Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Búnaðarbankans á fyrstu níu mán-
uðum ársins nam 1.685 milljónum króna en á sama
tímabili í fyrra var 205 milljóna króna hagnaður af
rekstri bankans. Fyrir skatta var hagnaðurinn
2.029 milljónir króna en 296 milljónir króna í fyrra.
Arðsemi eigin fjár var 18% eftir skatta.
Hreinar vaxtatekjur bankans hækkuðu um 10%
milli ára og námu 4.752 milljónum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins. Vaxtamunur minnkaði og var
2,86% en hann var 3,41% í fyrra. Ástæður þessa eru
einkum breytingar á verðbólgu; vaxtamunur var
mikill í fyrra vegna verðbólguskots og er að sama
skapi lítill nú vegna ört lækkandi verðbólgu.
Rekstrartekjur bankans nær fimmfölduðust og
námu 3.466 milljónum króna. Þar hefur gengis-
munur vegna verðbréfaviðskipta mest áhrif. Geng-
ishagnaður nam í ár rúmum einum milljarði króna
en í fyrra var rúmlega eins milljarðs gengistap á
fyrstu níu mánuðunum. Batinn er því yfir tveir
milljarðar króna. Einnig varð 31% aukning í þókn-
unartekjum og námu þær nú 2.560 milljónum
króna.
Rekstrargjöld bankans hækkuðu um 21% milli
ára og námu nú 4.746 milljónum króna. Bankinn
keypti Lýsingu um mitt ár í fyrra og hún var því
ekki hluti af samstæðu hans á fyrri hluta þess árs.
Rekstrarkostnaður Lýsingar nam 232 milljónum
króna á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Kostn-
aðarhlutfall bankans lækkaði milli ára úr 76,9% í
fyrra í 57,8% í ár. Lækkunin skýrist að mestu af því
að afkoma af hlutabréfaeign bankans hefur snúist
við.
Framlag í afskriftareikning hækkar um 64% milli
ára og nam 1.443 milljónum króna á fyrstu níu mán-
uðum þessa árs. Á afskriftareikningi bankans eru
nú 4,527 milljónir króna, eða 2,4% af útlánum og
veittum ábyrgðum.
Búnaðarbankinn hefur stækkað um rúma 44
milljarða króna frá áramótum og heildareignir
bankans námu 244 milljónum króna í lok septem-
ber. Innlán námu á sama tíma 87 milljörðum króna
og höfðu aukist um 20% frá áramótum. Útlán uxu
um 15% á tímabilinu og námu 178 milljörðum króna
í lok september.
Eigið fé Búnaðarbankans nam 15 milljörðum
króna í lok september og jókst um 2 milljarða króna
frá áramótum. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-
reglum var 10,9% og þar af var A-hluti eiginfjár
8,5%. Um áramót var eiginfjárhlutfallið 10,5%.
Hagnaður í Lúxemborg
Í tilkynningu frá bankanum segir að rekstrar-
tekjur og afkoma Búnaðarbankans í Lúxemborg
hafi verið yfir áætlun. Hagnaður hafi orðið af
rekstri á þriðja ársfjórðungi, sem sé ári fyrr en gert
hafi verið ráð fyrir. Útlit sé fyrir áframhaldandi
vöxt í Lúxemborg.
Í tilkynningunni segir ennfremur að afkoman
hafi það sem af er ári verið í meginatriðum í sam-
ræmi við rekstraráætlun. Rekstraráætlun hljóðaði
upp á 3.000 milljóna króna hagnað fyrir skatta og
2.500 milljóna króna hagnað eftir skatta fyrir árið í
heild.
Hagnaður Búnaðarbank-
ans 1.685 milljónir króna
Gengismunur batnar
um rúma 2 milljarða
króna milli ára
EKIÐ var á 10 ára stúlku á gatna-
mótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar um klukkan 16 í gær.
Stúlkan mjaðmagrindarbrotnaði og
hlaut fleiri áverka en líðan hennar
er þokkaleg að sögn læknis á gjör-
gæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi. Er hún talin hafa sloppið mun
betur en á horfðist í fyrstu, en að-
koman var mjög slæm. Við höggið
kastaðist stúlkan tugi metra eftir
götunni að sögn lögreglu.
Tildrög slyssins voru þau að stúlk-
an fór yfir Miklubrautina í norður-
átt, Kringlumegin, framhjá kyrr-
stæðum bílum á beygjurein og kom
þannig skyndilega fram undan þeim
með þeim afleiðingum að bílstjóri,
sem ók á grænu ljósi vestur Miklu-
braut, ók á hana án þess að eiga
nokkra möguleika á að bregðast við.
Ákeyrslan var því mjög harkaleg og
kastaðist stúlkan um 30 metra af
bílnum. Stúlkan var að flýta sér í
strætisvagn að sögn lögreglu og
mun hafa farið út á götuna þótt
rautt gönguljós logaði.
Hin slasaða var flutt á Landspít-
alann og lögð inn á gjörgæsludeild,
en áverkarnir voru ekki þess eðlis að
tengja þyrfti hana við öndunarvél.
Vinkona stúlkunnar sem var með
henni, var flutt á spítalann ásamt bíl-
stjóranum, enda urðu bæði fyrir
áfalli. Umferðartafir urðu í 40 mín-
útur á Miklubrautinni.
Morgunblaðið/Júlíus
Aðkoman á slysstað var slæm þegar sjúkralið kom á vettvang, en stúlkan mun hafa sloppið ótrúlega vel.
