Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 42
42 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur fast-
eignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður
HATÚN 6A
SÍMI 5 12 12 12
www.foss.is
Netfang: foss@foss.is
FASTEIGNASALA
NÝBYGGINGAR
GRAFARHOLT - RAÐHÚS Erum með í
sölu mjög góð og vönduð 244 fm raðhús á góð-
um útsýnisstað í Grafarholtinu. Húsin eru á
tveimur hæðum, og verða tilbúin fyrir jól. Hús-
unum verður skilað fullfrágengnum að utan, til-
búnum til innréttinga og fullmáluðum að innan.
Verð 21 millj.
LEIGUHÚSNÆÐI
MÝRARGATA Erum með til leigu 900 fm at-
vinnuhúsnæði við höfnina í Reykjavík. Hentar
vel sem lagerhúsnæði. Góð lofthæð. Verð 500
kr. per fm.
RAÐHÚS
DALSEL - BREIÐHOLT Frábært raðhús
fyrir stóra fjölskyldu. Tvær stofur og fimm
svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Um er
að ræða gott hús í grónu hverfi. Stæði í bíla-
geymslu. Verð 17,9 millj.
SÉRHÆÐ
BYGGÐARENDI - ENDURNÝJAÐ
Vorum að fá í sölu hæð og jarðhæð á þessum
vinsæla stað í Reykjavík. Eignin er 248 fm auk 30
fm bílskúrs. Tveir arnar, glæsilegt útsýni, mjög
stórar svalir, útiarinn og inniarinn. Húsið er allt
endurnýjað. Eigninni verður skilað tilbúinni að
utan og tilbúinni undir innréttingar að innan.
Óskað er eftir tilboðum.
ÞINGHOLT - FREYJUGATA Vorum að
fá í sölu sérhæð og ris á besta stað í Þingholt-
unum. Hæðin er 115 fm og skiptist í 2 saml. stof-
ur og 2 svefnherbergi, rúmgott eldhús og stórt
baðherb. Gegnheilt eikar-parket á flestum gólf-
um. Ris er 65 fm og skiptist í 3 svefnherb., stofu,
eldhús og bað. Frábært útsýni. 30 fm bílskúr
fylgir eigninni og mjög stór garður. Verð 24,5
millj.
4JA - 5 HERBERGJA
ÁSVALLAGATA - RIS Vorum að fá í sölu
fallega og nýlega uppgerða risíbúð í reisulegu
steinhúsi á besta stað í vesturbænum. Sérstak-
lega falleg íbúð sem er að mjög litlu leyti undir
súð, á rólegum og eftirsóttum stað í eldri hluta
vesturbæjar. Tvö góð svefnherbergi og tvær
samliggjandi stofur. Góð útigeymsla með raf-
magni og hita. Garður er gróinn með stórum og
glæsilegum trjám. Hiti í stétt frá húsi að götu.
BREIÐHOLT - BÍLSKÚR Björt og rúmgóð
113 fm, 4 herb. íbúð ásamt 30,7 fm bílskúr í
Álftahólum í Breiðholti. Ljóst parket á flestum
gólfum. 3 góð herb. og stórt eldhús. Stofa rúm-
góð með góðum svölum. Verð 12,9 millj.
HJARÐARHAGI - LAUS STRAX Vor-
um að fá í einkasölu fallega og bjarta 96 fm íbúð
á 2. hæð í góðri, nýmálaðri blokk. Stórt eldhús,
björt og stór stofa og 3 góð svefnherbergi.
Stórar suð-austursvalir. Frábær staðsetning við
helstu menntastofnanir í vesturbænum. LAUS
STRAX. Áhvílandi 4,8 millj. í húsbréfum. Verð
13,5 millj.
SÓLHEIMAR – ÚTSÝNI Erum með í sölu
hæð á þessum vinsæla stað. Íbúðin er björt og
rúmgóð með góðu útsýni yfir Laugardalinn.
Stór stofa, flísalögð sólstofa, rúmgott eldhús og
þrjú góð svefnherbergi. Tengi fyrir þvottavél í
íbúð. Verð 14,9 millj.
VESTURBÆR - BÍLSKÚR
Stórglæsileg 4-5 herbergja 126,2 fm íbúð á frá-
bærum stað í vesturbænum. Einstakt útsýni yfir
KR-völlinn. Íbúðin er öll sérstaklega björt og
rúmgóð. Einstaklega mikið skápapláss. Ljóst
parket er á allri íbúðinni, nema korkur á eldhúsi
og flísar á baði. Mjög góður 29 fm bílskúr fylgir
eigninni.
3JA HERBERGJA
MIÐBÆR - LINDARGATA
Vorum að fá í sölu tæplega 75 fm íbúð á tveimur
hæðum auk um 10 fm útigeymslu. Eigninn er á
góðum stað í miðbænum. Íbúðin þarfnast
standsetningar en býður uppá mjög góða
möguleika. Taka skal fram að 17,2 fm eru í risi,
og er því gólfflöturinn stærri. Verð 9,5 millj.
