Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæða- greiðslum verða eftirfarandi fyrirspurnir á dagskrá: 1. Starfsemi Ríkisútvarpsins til menntmrh. 71. mál, fyr- irspurn ÍGP. 2. Bygging menningarhúsa á landsbyggðinni til menntmrh. 92. mál, fyr- irspurn SJS. 3. Framhaldsskóli á Snæfells- nesi til menntmrh. 113. mál, fyrirspurn JB. 4. Einelti til menntmrh. 146. mál, fyrirspurn ÁRJ. 5. Tilskipun um innri markað raforku til iðnrh. 90. mál, fyrirspurn SJS. 6. Orkuverð á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða til iðnrh. 160. mál, fyrirspurn ÁSJ. 7. Orkuverð á Sauðárkróki til iðnrh. 161. mál, fyrirspurn ÁSJ. 8. Framlög Byggðastofnunar til eignarhaldsfélaga og at- vinnuþróunarsjóða til iðnrh. 178. mál, fyrirspurn KPál. 9. Leyniþjónusta til dómsmrh. 136. mál, fyrirspurn ÖJ. 10. Fangelsismál til dómsmrh. 137. mál, fyrirspurn ÖJ. 11. Atvinnu- og dvalarleyfi út- lendinga til dómsmrh. 218. mál, fyrirspurn ÞKG. 12. Barnabætur til fjmrh. 145. mál, fyrirspurn SJóh. 13. Virðisaukaskattur á tæki og búnað til háskóla og rann- sóknastofa til fjmrh. 272. mál, fyrirspurn HjÁ. SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hún myndi á þessu þingi leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingar á almennum hegningarlögum þar sem m.a. verður kveðið á um hækkun refsiramma vegna kyn- ferðisbrota gegn börnum og ung- mennum. Fram kom í máli ráð- herra að frumvarpið væri í smíðum vegna tillagna refsiréttarnefndar en sú nefnd hefur að undanförnu haft til skoðunar tillögur sem fram komu í skýrslu nefndar dómsmála- ráðherra um úrbætur vegna kláms og vændis. Sú skýrsla var kynnt sl. vor. „Ég hef fundað með refsirétt- arnefnd vegna þessara tillagna [sem fram komu í fyrrgreindri skýrslu] og hefur þegar verið unn- ið frumvarp til breytinga á al- mennum hegningarlögum. Þær breytingar varða annars vegar rík- ari vernd ungmenna fyrir kynferð- islegri misnotkun og hins vegar verslun með fólk. Í frumvarpinu sem lagt verður fram á þessu þingi verður þannig brugðist við tillög- um nefndarinnar, m.a. með hækk- un á refsiramma í ákvæðum lag- anna um kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum,“ sagði ráðherra. Dómsmálaráðherra sagðist enn- fremur ætla að beita sér fyrir því að auka vernd vitna, en í niður- stöðum fyrrnefndrar skýrslu er m.a. hvatt til þess að fórnarlömb- um mansals verði veitt aukin vernd svo þau geti snúið sér til lögreglu- yfirvalda án þess að óttast um líf sitt og limi. Ráðherra sagðist á hinn bóginn ekki tilbúin til þess, á þessari stundu, að leggja fram breytingar á almennum hegning- arlögum í samræmi við þá tillögu skýrsluhöfunda að fella út ákvæði sem gera það refsivert að stunda vændi í framfærsluskyni. „Vissu- lega hníga ýmis rök í þessa átt,“ sagði ráðherra, „en þetta þarfnast frekari skoðunar.“ Auk þessa sagð- ist ráðherra, aðspurð, hafa beitt sér fyrir könnun á drengjavændi hér á landi í samstarfi við Rann- sóknir og greiningu. Niðurstaðna væri að vænta í janúarbyrjun. Sólveig Pétursdóttir lét þessi ummæli falla í utandagskrárum- ræðu á Alþingi í gær um vændi á Íslandi. Málshefjandi umræðunnar var Guðrún Ögmundsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar. Tilefni umræðunnar var, að sögn Guðrún- ar, skýrsla nefndar dómsmálaráð- herra um úrbætur vegna kláms og vændis, en sú skýrsla var kynnt sl. vor eins og áður kom fram. „Skýrslan er um margt góð og hef- ur þegar orðið til þess að opna augu margra fyrir þessum falda vanda sem vændi er. Ég segi falda vanda vegna þess að við erum núna fyrst að setja þessa hluti upp á yfirborðið; skoða þá og skil- greina,“ sagði Guðrún. Hún sagði að næstu skref hlytu að felast í því að koma með lausn á þessum vanda. Guðrún sagði þó að umræð- an um vændið hefði skilað árangri. „Öll þessi umræða hefur skilað sér í því að nú er bara einn nekt- ardansstaður eftir með kjöltu- dans,“ sagði hún. „Það hefur því ýmislegt náðst fram í allri þessari umræðu um verslun með líkama kvenna, því slíkt er ekki til sóma á þeirri öld sem við lifum á.