Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR á aldrinum 14–16
ára fengu tækifæri til þess að
láta hárin á höfði sér rísa,
kveikja á ótengdri flúrljósaperu
og slökkva á kerti með Van de
Graaf rafli nú um helgina á nám-
skeiðum sem haldin eru í sam-
bandi við Vísindadaga í Háskóla
Íslands. Viðskipta- og hag-
fræðideild, læknadeild og eðl-
isfræðiskor standa fyrir þessum
námskeiðum til að vekja áhuga
unglinga á þessum ólíku greinum.
Boðið var upp á fjölbreytt nám-
skeið sem báru yfirskrift á borð
við Hvernig verður krabbamein
til?, Markaðsfræði – af hverju
kaupi ég GSM-síma? og Tilraunir
með stöðurafmagn.
Ágúst Einarsson, prófessor og
deildarforseti viðskipta- og hag-
fræðideildar, segir að það sé ný-
lunda að kynna háskólann fyrir
yngri hópunum. ,,Mér finnst þetta
hafa tekist mjög vel til og það
var fjölmennt og áhugi hjá nem-
endunum. Þetta er greinilega
hlutur sem er mjög skynsamlegt
að gera og kynna fyrir 14–16 ára
unglingum það sem verið er að
gera í háskólanum. Ég hugsa að
þetta geti undið upp á sig á
næstu árum,“ segir Ágúst.
Rekinn áfram af forvitni
Kvennaskólaneminn Aðalheiður
Rún Þrastardóttir sótti námskeið
í markaðsfræði ásamt systur
sinni, Sigrúnu Stellu, nemanda í
Laugalækjarskóla, og Karli Reyni
Geirssyni sem gengur í Hlíð-
arhúsaskóla. Aðalheiður sagðist
ekki vita hvað hún vildi gera í
framtíðinni og því hefði móðir
hennar hvatt þær systur til að
skella sér á námskeiðið en fyrr
um daginn hafði hún sótt nám-
skeiðið Hvernig verður krabba-
mein til? og var ánægð með það.
Karl sagði að forvitnin hefði
rekið hann áfram. „Ég vil bara
skoða alla möguleika fyrir fram-
tíðina,“ segir hann. „Ég hef lært
hvernig alls konar fjölmiðlar geta
haft áhrif á fólk og látið það
kaupa hvað sem er,“ segir Að-
alheiður og öll segjast þau hafa
haft gagn og gaman af námskeið-
inu. Þau voru einnig sammála um
að svona námskeið væru sniðug
til þess að kynna sér námsmögu-
leika framtíðarinnar.
Marta Guðrún Blöndal, nem-
andi við Garðaskóla, og Halldór
Árnason, nemandi við Vall-
arskóla, skemmtu sér vel við að
sjá hárin rísa á jafnöldrum sínum
og neistana fljúga í kringum Van
de Graaf rafalinn á námskeiði um
stöðurafmagn á sunnudaginn.
„Mamma mín fékk tölvupóst og
skráði mig og lét mig svo bara
vita í gær að ég væri að fara á
þetta námskeið,“ segir Marta en
segist þó ekki hafa haft neitt á
móti því. „Mér finnst svona til-
raunir skemmtilegar og merki-
legar,“ segir Halldór og bæði eru
þau nokkuð ánægð með nám-
skeiðið.
„Við finnum fyrir miklum
áhuga á þessum hlutum hjá þess-
um aldursflokki en hins vegar
skilar þessi áhugi sér ekki í
gegnum menntaskólann. Við
fáum þessa nemendur ekki í há-
skólanám í þessum greinum og
erum núna að reyna að snúa
þessum kapli við með því að hafa
þessi námskeið,“ segir Ari Ólafs-
son, dósent við eðlisfræðiskor, og
bætir við að hann vonist til að
þessu verði haldið áfram. Hann
segir að nemendum við eðl-
isfræðiskor hafi ekki fjölgað jafn-
mikið og nemendum í flestum
öðrum skorum. ,,Okkur líst ekki
á að við fáum ekki fleiri inn í
þetta grunnnám þar sem Íslend-
ingar verða aldrei hátækniþjóð
án þess að það komi fleiri þar að.
Þess vegna verðum við að berjast
svolítið.“
Það var eftirtektarvert að í
hópnum voru mun fleiri strákar
en stelpur. „Stelpur hafa kannski
ekki jafnmikinn áhuga og strákar
á því að fikta við svona til-
raunir,“ segir Marta og Halldór
bætir við: „Ég bjóst ekki við nein-
um stelpum. Mér brá þegar þær
löbbuðu hérna inn.“ En hann seg-
ist samt hafa verið ánægður að fá
stelpur á námskeiðið. Ari segir
að kynjaskiptingin sé mjög mis-
jöfn og að stundum hafi verið
fleiri stelpur en strákar á nám-
skeiðum tengdum eðlisfræði.
