Morgunblaðið - 06.11.2002, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 35
Málfundafélagið
Óðinn
Aðalfundur
Málfundafélagið Óðinn heldur aðalfund sinn
í kvöld, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 20.00
í Valhöll við Háaleitisbraut.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Gestur fundarins:
Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi.
Stjórnin.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Stoke Holding s.a.
verður haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík,
þriðjudaginn 12. nóvember kl. 18.00.
Dagskrá fundar:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kynning á tillögum stjórnar um lækkun
hlutafjár.
3. Kynning á tillögum stjórnar um leyfi til að
gefa út breytileg skuldabréf allt að einni
milljón punda.
4. Önnur mál.
Stjórnin.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
3ja-4ra herb. íbúð
óskast keypt
Staðsetning: Þingholt-
in, vestur- eða miðbær
Má þarfnast standsetningar.
Hafið samband í síma 899 9090 eða
stirmirbk@simnet.is .
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FÉLAGSSTARF
Til leigu
Síðumúli 13 — glæsileg skrifstofurými
Til leigu 2x220 fm skrifstofurými á 2. hæð sem
getur myndað eina heild. Húsnæðið er ný-
standsett, bjart og rúmgott. Tölvulagnir. Næg
bílastæði.
Upplýsingar í símum 896 9620 (Guðjón) eða
891 9999 (Vilmar).
AFL sf.
Traustur leigusali í 40 ár.
TILKYNNINGAR
Auglýsing
Deiliskipulag í landi
Álftártungu, Borgarbyggð
Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir
athugasemdum við ofangreint deiliskipulag.
Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu
Borgarbyggðar frá 6. nóvember 2002 til
4. desember 2002.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna
fyrir 18. desember 2002 og skulu þær vera
skriflegar.
Borgarnesi, 25. október 2002.
Sigurður Páll Harðarson
bæjarverkfræðingur.
Stækkun álvers Ísal í
Straumsvík, Hafnarfirði
Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat
á umhverfisáhrifum frá 26. júlí 2002 með
leiðréttingum dags. 28. október 2002
sem gerð er grein fyrir í viðauka við 5.
kafla úrskurðarins.
Mat á umhverfisáhrifum — úrskurður Skipu-
lagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur birt leiðréttan úrskurð
um stækkun ÍSAL í Straumsvík samkvæmt lög-
um nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
1. áfangi: Stækkun í allt að 330.000 tonn af áli
á ári. 2. áfangi: Stækkun í allt að 460.000 tonn
af áli á ári. Leiðréttingin er gerð á grundvelli
2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1997.
Leiðréttingin hefur ekki í för með sér nýjan
kærufrest þar sem um leiðréttingu fyrri úr-
skurðar er að ræða.
Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu
Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is .
Skipulagsstofnun.
Vatnsendaland Norðursvæði - síðari áfangi
Úthlutun á byggingarrétti
Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum:
1. Fjölbýlishús við Álfkonuhvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir fjölbýlishús við Álfkonuhvarf 19-27. Húsin eru 3 hæðir
auk kjallara með annars vegar 18 íbúðum og hins vegar 27 íbúðum. Hluti bílastæða
verða í bílastæðakjallara.
2. Fjölbýlishús við Akurhvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir fjölbýlishús við Akurhvarf 1-7. Húsin eru 3 hæðir auk
kjallara með annars vegar 9 íbúðum og hins vegar 27 íbúðum. Hluti bílastæða verða í
bílastæðakjallara.
3. Fjölbýlishús (klasahús) við Andarhvarf, Asparhvarf og Ennishvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 2 hæða klasahús (sérhæðir) við Andarhvarf 9 og 11,
Asparhvarf 17 og 19 og Ennishvarf 15. Grunnflötur íbúða (hverrar sérhæðar) er að há-
marki 140 fm. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu við húsin þó ekki við Asparhvarf
17 en þar er gert ráð fyrir tveimur innbyggðum bílskúrum.
4. Fjölbýlishús við Fannahvarf.
Um er að ræða byggingarrétt við Fannahvarf 1, 2, 3 og 4. Húsin eru 2 hæðir með annars
vegar 6 íbúðum og hins vegar 8 íbúðum.
5. Tvíbýlishús við Andarhvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 2 hæða tvíbýlishús við Andarhvarf 4, 6, 8 og 10. Há-
marks grunnflötur er um 250 fm þ.m.t. bílageymsla sem skal vera innbyggð.
6. Parhús við Asparhvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 2 hæða parhús við Asparhvarf 4-6 og 14-16. Hámarks
grunnflötur er 210 fm þ.m.t. bílgeymsla sem skal vera innbyggð.
7. Raðhús við Akurhvarf og Asparhvarf.
Um er að ræða byggingarrétt fyrir 1-2 hæða raðhús við Akurhvarf 2, 4, 6 og 8, 10, 12, 14
við Asparhvarf 1, 3, 5 og 7, 9, 11, 13, 15. Grunnflötur bygginga er áætlaður um 130 fm.
Bílgeymsla skal vera innbyggð.
8. Einbýlishús við Andarhvarf, Asparhvarf og Ennishvarf.
Um er að ræða 17 lóðir fyrir 1-2 hæða einbýlishús við Andarhvarf 1, 2, 3, 5, Asparhvarf 2,
Ennishvarf 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 19, 21, 23, 25. Flatarmála lóða er 600-1000 fm og grunn-
flötur bygginga 170-230 fm.
Gera skal ráð fyrir einni bílageymslu á lóð, innbyggðri í húsið eða stakstæðri (fer eftir
staðsetningu).
5. Einbýlishús með hesthúsi við Asparhvarf og Ennishvarf.
Um er að ræða 7 lóðir fyrir 1-2 hæða einbýli við Asparhvarf 18, 20, 22 og Ennishvarf 2, 4,
6, 8 með möguleika á byggingu hesthúss á lóðinni. Flatarmál lóða er um 1200-1800 fm.
Grunnflötur íbúðarhúsa við Asparhvarf er að hámarki 200 og 235 fm (bílgeymsla meðtal-
in) og grunnflötur hesthús er að hámarki 60 fm og má það rúma 4-6 hesta ásamt lítilli
hlöðu. Grunnflötur íbúðarhúsa við Ennishvarf er að hámarki 180 fm (bílgeymsla meðtal-
in) og hesthús 60 fm að hámarki. Má það rúma 4-6 hesta ásamt lítilli hlöðu.
Gert er ráð fyrir að ofangreindar lóðir verði byggingarhæfar í ágúst 2003.
Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar ásamt umsóknareyðublöðum
fást afhent gegn 500 kr. gjaldi á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 9-
15 alla virka daga frá miðvikudeginum 6. nóvember 2002. Umsóknum skal skilað á
sama stað fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 20. nóvember 2002.
Vakin er sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarrétt þarf
að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjend-
ur einbýlishúsalóða kr. 15 milljónir, fyrir umsækjendur rað- og parhúsa kr. 10
milljónir.
Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2001 árituðum af löggilt-
um endurskoðendum.
Þeir sem sóttu um byggingarrétt í fyrri áfanga Norðursvæðisins í Vatnsenda og
hyggjast sækja aftur um byggingarrétt í þessum áfanga, er bent á að þeir þurfa
að leggja fram nýja umsókn. Aftur á móti er ekki nauðsynlegt að henni fylgi
staðfesting banka eða lánastofnana um greiðsluhæfi viðkomandi að því til-
skildu að slík gögn hafi fylgt fyrri umsókninni.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.