Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 32
32 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mánud.–föstud. frá kl. 9–18 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Hlíðarhjalli Stórglæsileg 4ra herb. íbúð ásamt bílskúr. Íbúðin er öll hin vand- aðasta. Marmari á gólfum. Yfirbyggðar svalir. Þetta er eign sem er mjög vönduð í alla staði. Mikið útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 200 Fífulind -153 fm Til sölu glæsileg 6. herb. íbúð á tveimur hæðum. Vandað- ar innréttingar og parket á gólfum. Verð 16,9 millj. Póstnr. 201 2ja - 3ja. herbergja Bergþórugata Til sölu 2ja. her- bergja, snyrtileg og falleg íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Laus fljótlega Verð 7,9 millj. Póstnr. 101 Njálsgata Til sölu einstaklingsíbúð í miðbæ Reykjavíkur Verð 4,5 millj. Póstnr. 105 Gyðufell - Álklætt. Skemmtileg 3ja herb. íbúð með yfirbyggðum svölum í viðhaldsfríu húsi. Verð 8,9 millj. Póstnr. 111 Bergþórugata - Góð íbúð Snyrtileg og nýstandsett 3ja herb. íbúð. Góðar innréttingar og gólfefni.Verð 10,9 millj. Póstnr. 101 Nýkomið er á sölu stórglæsilegar íbúðir 3ja-4ra herb. 96,1 fm til 119,2 fm. Íbúðirn- ar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllu her- bergjum. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bílskúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Af- hending í maí 2003. Póstnr. 113 Kristnibraut 77-79 - NÝTT - lyftuhús - Grafarholti Einbýli, parhús og raðhús Hryggjasel - Raðhús með aukaíbúð. Gott raðhús með 55 fm tvöföldum bílskúr. Stórar stofur, arinn, 4 svefnh. Hús í góðu ástandi. Póstnr. 109 Prestbakki - Bílskúr. Komið er á sölu skemmtilegt raðhús a besta stað í Breiðholti. Húsið er mikið endurnýjað. Stutt í alla þjónustu. Póstnr.109 Krosshamrar - Grafarvogi Vor- um að fá á sölu parhús á einni hæð. Suð- urgarður Póstnr.112 Hrauntunga - Raðhús með aukaíbúð. Gott tveggja hæða raðhús á þessum vinsæla stað í Kópavogi með innb. bílskúr. Ca 40 fm flísalagðar svalir. Hús í góðu ástandi að utan sem innan. Ágæt aukaíbúð á jarðhæð. Póstnr. 200 Sérhæðir Hvassaleiti - 5-6 herb.- Bíl- skúr Sérstaklega björt og stór íbúð 150 fm. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Ferjuvogur - Ásamt bílskúr. Vorum að fá í sölu ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól- góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Póstnr. 104 Miklabraut Vorum að fá í sölu mikið uppgerða sérhæð. Gegnheilt parket, stórt aukaherhergi í kjallara. Verð 14,9 millj. Póstnr. 105 Eskihlíð Vorum að fá í sölu glæsilega 4ra herb. sérhæð með 40 fm bílskúr. Park- et er á gólfum, góðar innréttingar, mikið uppgerð. Verð 13,9 millj. Póstnr. 105 4ra - 6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Bergstaðastræti - Nýtt Háagerði - Smáíbúðahverfi. Til sölu glæsileg 3ja-4ra herb. risíbúð með góðu útsýni. Suðursvalir. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 9,8 millj. Póstnr. 108 Álakvísl - Sérinngangur Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stæði í bílageymslu LAUS FLJÓTLEGA. Verð 16,2 millj. Póstnr. 110 Barðastaðir - Við golfvöllinn Vorum að fá í sölu glæsilega ca 120 fm 4ra herb. íbúð. Rúmgóð herbergi, vand- aðar innréttingar frá Brúnási. Parket á gólfum. Flísalagt baðherbergi. Suðurver- önd. Verð 14,5 millj. Laus við kaup- samning Póstnr. 112 Engihjalli - Glæsilegt útsýni Rúmgóð og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 5. hæð í nýviðgerðu lyftuhúsi. Verð 11,6 millj Póstnr. 200 Mosarimi - Skemmtileg íbúð 4ra herb. íbúð með sérinn- gangi. Góðar suð-austursvalir. Stutt í þjónustu. LAUS STRAX. Póstnr. 112 Til sölu nokkrar nýjar 3ja-4ra herb. íbúðir á besta stað í miðbæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með vönduðum innréttingum og flís- um á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign verður frá- gengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingaraðila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101 Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“-íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúð- irnar eru með vönduðum innréttingum. ,,Penthouse”-íbúðir verða afhent- ar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bíla- geymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending á Naustabryggju 12-18 í maí 2003 og Naustabryggju 20-22 í janúar 2003. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110 Möðrufell 13 Skemmtileg 3ja. herb. íbúð. Glæsilegt útsýni. Verð 9,8 millj. Póstnr. 111 Mosarimi. Komin er á sölu skemmti- leg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu. Verð 11 millj. Póstnr. 112 Starengi. Vorum að fá á sölu glæsi- lega 3ja. herb. íbúð. Mahóni- innréttingar, parket á gólfum. Þetta er vönduð eign. Póstnr. 112 Ársalir - nýtt - lyftublokk Stór- glæsileg 3. herb.íbúð á 11. hæð. Vandaðar innréttingar. Gott útsýni. Verð 14,1 millj. Póstnr. 