Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 22
22 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Við Laugardalinn Stórglæsilegt 80 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveim- ur hæðum. Hentar undir ýmisan atvinnu- rekstur. Bjart og aðgengilegt. Næg bíla- stæði. Verð 8,5 millj. Hlíðarsmári Glæsilegt 200 fm at- vinnuhúsnæði á götuhæð í nýju húsi. Hús- næðinu er í dag skipt í tvær einingar, 70 og 130 fm rými Leigusamn. í hluta húsnæðis- ins. Góð aðkoma. Hagst.langtímalán. Maríubakki Falleg 79 fm íbúð á 3. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Eikarparket. Þvottahús og geymsla í íbúð. Vestursvalir. Glæsilegt útsýni. Stutt í skóla og leikskóla. Áhv. 6,4 millj. Húsbréf o.fl. Gamli bærinn Falleg og björt 95 fm íbúð á 3. hæð í nýl. húsi (eina íbúðin í hús- inu). Stórar og glæsilegar stofur með suð- ursvölum. Rúmgott svefnherb. Vandaðar innr. Parket. 20 fm geymsluherb. í kj. fylgir. Verð 14,2 millj. Reynimelur Falleg og talsvert endurnýjuð 2ja - 3ja herb. 66 fm íbúð í kj. með sérinngangi. Parket og flísar á gólfum. Fallegur gróinn garður. Frábær staðstetning, örstutt frá Háskólanum, og miðborginni. Deildarás - einbýli Sérlega fallegt 131 fm tvílyft timbur-einbýlishús auk 39 fm bílskúrs. Stórar stofur, 4 svefnherb. Húsið er töluvert endurnýjað og í ágætu standi. Stór og falleg ræktuð lóð. Útsýni yfir Elliða- árdalinn. Góð lán, hagst. greiðslubyrði. Verð 17,2 millj. Aflagrandi Fallegt 165 fm tvílyft rað- hús auk rislofts. Saml. stofur, gott eldhús, 3 svefnherbergi (mögul. á 4). Flísalagt bað- herb., gestasnyrting og þvottaherb. Góðar innréttingar. Parket. Innbyggður bílskúr. Skipti mögul. á minni eign. Móabarð - Hafnarf. Mjög gott og mikið endurnýjað 123 fm einlyft einbýlishús ásamt 23 fm bílskúr. 3 svefnherbergi. Rúm- gott eldh. með nýl. innr. Fallegur gróinn garður. Fallegt útsýni. Áhv. húsbréf 7 millj. Verð 17,2 millj. Framnesvegur Skemmtilegt 120 fm tvílyft einbýlishús við Vesturbæjarskólann. Góð stofa, 3 svefn- herbergi. Sérbílastæði. Húsið er allt endur- nýjað. Áhv. 4,7 millj. húsbréf. Verð tilboð. Þrastarlundur Fallegt og vandað 144 fm einlyft einbýlishús auk 60 fm bílskúrs. Stórar saml. stofur, þrjú svefnherbergi (mögul. á 4). Fallegur gróinn garður. Verð 21, 5 millj. Mosarimi Skemmtileg og vel skipu- lögð 107 fm íbúð á 2. hæð með sérinn- gangi í litlu fjölbýlishúsi. Stór stofa, 3 - 4 svefnherbergi. Stórar suðursvalir. Stutt í skóla og alla þjónustu. Laus fljótlega. Skólavörðustígur Vorum að fá í sölu mjög skemmtilegt og nýlega endurnýj- að 125 fm húsnæði á götuhæð sem skipt- ist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinn- gangi. Arinn, flísar á gólfum. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verð 14,0 millj. Strandgata Hafnarf. Falleg 113 fm neðri sérhæð í þríbýhúsi. Stór stofa, borðstofa og þrjú svefnherbergi. Eldhús með innréttingu frá 6. áratugnum. Suðursvalir. Útsýni yfir höfnina. Hús tals- vert endurnýjað. Áhv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 13,2 millj. Álfheimar - tvær íbúðir Nýinnréttað 215 fm þrílyft raðhús á þessum vinsæla stað. 5 her- bergja íbúð á mið- og efri hæð. 3ja herb. séríbúð í kjallara. Áhv. 12 millj. Húsbr. o.fl., afb. 72 þús. á mán. Sann- gjarnt verði. Lágholtsvegur Mjög skemmtileg 104 fm neðri sérhæð og hluti í kj. í tvíbýlishúsi á þessum góða stað í Vesturbænum. Á hæðinni er góð stofa með suðurverönd, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er sjónvarpsherbergi, rúmgott svefnherb. þvottahús og geymsla. Áhv. 8,5 millj. Húsbréf o.fl. Verð 15,5 millj. Hjálmholt - sérhæð Glæsileg 144 fm efri sérhæð í tvíbýlis- húsi á þessum eftirsótta stað. Stórar stofur, 3 svefnherb. