Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 31
ÞAÐ má á sumum heyra að hinir
illu Ameríkanar séu enn einu sinni
að fara með heiminn til helvítis. Við-
komandi eru ekki hrifnir af Saddam
Hussein, en segja samt að George
Bush sé meiri ógn við heimsfriðinn.
Hverskonar rugl er þetta eiginlega?
Ef marka ætti fréttir, er eins og leið-
togar Evrópu séu að reyna að halda
aftur af froðufellandi stríðsæsinga-
manni, í Washington. Sem geti ekki
beðið eftir að dreifa bombum í allar
áttir. Þetta segja þessir blessaðir
friðarsinnar meðan fjöldamorð eru
framin út um allan heim. Allt frá
Balí til Bagdad. George Bush hefur
sagt það eitt að ríkisstjórn Íraks sé
ill, og að heiminum, ekki síst Írök-
um, sé fyrir bestu að Saddam Huss-
ein hverfi. Er það slæmt?
Bush hefur margoft sagt að hann
muni ráðfæra sig við bandamenn,
áður en til hernaðar komi. Enginn
„alvöru“ undirbúningur undir innrás
í Írak er hafinn. Engu að síður lætur
fólk eins og ráðist verði á Írak í
næstu viku, ef ekki verði hægt að
koma vitinu fyrir George Bush.
Spurningin er fyrir hvern þarf að
koma vitinu? Væri ekki nær að
koma vitinu fyrir Saddam Hussein?
Bush er á nokkuð góðri leið með
það, með því að hóta honum. Heldur
einhver að ljúflingurinn Saddam
hefði allt í einu tekið það upp hjá
sjálfum sér að leyfa vopnaleitar-
mönnum Sameinuðu þjóðanna að
koma til Íraks?
Eftir Flóabardaga dró Saddam
Hussein Sameinuðu þjóðirnar á
asnaeyrunum í mörg ár, þar til hann
að lokum sparkaði vopnaleitarsveit-
um þeirra endanlega úr landi.
Frakkar, Rússar og Kínverjar lögð-
ust allir á eitt, til að hindra að beitt
yrði hervaldi, til þess að knýja Íraka
til þess að fara að ályktunum sam-
takanna. Þessar sömu þjóðir hamast
í dag gegn því að öryggisráðið sam-
þykki að Írakar verði beittir her-
valdi, ef þeir hlýði ekki samþykktum
þess. Það er það sem Bandaríkja-
menn biðja um. Miðað við forsöguna
er þetta dálítið skrýtið.
Á Íslandi er alltaf til hópur manna
sem berst hatrammlega gegn því að
Vesturlönd snúist til varnar, hvað
sem á gengur. Þessi hópur hefur nú
enn risið upp á afturlappirnar, til
þess að fordæma hugsanlegar að-
gerðir gegn vini vorum Saddam,
jafnvel áður en náðst hefur sam-
komulag um að ganga svo langt að
snupra hann. Mér dettur ekki í hug
að þetta fólk styðji Saddam. En
fjöldamorðinginn í Bagdad brosir út
að eyrum.
George
eða Saddam
Eftir Óla
Tynes
„Fjölda-
morðinginn
í Bagdad
brosir út að
eyrum.“
Höfundur er fréttamaður.
Í MORGUNBLAÐINU 2. nóv-
ember fer Kristinn H. Gunnars-
son, formaður þingflokks fram-
sóknarmanna, fram á að þeir sem
gagnrýnt hafa niðurstöðu heil-
brigðisráðherra varðandi ráðningu
í stöðu framkvæmdastjóra Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja geri
grein fyrir hæfi umsækjendanna
tveggja og leggi síðan fyrir les-
endur blaðsins að meta málsatvik.
Kristni hlýtur að vera ljóst að
gagnrýnendur hafa ekkert með
mat á hæfi umsækjenda að gera.
Það er í verkahring matsnefndar
og stjórnar HSS og liggur fyrir.
Valdið er svo í höndum ráðherrans
samkvæmt lögum og hann hefur
beitt því. Ég vil hins vegar minna
þingflokksformanninn á að í lýð-
ræðissamfélögum ríkir hefð fyrir
því að almenningi sé frjálst að
hafa skoðanir á og efasemdir um
réttmæti aðgerða stjórnvalda.
Gagnrýni mín og efasemdir byggj-
ast eingöngu á þeim staðreyndum
sem fyrir liggja í málinu. Þær eru
að matsnefnd mat alla umsækj-
endur hæfa. Tveir voru taldir hæf-
astir og þeir kallaðir til viðtals.
Þverpólitísk stjórn HSS, skipuð
báðum kynjum, mælti með Skúla
Thoroddsen sem hæfari umsækj-
anda að undanskildum fulltrúa
ráðherra. Skyldi það hafa verið til-
viljun ein? Heilbrigðisráðherra
hunsar vilja stjórnarinnar og ræð-
ur Sigríði Snæbjörnsdóttur í stöð-
una. Hann beitir fyrir sig jafn-
réttislögum, forréttindalögum
kvenna, til að réttlæta ráðninguna.
Það virðist geðþóttaákvörðun
hverju sinni hvenær tekið er mark
á niðurstöðu stjórnar eða mið af
umræddum lögum í málum af
þessu tagi. Það skyldi þó aldrei
hafa verið vitlaust gefið enn einu
sinni? Ég hirði ekki um að rit-
höggvast frekar við Kristin H.
Gunnarsson.
Var vit-
laust gefið?
Eftir Jórunni
Tómasdóttur
„Gagnrýni
mín og efa-
semdir
byggjast
eingöngu
á þeim
staðreyndum sem fyrir
liggja í málinu.“
Höfundur er kennari við Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
HVAÐ kostar að leigja íbúð?
