX. Verð 15,7 millj. NÝBYGGINGAR ÞRASTARÁS 73 - NÝTT - FRÁBÆRT ÚTSÝNI AÐEINS EFTIR 2 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR MEÐ BÍLSKÚR Í NÝJU 12 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI. FRÁBÆR ÚTSÝNISSTAÐUR. Húsið er klætt að utan. SÉRINNGANGUR er í íbúðir, tvennar svalir. Íbúðirnar skilast fullbúnar, án gólfefna, þó verða baðherbergi og þvottahús flísalögð. Af- hending í des. 2002. Verð 16,9 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu og á netinu. ÞRASTARÁS 44 - NÝTT LYFTUHÚS - EINSTAKT ÚTSÝNI VORUM VIÐ AÐ FÁ Í EINKASÖLU 2JA 0G 4RA HERBERGJA LÚXUS - ÍBÚÐIR, ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Í FALLEGU NÁNAST VIÐHALDSFRÍU „LYFTUHÚSI“ Á BESTA ÚTSÝNISSTAÐ Í HAFNARFIRÐI. Húsið skilast fullbúið að utan, klætt með lituðu bárujárni. Lóð frágengin. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema baðherbergi og þvottahús verða flísalögð. Afhending í Mars 2003. Verð frá 10,9 millj. Teikningar og skilalýsing á skrifstofu og á netinu. ERLUÁS NR. 2 - NÝTT LYFTUHÚS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU FALLEGAR 2JA, 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Í NÝJU 21 ÍBÚÐA LYFTUHÚSI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. MÖGULEIKI Á BÍLSKÚR. Húsið skilast fullbúið að utan og lóð frágengin. Að innan skilast íbúðin fullbúin, án gólfefna nema bað- herbergi verður flísalagt. SÉRINNGANGUR er í hverja íbúð. AFHENDING ER 1. JÚLÍ 2003. Verð frá 11,2 millj. Teikningar og lýsing er á skrifstofu og á netinu. SVÖLUÁS NR. 1 - NÝTT - FRÁBÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í SÖLU VEL SKIPULAGÐAR 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Í FALLEGU 22 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. Húsið skilast fullbúið að utan og KLÆTT. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema bað og þvottahús verður flísalagt. AF- HENDING Í MARS/APRÍL 2003. Verð frá 12,150 millj. Teikningar og lýsingar á skrifstofu og á netinu. ÞRASTARÁS NR. 14 - NÝJAR ÍBÚÐIR Vorum að fá í sölu fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á þessum FRÁBÆRA ÚTSÝNISSTAÐ í ÁSLANDINU. Húsið skilast fullbúið að utan, klætt. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. SÉR- INNGANGUR er í allar íbúðir. Verð frá 12,9 millj. Teikningar og lýsingar á skrifstofu og á netinu. AFHENDING Í JANÚAR 2003. Einbýli NÝTT - FÍLSHÓLAR - FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI. Mjög stórt og glæsilegt tvílyft einbýlishús ásamt rúmgóðum bílskúr og kjallara. Í húsinu eru 2 samþ. íbúðir, um 175 m² aðalhæð og 73 m² neðri hæð auk 2ja stúdíó-íbúða, 25 m² á neðri hæð og 35 m² í kjallara. Gróinn garður með háum trjám, ótrúlegt útsýni yfir alla höfuðborgina. Upplýsingar gefa sölumenn Austurbæjar fasteignasölu. Hæðir NÝBÝLAVEGUR 86. Efri sérhæð sem er 133,8 m², 5 herb. ásamt bygg- ingarrétt á bílskúr 45 m². Nánast allt endurnýjað í íbúð. Fallegt útsýni. Verð 14,5m. 4ra-6 herb. NÝTT - KÓPAVOGUR - HJALLAR. Góð íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi (tvær lyftur). Flísalagt anddyri. Bað- herb.uppgert með flísum og innrétt. baðkar. Hol og stofa m. ný- legu parketi. Eldhús er með korkflísum á gólfi. Tvennar svalir og frábært útsýni. Þvottahús er á hæðinni. Stór sérgeymsla niðri í kjallara. Gervi- hnattasjónvarp, öryggismyndavélar og húsvörður. Áhv. 6. millj. Verð 11,9 m. 3ja herb. NESHAGI Háskóli-Vesturbær. Erum með góð 3ja herb íbúð við Háskólann. Herbergi í risi og bílskúr í útleigu fyrir kr. 50.000,- á mánuði. Verð 13,9.m Áhv.8,0 m. húsbr. Íbúðin er laus. 2ja herb. NÝTT GARÐHÚS - GRAFAR- VOGUR. Glæsileg 2ja herb. íbúð 62,5 m² á jarðh. með sér verönd og garði. Flísalögð forstofa með fataskáp. Svefnherb. parket með viðargardínum. Baðherb. snyrtilegt, flísar í hólf og gólf, sturtukl. tengi fyrir þvottav. Eldhúsinnrétting er falleg með nýlegum tækjum, borðkrókur. Innaf eldhúsi er herb. sem í dag er nýtt sem tölvuherb. Stofa er glæsileg með parket á gólfum og útgangi á verönd. Sér afgirtur garður. Verð 10,6 m. Atvinnuhúsnæði LÁGMÚLI- FRÁBÆRT ÚTSÝNI. 