MIÐBÆR - ÓÐINSGATA Einstök íbúð á
tveimur hæðum með sérinngangi. Falleg stofa
með gegnheilu parketi, glæsilegt eldhús með
sérsmíðuðum innréttingum. Mjög góð íbúð á ró-
legum stað í miðbænum.
KÓPAVOGUR - FALLEG Vorum að fá í
sölu fallega rúmlega 76 fm íbúð í Hlíðarhjalla í
Kópavogi. Tvö góð svefnherbergi með góðu
skápaplássi. Stór stofa með útgengi á rúmgóð-
ar suð-vestursvalir. Góð lóð með leiktækjum.
Ekki þarf að fara yfir götu til að fara í Hjalla-
skóla og leikskóli í næsta húsi. Verð 11,7 millj.
101 REYKJAVÍK Mjög skemmtileg og rúm-
góð íbúð á rólegum stað við Laugaveg. Falleg
stofa með bogadregnum gluggum. Tvö rúmgóð
svefnherbergi, bjart eldhús og baðherbergi með
sturtu.
2JA HERBERGJA
MIÐBÆR - LAUGAVEGUR
Ný í sölu, óvenju björt og vel skipulögð tveggja
herbergja einstaklingsíbúð á góðum stað í mið-
bæ Reykjavíkur, en samt laus við skarkala. Verð
6,1 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI TIL
LEIGU EÐA SÖLU.
TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á
HELSTU VERSLUNARSVÆÐUM
BORGARINNAR.
Magnús I. Erlingsson
lögmaður
Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR
ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
PARHÚS
MOSFELLSBÆR - KRÓKABYGGÐ Vorum að fá í sölu mjög reisulegt og fallegt par-
hús á tveimur hæðum á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Eldhús með vönduðum tækjum og inn-
réttingum. Parket og náttúruflísar á gólfum. Fallegur garður fylgir eigninni með góðri timbur-
verönd. Nuddpottur á stórum 30 fm svölum. Tæplega 35 fm bílskúr fylgir húsinu. Vönduð eign
á fjölskylduvænum stað í Mosfellsbæ. Verð 24,9 millj.
Kópavogur — Fasteignasalan Gimli
er nú með í einkasölu einbýlishús á
Marbakkabraut 20 í Kópavogi. Þetta
er steinhús, byggt 1984 og er það á
tveimur hæðum, alls 247 ferm., þar
af er 33 ferm. sérstæður bílskúr.
Arkitekt hússins er Dagný Helga-
dóttir.
„Þetta er skemmtilega hannað hús
á sjávarlóð með glæsilegu útsýni,“
sagði Gunnar Hólm Ragnarsson hjá
Gimli.
„Á neðri hæð er forstofa með ný-
legum skápum, gengt er þaðan inn í
gestasnyrtingu sem er með sturtu-
klefa og flísum í hólf og gólf. Komið
er úr anddyri í rúmgott hol. Stofan
er rúmgóð með samliggjandi bóka-
herbergi sem gæti verið fjórða
svefnherbergið í húsinu.
Eldhúsið er opið og mjög stórt
með nýlegri innréttingu. Þar er elda-
vélareyja með háf yfir. Úr eldhúsi er
hægt að ganga út á suðurverönd um
tvöfaldar dyr, veröndin er hellulögð.
Á neðri hæð er arinstofa (arinn ekki
kominn en gert ráð fyrir honum). Úr
holi er hægt að ganga út á verönd
sem snýr í norður eða sjávarmegin.
Vestan við húsið er heitur pottur í
timburverönd.
Steyptur stigi er á milli hæða. Á
efri hæð er komið í gang (eins konar
innisvalir) þaðan sem er útsýni á
hluta neðri hæðar. Á ganginum eru
þrjú svefnherbergi, tvö þeirra eru
með skápum. Baðherbergi er nýlega
endurnýjað og er með flísum á gólfi,
fallegri innréttingu og baðkari.
Loft eru upptekin í eldhúsi og her-
bergjum efri hæðar. Bílskúrinn er
með gryfju, heitu og köldu vatni og
sjálfvirkum opnara.
Hús þetta er frábærlega vel stað-
sett. Ásett verð er 31 millj. kr. en
óskað er eftir tilboðum. Áhvílandi
eru 5,7 millj. kr. hjá Byggingarsjóði
ríkisins.“
Mar-
bakka-
braut 20
Þetta er steinhús á tveimur hæðum, alls 247 ferm., þar af er 33 ferm. sér-
stæður bílskúr. Ásett verð er 31 millj. kr. en óskað er eftir tilboðum. Húsið er til
sölu hjá Gimli.
SVONA postulínshundar þóttu
mikið þing að eiga á árum áður –
raunar þykja þeir ekki síður
merkilegir gripir í dag. Þeir sem
eru svo heppnir að eiga svona
hunda láta þá ekki liggja í
geymslu, þeir eru settir upp á
hillu eða í glugga, eins og þessir
sem prýða glugga Suðurgötu 7 í
Árbæjarsafni.
Postulínshundar