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Tvennar stórar svalir. 29 fm bílskúr. Verð 21,5 millj. Eign í sér- flokki. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is ÞAÐ er útbreidd skoðun utanNorðurlandanna að hús-næðiskerfi þeirra allra ogstefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum sé mjög svipuð. Allt séu þetta dæmigerð norður-evrópsk velferðarríki, sem hafi tryggt jafnan og öruggan aðgang þegnanna að vönduðu og vel hönnuðu húsnæði fyrir sanngjarnt verð. Raunveruleikinn er mun grárri en þetta og það sem kemur mörgum á óvart er sú staðreynd að í raunninni er mjög mikill munur á húsnæð- isstefnu Norðurlandaþjóðanna fimm. Hin almennu velferðarkerfi, sem tengjast hlutum eins og mennta- heilbrigðis- og atvinnu- málum, eru einnig talsvert ólík, en þó mun minna en á við um húsnæð- iskerfi þessara landa. Meginlínurnar Vissar meginmarkalínur er þó auðvelt að finna, milli annars vegar Danmerkur og Svíþjóðar og hins vegar Íslands, Noregs og Finnlands. Dönsku og sænsku húsnæðiskerfin einkennast til að mynda af mun hærra hlutfalli félagslegs húsnæðis en er til staðar hjá hinum þjóðunum þremur. Í Danmörku og Svíþjóð er hlutur félagslegs leiguhúsnæðis um 20% alls húsnæðis, að mestu byggt upp á tímum „kratísku“ velferðarbylgj- unnar 1945–1975. Dönsku og sænsku félagsíbúðakerfin hafa verið það stór í sniðum að aðgangur að slíkum íbúðum er í þessum löndum öllum heimill, án tekjumarka eða annarra inngönguskilyrða. Hin þrjú löndin, ekki síst við Ís- lendingar, miða hins vegar aðgengi að félagslegu húsnæði við þjóð- félagshópa sem oft er lýst sem „hin- um verst settu“. Um þetta kann þó munurinn að vera að minnka á seinni árum. Þannig byggja Danir og Svíar fremur lítið af félagslegu leigu- húsnæði í seinni tíð, jafnframt því að í vaxandi mæli eru það eingöngu lág- tekjuhópar sem eru tilbúnir að gera sér þetta húsnæði að góðu, þar sem oft er um að ræða staðlaðar og ein- hæfar húsnæðisgerðir. Bæði í Noregi og á Íslandi eru hins vegar uppi virkar aðgerðir af hálfu stjórnvalda til þess að auka hlut félagslegs leiguhúsnæðis og gera það þar með að valkosti fyrir stærri þjóðfélagshópa en hingað til. Þótt Finnland sé það Norður- landanna sem er bæði menning- arlega og landfræðilega fjarlægast Íslandi, hafa Finnar rekið húsnæð- isstefnu sem ekki er ósvipuð því sem hér þekkist, t.d. hvað snertir til- tölulega mikla einkaeign, sem, eins og hérlendis, nær einnig til íbúða í fjölbýlishúsum. Húsnæðisstaðan á Íslandi er þó mun betri en þekkist í Finnlandi, en Ísland býr að öllum líkindum við mest fermetrarými á mann á Norð- urlöndum. Í þessu efni hafa Finnar lengst af rekið lestina, þótt vaxandi velmegun Finna á allra síðustu árum hafi minnkað þennan mun talsvert. Þau lönd á Norðurlöndum sem mynda skýrustu húsnæðispólitísku andstæðurnar eru svo annars vegar Svíþjóð og hins vegar Ísland. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru þessar tvær þjóðir – ásamt Sviss – þær efnahagslega best stæðu í Evr- ópu. Svíar hófust 1946 handa við upp- byggingu öflugs, en að sama skapi miðstýrðs og á stundum þunglama- legs húsnæðiskerfis. Árangur þeirra, 20–25 árum síðar, var óum- deilanlega einhver sá besti á byggðu bóli; fáar þjóðir hafa komust eins ná- lægt því að ná að uppfylla draum- sýnina að húsnæði sé félagsleg rétt- indi allra þjóðfélagsþegna. Íslendingar fóru á hinn bóginn allt aðra leið, sem á vissan hátt var „eng- in“ leið því að aðgerðir í húsnæðis- málum af hálfu ríkisins voru lengi vel í algeru lágmarki hér á landi. Eigi að síður voru íbúðabyggingar geysimiklar á Íslandi, því raunar var hlutfallslega