Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.2002, Blaðsíða 38
38 C ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 480 2900 - fax 482 2801- fasteignir@log.is Um er að ræða þrískipta eign á 2 hæðum. Efri hæð telur 205,6 m² íbúð, 6 svefnherbergi og 2 stórar, samliggjandi stofur. Eldhús er með eldri innréttingu, búr innaf. Bað- herbergi hefur verið endurnýjað. Þvottahús. Geymslur í kjallara. Á jarðhæð er nýinnréttuð 100,3 m² 3ja til 4ra herb. íbúð. Sérinngangur. Á jarðhæð er einnig 74,5 m² þjón- usturými sem er í útleigu í dag. Möguleiki er á að innrétta þar íbúð. Kjallari er ekki talin í m² en hefur að geyma u.þ.b 100 m² geymslu- rými. Eignin selst hvort heldur sem er að hluta eða í heilu lagi. Stutt í alla þjónustu og skóla. Staðsetning í hjarta bæjarins! TILBOÐ ÓSK- AST. Nánari uppl. á skrifstofu. Hverabakkar - Hveragerði SVÖLUÁS - RAÐHÚS - HAFNARFIRÐI Mjög glæsileg og vönduð raðhús á tveim- ur hæðum með innbyggðum bílskúr alls 206 fm. Hönnuð að góðu útsýni. Til af- hendingar fljótlega á byggingarstigi eftir ósk kaupanda. Verð: 13,5 m.kr. GAUKSÁS Glæsileg raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Sérlega vönduð hús sem eru hönnuð að glæsilegu útsýni. Til afhendingar strax fullbúin að ut- an og fokheld að innan eða öðru bygging- arstigi eftir ósk kaupanda. Teikningar og upplýsingar á skrifstofu. Verð aðeins 64.000 kr./fm. MARÍUBAUGUR - TENGIHÚS Mjög glæsilegar sérhæðir 120 fm í þriggja hæða tengihúsum með sérinngangi á góðum út- sýnisstað í Grafarholti. Tilbúnar til innrétt- ingar eða tilbúnar án gólfefna. Til afhend- ingar strax eða fljótlega. Allar upplýsingar á skrifstofu. Verð: 13,5 - 17,3 SUÐURHÓLAR - REYKJAVÍK Mjög góð 4ra herb. 106,8 fm endaíbúð með mjög glæsilegu útsýni. Íbúðin er nánast öll nýlega endurnýjuð með vönduðum innrétt- ingum og gólfefnum. Mjög góð staðsetn- ing og hús í góðu standi. Verð: 12,7 NJÁLSGATA - REYKJAVÍK Mjög góð 3ja herb. ibúð á 2. h. 72,6 fm á horni Njálsgötu og Rauðarársstígs. Mjög rúm- góð íbúð sem er vel innréttuð og með góðum gólfefnum. Verð kr. 9,5 FURUGRUND - KÓPAVOGI Mjög góð vel staðsett 2ja herb. íbúð. Íbúðin er með góðum innréttingum, góðum gólfefnum og vel staðsett í jaðarbyggð í Fossvogsdal. Verð: 7,2 Vantar allar gerðir eigna á söluskrá stórar og smáar. MELÁS - GARÐABÆ Nýkomið í einkasölu mjög gott parhús á tveimur hæðum, alls 226 fm. Vel staðsett hús á góðum stað í Garðabæ sem er mikið endurnýjað. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni og gróinn garður með nuddpotti. Áveðurshliðar klæddar að utan. Mjög eiguleg eign. Verð: 25,9 m. HINN 23. janúar 1895 ritar Tryggvi Gunnarsson alþingismaður Sigurði, sýslumanni í Kaldaðarnesi, og spyr hvort sýslan geti ekki notað „laglegt hús við brúna fyrir þinghús og fyrir fundi, t.d. kjörfundi og fleiri fundi“. Þarna var um að ræða nýbyggðan Tryggvaskála sem 6. október 1896 var sagður 10 álna víður og 12 álna langur, úr timbri með lofti yfir þar sem voru fjögur herbergi afþiljuð. Árið 1899 keypti sýslan og lands- sjóður Tryggvaskála svo