Ari segir að ekki sé hægt að
ætlast til þess að unglingarnir
skilji allt það sem á bak við er en
þeir geti a.m.k. notið þess sem er
skemmtilegt við þetta. ,,Við heyr-
um heilmikið af ,,vá!“ þegar þau
eru að upplifa þetta og við von-
umst til þess að þessi neisti sem
við getum kveikt hér endist þeim
í gegnum menntaskólann.“ Fleiri
námskeið verða haldin um næstu
helgi, t.d. Leikjafræði, Hvað ger-
ist við frjóvgun og hvernig má
koma í veg fyrir hana? og Þurrís
og hamskipti efna. Skráningu á
námskeiðin lauk 1. nóvember sl.
Hárin
rísa í
Háskóla
Íslands
Morgunblaðið/Ásta Sól
,,Klikkaði prófessorinn“Ari Ólafsson, dósent við eðlisfræðiskor, sýnir nemendunum hvernig hægt er að láta hárin
á höfðinu rísa með notkun Van de Graaf-rafals.
Höfundar eru Ásta Sól Kristjáns-
dóttir og Eva Hrönn Stefánsdóttir,
nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við
Háskóla Íslands.
VINNUEFTIRLITIÐ hefur nú til
skoðunar hvort vinnuverndarlög-
gjöfin hafi verið brotin í Búnaðar-
banka Íslands. Starfsmaður, sem ný-
lega var sagt upp störfum og starfaði
í vaktavinnu hjá bankanum, hefur
komið kvörtun á framfæri við Vinnu-
eftirlitið um að vinnuverndarákvæði
hafi verið brotin á honum.
Steinar Harðarson, umdæmis-
stjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins, seg-
ir að rætt hafi verið við stjórnendur
Búnaðarbankans símleiðis um þetta
mál. „Við munum skoða þetta frekar
og málið er í ákveðnum farvegi hjá
okkur. Rannsóknin er ekki komin
það langt á veg að við getum sagt til
um hvort hvíldarákvæði hafi verið
brotin. Stjórnendur í Búnaðarbank-
anum eru að fara yfir vinnutíma
starfsmanna í vaktavinnu og ætla að
gæta þess í framtíðinni að vaktmenn,
sem og aðrir, fái lögbundna ellefu
tíma hvíld á sólarhring að jafnaði,“
segir Steinar.
Aðspurður hvort honum sýnist að
hvíldartímaákvæði hafi verið brotin
segist Steinar ekki hafa nægjanleg
gögn til að dæma um það. „Ef maður
tekur mjög stutt tímabil ná starfs-
menn ekki ellefu tíma hvíld, en það
eru ýmis undanþáguákvæði sem
leyfa slíkt á lengra tímabili ef menn
fá frí í staðinn. Þótt menn nái ein-
staka daga ekki nema átta tíma hvíld
á sólarhring geta verið undanþágu-
heimildir fyrir því.“
Steinar segir að það geti vel hugs-
ast að Vinnueftirlitið skoði lengra
tímabil hjá Búnaðarbankanum. „Við
erum nýbúin að frétta af þessu og
rétt byrjuð að skoða þetta.“
Árlega berist fjölmargar kvartan-
ir til Vinnueftirlitsins þótt fáar bein-
ist að hvíldartímaákvæðum. „Oft er
gripið til aðgerða en stundum er nóg
að ræða málin og ná samkomulagi
um breytt fyrirkomulag. Ef vinnu-
tími er skipulagður þannig að starfs-
menn fái ekki nægjanlega hvíld er
aðalatriðið að menn breyti því og
komi vinnutímanum í það horf sem
allir geti unað við og er í samræmi
við reglur,“ segir Steinar.
Vinnueftirlit skoðar hvort
hvíldartímaákvæði hafi verið brotin
í Búnaðarbankanum
Kvörtun barst
frá fyrrverandi
starfsmanni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Sturlu
Böðvarssyni samgönguráðherra:
„Þeim sem til þekkja er ljóst að
fráleitt er að ráðherra hafi afskipti
af þeirri ákvörðun stjórnar Símans
að birta ekki opinberlega skýrslu
Ríkisendurskoðunar um fjárhags-
legan viðskilnað fyrrverandi for-
stjóra.
Engum dylst heldur að ný stjórn
og forstjóri Símans tengjast á eng-
an hátt þessum málum og hafa því
ennþá síður en ella nokkuð að fela.
Engu að síður er moldviðri þyrl-
að upp. Mikill þrýstingur er settur
á ráðherra að grípa í taumana og
skikka stjórn hlutafélagsins til þess
að breyta afstöðu sinni.
