Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 30
Mótað pólýester, sem í Japan er notað við pökkun ávaxta, var valið byggingarefni sem í senn var einangrun og gat umlukið húsið á hálfgagnsæjan hátt. Engin skilrúm Lausnin fólst í húsi án skilrúma sem túlk- aði þá japönsku heimspeki sem lýsir straumi lífsins eins og vatni í á, sem rennur óstöðvandi áfram og tekur á sig ótal mynd- ir. Þessi þriggja kynslóða fjölskylda átti land í Kawagoe, Saitama, í útjaðri Tókýó-borgar, þar sem aukinn hraði borgarlífsins vék fyrir yfirveguðu landslagi hrísgjónaakra og gróð- urhúsa á bökkum Shingashi-árinnar. Í Jap- an er það munaður að eiga lóð þar sem meira en hundrað fermetra hús getur risið. Með slíkt tækifæri í höndunum, óskaði húsbyggjandinn helst af öllu eftir því að gera sameiginlega rými hússins mikilvægast þar sem ólíkar kynslóðirnar gætu átt sam- ræður og samskipti og jafnframt, að hafa rými sérherbergja í lágmarki. Þar sem það var einnig hluti af menningu húsbyggjandans, þá er hægt að færa rök fyrir því að arkitektinn endurtúlkaði hina hefðbundnu japönsku hugsun um hús. Ákveðin merking stendur fyrir orðið „bú- stað“ en hann táknar þak eða gáttina milli himins og jarðar. Þakið endurspeglar andrúmsloft staðarins og við loftið hafa hugsanir fólks nægt svig- rúm. Auk þessa í hefðbundnum japönskum húsum, er viðkvæmt gólfið meðhöndlað sem það væri brú. Það er hluti af húsgögnunum og hefur sams konar vægi og veggirnir í evrópskum húsakynnum. Á þennan hátt, liggur grunnurinn að hýbýlum fólks í því andlega, í rýminu þar sem sálin nærist án hindrana. Hugmynd, sem átti rætur að rekja til Zen Búddismans og birtist í trúnni á að menn öðlist þekkingu með íhugun og innsæi. Hús án herbergja Eftir að hafa velt hugtakinu fyrir sér um sameiningu ólíkra kynslóða, kom Shigeru Ban fram með hugmynd um hálfgagnsætt skýli sem samanstóð af einu sameiginlegu rými en fjórir teningslaga klefar á hjólum gera persónulegt athafnasvæði fyrir hvern fjölskyldumeðlim. Þannig deila þrjár kynslóðir með sér hús- inu, sem tekur sér til viðmiðunar svo ólíkar fyrirmyndir svo sem einsog, fjórar-og-hálf tatami motta – sem er grunneining hefð- bundinnar japanskrar húsagerðar – og loft – sem sameinar það sem oft kallast drauma- húsnæði í vestrænni stórborg með því að af- neita skilrúmum, sem hólfa niður og að- greina, til þess að ná fram aukinni rým- isvídd. Hægt er að skipuleggja hlutlaust rými hússins og umbreyta því eftir þörfum með því að hreyfa ferningslaga klefana en þeir geta jafnvel verið dregnir út í gegnum stóra gluggann á vesturhliðinni. Á þann hátt, og með því að leyfa hjólunum að vera sjáan- legum áhrifavöldum breytinganna, fær gólf- flöturinn aukið vægi sem brú og tengiliður tjáskipta. Í austurenda hússins, næst yfirbyggða innganginum sem þjónar sem bílastæði, er komið fyrir baðherbergi, þvottahúsi og fata- herbergi fyrir allan klæðnað fjölskyldunnar, þannig er komist hjá því að nota hvers kon- ar klæðaskápa sem myndu hindra hreyf- ingar svefnklefanna. Eldhúsinu er einnig komið fyrir í þessum enda hússins en það er aðskilið frá sameiginlegum vistarverum með tjaldi. Vegna þess hve húsið er líkt ásýndar og gróðurhúsin í kring var hálfgagnsætt rými hannað til þess að vernda næði fjölskyld- unnar frá óæskilegum augnagotum út frá aðkomuleiðinni. Ytri hlið viðargrindarinnar, sem myndar burðargrindina, er klædd hálf- gagnsæju báruplasti styrktu með trefja- gleri, á meðan hliðin að innan er klædd bómullarefni sem er fest með frönskum rennilási til þess að auðvelda hreinsun. Með það að markmiði að hitaeinangra húsið samhliða að hleypa birtu inn í það, var holrýmið milli beggja flata veggjarins fyllt með mótuðu pólýester, sem í Japan er notað til þess að pakka ávöxtum. Þetta gerði arkitektinn eftir að hafa reynt mis- munandi efni, eins og tréflísar og leifar af endurunnum pappír. Þrátt fyrir að hafa nær engar opnanir á hliðum hússins, nýtur það sömu mjólk- urhvítu birtunnar að innan eins og í öðrum japönskum byggingum með skilrúmum úr hrísgrjónapappír. Í raun eru einu ógagn- sæju veggirnir þeir sem mynda fernings- laga svefnrýmin, sem eru klæddir sex- strengdum pappa. Á sama hátt og hefðbundin japönsk hús eru ekki hugsuð sem varanlegur bústaður heldur frekar að íbúarnir hafi þar aðeins mislanga viðdvöl þar til aðstæður þeirra breytast, er Nakta húsið táknrænt skýli, sem tekur sífelldum breytingum eins og streymi lífsins sjálfs. Nakta húsið í Kawagoe í Japan eftir Shigeru Ban Nakta húsið er umkringt hrísgrjónaökrum við Shingashi-ána. Samkvæmt hefðbundinni menningu Japans hafa hugsanir manna mest svigrúm við loftið. Hægt er að skipuleggja hlutlaust rými hússins og umbreyta eftir þörfum með því að hreyfa ferningslaga klefana, sem geta jafnvel verið dregnir út í garð. Dr. Halldóra Arnardóttir, listfræðingur [sanchezarnardottir@arquired.es] Dr. Javier Sánchez Merina, arkitekt [jsm@coamu.es] Ljósmyndir/Hiroyuki Hirai Shigeru Ban (f. 1957) arkitekt. Shigeru Ban, þekktur á alþjóðlegum vettvangi sem „pappírs-arkitektinn“ vegna þess að hann notaði papp- írssívalninga til þess að reisa skýli fyrir heimilislausa eftir jarðskjálft- ana í Kobe og Tyrklandi, var beðinn um að hanna hús fyrir fjölskyldu sem samanstóð af þremur kyn- slóðum. 30 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.