sýslan ætti húsnæði sem ætlað væri til funda- halda. Vorið 1901 fluttist fyrsti gestgjaf- inn í Tryggvaskála. Það var Þorfinn- ur Jónsson, og setti hann strax upp gistingu og greiðasölu fyrir ferða- menn. Þá var Tryggvaskáli enn í upprunalegu horfi. Þorfinnur keypti Tryggvaskála af sýslunni 1904 og byggði síðar við hann og seldi hann svo 1918. Tryggvaskáli gekk kaupum og söl- um næstu árin og var þar rekin greiðasala. Vorið 1934 reisti Guð- laugur Þórðarson samkomusal við Skálann og varð þá mikil breyting til veitingareksturs og samkomuhalds. Guðlaugur og dætur hans ráku Tryggvaskála til 1942. Í samtali við Bryndísi Brynjólfs- dóttur sem er í Skálafélaginu sem stofnað var til verðveislu Tryggva- skála kom fram að hótelrekstur í Tryggvaskála var umfangsmikill eft- ir 1942 og fram til ársins 1974. Brynj- ólfur Gíslason, faðir Bryndísar, rak Tryggvaskála allan þennan tíma. „Ég er fædd og alin upp í þessu húsi,“ segir Bryndís. „Mér er minn- isstætt allt margmennið sem alltaf var í húsinu þegar ég var að alast upp. Heimili okkar var uppi á lofti og hótelherbergin voru við hlið íbúðar- innar okkar en veitingasalan var niðri. Fjölmenni árið um kring Það var mikið fjölmenni í Tryggvaskála allt árið um kring. Vegargerðarmenn voru þarna t.d. meira og minna alla vetur, svo og menn frá Rafveitu ríksins. Síma- menn komu mikið og svo bílstjórar sem voru að ferðast um með vörur. Allt þetta fólk kom og borðaði og gisti stundum og einnig venjulegt ferðafólk. Margt starfsfólk var jafn- an í Tryggvaskála og margar kon- urnar störfuðu þar átatugum saman. Ég var að vinna í Tryggvaskála frá barnæsku, fyrst í sjoppunni og síðan í salnum við að þjónusta. Loks gerð- ist ég kokkur og hótelstjóri hjá for- eldrum mínum. Mamma mín, Kristín Árnadóttir, sá alltaf um allt sem laut að peningamálum og starfsmanna- haldi.“ Breyttist Tryggvaskáli mikið á þessum tíma? „Nei, ekki svo mjög. Það fór fram venjulegt viðhald en svo voru miklar lagfæringar gerðar eftir flóðið í Ölf- usá 1968. Þá flæddi upp fyrir glugga, það var um 40 sentimetra hátt vatns- borðið í veitingasalnum, neðri hæð hússins. Það skemmdist mikið í veit- ingasalnum. Enn er þó sama gólfið, það stóð af sér flóðið, aðeins þurfti að þurrka það vel og lakka það á ný. Foreldrar mínir seldu Selfossbæ Tryggvaskála 1974, þau voru þá orð- in fullorðin og þreytt á veitinga- rekstrinum. Eftir það fór bærinn að nota Tryggvaskála til útleigu vegna ýmiss konar félagsstarfs. Einnig var félagsmálastofnun Selfossbæjar til húsa í Tryggvaskála. Skálafélagið var stofnað um 1995 og var markmið þess að endurbyggja Tryggvaskála og til stendur að hafa í skálanum menningartengda veit- ingastarfsemi.