Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 C 31HeimiliFasteignir
Einbýli
Fjölskyldu í Reykjavík vantar allt að 250 til
350 fm 2 íbúða hús, helst 108, annað kemur til
greina. Verðbil 25 til 30 millj. (Sölum. Þór-
arinn)
Sálfræðingar leita að 140-290 fm einbýli eða
rað/parhúsi í Selásnum, önnur svæði hugsanleg.
Verða að vera tveir inngangar. Verðbil 17 til 25
millj.
Sigrún og fjölskylda leitar að 5 svefnh. einbýli
á svæði 109 eða 112. Verðbil 25 til 30 millj.
(Sölum. Katrín)
Atvinnurekandi og fjölskylda hans leitar að
150-210 fm húsi í Árbæ eða Grafarvogi. Einnig
kemur Garðabær til greina. Verðbil 20 til 25
millj. (Sölum. Halldór)
Stór-fjölskylda utan af landi leitar að 200 til
250 fm einbýli í Mosfellsbæ og Garðabæ. Breið-
holt kemur einnig til greina. Verðbil 23 til 28
millj. (Sölum. Kristbjörn)
Heildsala vantar góða 170 til 200 fm eign í
Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Verður að
vera á einni hæð. Verðbil 23 til 27 millj.
(Sölum. Halldór)
Læknir utan af landi óskar eftir nýbyggingu,
helst einbýli eða parhúsi á höfuðborgarsvæðinu,
190 til 250 fm á verðbilinu 18 til 25 millj.
(Sölum. Þórarinn)
Fjölskylda utan af landi leitar að góðu 2
íbúða húsi á höfuðborgarsvæðinu. Margt kemur
hér til greina sem gæti hentað. Stærðin á bilinu
200 til 350 fm eða í kringum það. Verðbil 25 til
35 millj. (Sölum. Bjarni)
Rað- og parhús
Framkvæmdastjóri leitar að 170-230 fm rað-
eða parhúsi í Kópavogi (helst í suðurhlíðunum),
einnig kemur Fossvogurinn til greina. Góðar
greiðslur í boði. Verðbil 19 til 24 millj.
(Sölum. Bjarni)
Barnafólk með 3 börn leitar að raðhúsi í
Bökkunum í Breiðholti. Stærð á bilinu 140 til
200 fm. Verðbil 15 til 20 millj. (Sölum.
Halldór)
Hjón sem selt hafa íbúð sína leita að rað- eða
parhúsi í Árbænum. Hér kemur margt til greina
eins og svæði 108. Stærðin á bilinu 150-210 fm.
Verðbil 17 til 22 millj. (Sölum. Þórarinn)
Ung fjölskylda leitar að 140 til 180 fm rað- eða
parhúsi í Kópavogi, Hafnarfirði eða Garðabæ.
Verðbil 17 til 21 millj. (Sölum. Halldór)
Læknir sem er að koma heim úr námi með að-
setur einnig erlendis vantar hið fyrsta 120 til 190
fm rað- eða parhús í Grafarvogi. Verðbil 16,5 til
23 millj. (Sölum. Katrín)
Flugmaður leitar að 200-250 fm par- eða rað-
húsi í Árbæ eða Breiðholti. Verðbil 18 til 23
millj. (Sölum. Kristbjörn)
5-7 herb. íb. eða hæðir
Eldri hjón sem selt hafa stóra eign leita að góðri
5 til 6 herb. íbúð, helst 110 til 130 fm í Breiðholti,
Grafarvogi eða Árbæ. Tryggar greiðslur. Verðbil
12 til 17 millj. (Sölum. Þórarinn)
Sjálfstæður atvinnurekandi leitar að góðri 5
herb. íb. eða stærri, 100 til 120 fm (helst hæð!) á
svæði 101, 103, 104, 105, 107 eða 108. Verðbil
14 til 18 millj. (Sölum. Katrín)
Benjamín leitar að 120-140 fm 5 herbergja íbúð
í Hraunbænum, helst með suðursvölum. Verð-
hugmynd 11,5 til 13,5 millj. (Sölum. Bjarni)
Tæknimann vantar góða 95 til 110 fm íb. með 3
til 4 svefnherb. á góðum stað í Kópavogi. Margt
kemur til greina ef um þennan stað er að ræða.
Verðbil 12 til 15 millj. (Sölum. Kristbjörn)
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli leitar að
góðri 100 til 120 fm íb. í Garðabæ, Hafnarfirði
eða Kópavogi. Verðbil 11 til 15 millj. (Sölum.