“ Guðrún lagði í framsöguræðu sinni áherslu á mikilvægi þess að kannað verði drengjavændi hér á landi en einnig benti hún á að það væri ekki bara ungt fólk sem stundaði vændi. Hún sagði að vændi væri einnig stundað af eldri konum. „Við erum líka að tala um konur sem eru komnar fast að sjö- tugu. Konur sem neyðast til þess seinni hluta mánaðar að selja sig svo endar nái saman.“ Þá lagði Guðrún að síðustu áherslu á að vændi væri félagslegt vandamál sem mæta ætti með félagslegum úrræðum. Aðrir þingmenn tóku einnig þátt í umræðunni. Drífa Snædal, vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að skil- greina ætti vændi sem ofbeldi, of- beldi sem beindist aðallega gegn konum. „Það er forsenda þess að hægt sé að draga rétta aðila til ábyrgðar fyrir ofbeldið,“ sagði hún. Pétur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að hér á landi væri hópur fólks sem stundaði vændi til að verða sér úti um peninga, vímuefni, húsaskjól og mat. Annar hópur stundaði skipu- lagt vændi. „Þetta eru staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við. Það er brýnt að við ákveðum hér á Íslandi hvaða afstöðu við tök- um til vændis yfirleitt.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði að ofbeldi sem þrifist í klám- og kyn- lífsiðnaðinum ógnaði ekki einvörð- ungu lífi og sálarheill þeirra sem væru fórnarlömb þessarar starf- semi. „Það dregur úr virðingu okk- ar fyrir mannrétti hvers einstak- lings og hefur óæskileg áhrif á hugmyndir okkar um samskipti kynjanna og siðfræði kynlífs. Við erum illa stödd ef sú skoðun verð- ur almenn á Íslandi að það sé í lagi að kaupa sér aðgang að líkama annarrar manneskju.“ Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði ákvæði laga, sem banna vændi í framfærsluskyni, m.a. að umtalsefni, en skv. þeim er vændi ekki refsivert ef það er ekki í framfærsluskyni. „Samkvæmt gild- andi lögum er refsivert að stunda vændi í framfærsluskyni,“ sagði Þorgerður Katrín, „en það er í lagi svona einu sinni og einu sinni.“ Þorgerður Katrín sagði að það yrði fátt um svör þegar hringt væri í embætti skattstjóra og óskað eftir leiðbeiningum um það hvar ætti að setja „aukatekjurnar“ um vændi á skattskýrsluna. „Og hvað mega þessar aukatekjur vera háar,“ spurði þingmaðurinn, „tíuþúsund- kall, tuttuguþúsundkall, fimmtíu- þúsundkall … hvar dregur skatt- urinn mörkin?“ Meira um forvarnir Í máli Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, kom m.a. fram að þingmenn VG hefðu fjórum sinnum lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. Sú leið hefur verið farin í Svíþjóð. Steingrímur sagði að stuðningur við þá leið yxi nú hröð- um skrefum og til athugunar væri að taka hana upp í Danmörku og Finnlandi. Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að ekkert foreldri gæti hugsað sér að barn þess lenti í vændi. „En því miður hefur sú framtíð blasað við mörgum börn- um,“ sagði hann. Og Soffía Gísla- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lagði m.a. áherslu á að við þyrftum að beita okkur í for- vörnum í þessum efnum og stefna að því að fækka þeim sem legðu stund á vændi sér til viðurværis. Þingmenn ræddu um vændi og kynferðisafbrotamál utan dagskrár á Alþingi í gær Telja að umræða um vændi hafi skilað árangri Morgunblaðið/Kristinn Össur Skarphéðinsson og Örlygur Hnefill Jónsson hlýða á umræður. Þingmenn ræddu vændi á Íslandi í umræðum ut- an dagskrár á Alþingi í gær. Málshefjandi var Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, en Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráð- herra var til andsvara. Arna Schram