“ Hversu langt er komið í endurnýj- un hússins? „Við erum búin að skipta um allt járn utan á húsinu og setja nýja glugga, sem og nýtt gler. Við erum búin að einangra allt húsið og byggja við nýtt eldhús og nýja salernisað- stöðu. Endurbyggingu er nú nýlega lokið á stóra salnum, þar sem aðal- veitingareksturinn var jafnan. Næsta verkefni er að ráðast í end- urgerð eldri hluta hússins, það verð- ur væntanlega gert á næstu dögum. Það er sá hluti sem Tryggvi Gunn- arsson byggði fyrir brúarsmíði sína árið 1890. Páll V. Bjarnson arkitekt í Reykjavík, sem m.a. sá um endur- bættur á Iðnó, hefur hannað breyt- ingarnar á öllu húsinu. Ekki er ljóst hvenær veitingasala getur hafist á ný í Tryggvaskála – það fer eftir því hvernig okkur í Skálafélaginu gengur að afla fjár- muna til framkvæmda á næstunni. Félagsmenn hafa unnið í sjálfboða- vinnu við að afla peninga til fram- kvæmdanna og einnig töluvert við endurnýjunina sjálfa. Við í Skálafélaginu ætlum að koma Tryggvaskála til vegs og virðingar á ný og þess ber að geta að það eru fá sveitarfélög á landinu sem eiga enn uppistandandi fyrsta húsið sem reist var á viðkomandi þéttbýlisstað. Segja má að saga Selfoss sé samofin sögu Tryggvaskála. Í Tryggvaskála var fyrsti barnaskólinn, fyrsta sím- stöðin, fyrsti bankinn og þannig mætti lengi telja.“ Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Tryggvaskáli á Selfossi. Saga hans er samofin sögu bæjarins. Tryggvaskáli — lag- legt hús við brúna Tryggvaskáli setur enn mikinn svip á Selfoss. Þar var lengstum rekin umfangsmikil veitinga- og greiðasala. „Við ætlum að koma Tryggvaskála til vegs og virð- ingar á ný,“ sagði Bryndís Brynjólfsdóttir hjá Skála- félaginu í samtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur um endurbyggingu Tryggvaskála sem nú stendur yfir. Reykjanesbær — Húseignin Seylu- braut 1 í Njarðvík er nú til sölu hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar. Þetta er iðnaðarhúsnæði, alls 4.435 ferm. með milligólfi. Á einu gólfi, það er án milligólfs, er eignin alls 4.108 ferm. Ásett verð er 198 millj. kr. Eignin skiptist í skemmu, sem er alls 3.773 ferm. að grunnfleti og byggð úr límtré með lofthæð frá ca. 5 metrum og upp í ca 11,5 metra og fjórum stórum innkeyrsludyrum að norðanverðu. Inni í miðju húsi er milligólf með ca 57 ferm. verkstjóraaðstöðu og 270 ferm. geymslulofti. Eftir endi- löngum efsta hluta þaksins eru birtugefandi þakplötur. Rúmmál skemmunnar er 23.929 rúmmetrar og meðal lofthæð því um 6,34 metr- ar. Fyrir sunnan skemmuna er 105 ferm. steypt inntakshús. Áfast við skemmuna eru tvær litlar viðbygg- ingar, 26 ferm. og 36 ferm. Að auki er innangengt í 168 ferm. mjög gott skrifstofu- og þjónustuhúsnæði, þar sem eru skrifstofur, eldhús, matsal- ur og búningsklefar. Í þessu húsnæði var glugga- og hurðaverksmiðja BYKO rekin og þar áður trésmiðjan Rammi. Í stóra Seylubraut 1 styrkt og þolir hún mikinn burð. „Þetta húsnæði er hentugt til margvíslegra nota, til dæmis sem verksmiðja, birgðastöð eða íþrótta- höll,“ sagði Brynjólfur Jónsson. húsinu er sérlega góð og vönduð lýsing. Þar er einnig úðunareld- varnakerfi. Hitun er hitaveita með loftræstikerfi og býður upp á raka- stýringu. Gólfplata er sérstaklega Þetta er iðnaðarhúsnæði, alls 4.435 ferm. með milligólfi. Á einu gólfi, það er án milligólfs, er eignin alls 4.108 ferm. Ásett verð er 198 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.