Stúlkan kastaðist tugi metra
FJÁRMÁL Raufarhafnarhrepps
voru rædd á fundi eftirlitsnefnd-
ar með fjármálum sveitarfélaga
í gær. Að sögn Garðars Jóns-
sonar, starfsmanns nefndarinn-
ar, sem jafnframt er skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu,
þá var ákveðið að skoða málefni
hreppsins milli funda en nefndin
mun aftur koma saman í næstu
viku.
Hreppurinn hefur tapað
tugum milljóna króna
Eftirlitsnefnd með fjármál-
um sveitarfélaga hefur á að
skipa þremur mönnum. Einn
er tilnefndur af stjórn Sam-
bands sveitarfélaga og félags-
málaráðherra skipar tvo án til-
nefningar. Annar þeirra skal
vera löggiltur endurskoðandi
en hinn er formaður nefndar-
innar.
Fram kom í Morgunblaðinu í
gær að óinnleyst tap Raufar-
hafnarhrepps vegna hluta-
bréfakaupa á árunum 1999 og
2000 hafi numið tæpum 45
milljónum króna um mitt þetta
ár. Því til viðbótar hafi hrepp-
urinn tapað 27 milljónum
króna vegna fjárfestinga í Ís-
lenskri miðlun og Netveri, en
bæði fyrirtækin hafi verið lýst
gjaldþrota.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit-
arfélaga kom saman til fundar í gær
Ræddu fjármál
Raufarhafnar
BÆJARRÁÐ Garðabæjar lagði í
gær til við bæjarstjórn að heimila
bæjarstjóra að ganga til viðræðna
við Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á
hlut Garðabæjar í félaginu. Um er að
ræða 0,47% hlut sveitarfélagsins
sem talinn er metinn á 190 milljónir
króna. OR tekur jákvætt í að kaupa
hlut bæjarins.
Ásdís Halla Bragadóttir bæjar-
stjóri sagði við Morgunblaðið í gær
að Garðbæingar hefðu fyrir nokkr-
um árum átt í viðræðum við Reykja-
víkurborg um uppsafnaðan arð sem
Garðbæingar töldu sig eiga inni hjá
Orkuveitunni. „Þennan arð vildu
Garðbæingar fá greiddan út alveg
eins og Orkuveitan hefur greitt út
arð til Reykjavíkurborgar,“ sagði
Ásdís Halla. „Það endaði með því að
sveitarfélögin sömdu um það að
Garðbæingar myndu í staðinn eign-
ast hálft prósent í Orkuveitunni til að
leysa málið. Þeir höfðu engan sér-
stakan áhuga á því heldur vildu
miklu frekar fá arðinn greiddan út
og við sáum það alltaf fyrir okkur að
á einhverjum tímapunkti myndi
Garðabær vilja selja þennan litla
hlut sinn í fyrirtækinu.“
Ásdís Halla segir að fyrirhuguð
sala hafi ekkert með þjónustu Orku-
veitunnar á svæðinu að gera. Sam-
kvæmt samkomulagi við Reykjavík-
urborg veiti Orkuveitan þjónustu í
Garðabæ, en Orkuveitan hafi einka-
rétt á henni í sveitarfélaginu og í
staðinn njóti íbúarnir sömu kjara og
Reykvíkingar sem og aðrir sem
Orkuveitan þjónustar.
Alfreð Þorsteinsson formaður
stjórnar OR segir ekki skipta miklu
máli hvort Garðabær sé meðeigandi
eða ekki þar sem hlutur hans sé að-
eins 0,47%. Stjórn OR samþykkti í
gær að leggja til við eigendafund í
næstu viku að ganga til viðræðna við
Garðabæ um kaup á hlut bæjarins.
„Við höfum tekið jákvætt í þetta,“
segir Alfreð.
Einar Sveinbjörnsson, bæjarráðs-
maður og fulltrúi minnihlutans,
greiddi atkvæði gegn samþykkt bæj-
arráðs í gær og lagði fram bókun þar
sem hann mótmæli harðlega emb-
ættisfærslu bæjarstjóra og bréfi
hennar til Orkuveitu Reykjavíkur,
dags. 4. nóv. sl. Einar álítur jafn-
framt að bréfið sé „marklaust plagg
þar sem þetta stóra hagsmunamál
Garðabæjar hefur ekki fengið um-
ræðu eða afgreiðslu í bæjarstjórn
eða bæjarráði“.
Hlynnt sölu á hlut Garðabæjar í Orkuveitu Reykjavíkur
Eignarhluturinn í OR
metinn á 190 milljónir
TVÖFALT fleiri mál vegna kynferð-
isbrota gegn börnum bárust ríkis-
saksóknara árið 2002 en árið 2001.
Árið 1999 bárust 30 slík mál, 24 árið
2000 en 49 árið 2001. Ákært var í 28
tilvikum en 21 mál var látið niður
falla. Tíu voru sýknaðir í héraðsdómi
og 15 dæmdir en eftir er að dæma í
þremur málum. Hlutfall sýknudóma
er hærra en undanfarin ár. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í árs-
skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið
2001.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
2.400 manns voru ákærðir á árinu.
Meðalaldur þeirra var um 30 ár og
rúmlega 95% voru með íslenskt rík-
isfang. Tæplega 88% voru karlmenn
en 12% konur.
Kynferðisbrot
gegn börnum
Tvöfalt
fleiri mál
til ríkissak-
sóknara