Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 19

Morgunblaðið - 22.10.2002, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 C 19HeimiliFasteignir RAUÐHELLA - NÝLEGT Gott 74 fm bil, ásamt ca:50 fm millilofti. Góð innkeyrsludyr og hátt til lofts. LAUST FLJÓTLEGA. Verð 6,2 millj. SUMARBÚSTAÐIR MIÐ - DALUR UNDIR EYJAFJÖLLUM Gott 43 fm sumarhús með stóru beitlandi fyrir hesta. TIlVALIÐ FYRIR HESTAFÓLK. Verð 5,5 millj. ÞÓRODDSSTAÐIR - GRÍMSNESI GLÆSILEGUR 55 fm bústaður á góðum stað í landi Þóroddsstaða í Grímsnesi. Rafmagn, vatn, „HITAVEITA“ væntanleg. Stór timbur- verönd. GAUKSÁS NR. 15 OG 17 - TILBÚIN TIL AFHENDINGAR Falleg og vönduð 201 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt innbyggðum 30 fm BÍLSKÚR. Húsin skilast fullbúin að utan og fokeld að innan eða lengra komin. FALLEGT ÚTSÝNI. GUÐ- MUNDUR MUN SJÁ UM AÐ SÝNA HÚSIN. HANN ER Í SÍMA 893-9777. VERIÐ VEL- KOMIN. SVÖLUÁS NR. 19 - 23 Nýkomin falleg 206 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, falleg og skemmtileg hönnun. Góð staðsetning. Fallegt útsýni, 5 herb. stofa og borðstofa. Verð frá 13,5 millj. SVÖLUÁS NR. 3 - PARHÚS Húsið er 190 fm á tveimur hæðum, ásamt 28 fm bíl- skúr. 5 herbergi, sjónvarpshol, aflokað eld- hús o.fl. Húsið afhendist fullbúið að utan og fokhelt að innan. Verð 13,9 millj. SVÖLUÁS 13-17 - FALLEG RAÐHÚS Falleg 206 fm RAÐHÚS með innbyggðum bílskúr á góðum stað í ÁSLANDI. Skilast fullbúin að utan, fokheld eða lengra komin að innan. Verð frá 13,5 millj. SPÓAÁS 17 - EITT ÞAÐ FALLEG- ASTA Í ÁSLANDINU Í HAFNAR- FIRÐI Fallegt og vel hannað 186 fm EIN- BÝLI, ásamt 56 fm TVÖFÖLDUM BÍLSKÚR á mjög góðum stað INNST Í BOTNLANGA. Húsið skilast fullbúið að utan og tilb. undir tréverk að innan. AFHENDING STRAX. Teikningar á skrifstofu. KLETTAÁS - GARÐABÆ Falleg 184 fm RAÐHÚS á tveimur hæðum, ásamt 38 fm BÍL- SKÚR á góðum stað í Ásunum. Húsið skilast fullbúið að utan og fokhelt eða lengra komið að innan. LAUS STRAX. Verð 15,7 millj. NÝBYGGINGAR ÞRASTARÁS 73 - NÝTT - FRÁBÆRT ÚTSÝNI AÐEINS EFTIR 2 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR MEÐ BÍLSKÚR Í NÝJU 12 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI. FRÁBÆR ÚTSÝNISSTAÐUR. Húsið er klætt að utan. SÉRINNGANGUR er í íbúðir, tvennar svalir. Íbúðirnar skilast fullbúnar, án gólfefna, þó verða baðherbergi og þvottahús flísalögð. Af- hending í des. 2002. Verð 16,9 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu og á netinu. ÞRASTARÁS 44 - NÝTT LYFTUHÚS - EINSTAKT ÚTSÝNI VORUM VIÐ AÐ FÁ Í EINKASÖLU 2JA 0G 4RA HERBERGJA LÚXUS - ÍBÚÐIR, ÁSAMT STÆÐI Í BÍLAGEYMSLU Í FALLEGU NÁNAST VIÐHALDSFRÍU „LYFTUHÚSI“ Á BESTA ÚTSÝNISSTAÐ Í HAFNARFIRÐI. Húsið skilast fullbúið að utan, klætt með lituðu bárujárni. Lóð frágengin. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema baðherbergi og þvottahús verða flísalögð. Afhending í Mars 2003. Verð frá 10,9 millj. Teikningar og skilalýsing á skrifstofu og á netinu. ERLUÁS NR. 2 - NÝTT LYFTUHÚS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU FALLEGAR 2JA, 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Í NÝJU 21 ÍBÚÐA LYFTUHÚSI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. MÖGULEIKI Á BÍLSKÚR. Húsið skilast fullbúið að utan og lóð frágengin. Að innan skilast íbúðin fullbúin, án gólfefna nema bað- herbergi verður flísalagt. SÉRINNGANGUR er í hverja íbúð. AFHENDING ER 1. JÚLÍ 2003. Verð frá 11,2 millj. Teikningar og lýsing er á skrifstofu og á netinu. SVÖLUÁS NR. 1 - NÝTT - FRÁBÆRT ÚTSÝNI VORUM AÐ FÁ Í SÖLU VEL SKIPULAGÐAR 3JA OG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Í FALLEGU 22 ÍBÚÐA FJÖLBÝLI Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. Húsið skilast fullbúið að utan og KLÆTT. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna, nema bað og þvottahús verður flísalagt. AF- HENDING Í MARS/APRÍL 2003. Verð frá 12,150 millj. Teikningar og lýsingar á skrifstofu og á netinu. ÞRASTARÁS NR. 14 - NÝJAR ÍBÚÐIR Vorum að fá í sölu fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á þessum FRÁBÆRA ÚTSÝNISSTAÐ í ÁSLANDINU. Húsið skilast fullbúið að utan, klætt. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. SÉR- INNGANGUR er í allar íbúðir. Verð frá 12,9 millj. Teikningar og lýsingar á skrifstofu og á netinu. AFHENDING Í JANÚAR 2003. Einbýli NÝTT - FÍLSHÓLAR - FRÁ- BÆRT ÚTSÝNI. Mjög stórt og glæsilegt tvílyft einbýlishús ásamt rúmgóðum bílskúr og kjallara. Í húsinu eru 2 samþ. íbúðir, um 175 m² aðalhæð og 73 m² neðri hæð auk 2ja stúdíó-íbúða, 25 m² á neðri hæð og 35 m² í kjallara. Gróinn garður með háum trjám, ótrúlegt útsýni yfir alla höfuðborgina. Upplýsingar gefa sölumenn Austurbæjar fasteignasölu. Hæðir NÝBÝLAVEGUR 86. Efri sérhæð sem er 133,8 m², 5 herb. ásamt bygg- ingarrétt á bílskúr 45 m². Nánast allt endurnýjað í íbúð. Fallegt útsýni. Verð 14,5m. 4ra-6 herb. NÝTT - KÓPAVOGUR - HJALLAR. Góð íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi (tvær lyftur). Flísalagt anddyri. Bað- herb.uppgert með flísum og innrétt. baðkar. Hol og stofa m. ný- legu parketi. Eldhús er með korkflísum á gólfi. Tvennar svalir og frábært útsýni. Þvottahús er á hæðinni. Stór sérgeymsla niðri í kjallara. Gervi- hnattasjónvarp, öryggismyndavélar og húsvörður. Áhv. 6. millj. Verð 11,9 m. 3ja herb. NESHAGI Háskóli-Vesturbær. Erum með góð 3ja herb íbúð við Háskólann. Herbergi í risi og bílskúr í útleigu fyrir kr. 50.000,- á mánuði. Verð 13,9.m Áhv.8,0 m. húsbr. Íbúðin er laus. 2ja herb. NÝTT GARÐHÚS - GRAFAR- VOGUR. Glæsileg 2ja herb. íbúð 62,5 m² á jarðh. með sér verönd og garði. Flísalögð forstofa með fataskáp. Svefnherb. parket með viðargardínum. Baðherb. snyrtilegt, flísar í hólf og gólf, sturtukl. tengi fyrir þvottav. Eldhúsinnrétting er falleg með nýlegum tækjum, borðkrókur. Innaf eldhúsi er herb. sem í dag er nýtt sem tölvuherb. Stofa er glæsileg með parket á gólfum og útgangi á verönd. Sér afgirtur garður. Verð 10,6 m. Atvinnuhúsnæði LÁGMÚLI- FRÁBÆRT ÚTSÝNI. 375 m² skrifstofuhúsnæði á 6. hæð með frábæru útsýni yfir Reykjavík. Áhv. 22 millj. til 25 ára á 7% vöxtum. Gjd. 1. október ár hvert ! Laust strax. Verð 35. millj. Leiga kemur til greina. Grenimelur 35 - Efri sérhæð. SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ! VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ - SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Kíkið á söluskrá okkar á www.austurbaer.is Skráið ykkur á óskalista hjá okkur, við auglýsum eftir draumaeigninni og höfum samband við ykkur þegar rétta eignin kemur inn. Vorum að fá í einkasölu glæsilega 173 m² sér- hæð auk bílskúrs á Melunum. Í íbúðinni eru 4 stór svefnherbergi og tvær stórar stofur. Mikil lofthæð. Eign fyrir vandláta. Verð 