Halldór)
4ra herb. íb. eða hæðir
Sigríður/Einar leita að 4 herb. íbúð, 3 svefn.,
helst sérhæð í góðu standi, nýleg eða uppgerð í
Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Verð 12 til
14 millj. (Sölum. Bjarni)
Einstæða móður bráðvantar góða 100 til 130
fm rúmgóða íbúð í 104, 105 og 108. Verðbil 10
til 14 millj. (Sölum. Kristbjörn)
Fólk utan af landi leitar að góðri ,,fjölskyldu-
íbúð” á höfuðborgarsvæðinu. Margt kemur hér til
greina en íbúðin er ætluð fyrir börnin í skóla og
aðsetur foreldra í heimsóknum. Hafðu samband
ef þú ert með um 90 til 120 fm íb. Verðbil 12 til
14 millj. (Sölum. Þórarinn)
Eiganda sólbaðsstofu og konu hans vantar
3ja-4ra herberja íbúð í Kópavogi. Helst í Lindun-
um eða Smáranum. Verðbil 10 til 15 millj.
(Sölum. Katrín)
Opinber starfsmaður með 3ja manna fjöl-
skyldu leitar að góðri íbúð í Kópavogi. Hafnar-
fjörður kemur líka til greina. Stærð frá 95 til 110
fm. Verðbil 10 til 14 millj. (Sölum. Katrín)
Verkfræðingur leitar að ca 100 fm góðri íbúð á
svæði 103 eða 112, Leitin eða Foldirnar. Verð-
hugmynd 12 til 14,5 millj. (Sölum. Bjarni)
3ja herb. íb. eða hæðir
Fjársterkur einstaklingur leitar að 3ja herb.
íbúð í miðb., 80-100 fm. Eingöngu vel útbúnar
íbúðir koma til greina. Verðbil 11 til 14 millj.
(Sölum. Kristbjörn).
Davíð og Hjördís leita að góðri 3-4 herbergja
íbúð, helst með sérinngangi miðsvæðis í stór
Rvík. Verðhugmynd 10 til 12 millj. (Sölum.
Bjarni)
Kristinn leitar að 65-90 fm 3ja herb. íbúð í Hlíð-
unum, Melunum og Högunum, sama hvort er
kjallari, ris eða hæð. Verðhugmynd 8 til 10
millj. (Sölum. Katrín)
Eldri hjón sem eru að minnka við sig vantar góða
nýl. 3ja herb. íb. á höfuðborgarsv. Stutt í alla þjón-
ustu. Verðbil 9 til 14 millj. (Sölum. Halldór)
Ungur viðskiptafr. er búinn að selja ofan af sér
og vantar strax í nýlegu húsi í miðbænum 80-120
fm íbúð. Verðbil 11 til 14 millj. (Sölum.
Kristbjörn)
Fólk úr Grafarvogi sem er að minnka við sig
leitar að góðri nýlegri 85 til 100 fm íbúð (má vera
stærri) með bílageymslu á góðum stað í Grafar-
vogi. Verðbil 10 til 15 millj. (Sölum. Þórar-
inn)
Solla leitar að 3ja-4ra herbergja íbúð á svæði
101 eða 107, í nágrenni Landakotsskóla. Verðbil
9 til 13 millj. (Sölum. Bjarni)
Sendibílstjóra á Þresti og fjölskyldu hans vant-
ar 3ja-4ra herbergja íbúð á svæði í Hóla- eða
Fellahverfi, einnig kemur Seljahverfið til greina.
Verðbil 9 til 13 millj. (Sölum. Halldór)
Ung hjón með nýfætt barn leita að 75 til 95 fm
íbúð í Grafarvogi eða Árbæ, Mosfellsbær kemur
líka til greina. Gott greiðslumat liggur fyrir. Verð-
bil 9 til 11 millj. (Sölum. Þórarinn)
Landsbyggðarfólk sem leitar að íb. fyrir son
sinn sem er í námi vill kaupa íbúð hið fyrsta. Helst
75 til 90 fm íbúð í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ
eða Hafnarfirði. Í raun kemur allt höfuðborgar-
svæðið til greina. Verðbil 9,5 til 12 millj.
(Sölum. Kristbjörn)
Unga konu vantar góða íb. nálægt Hlíðaskóla. Í
raun kemur margt til greina, þ.e. í Hlíðunum.