meira byggt af íbúðar- húsnæði hérlendis en nokkurs stað- ar á hinum Norðurlöndunum. Ein- kennandi hér á landi var það hve margir stóðu að meira eða minna leyti sjálfir að byggingu eigin hús- næðis og því hve hátt hlutfall þeirra er búa í eigin húsnæði varð hér á landi. Margvíslegir norrænir lærdómar Þrátt fyrir talsverða sérstöðu okk- ar Íslendinga í húsnæðismálum hef- ur okkur þó – einkum í seinni tíð – tekist að læra eitt og annað af hinum Norðurlöndunum. Upprunalega hugmyndin um verkamannabústaðina, eins og hún var lögð fram um 1930 – svo og heiti eins og „Byggingarfélag verka- manna“ – var t.d. mjög keimlík því sem þá var að þróast í Danmörku sem byrjun þarlends félagsíbúða- geira, þó svo að með tímanum yrðu þessi tvö kerfi gerólík. Nokkrum áratugum seinna var svo farið út í það hér heima að stofna svokölluð húsnæðissamvinnufélög, sem eiga sér langa sögu í Skandinav- íu. Íslensku húsnæðissamvinnu- félögin leituðu mest í smiðju sænsku HSB-hreyfingarinnar, sem Norð- menn höfðu þegar á fjórða áratug 20. aldar notað sem helstu fyr- irmynd sinna húsnæðissamvinnu- félaga. Íslensku húsnæðissamvinnu- félögin hafa hins vegar frá byrjun starfað eftir löggjöf sem er mjög ólík hinni sænsku og þróun hreyfing- arinnar hefur því hér á landi orðið talsvert önnur en í Svíþjóð. Sama gildir um hina öflugu norsku hreyf- ingu, þó að margt væri í upphafi sótt til hinna sænsku frumkvöðla. Fyrir um 10 árum settu einnig Finnar lög um búseturéttarfélög, sem þrátt fyr- ir nafnið starfa talsvert öðruvísi en félög með sama nafni í Svíþjóð, Nor- egi og á Íslandi. Dæmi um húsnæðispólitíska yf- irfærslu norrænna hugmynda til Ís- lands eru reyndar ekki svo fá ef að er gáð. Húsnæðismálastofnun rík- isins dró t.a.m. lengi nokkurn dám af ýmsu hjá norska Húsnæðisbank- anum (den Norske Stats Husbank) og Íbúðalánasjóður dagsins í dag á sér vissa sameiginlega drætti með Húsnæðissjóði ríkisins (Statens Bostadsfond/Valtion asuntorahasto) í Finnlandi. Húsaleigubótakerfið, sem komið var á hérlendis á síðasta áratug, byggist á víðtækri reynslu frá hinum Norðurlöndunum og síðast en ekki síst skal nefna húsbréfakerfið, öfl- ugasta lánakerfi Íslendinga fyrr og síðar, sem að stofni til byggist á hinu danska „realkredit“ lánakerfi. Ólík húsnæðisstefna Norðurlandanna Frá Stokkhólmi. Sænsku og dönsku húsnæðiskerfin einkennast af mun hærra hlutfalli félagslegs húsnæðis en er til staðar hjá hinum þjóðunum þremur. Stockholm Information/R. Ryan Húsnæðiskerfi Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðing, Borgarfræðasetri jonrunar@hi.is RÓSIR setja tals- verðan svip á líf og heimili okkar. Það fer ekki á milli mála að manni sem gefur konu stóran vönd af rauðum rósum er meinlítið til hennar, svo ekki sé meira sagt. Rósin er álitin elsta garðblóm í heimi og hún er venjulega ræktuð vegna fegurðar og ilms. Úr henni er búið til alls konar fínirí. T.d. rósavatn og rósate. Rósa- vín er hins vegar ekki unnið úr rós- um. Rósir er einstaklega vinsælar í alls kyns skreytingar t.d. á glugga- tjöldum, veggfóðri og sem mynstur á alls konar skrautmuni. Rósin er því í einhverju formi nánast heim- ilisföst á nær hverju heimili á land- inu ef vel er að gáð. Við kaupum rós- ir í blómabúðum allan ársins hring og þær eru sígildar til þess að koma með í afmælis- eða matarboð, svo eitthvað sé nefnt. Loks má ekki gleyma því að rósin er afar fyrirferð- armikil í bókmenntum og tónlist. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rósin rjóð. Rósin — drottning blómanna Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Heimaskrifstofa 166.000,- Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.