Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 25 UM síðustu helgi var haldin djass- veisla – einskonar eftirmáli Jazzhátíð- ar Reykjavíkur – tveggja kvölda tón- leikahald á Kaffi Reykjavík og þrírétta hvort kvöld. Það voru þeir Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari og Ómar Guðjónsson gítarleikari sem riðu á vaðið á föstudagskvöldið og spiluðu standarda og frumsaminn blús. Eyjólfur er sonur Þorleifs Gísla- sonar, sem lengi var í framvarðar- sveit íslenskra djassleikara, ekki síst er kvartett Kristjáns Magnússonar starfaði. Hann er einna fremstur sinnar kynslóðar í djasssaxófónleik hérlendis og hefur margt til brunns að bera; rýþmískur í fraseringum, spuninn ágætur en tónninn mætti vera betri – slíkt kemur þó oftast í ár- anna rás. Ómar er sá gítarleikari í djassi af yngstu kynslóðinni er ég kann best að meta. Hann er hug- myndaríkur, hefur einstaka tilfinn- ingu fyrir hinu melódíska einsog bróðir hans Óskar, og hefur greini- lega náð sambandi við klassíska djasshugsun. Stundum kom manni Jim Hall í hug eða þá Jón Páll Bjarna- son, en það var mikil gæfa fyrir ís- lenskt djasslíf að hann skyldi flytja heim að nýju eftir áratuga dvöl í Sví- þjóð og Bandaríkjunum. Hann hefur unnið mikið þarfaverk sem kennari við djassdeild Tónlistarskóla FÍH, en því miður hefur hann ekki spilað djass jafn mikið og maður hefði óskað, en það er ekkert nýtt í tónlistarsögu Ís- lands að snillingar verði að eyða kröftum sínum í annað en listsköpun. Eyjólfur og Óskar voru með klass- íska söngdansa á efnisskrá sinni og hafði tekist að finna nýjan flöt á þeim sumum. Fyrst léku þeir þó slagarann alkunna Kenndu mér að kyssa rétt. Túlkunin var skondin og gaman að heyra Ómar leika bassaganginn á gít- arinn meðan Eyjólfur spann og halda þannig sveiflunni gangandi. Þeir léku svo frumsaminn blús sem var ekkert ólíkur þúsund öðrum stolnum og stældum blúsum sem menn hafa verið að setja nafn sitt við til að fá stef- gjöldin. Beautiful Love var sæmilega spilað en útgáfan á My Funny Valent- ine mun skemmtilegri. Gítarhrynur- inn brá nýju ljósi á dansinn og bopp- frasar Eyjólfs féllu vel inní spunann. Skemmtileg sýn bráðungra spilara á klassíkina. Djassveisla saxófónanna DJASS Kaffi Reykjavík Eyjólfur Þorleifsson tenórsaxófón og Óm- ar Guðjónsson gítar. Föstudagskvöldið 1. nóvember 2001. EYJÓLFUR OG ÓMAR NÝTT gallerí hefur verið opnað á Skólavörðustíg 5: Gallerí nr. 5. Þar selja sex listakonur verk sín. Þær eru Auður Inga Ingv- arsdóttir, leir, Álfheiður Ólafs- dóttir, olíumálun, Ástrós Þor- steinsdóttir, leir, Helga Sigurðar- dóttir, vatnslitamálun, Ingunn Eydal, gler, og Matthildur Skúla- dóttir, steint gler. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12–18 og laugardaga frá 12–16. Hið nýja gallerí á Skólavörðustíg 5. Nýtt gallerí á Skólavörðustíg Bankastræti 3,  551 3635 blue mat; eau de parfum japanski herrailmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA SIGURÐUR Flosason og Jóel Pálsson eru í hópi fremstu djasslista- manna er Íslendingar hafa átt. Ferill þeirra hefur verið nokkuð ólíkur. Fyrstu tveir hljómdiskar Sigurðar voru með tónverkum eftir hann sjálf- an, en síðan hefur hann fyrst og fremst fengist við nýsköpun byggða á klassískum söngdönsum og sálmum. Hann hefur einstaka tilfinningu fyrir ballöðum en hæfileikar hans liggja víðar og einir eftiminnilegustu djass- tónleikar til þessa á árinu voru tón- leikar hans og Péturs Grétarssonar á Listahátíð. Raddir þjóðar nefndust þeir og spunnu þeir þar við upptökur af íslenskum kvæðalögum og skemmtisögum. Sjónvarpsáhorfend- ur fengu að heyra brot af því verki ný- lega er sent var út frá fimmtíu ára af- mælishátíð Norðurlandaráðs í Helsinki og geisladiskur með efninu er væntanlegur á næstunni. Jóel hef- ur aftur á móti haldið sig við eigin verk á diskum sínum og er sá þriðji væntanlegur á næstu dögum. Þeir eru báðir á hápunkti ferils síns og allt- af gaman þegar þeir leiða saman hesta sína. Fyrir nokkrum árum héldu þeir tónleika á djasshátíð þar sem verk Mingusar voru á dagskrá og léku þeir sér þá að ýmsum saxófónum og klarinettum. Á föstudagskvöldið blésu þeir tveir í höfuðhljóðfæri sín og skópu svítu byggða á hugleiðingum um klassíska söngdansa og djassverk. Þeir hófu blásturinn aftast í salnum og komu gangandi að sviðinu spinn- andi djassfrasa sífellt kraftmeiri uns þeir umbreyttust í tónabylgjur, en sjávarhrifin voru þó ekki í anda Debussy heldur expressjónísk og allt í einu braust altóinn fram í söngdans- aspuna með hámarki í Body And Soul. Stundum minnti samleikur þeirra fé- laga á Lee Konitz og Warne Marsh, en fáir saxófónleikarar hafa spunnið saman melódíur jafnglæsilega og þeir. Hámark tónleikanna var túlkun þeirra félaga á perlu Ellingtons: In A Senti- mental Mood. Þrír stórsaxófónleikar- ar okkar Íslendinga um þessar mund- ir: Sigurður, Jóel og Óskar Guðjóns- son, eiga það sameiginlegt að ballöðutúlkun er þeim eðlislæg. Jóel er þó skyldari Sigurði í spuna sínum en Óskari þótt þeir séu nær í aldri og eltispuni Sigurðar og Jóels í anda fúgulistarinnar í ballöðu Ellingtons var frábærlega útfærður. Svo kom Coltrane blús og tónlistin varð jarð- bundnari en fyrr uns þeir gengu blás- andi af sviði eins og þeir komu. Frábær samspuni þroskaðra lista- manna, sem tókst enn einu sinni að koma á óvart með gamalkunnu þræl- spiluðu efni. Vernharður Linnet Sigurður Flosason altósaxófón og Jóel Pálsson tenórsaxófón. Kaffi Reykjavík, laugardagur 2. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.