Þessi spurning hefur brunnið á
mörgum undanfarnar vikur og sýn-
is sitt hverjum hvað sé dýrt og
hvað sé ekki dýrt.
Til þess að fjalla um leiguverð er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
einni mjög mikilvægri staðreynd.
Hún er sú að leiga á íbúðarhúsnæði
er óháð tekjum þess er býr í hús-
næðinu. Íbúð er eins og hver önnur
neysluvara sem kostar ákveðna
upphæð og hefur ekkert með
greiðslugetu neytandans að gera.
Ástæða þess að ég nefni þessa
staðreynd er sú að húsaleigu er
alltof oft stillt upp sem kosti fyrir
tekjulága einstaklinga og fjölskyld-
ur og enga aðra. Af sömu ástæðu
er gerð krafa um að húsaleiga sé
lág og hafi ekkert með að gera
hvað íbúðin kostar í innkaupum og
rekstri. Með sömu rökum mætti
reikna með því að það væri mun
ódýrara að leigja sér bíl en raun
ber vitni, bara vegna þess að við-
skiptavinirnir hafa ekki ráð á að
kaupa bíl!
Að leigja sé húsnæði getur verið
kostur fyrir alla þá er þurfa þak yf-
ir höfuðið. Með tilkomu leigufélaga
sem ætla sér að byggja og reka
leiguhúsnæði næstu áratugina er
búið að víkja frá helsta ókosti þess
að leigja, óörygginu. Með faglegri
þekkingu á rekstri íbúða er leiga
að verða að veruleika sem væn-
legur kostur fyrir alla tekjuhópa.
Hvort það sé betra að kaupa eða
leigja verður áfram spurning sem
verður aðeins svarað af viðskipta-
vinunum sjálfum. Við það eru kost-
ir og gallar sem hver og einn gerir
upp við sig. Ef einungis fjárhags-
leg sjónarmið myndu ráða myndu
flestir leigja sér húsnæði og festa
sína peninga í öðrum fjárfestingum
sem gæfu betri arð.
En hvernig er húsaleiga reiknuð,
hvað veldur því að hver fermetri
kostar rúmar 1.000 krónur?
Ef tekið er dæmi um 3ja her-
bergja íbúð sem er 84m2 að stærð
þá má reikna með að slík íbúð kosti
á höfuðborgarsvæðinu um 12 millj-
ónir króna. Það breytir engu hvort
hún er keypt til eigin nota eða til
að leigja hana öðrum. Það breytir
heldur ekki aðalatriðunum hvort
notað er eigið fé til kaupanna eða
lánsfé. Ef um er að ræða eigið fé
þá þarf t.d. að gera ráð fyrir töp-
uðum vöxtum af því. Til einföld-
unar er því reiknað með lántöku á
bestu kjörum sem bjóðast leigu-
félögum.
Í boði er 90% lán til 50 ára á
4,5% vöxtum og 10% bjóðast á
6,5% vöxtum til 25 ára. Greiðslu-
byrði af þeim er um 53.000 kr. Ef
íbúðin væri hins vegar keypt af
einstaklingi á bestu kjörum sem
honum byðust væri greiðslubyrðin
af lánunum nær 66.000 kr.
En það kostar líka að eiga og
reka fasteignir. Það þarf að greiða
um 2.200 kr. á mánuði í tryggingar,
fasteignagjöld eru um 6.400 kr. á
mánuði og meðalviðhaldskostnaður
er vart undir 1,2% af brunabóta-
mati eignarinnar árlega eða 12.000
kr. á mánuði. Hússjóð þurfa allir að
greiða um 6.000 kr.
Hjá leigufélagi má gera ráð fyrir
að einhverjar kröfur tapist og einn-
ig þarf félagið að hafa tekjur til að
standa undir rekstrinum. Gert er
ráð fyrir 3.000 kr. á mánuði í af-
skriftir og 1.600 kr. í tekjur fyrir
félagið. Samtals kostar því 3ja her-
bergja íbúð að verðmæti 12 millj-
ónir um 84.200 kr. á mánuði. Það
breytir engu hverjar tekjur íbúans
eru í því samhengi. Hins vegar er
það skoðun forráðamanna Búseta
að nauðsynlegt sé að hækka húsa-
leigubætur fyrir þá er minnst hafa
milli handanna til að allir lands-
menn getir átt kost á vönduðu
íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum
kjörum.
Húsaleiga er
óháð tekjum
Eftir Gunnar
Jónatansson
„Hvort það
sé betra að
kaupa eða
leigja verður
áfram spurn-
ing sem verður aðeins
svarað af viðskiptavin-
unum sjálfum.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
Búseta.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Jólin á
Kanarí
19. desember
frá kr. 60.262
Nú bjóðum við síðustu
sætin í sólina um jólin til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug
til Kanarí þann 17. eða 19. desember, og þú getur valið um viku, 9
nætur, 2 vikur eða 3 vikur á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga.
Hér nýtur þú 20-25 stiga hita og veðurblíðu við frábærar aðstæður og
getur kvatt veturinn í bili á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu.
Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar
allan tímann.
Tryggðu þér síðustu sætin um jólin
Verð kr. 73.600
Verð á mann, m.v. 2 í íbúð, Tanife,
17. des., 9 nætur. Flug, gisting,
skattar.
Verð kr. 60.262
M.v. hjón með 2 börn, Tanife, 17.
des., 9 nætur. Flug, gisting, skattar.
Húsi verslunarinnar og Glæsibæ
Símar: 568 7305 - 568 5305