fylgdist með umræðunum. arna@mbl.is LÖGÐ hefur verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um að fjármálaráðherra verði falið að kanna hvort fella megi niður eða lækka virðisaukaskatt á fötum og skófatnaði fyrir börn. Flutningsmaður tillögunnar er Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins, en hann situr nú á þingi í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur. Vill hann með þessu koma til móts við barna- fjölskyldur í landinu, að því er fram kemur í greinargerð tillög- unnar. Í sjálfri tillögugreininni er lagt til að kannað verði fjárhagslegt tap ríkissjóðs við að fella niður eða lækka virðisaukaskatt af föt- um og skóm fyrir börn en einnig að kannaður verði ávinningur slíkra aðgerða fyrir barnafjöl- skyldur. „Einnig verði lagt mat á ávinning af slíkum aðgerðum fyr- ir verslun innanlands og í því efni sérstaklega litið til laga um þessi mál á Bretlandseyjum.“ Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar frá 28. maí 1999 komi fram að eitt af markmið- unum sé að endurskoða skatta- löggjöfina með það að markmiði m.a. að draga úr jaðaráhrifum og mismunun innan skattkerfisins og stuðla þannig að aukinni skil- virkni þess. „Þetta markmið er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að ríkisstjórnin hafi talið áhrif jaðarskatta of mikil í upp- hafi kjörtímabilsins og að á því þyrfti að taka,“ segir í grein- argerðinni. „Jaðaráhrif skatt- kerfisins bitna ekki síst á barna- fólki sem iðulega þarf í senn að koma sér upp húsnæði og greiða af námslánum og vinnur af þeim sökum langan vinnudag. Tekjur eru því oft ágætar og auk þess að greiða svonefndan hátekju- skatt skerðast bætur vegna tekjutengingar. Með því að lækka eða afnema virðisauka- skatt af barnafatnaði væri með einfaldri aðgerð komið til móts við barnafjölskyldur í landinu.“ Barnaföt beri engan eða lægri virðisaukaskatt NÍU varaþingmenn sitja nú á Al- þingi vegna tímabundinnar fjarveru aðalmanna. Adolf H. Berndsen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi vestra, situr í fjarveru Sigríðar Ingvarsdóttur. Drífa Snæ- dal, varaþingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykja- vík, situr í fjarveru Kolbrúnar Halldórsdóttur. Helga Guðrún Jón- asdóttir, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi, situr í fjarveru Árna R. Árnasonar. Jónas Hallgrímsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Austurlands- kjördæmi, situr í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar. Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi, situr í fjarveru Sivjar Friðleifsdóttur. Pét- ur Bjarnason, varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Vestfjarða- kjördæmi, situr í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar. Soffía Gísladóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra, situr í fjarveru Halldórs Blöndal. Vigdís M. Svein- björnsdóttir, varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Austurlandskjör- dæmi, situr í fjarveru Jóns Kristjánssonar. Og Örlygur Hnefill Jónsson, varaþingmaður Samfylk- ingarinnar í Norðurlandi eystra, sit- ur í fjarveru Svanfríðar Jónasdóttur. Níu varaþingmenn sitja nú á þingi ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, hefur lagt fram á Al- þingi skriflega fyrirspurn til Tómasar Inga Olrich menntamálaráðhera um það hvort hann hyggist breyta fjármögnun til háskólanna og tryggja jafna samkeppni ríkisháskóla og einkaháskóla í landinu. Fyrirspurnin er í tveimur liðum og hljóðar svo: 1. Hyggst ráðherra breyta fjármögnunarkerfi háskóla hér á landi? 2. Hyggst ráðherra tryggja jafna samkeppnis- stöðu ríkisháskóla og einkaháskóla? Samkvæmt þingsköpum Alþingis hefur ráðherra átta vikur til að svara fyr- irspurninni. Spurt um fjármögnun háskóla Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.