23,5 millj. AUSTURBAER@AUSTURBAER.IS Grensásvegi 22 • Sími 533 1122 • Fax 5331121 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Ólafur Halldórsson, sölumaður, sími 892 1857 „Við metum fasteign þína mikils“ ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur ekki hækkað vexti af lánum til fé- lagslegra leiguíbúða eins og mátt hefur skilja á umfjöllun fjölmiðla að undanförnu í tengslum við þá ákvörðun Félagsbústaða að breyta fyrirkomulagi um ákvörðun leigu- verðs á leiguíbúðum. Engar breytingar hafa verið gerðar á vaxtakjörum leiguíbúða- lána sem tekin voru á starfstíma Húsnæðisstofnunar ríkisins og Íbúðalánasjóður yfirtók. Vextir þeirra lána voru og eru enn 1%. Í samræmi við bráðabirgða- ákvæði í lögum um húsnæðismál sem Íbúðalánasjóður starfar eftir var þó gert ráð fyrir ákveðinni fjárhæð til leiguíbúðalána sveitar- félaga á 1% vöxtum árin 1999 og 2000 og hefur þeirri fjárhæð verið ráðstafað. Vextir 3,5% Vextir lána Íbúðalánasjóðs til leiguíbúða sem ætlaðar eru fjöl- skyldum sem eru innan ákveðinna tekju- og eignamarka eru 3,5%. Vaxtastigið hefur verið það sama frá því samkomulag náðist milli félagsmálaráðherra og fjár- málaráðherra um framlag úr rík- issjóði til niðurgreiðslu á fé- lagslegum leiguíbúðalánum Íbúðalánasjóðs árið 2001. Slíkt samkomulag var nauðsynlegt þar sem Íbúðalánasjóði er lögum sam- kvæmt skylt að standa undir lán- veitingum sínum. Á árinu 2002 var gert ráð fyrir að 60 milljónir króna rynnu úr ríkissjóði til niðurgreiðslu slíkra lána og í fjárlögum fyrir árið í ár er gert ráð fyrir 150 milljónum. Þessar niðurgreiðslur eru einu framlögin til Íbúðalánasjóðs úr ríkissjóði, enda er í raun búið að markaðsvæða sjóðinn og lánveit- ingar hans. Skipulagsbreytingar hjá Félagsbústöðum Félagsbústaðir hafa gert ákveðnar breytingar á því skipu- lagi sem beitt var til að ákvarða leigu á íbúðum í þeirra umsjá. Breytingarnar felast í því að hér eftir mun leiga taka mið af fast- eignamati hverrar íbúðar fyrir sig, en ekki af greiðslubyrði af þeim lánum sem á hverri íbúð hvílir. Með þessari breytingu mun leiguverð á íbúðum Félagsbústaða jafnast verulega, þar sem leiga á eldri íbúðum mun eitthvað hækka en leiga á nýjum íbúðum lækka. Til að milda áhrif hækkunar á leigu hefur félagsmálaráð Reykja- víkurborgar heimilað Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík að skoða aðstæður þeirra sem verst standa og þurfa að sæta hækkun á leigu. Væntanlega er ætlunin að veita þeim fjölskyldum fjárhags- aðstoð til að standa undir leigu- greiðslum. Hærra fasteignaverð, hærri leiga Ástæða þess að leiguverð á nýrri íbúðum Félagsbústaða hefur verið mun hærri en á eldri íbúðum er fyrst og fremst stórhækkun á fasteignaverði í Reykjavík á und- anförnum þremur árum, en fer- metraverð á íbúðarhúsnæði á höf- uðborgarsvæðinu hefur hækkað um 68% frá því í ársbyrjun árið 1999. Fjárhæð leiguíbúðalána á hverri nýrri íbúð sem Félagsbústaðir kaupa um þessar mundir er því sem þessu nemur hærri en af íbúðum sem keyptar voru í árs- byrjun 1999. Það að vextir Íbúðalánasjóðs eru hærri en vextir leiguíbúðalána frá fyrri tíð hefur þó að sjálfsögðu einhver áhrif, en er ekki megin- ástæða hækkunar Félagsbústaða á leiguverði. Engin vaxtahækkun félagslegra leiguíbúðalána ÍLS Markaðurinn eftir Hall Magnússon, yfirmann gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.