375 m² skrifstofuhúsnæði á 6. hæð með frábæru útsýni yfir Reykjavík. Áhv. 22 millj. til 25 ára á 7% vöxtum. Gjd. 1. október ár hvert ! Laust strax. Verð 35. millj. Leiga kemur til greina. Grenimelur 35 - Efri sérhæð. SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ! VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ - SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Kíkið á söluskrá okkar á www.austurbaer.is Skráið ykkur á óskalista hjá okkur, við auglýsum eftir draumaeigninni og höfum samband við ykkur þegar rétta eignin kemur inn. Vorum að fá í einkasölu glæsilega 173 m² sér- hæð auk bílskúrs á Melunum. Í íbúðinni eru 4 stór svefnherbergi og tvær stórar stofur. Mikil lofthæð. Eign fyrir vandláta. Verð 23,5 millj. AUSTURBAER@AUSTURBAER.IS Grensásvegi 22 • Sími 533 1122 • Fax 5331121 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Ólafur Halldórsson, sölumaður, sími 892 1857 „Við metum fasteign þína mikils“ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ekki hækkað vexti af lánum til fé- lagslegra leiguíbúða eins og mátt hefur skilja á umfjöllun fjölmiðla að undanförnu í tengslum við þá ákvörðun Félagsbústaða að breyta fyrirkomulagi um ákvörðun leigu- verðs á leiguíbúðum. Engar breytingar hafa verið gerðar á vaxtakjörum leiguíbúða- lána sem tekin voru á starfstíma Húsnæðisstofnunar ríkisins og Íbúðalánasjóður yfirtók. Vextir þeirra lána voru og eru enn 1%. Í samræmi við bráðabirgða- ákvæði í lögum um húsnæðismál sem Íbúðalánasjóður starfar eftir var þó gert ráð fyrir ákveðinni fjárhæð til leiguíbúðalána sveitar- félaga á 1% vöxtum árin 1999 og 2000 og hefur þeirri fjárhæð verið ráðstafað. Vextir 3,5% Vextir lána Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða sem ætlaðar eru fjöl- skyldum sem eru innan ákveðinna tekju- og eignamarka eru 3,5%. Vaxtastigið hefur verið það sama frá því samkomulag náðist milli félagsmálaráðherra og fjár- málaráðherra um framlag úr rík- issjóði til niðurgreiðslu á fé- lagslegum leiguíbúðalánum Íbúðalánasjóðs árið 2001. Slíkt samkomulag var nauðsynlegt þar sem Íbúðalánasjóði er lögum sam- kvæmt skylt að standa undir lán- veitingum sínum. Á árinu 2002 var gert ráð fyrir að 60 milljónir króna rynnu úr ríkissjóði til niðurgreiðslu slíkra lána og í fjárlögum fyrir árið í ár er gert ráð fyrir 150 milljónum. Þessar niðurgreiðslur eru einu framlögin til Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði, enda er í raun búið að markaðsvæða sjóðinn og lánveit- ingar hans. Skipulagsbreytingar hjá Félagsbústöðum Félagsbústaðir hafa gert ákveðnar breytingar á því skipu- lagi sem beitt var til að ákvarða leigu á íbúðum í þeirra umsjá. Breytingarnar felast í því að hér eftir mun leiga taka mið af fast- eignamati hverrar íbúðar fyrir sig, en ekki af greiðslubyrði af þeim lánum sem á hverri íbúð hvílir. Með þessari breytingu mun leiguverð á íbúðum Félagsbústaða jafnast verulega, þar sem leiga á eldri íbúðum mun eitthvað hækka en leiga á nýjum íbúðum lækka. Til að milda áhrif hækkunar á leigu hefur félagsmálaráð Reykja- víkurborgar heimilað Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík að skoða aðstæður þeirra sem verst standa og þurfa að sæta hækkun á leigu. Væntanlega er ætlunin að veita þeim fjölskyldum fjárhags- aðstoð til að standa undir leigu- greiðslum. Hærra fasteignaverð, hærri leiga Ástæða þess að leiguverð á nýrri íbúðum Félagsbústaða hefur verið mun hærri en á eldri íbúðum er fyrst og fremst stórhækkun á fasteignaverði í Reykjavík á und- anförnum þremur árum, en fer- metraverð á íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hefur hækkað um 68% frá því í ársbyrjun árið 1999. Fjárhæð leiguíbúðalána á hverri nýrri íbúð sem Félagsbústaðir kaupa um þessar mundir er því sem þessu nemur hærri en af íbúðum sem keyptar voru í árs- byrjun 1999. Það að vextir Íbúðalánasjóðs eru hærri en vextir leiguíbúðalána frá fyrri tíð hefur þó að sjálfsögðu einhver áhrif, en er ekki megin- ástæða hækkunar Félagsbústaða á leiguverði. Engin vaxtahækkun félagslegra leiguíbúðalána ÍLS Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.