Bæði innan veggja alþingis og í
umfjöllun fjölmiðla er af miklum
þunga farið fram á afhendingu
skýrslu til opinberrar umfjöllunar
sem engu að síður er vitað að er
trúnaðarskjal á milli stjórnar og
endurskoðanda hlutafélags. Að auki
er búið að upplýsa að fullu um það
sem skiptir máli í innihaldi hennar
og greina opinberlega frá því eina
atriði þar sem endurskoðandi fé-
lagsins sætti sig ekki við fram-
komnar skýringar.
Krafan um afskipti ráðherra af
þessu máli er að mínu viti fráleit.
Stjórn Símans hefur upplýst um
efni skýrslunnar en telur að með
því að standa á rétti sínum sam-
kvæmt hlutafélagalögum og halda
skýrslunni innan veggja félagsins
sé hagsmuna Símans best gætt.
Ný stjórn Símans og nýr forstjóri
voru einmitt fengin til liðs við félag-
ið til að snúa vörn í sókn, horfa
fram á veginn og reyna sem fyrst
að koma fyrirtækinu undan því
kastljósi sem mánuðum saman var
haldið að málefnum fyrrverandi
stjórnenda þess.
Ég fékk nýtt fólk í stjórn Símans
til starfa á grundvelli hlutafélaga-
laga í landinu og hét því að verja
félagið óþörfum afskiptum ríkisins
eins og frekast væri unnt. Við það
mun ég standa.“
Fráleitt að ráð-
herra hafi af-
skipti af ákvörð-
un Símans
Á NÆSTU dögum verður borað
niður á um 1.500 metra dýpi við
Kýrholt í Viðvíkursveit í Skagafirði
til að leita að heitu vatni sem gæti
nýst til að hita upp hús á Hofsósi og
nágrenni. Undanfarin ár hefur verið
leitað eftir heitu vatni, einkum á
tveimur stöðum í firðinum, en hefur
einungis verið farið niður á rúma
500 metra til þessa.
Páll Pálsson, veitustjóri Hitaveitu
Skagafjarðar, segir að borholan við
Kýrholt, sem er austan við Héraðs-
vötn fyrir botni fjarðarins, hafi gefið
mikið magn af um 22°C heitu vatni
og nú verði rannsakað hvort heitara
vatn sé að finna neðar í jarðskorp-
unni. Einnig hafi verið leitað eftir
heitu vatni í Hrolllaugsdal við Hofs-
ós, þar sé vitað um hita en ekki
vatn.
Kynt með rafmagni í dag
„Við vonumst til þess að annað
hvort svæðið muni gefa nægilegt
vatn þannig að við getum kynt Hofs-
ós og nágrenni með heitu vatni. Við
erum með hitaveitu í Varmalandi og
á Sveinsstöðum sem dugar fyrir
Sauðárkrók og það er mikið af heitu
vatni frammi í firði.“ Segir Páll að
ekki komi til greina að leggja hita-
vatnsleiðslur frá vestanverðum firð-
inum yfir til Hofsóss, fjarlægðin sé
of mikil til að það borgi sig. Íbúar á
Hofsósi kyndi í dag með rafmagni
og hugsanlega einhverjir með olíu.
Samningaviðræður standa nú yfir
við Orkustofnun og fulltrúa átaks
ríkisstjórnarinnar til jarðhitarann-
sókna á köldum svæðum um stuðn-
ing við rannsóknarboranirnar. Segir
Páll ljóst að verkefnið fái stuðning
en það sé eftir að útfæra það nánar.
Kostnaðurinn sé þegar kominn í um
20 milljónir króna og Skagafjarð-
arveitur hafi fengið styrk til verk-
efnisins. Kostnaðurinn við eina bor-
holu geti hlaupið á 20–100
milljónum króna, allt eftir því hvaða
aðferð sé notuð.
Borað eftir heitu
vatni í Viðvíkursveit
í Skagafirði
Vonast til
að finna
heitt vatn
fyrir Hofsós
ÞORSTEINN Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar, segir það ekki and-
stætt útboðsreglum þó svo
verktakahópur sá sem Ístak
og nokkur erlend fyrirtæki
eru í fengi annan aðila til liðs
við sig í stað Skanska AS,
sem hefur hætt við þátttöku í
útboði vegna virkjunarfram-
kvæmda á Austurlandi. Það
sé þó háð því að sá aðili
standist þau skilyrði sem
Landsvirkjun setur í útboð-
inu.
,,Ef þeir vilja fá nýjan aðila
þá þurfa þeir að sækja um
samþykki okkar fyrir þeim
aðila því hann verður auðvit-
að að uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru í útboðinu,“
segir Þorsteinn. „Það sóttu
átta aðilar um að bjóða í
þetta verk og þremur var
hafnað og augljóslega gilda
sömu kröfur áfram,“ sagði
hann.
Þorsteinn
Hilmarsson hjá
Landsvirkjun
Nýr aðili
þyrfti að
uppfylla
skilyrði