Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir ÞAÐ VAR rétt fyrir verslunar- mannahelgina sumarið 2000 að Arnar Snær Davíðsson og unnusta hans, Júlía Sigurðardóttir, festu kaup á sínu fyrsta heimili, litlu húsi í vesturbænum. Júlía var þá ófrísk að þeirra fyrsta barni og þar af leiðandi var tilhlökkunin við það að stofna sitt fyrsta heimili mun meiri. „Við vorum ung og ástfangin og okkur var mikið í mun að koma okkur fyrir til frambúðar áður en barnið fæddist. Við vorum ekki bú- in að leita lengi þegar við sáum húsið á Fálkagötunni auglýst til sölu.Við féllum strax fyrir því og sáum okkur í hillingum í litla hús- inu okkar með hvíta trégirðingu í kringum garðinn,“ segir Arnar Snær. Þarfnast smálagfæringar „Við skoðuðum húsið nokkrum sinnum og fengum húsasmíða- meistara sem við þekktum til þess að kíkja lauslega á eignina með okkur. Það lá alltaf fyrir að gera þyrfti við húsið og var tekið fram í sölulýsingu að húsið þarfnaðist smáviðgerðar á þaki og útveggj- um,“ heldur hann áfram. „Húsa- smíðameistarinn sem skoðaði hús- ið með okkur fór reyndar ekki upp á þak en hann sagði okkur að það væri nú oft þannig með gömul hús að viðgerðir reyndust meiri en upphaflega væri gert ráð fyrir. Ég held hins vegar að okkur hafi lang- að svo mikið til þess að þetta gengi allt upp að við tókum þessar ráðleggingar ekki mjög alvarlega,“ segir Arnar Snær. „Það fór svo þannig að við keyptum húsið og fengum það af- hent í ágústbyrjun árið 2000. Ég smalaði saman vinum mínum og við ákváðum að taka verslunar- mannahelgina í það að byrja að vinna uppi á þakinu og Júlía byrj- aði að mála húsið að innan,“ segir Arnar Snær. Þakið ónýtt „Það kom fljótlega í ljós að ekki var allt með felldu og ég verð að segja að mér brá verulega þegar ég ætlaði að fara að rífa bárujárn- ið af þakinu en reif stóran hluta af þakinu af í leiðinni. Timbrið, sem var undir bárujárninu, var svo fúið að ég gat mulið það með hönd- unum“ segir Arnar Snær. „Þetta var fyrsta áfallið. Eftir að í ljós kom að þakið var ónýtt fór allt síversnandi, smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir því að þetta voru viðgerðir upp á margar milljónir. Meðan á þessu stóð var Júlía barnsmóðir mín sallaróleg að mála húsið að innan og bjó sig undir að flytja inn. Í hvert skipti sem ég kom niður af þakinu var ég orðinn brúna- þyngri en ég reyndi samt að brosa því að ég vildi ekki valda henni óþarfa áhyggjum. Ég komst þó ekki hjá því að segja henni hvernig ástandið var því að það var ómögu- legt að flytja inn í húsið í þessu ásigkomulagi.“ Raki í veggjum hússins „Hluti hússins var byggður árið 1927 eða um fjörutíu fermetrar,“ heldur Arnar Snær áfram. „Það var síðan á fimmta áratugnum að byggt var við húsið og er viðbygg- ingin um tuttugu fermetrar, sá hluti var byggður í flýti. Þar hafði verið einangrað með dagblöðum, sagi og heyi. Báru- járnið á þaki hússins gekk beint inn í vegginn og þar af leiðandi komst raki inn í útveggi hússins. Rakinn hafði étið með tímanum upp alla einangrunina og því var fimmtán sentimetra holrúm innan í veggjunum. Í dag er lögum samkvæmt skylda að hafa flassningu á öllum húsum til þess að varna því að raki komist inn í veggi.“ „Ég var ekki á því að gefast upp og hélt viðgerðum áfram á þakinu. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að skipta um grind í öllu loftinu og komið var í ljós að allir veggir í húsinu voru meira og minna ónýtir lét ég staðar numið,“ segir Arnar Snær. „Við leituðum ráða hjá Hús- eigeandafélaginu sem ráðlagði okkur að rifta samningi og kæra sem við og gerðum. Úr þessu varð því dómsmál sem endaði með dóm- sátt. Dómsáttin hljóðaði upp á að við þyrftum ekki að borga það sem eftir var af útborgninni en við sitj- um uppi með húsið og fáum engar bætur. Ég er afar ósáttur við það því að ég vil meina að þetta hafi verið leyndur galli,“ segir Arnar Snær. Skoðunarskylda kaupanda vegur þungt „Eins og lögin eru í dag þá er það algjörlega á ábyrgð kaupenda að skoða ástand eigna, seljendum er ekki skylt að láta gera mat á eignum sínum og oft þurfa fast- eignasalar að treysta á orð selj- anda um ástand eignar. Við Júlía gátum ómögulega gert okkur grein fyrir því hversu mikið húsið var skemmt og eftir þessa reynslu ráðlegg ég þeim sem hafa í hyggju kaupa gömul hús að láta húsa- smíðameistara meta eignina. Það kostar pening en það margborgar sig,“ heldur hann áfram. Húsið sett á sölu „Eina ráðið sem við sjáum í stöðunni er að setja húsið á sölu, til þess að endurheimta eitthvað af þeim fjármunum sem að við töp- uðum,“ segir Arnar Snær „Þar sem við viljum ekki að fólk lendi í sömu sporum og við þá liggur dómkvatt mat, sem við lét- um gera, fyrir á fasteignasölunni þannig að kaupendum ætti að vera fyllilega ljóst hvað þarf að gera fyrir húsið. Þetta er upplagt verk- efni fyrir smiði eða þá sem hafa það að atvinnu að gera upp gömul hús,“ segir Arnar Snær að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Fálkagata 28b. Timbrið undir járninu var svo fúið að hægt var að mylja það milli fingranna að sögn kaupanda. Húsið reynd- ist ónýtt Arnar Snær Davíðsson ráðleggur þeim sem kaupa gömul hús að láta fagmann meta eignina. Sumarið 2000 festu Arnar Snær Davíðsson og unnusta hans, Júlía Sigurðardóttir, kaup á litlu húsi við Fálkagötu í vesturbæ Reykjavíkur. Skömmu eftir að gengið var frá kaupunum kom í ljós að húsið var nánast ónýtt. Perla Torfadóttir ræddi við Arnar Snæ Davíðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.