201 Eldri borgarar Árskógar - Lyftublokk Góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð á þessum vinsæla stað. Sameign og húsið er í mjög góðu standi. Stutt í alla þjónustu. Húsvörður Hægt er að kaupa bílastæði ef óskað er. Póstnr. 109 Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús Til af- hendingar nú þegar. Tilbúin til innréttinga. Skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl- skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af- hendast tilbúin til innréttinga. Fullfrágeng- ið að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrif- stofu. Verð frá kr. 19,2 millj. Póstnr. 113 Ólafsgeisli - Raðhús með út- sýni. Fyrir ofan Gólfskálann. Skemmti- lega hönnuð rúmlega 200 fm raðhús á tveimur hæðum og innbyggðum bílskúr. Afhendist tilbúið til innréttinga og frágeng- ið að utan með grófjafnaðri lóð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu. AÐEINS TVÖ HÚS EFTIR. Verð 19,9 millj. Póstnr. 113 OF SNEMMT er að fullyrða að „þrjátíu ára stríðinu“ sé lokið en nú hafa andstæðingar plastlagna beðið sinn stærsta ósigur hérlendis og var sannarlega tími til kominn. Það er Orkuveita Reykjavíkur sem nánast veitir þeim náð- arhöggið þegar hún tekur þá ákvörðun að frá og með þessu hausti, anno 2002, verði allar heim- taugar á hennar hitaveitusvæði lagt úr pexplast-rörum sem dregin verða í önnur plaströr, kjarnarör í kápurör, eða rör-í-rör kerfi í sinni bestu mynd. Það er sjálfsagt að endurtaka það að þetta á við heimtaugar hita- veitu, lögn fyrir vatn sem getur farið allt upp í 85°C hita og 10 bara þrýsting. Er nema von að ýmsum detti í hug vottunarblaðið frá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins þar sem stendur að hiti vatns í pex- plaströrum megi ekki fara upp fyr- ir 70°C hita, en ekkert minnst á þrýstinginn svo illgirnislega séð má ætla að þessi vottun nái aðeins til vatns sem er þrýstingslaust. Því miður verður þá ekkert rennsli svo slíkt kerfi kemur að litlu gagni. Og hvað segja bygging- arfulltrúinn í Reykjavík og hans menn? Þeir hafa þvælst fyrir notk- un plastlagna í byggingum í Reykjavík í áratugi, hvað segja þeir nú? Ekkert einkastríð Sumir virðast halda að hér í þessum pistlum sé háð langvarandi einkastríð gegn ákveðnum stofn- unum og embættismönnum, sem hafa mikið vald í lagnamálum þjóð- arinnar, en svo er alls ekki. Það sem hér birtist og hefur birst og túlka má sem gagnrýni á þessa menn og stofnanir byggist á spakmælinu „svo sem þér sáið svo munuð þér og uppskera“. Þeir hafa verið að sá í áratugi og uppskeran er gagnrýni sem á full- an rétt á sér. Áður var minnst á vottun Rann- sóknarstofnunar byggingariðn- aðarins um pexplast-rör, það á einnig við um álplast-rör og hvað mörk þar eru sett. Í samskonar danskri vottun er hiti í pex-rörum leyfður 90°C skilyrðislaust en í RB vottuninni 70 eins og áður var sagt, 90°C við „skammtímabilun“ eins og það er orðað. Embættismenn Bygging- arfulltrúans í Reykjavík hafa verið allt fram á þennan dag að gera mönnum, sem vilja nota plast-rör, erfitt fyrir með sjálftökuvaldi sem hefur hvergi laga- eða reglugerð- arstafkrók á bak við sig og ekki talið að þeir þyrftu að standa ein- um né neinum skil á ráðsmennsku sinni. Iðntæknistofnun hefur sett upp metnaðarfullan vef, <Lagna- val.is>, sem er að mestu leyti mik- ill fengur fyrir alla sem þurfa á hlutlausum upplýsingum um lagnaval að halda, þurfa að fá svör við þeim spurningum hvaða lagna- efni má nota á hverjum stað og hvað má nota við ólíkar aðstæður. Ekki er nokkur vafi á að þar var stigið mikið framfaraspor þegar þessi vefur var settur upp, en þó er hann mengaður af forsjárhyggj- unni og fullyrðingum sem ekki standast. Vonandi að þar á bæ nái menn áttum og vissulega hafa þeir bætt ráð sitt. Tími til kominn að slíðra sverðin Nú hefur Orkuveita Reykjavíkur tekið af skarið, blásið á „páfaher- inn“ og látið skynsemi, hagkvæmni og raunverulegar tæknilegar upp- lýsingar ráða, tekið mið af tvennu; í fyrsta lagi af staðreyndum sem fáanlegar eru frá virtustu rann- sóknarstofnunun í Evrópu og í öðru lagi af þrjátíu ára reynslu af notkun pexplast-röra hérlendis og þetta síðarnefnda er kannski ekki síst athyglisvert. Þetta er nokkuð sem „páfa- herinn“ hefur ekki mátt heyra minnst á; að kanna pex-rör sem hafa verið í notkun hérlendis á hit- veitusvæðum vítt og breytt um landið, þar sem rekja má hvers- konar vatn hefur verið notað allan tímann. En nú ættu allir að slíðra sverð- in og fara að dæmi Orkuveitu Reykjavíkur og láta skynsemina ráða. Var ekki einhvers staðar sagt að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir? Stórmerk tíðindi frá Orkustofnun Reykjavíkur Myndin er frá Orkuveitu Reykjavíkur og er fengin úr hinni ágætu bók „Lagna- þekkingu“ eftir Ragnar Gunnarsson iðnfræðing, sem nýlega kom út hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins. Á myndinni sést hvernig öll inntök vatns, rafmagns og fjarskipta koma inn í hús á sama stað og í sama skurði. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.