Verðbil 9 til 11 millj. (Sölum. Kristbjörn)
Handboltamann og fjölskyldu hans vantar
mjög nauðsynlega íb. Breiðholti eða í Grafarvogi.
Stærðarmörk eru frá 95 til 110 fm. Verðbil 10
til 12 millj. (Sölum. Þórarinn)
Hjörleifur leitar að 3-4 herbergja að lágmarki 95
fm íbúð með bílskúr á stór-Reykjavíkursv. Verð-
hugmynd 11 til 15 millj. (Sölum. Katrín)
Hjón með 2 börn vantar íb. í Kópavogi eða
Reykjavík. Gott greiðslumat. Stærð frá 85 til 110
fm. Verðbil 10 til 13 millj. (Sölum. Halldór)
2ja herb. íb. eða hæðir
Ráðuneytisstarfsmann og fjölskyldu hans,
sem eru búin að selja ofan af sér, vantar 100-140
fm sérhæð á svæðum 101, 103 eða 104. Einnig
koma vissar eignir á svæðum 105 og 108 til
greina. Verðbil 13 til 18 millj. (Sölum. Hall-
dór)
Ungt par sem er að hefja búskap leitar að 55-75
fm eign á svæðum 104, 105 eða 108. Margt kem-
ur til greina. Verðbil 7 til 10 millj. (Sölum.
Katrín)
Par leitar að góðri 55 til 75 fm íb. helst í Árbæ
eða í Grafarvogi. Önnur svæði koma til greina.
Verðbil 6 til 8 millj. (Sölum. Bjarni)
Einstæður líffræðingur leitar að góðri 70 til
80 fm íbúð í Árbæ, Grafarvogi eða Breiðholti.
Kópavogur kemur til greina. Helst stutt í þjónustu.
Verðbil 7 til 9 millj. (Sölum. Kristbjörn)
- Sími 585 9999
H
ÚSIÐ við Fossagötu 13 í
Skerjafirði var flutt frá
Lindargötu 41 árið 1990.
Fyrstu fjóra áratugina
eftir að það var byggt var það númer
19 við götuna. Árið 1941 var núm-
erum húsa við Lindargötu breytt og
fékk þá húsið númer 41.
Árið 1901 fá bræðurnir Einar og
Kolbeinn Þorsteinssynir úthlutað lóð
norðan við Lindargötu. Þeir fá einn-
ig leyfi til þess að byggja á lóðinni
íbúðarhús að grunnfleti 15 x 11 álnir
að viðbættum skúr 4 x 4 álnir. Ekki
hefur tekist að hafa upp á fyrstu
brunavirðingunni sem gerð var á
húsinu og er í þessari grein stuðst við
virðingu frá árinu 1941.
Tvílyft hús með risi
Þar segir m. a. að húsið sé tvílyft
með risi, byggt úr bindingi á hlöðn-
um kjallara, klætt utan með borðum,
pappa, listum og járni á veggjum og
þaki. Á neðri hæðinni eru fjögur
íbúðarherbergi og tvö eldhús. Allt
þiljað, veggfóðrað og málað.
Á efri hæðinni eru fjögur íbúðar-
herbergi og eldhús. Allt með sams-
konar frágangi eins og er á neðri
hæðinni. Kjallari er undir öllu
húsinu, til geymslu, þó er þar eitt
herbergi þiljað og málað og notað til
íbúðar, þar er einnig klósett.
Inngönguskúr er við norðurhlið
hússins, byggður eins og það. Hann
er með skáþaki og undir honum er
kjallari. Viðbygging úr bindingi,
klædd utan með borðum, pappa, list-
um og járni á veggjum og þaki er við
austurgafl hússins, með brandgafli.
Innan á binding er pappi og milligólf
í neðra bitalagi.
Á aðalhæðinni eru tvö íbúðarher-
bergi, þiljuð, strigalögð, veggfóðruð
og máluð. Á efri hæðinni er sama
herbergjaskipan og frágangur.
Kjallari með steinsteypugólfi er und-
ir viðbyggingunni. Viðbyggingin er
með skáþaki og grunnflötur er 3,8 m
x 6,9 m, byggð 1907.
Þorgeir Pálsson sem þekktastur
var fyrir útgerðarfélagið Njörð átti
húsið fram til 1960. Kona hans var
Aldís Sigurðardóttir. Dóttursonur
þeirra, Þorgeir Daníelsson, eigandi
Vinnufatabúðarinnar, ólst upp í hús-
inu.
