Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 C 35HeimiliFasteignir
Kaffihús í Blómabúð. Vorum að fá á
söluskrá okkar glæsilega blómaverslun ásamt
kaffihúsi með vínveitingarleyfi á frábærum
stað í Hafnarfirði. Fyrirtækið er í miklum vexti
og með fína viðskiptavild. Eigandi tilbúin að
starfa með nýjum aðila tímabundið.
Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Glæsilegt kaffihús. Vorum að fá í
sölumeðferð glæsilegt kaffihús á fínum stað í
Kópavogi. Staðurinn er með vínveitingarleyfi
og fína viðskiptavild. Traustur og góður húsa-
leigusamningur. Allar nánari uppl. gefur
sölumaður.
Þingholtsstræti - Fjárfestar.
Vorum að fá í sölumeðferð mjög gott atvinnu-
húsnæði á frábærum stað í miðbæ Reykjavík-
ur. Húsnæðið er með fínar leigutekjur á má-
nuði og er þetta kjörið tækifæri fyrir aðila sem
vilja góða fjárfestingu. Allar nánari uppl.
veittar á skrifstofu.
Glæsilegt verslunarhúsnæði.
Vorum að fá í sölu glæsilegt verslunarhúsnæði
sem staðsett er við verlunarmiðstöðina í
Mjódd. Húsnæðið er á tveimur hæðum ca 400
fm að stærð. Áhvílandi hagstæð langtíma-
lán.
Gistiheimili - Nýtt á skrá. Vorum
að fá á söluskrá okkar glæsilegt gistiheimili
miðsvæðis í Reykjavík. Gistiheimilið er með 9
góð herbergi og 5 vel útbúnum stúdíó-íbúð-
um. Áhv. ca 30 milljónir hagstætt lán til 25
ára á góðum vöxtum. Allar nánari uppl á
skrifstofu.
Tunguháls - Iðnaðarhúsnæði.
Til sölu eða leigu stórglæsilegt iðnaðarhús-
næði við Tunguháls í Reykjavík. Um er að
ræða nýlegt stálgrindarhús sem mikið var í
lagt við smíði þess. Áhv. hagstæð lán. Allar
nánari uppl. gefnar á skrifstofu.
Verslunarhúsnæði - Hjarðar-
hagi. Vorum að fá í sölu gott verslunarhús-
næði við Hjarðarhaga í Reykjavík þar sem rek-
in hefur verið þekkt ísbúð til margra ára. Hús-
næðið er laust. Hagstæð lán áhvílandi. Allar
nánari uppl. á skrifstofu.
Rauðhella - Hafnarfirði. Höfum til
sölu mjög góð þrjú iðnaðarbil í nýju húsi í
nýju iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Hvert bil er
um 145 fm að stærð með góðri innkeyrsludyr.
Húsið afhenist fullbúið að utan steinað með
álgluggum og álhurðum, en óklárað að innan.
Verð aðeins 55 þús. á fm eða um kr. 8.0 millj.
Möguleiki að taka yfir lán allt að 5,5 millj. til
15 ára. Hentugt fyrir smærri fyrirtæki. Ýmis
konar skipti skoðuð
s. 530 4500
HÚSEIGENDAFÉLAGINU berast
fjölmargar fyrirspurnir um hvaða
reglur gildi um hávaða í fjöleign-
arhúsum, s.s. á hvaða tímum sé
heimilt að bora, negla og iðka aðrar
hávaðasamar framkvæmdir.
Í lögum um fjöleignarhús eru eng-
in bein ákvæði um það á hvaða tím-
um megi iðka athafnir af þessu tagi,
en í þeim er almennt boðið að íbúar
skuli gæta þess að valda sambýlis-
fólki sínu ekki óþarfa ama og óþæg-
indum.
Jafnframt er mælt fyrir um að öll
húsfélög skuli setja sér húsreglur um
hagnýtingu sameignar og séreigna. Í
þeim skal m.a. koma fram bann við
röskun á svefnfriði frá miðnætti til
klukkan sjö að morgni.
Reglur nábýlisréttar
Reglur nábýlisréttar eða svokall-
aðar grenndarreglur eru ólögfestar
meginreglur, sem setja eignarráðum
fasteignareiganda takmörk af tilliti
til eigenda nágrannaeigna.
Mörkin á milli leyfilegra og óleyfi-
legra athafna í fjöleignarhúsum fel-
ast í því í hve ríkum mæli þær hafa
óþægindi í för með sér fyrir ná-
granna. Annars vegar er um að ræða
frelsi eiganda til að hagnýta sína sér-
eign með þeim hætti sem hann kýs
og hins vegar rétt nágranna til að
njóta friðar í sinni eign.
Þeir sem kjósa að búa í fjöleign-
arhúsum verða að sætta sig við ýmis
óþægindi innan vissra marka vegna
hins nána sambýlis við nágranna sína
en þeim er hins vegar ekki skylt að
búa við viðvarandi verulegt ónæði.
Máli getur skipt, bæði fyrir þann
sem veldur óþægindunum og þann
sem fyrir þeim verður, hvort unnt er
að koma í veg fyrir þau eða draga úr
þeim með einhverjum hætti og enn
fremur hvað telst venjulegt á þeim
stað sem um er að ræða. Þannig
mætti halda því fram að nágranni
verði almennt að sætta sig við óþæg-
indi sem hann hefði getað komið í
veg fyrir sjálfur.
Eðli óþægindanna
Þegar leitað er svara við spurn-
ingu af því tagi sem hér um ræðir
verður einnig að líta til þess hvers
eðlis óþægindin eru, þ.e. hversu mik-
ill hávaðinn er, hvort um er að ræða
múrbrot, borun, hamarshögg eða
hljóðfæraleik, svo að eitthvað sé
nefnt. Nauðsynlegt er að hafa í huga
í þessu sambandi að oft eru athafnir
einum til ánægju og yndisauka en
öðrum til ama og óþæginda.
Ýmiss konar athafnir eru eðlilegur
þáttur í viðhaldi og rekstri fasteigna
og mætti þar nefna hamarshögg og
boranir. Öðru máli getur hins vegar
gegnt um múrbrot og ýmsar hávaða-
samari framkvæmdir en telja verður
að aðrir eigendur eigi kröfu á að slík-
ar athafnir séu ekki iðkaðar nema yf-
ir háannadaginn.
Í þessu sambandi mætti einnig
nefna að máli getur skipt hvort
óþægindin, þ.e. hávaði, koma upp
stöku sinnum eða hvort þau eru við-
varandi. Það er ástand sem felur í
sér viðvarandi hávaða sem skiptir
mestu máli og eigendum er ekki
skylt að búa við.
Rétt er að geta þess að séu ein-
hverjir íbúar sérlega viðkvæmir fyrir
áreiti af þessu tagi eiga þeir ekki lög-
varða kröfu á því að aðrir taki sér-
stakt tillit til viðkvæmni þeirra. Við
mat á því hvað má og ekki má verður
að beita almennum kvarða.
Úrræði eigenda
Meginreglan er sú, að nágranni
getur krafist þess, að hávaðasamri
starfsemi sé hætt, ef hún hefur í för
með sér óþægindi fram yfir það sem
honum er skylt að þola samkvæmt
nábýlisrétti eða leiðir af reglum fjöl-
eignarhúsalaganna, eða að úr óþæg-
indum verði dregið niður að því
marki, sem hann verður að una við.
Þak eins er annars gólf
Grafarvogur
Hús og lög
eftir Hrund Kristinsdóttur,
lögfræðing hjá Húseigenda-
félaginu/huso2@islandia.is