Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 19 SEX fórust og 37 slösuðust, þar af sex alvarlega, er a.m.k. þrjátíu bifreiðar og sjö flutningabílar lentu í árekstri á þjóðvegi suður af Poitiers í Suðvestur-Frakklandi í gær. Voru slökkviliðsmenn kallaðir á vettvang því eldur kom upp í þremur flutningabílanna og fjór- um öðrum bílum. Orsakir slyssins eru taldar vera hraðakstur og slæmt skyggni vegna þoku. AP Sex fórust í Frakk- landi Berlusconi vinnur tvo sigra Róm. AP. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, vann tvo sigra í gær er hann var sýknaður af ákæru um bók- haldssvik og þingið samþykkti laga- frumvarp sem gagnrýnendur segja að muni koma forsætisráðherranum og bandamönnum hans til góða við spillingarréttarhöld. Dómarar í Mílanó sýknuðu Ber- lusconi, sem er umfangsmikill kaup- sýslumaður, á þeim forsendum að ákærur vegna flutnings á knatt- spyrnumanni til félags sem Berlusc- oni á væru fyrndar. Var sýknan byggð á nýjum lögum, sem sam- þykkt voru fyrr á þessu ári, og milda ákvæði um refsiverð bókhaldssvik og stytta fyrningartíma ákærna vegna þeirra. Frumvarpið, sem samþykkt var á þinginu í gær, er af stjórnarand- stöðuþingmönnum sagt hannað til þess að hjálpa forsætisráðherranum og samstarfsmönnum hans í öðrum spillingarréttarhöldum í Mílanó. Samkvæmt nýju lögunum, sem sam- þykkt voru með 310 atkvæðum gegn fjórum í fulltrúadeild þingsins, geta sakborningar krafist þess að réttar- höld verði færð í annað lögsagnar- umdæmi hafi þeir „lögmætar grun- semdir“ um að dómarar hafi horn í síðu þeirra. PÓLVERJAR ofsóttu og myrtu fjölda meðborgara sinna af gyð- ingaættum í að minnsta kosti 24 bæjum í Norðaustur-Póllandi á dögum síðari heimsstyrjaldar. Þetta kemur fram í niðustöðum sagnfræðilegrar rannsóknar sem pólska ríkisstjórnin fékk sérfræðinga til að vinna, en skýrslan kom út á bókarformi í Póllandi í byrjun vikunnar. Í skýrslunni, sem ber yfir- skriftina „Um Jedwabne“ og er 1500 síður að lengd í tveimur bindum, er safnað saman ýms- um sögulegum staðreyndum um örlög gyðinga í Norðaustur- Póllandi á stríðsárunum, en upplýsingar þar að lútandi sem dregnar hafa verið fram í dags- ljósið á síðustu misserum hafa þvingað Pólverja til að endur- skoða þá sögulegu sjálfsímynd sína, að þeir hafi aðeins verið fórnarlömb í síðari heimsstyrj- öld. Kveikjan að rannsókninni var bók sem pólsk-bandaríski sagn- fræðingurinn Jan Tomasz Gross, sem er af gyðingaættum, birti árið 2000 um það hvernig pólskir íbúar bæjarins Jed- wabne í Norðaustur-Póllandi smöluðu sumarið 1941, skömmu eftir innrás herja Hitlers í Sov- étríkin, allt að 1.600 meðborg- urum sínum, gyðingum, inn í hlöðu og brenndu til bana. Þýzkum nazistum hafði fram að þessu verið kennt um þennan glæp. Í nýju skýrslunni eru fórnar- lömbin í Jedwabne sögð hafa verið nær 1.000 manns, ekki 1.600, en auk þess sannanir raktar fyrir ofsóknum og morð- um á gyðingum á að minnsta kosti 23 öðrum stöðum í Norð- austur-Póllandi á árinu 1941, sem framin voru af Pólverjum, ekki hernámsliði nazista sem annars átti frumkvæðið að flest- um gyðingaofsóknum á þessum slóðum á þessum tíma. Pólverj- ar myrtu gyðinga Varsjá. AP. JÖRG Haider, hinn umdeildi forystu- maður Frelsisflokksins á hægri kanti stjórnmálanna í Austurríki, sneri heim úr heimsókn til Bagdad í gær og fullyrti að sér hefði tekizt að eiga þátt í því að fá Saddam Hussein Íraksfor- seta til að heita því að hlíta nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit í landinu. Á blaðamannafundi í Vínarborg gagnrýndi Haider ennfremur Banda- ríkjastjórn fyrir það sem hann kallaði stríðsæsingastefnu. „Okkur tókst að fá Íraka til að breyta um skoðun,“ sagði Haider, en hann átti tveggja stunda fund með Saddam Hussein í Bagdad á mánu- dag. „Við horfum nú fram á góða möguleika á að mjaka málum áfram í átt að því að tryggja frið,“ sagði hann. Haider sagði Íraksforseta hafa í sín eyru lýst „grundvallarbreytingu á af- stöðu Íraksstjórnar til ályktana SÞ“. Saddam sé nú reiðubúinn að fallast á nýja ályktun SÞ um vopnaeftirlit sem jafnframt „tryggi og viðurkenni full- veldi, sjálfstæði og öryggi Íraks“. Talsmenn Bandaríkjastjórnar lýstu hins vegar frati á boðskap Haiders. „Sækjast sér um líkir,“ voru þau orð sem Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, hafði um fundi þeirra Haiders og Saddams. Haider sagði að Austurríki gæti sem lítið hlutlaust land leikið sátta- semjarahlutverk og gagnrýndi bandarísk stjórnvöld fyrir hræsni í fordæmingu sinni á Írak. Sagði hann Austurríkismenn hafa á tilfinning- unni að ráðamenn í Washington hygðust fara í stríð gegn Írak „hvað sem tautar eða raular“ og það í þeim tilgangi helztum að beina athygli bandarísks almennings frá vanda- málum heima fyrir. Aðrir austurrískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt Haider harðlega fyrir ferðir sínar til Íraks. „Þetta gefur röng skilaboð á röngum tíma. Það gengur ekki að reka eigin einka-utan- ríkisstefnu; utanríkisstefna austur- ríska lýðveldisins er sú eina sem gild- ir, samkvæmt stjórnarskránni. Haider ætti að halda sig innan ramma stjórnarskrárinnar, í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Benita Ferrero-Waldner, utanríkisráðherra Austurríkis. Haid- er segist hins vegar sem fylkisstjóri Kärnten hafa rétt til að koma fram sem pólitískur fulltrúi Austurríkis á erlendri grundu. Kosið verður til austurríska þings- ins eftir þrjár vikur. Staða Frelsis- flokks Haiders, sem dró sig út úr stjórnarsamstarfi við hinn íhalds- sama Þjóðarflokk fyrir skemmstu, hefur veikzt mjög vegna klofnings í flokksforystunni. Jörg Haider aftur í umdeilda heimsókn til Bagdad Segir Saddam heita því að hlíta nýrri ályktun SÞ Vínarborg. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.