Hörður Björnsson, tjónaviðgerða-
maður og Jakob Björnsson, sem rak
Glersöluna á Laugavegi, áttu húsið
ásamt þremur öðrum. Á níunda ára-
tugnum kaupir Reykjavíkurborg
húsið eins og fleiri hús sem voru á
þessum slóðum.
Eins og að framan greinir var hús-
ið flutt suður í Skerjafjörð vorið
1990. Árið 1989 höfðu þær Gunnhild-
ur Emilsdóttir og Patricia Bark
fengið leyfi til að flytja húsið númer
41 við Lindargötu á lóð númer 13 við
Fossagötu í Skerjafirði og endur-
byggja það þar.
Húsið var flutt á steyptan kjallara
sem búið var að byggja áður en það
var flutt. Samkvæmt teikningu
Magnúsar Skúlasonar áttu að vera
tvær íbúðir í húsinu. Jakob Fenger,
maður Gunnhildar, flutti húsið, en
hann hefur annast flutning á mörg-
um húsum hér í borg.
Húsið var gert upp sem næst því
sem það var upprunalega. Það hafði
verið augnstungið, krosspóstar
slegnir út og settar heilar rúður.
Þegar húsið var gert upp voru allir
gluggar, þrjátíu og sex að tölu, gerð-
ir upp og settir í þá krosspóstar og
rúðurammar. Fyrir ofan þá var sett
skraut eins og talið er að hafi prýtt
húsið þegar það var nýbyggt.
Skipt um járn
Skipt var um járn bæði á hliðum
og á þaki. Að innan var allt notað
sem mögulegt var og gömlu gólffjal-
irnar unnar upp á báðum hæðum.
Smíða þurfti stiga á milli hæðanna
en sá sem var fyrir í húsinu var ekki
lengur nothæfur.
Víða á veggjum er hinn upphaflegi
panill og málningin verið verkuð af
honum svo að efnið fái að njóta sín. Á
einum vegg í risinu hefur bláa máln-
ingin fengið að halda sér en hún
fannst undir nokkrum lögum af ann-
arri málningu. þegar húsið var flutt
var inn – og uppgönguskúrinn rifinn
og einnig viðbyggingin sem byggð
var árið 1907.
Húsið stendur ekki rétt eftir átt-
um eins og svo mörg önnur hús í
Reykjavík. Gengið er inn í húsið á
norðvestururgafli og komið inn í
rúmgóða forstofu. þar inn af er gang-
ur, bað, eldhús og þrjár samliggjandi
stofur, ein af þeim var byggð eftir að
búið var að flytja húsið.
Úr forstofunni er breiður stigi upp
á efri hæðina, stiginn er nýr. Í mið-
stofunni er hringstigi í kjallara húss-
ins. Þar eru þrjú svefnherbergi, bað,
þvottaherbergi og geymsla. Frá
ganginum niðri eru útidyr að stórum
timburpalli. Í kringum pallinn er
upphækkun hlaðin úr grjóti sem
kjallari hússins var hlaðinn úr þegar
það var við Lindargötu. Í rishæð eru
þrjú herbergi, eldhús og bað.
Svalir ofan á útbyggingunni
Gengið er út á svalir sem eru ofan
á útbyggingunni frá stofunni. Flest-
ar millihurðir í húsinu eru gamlar og
hafa verið unnar upp. Þær eru þó
ekki upphaflegu hurðirnar og engin
þeirra úr húsinu sjálfu. Sumar þeirra
eru frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þegar húsið var byggt var það
ekki einangrað en þegar það var gert
upp var einangrað með steinull. Lítið
hanabjálkaloft er efst sem notað er
til geymslu.
Húsið er fallegt og reisulegt á sín-
um nýja stað og vel hefur tekist með
endurbyggingu þess.
Morgunblaðið/Sverrir
Húsið var flutt suður í Skerjafjörð vorið 1990 og þar sett á steyptan kjallara. Þegar húsið var gert upp voru allir gluggar,
þrjátíu og sex að tölu, gerðir upp og settir í þá krosspóstar og rúðurammar.
Fossagata 13
Húsið er fallegt og reisu-
legt á sínum nýja stað og
vel hefur tekist með end-
urbyggingu þess, segir
Freyja Jónsdóttir, sem
hér fjallar um flutnings-
hús í Skerjafirði.