Morgunblaðið - 06.11.2002, Qupperneq 44
KVIKMYNDIR
44 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FILMUNDUR í Háskólabíói
sýnir um þessar mundir franska
gamanmynd frá árinu 1988 sem
heitir því íróníska nafni Lífið er
langt kyrrt fljót (La Vie est un long
fleuve tranquille). Söguþráður
myndarinnar sýnir nefnilega hið
gagnstæða, þ.e. að ýmsar hringiður
og pyttir bíða manns á lífsins löngu
leið. En hringiðurnar fara ekkert
að gera vart við sig í lífi hinnar
prúðbúnu og vel stæðu Le
Quesnoy-fjölskyldu fyrr en árið
sem ein dætranna, Bernadette,
verður tólf ára. Þá ljóstrar bitur
hjúkrunarkona upp um svindl sem
hún framdi fyrir tólf árum þegar
Bernadette og drengur að nafni
Maurice voru nýfædd og saman á
stofu. Hjúkkan skipti nefnilega á
merkingum á börnunum til að ná
sér niðri á fæðingarlækninum.
Þetta er bráðskemmtileg gaman-
mynd, samfélagslegt drama og
kómedía í senn, sem lýsir á kostu-
legan hátt viðbrögðum fjölskyldn-
anna tveggja sem eiga hlut í barna-
ruglingsmálinu. Þar er stefnt
saman fjölskyldum af mjög ólíkum
borgaralegum stigum, Le Quesnoy-
fjölskyldan er einkar fínn pappír en
Groseille-fjölskyldan mjög skraut-
leg og bláfátæk. Sérstaklega er
áhugavert að fylgjast með við-
brögðum Le Quesnoy-hjónanna,
sem alls ekki eru andlega eða
kosmískt búin undir það að eitthvað
svo óvænt komi upp á í reglusömu
uppeldis- og fjölskyldulífinu. Þessi
kvikmynd er tvímælalaust góður
kostur fyrir þá sem eru að leita að
einhverju af viti í bíó þessa dagana,
en þó er ástæða til að nefna að
truflun eða illa unnin klipping undir
lok myndarinnar skemmdi dálítið
endinn á annars vel uppbyggðri
sögu. Það er ástæða fyrir sýnendur
myndarinnar að gefa þessum
hnökra gaum.
Óvænt uppákoma
KVIKMYNDIR
Filmundur Háskólabíói
LA VIE EST UN LONG FLEUVE TRANQUILLE
(LÍFIÐ ER LANGT KYRRT FLJÓT) Leikstjóri: Étienne Chatiliez. Handrit:
Étienne Chatiliez og Florence Quentin.
Aðalhlutverk: Benoit Mgimel, Valérie
Lalonde, Tara Römer, Hélene Vincent,
André Wilms. 90 mín. Frakkland, 1988.
Heiða Jóhannsdóttir
ÞAÐ eru víst margar sunnanstúlk-
ur Bandaríkjanna sem hafa haft gam-
an af þessari mynd, þótt einhverjum
„rauðhnakka“ hafi líkast til líkað mið-
ur staðalmyndirnar sem hér eru
dregnar upp.
En nú segir frá Alabama-stelpunni
Melanie Carmichael sem flýr heim-
kynnin, og verður að efnilegum fata-
hönnuði og eftirsóttu eiginkonuefni í
tískuborginni New York. En áður en
hún gengur í hjónaband með einka-
syni borgarstjórans, þarf hún að
hverfa aftur suður á bóginn til að
leysa nokkur vandamál – fá einn
skilnað eða svo.
Sweet Home Alabama er nokkuð
skemmtileg mynd. Frásögnin fylgir
algerlega rómantísku gamanmynda-
formúlunni, og er það vel, þótt hún
hefði auðvitað mátt bregða svo mikið
út af að hún yrði ekki alveg jafn fyr-
irsjáanleg. Reyndar er aðalpersónan
svolítið sérstök fyrir myndir af þess-
um toga. Bæði er hún frek, tilætlun-
arsöm og heldur sig betri en aðra. Í
raun höfum við enga ástæðu til að
hafa nokkra samúð með þessari
stelpuskjátu, fyrr en við komumst að
ástæðunni fyrir því að hún flúði
heimabyggðina upphaflega. Hefði
meira verið leikið með þá tragedíu,
hefði myndin orðið mun sterkari, en
það passar víst ekki að vera mjög
raunsær í rómantískum gamanmynd-
um. En sem rómantísk gamanmynd
er hún heldur ekki nógu fyndin, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég held að
það sé ekki spurning, að ef önnur leik-
kona en hin yndislega heillandi og
hæfileikaríka Reese Witherspoon
hefði leikið Melanie, hefði myndin
ekki virkað. Þessi unga leikkona held-
ur myndinni algerlega uppi – einsog
hún á vanda til í öllum sínum mynd-
um.
Um leið og myndin byrjar vitum
við með hverjum Melanie endar. En
furðulegt nokk, þá vorkennir maður
þeim hryggbrotna, því í raun eru báð-
ir náungarnir, sem bítast um gelluna,
hinir almennilegustu menn. En samt
ekki nógu miklir karakterar til að
maður skilji hvað hún sér við þá –
nema kannski að þeir eru hrikalega
sætir, sérstaklega Jake með lúmska
töffarablikið í augunum. Aðrir leikar-
ar standa sig með prýði, og Candice
Bergen smellpassar sem borgarstjóri
New York, og Ethan Embry sem
leikur vin Melanie, Bobby Ray, kom
skemmtilega á óvart.
Það má segja að það vanti herslu-
muninn til að myndin sé vel heppnuð.
En það má samt hafa gaman af henni
ef mann langar að láta sig dreyma um
demanta, tískuheim og sæta gæja.
Ósköp
súrsætt
KVIKMYNDIR
Sambíó, Kringlunni og Álfabakka
SWEET HOME ALABAMA Leikstjórn: Andy Tennant. Handrit:
Douglas J. Eboch og C. Jay Cox. Kvik-
myndataka: Andrew Dunn. Aðalhlutverk:
Reese Witherspoon, Josh Lucas, Patrick
Dempsey, Mary Kay Place, Fred Ward,
Jean Smart, Ethan Embry og Candice
Bergen. 108 mín. USA. Buena Vista
2002.
Hildur Loftsdóttir
Hin hæfileikaríka Reese Witherspoon heldur myndinni algjörlega uppi,
segir í umsögn um Sweet Home Alabama.
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Fös 8/11 kl. 21 Uppselt Nokkrar ósóttar pantanir
Fös 8/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Lau 9/11 kl. 21 Uppselt
Lau 9/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Fim 14/11 kl. 21 Örfá sæti
Fös 15/11 kl. 21 Uppselt
Lau 16/11 kl. 21 Uppselt
Lau 16/11 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti
Fim 21/11 kl. 21 Nokkur sæti
Fös 22/11 kl. 21 Uppselt
Lau 23/11 kl. 21 Nokkur sæti
Fös 29/11 kl. 21 Örfá sæti
Lau 30/11 kl. 21 Nokkur sæti
Fim 5/12 kl. 21
Fös 6/12 kl. 21 50. sýning
Munið gjafakortin!
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
Þöglu myndirnar voru aldrei hljóðlausar! Enn á ný er Íslendingum boðið
að berja klassískar kvikmyndir augum í Háskólabíói við lifandi undirleik
Sinfóníuhljómsveitarinnar.Enginn sannur kvikmyndaáhugamaður getur
verið í rónni fyrr en hann er búinn að sjá Metropolis og Gullæðið.
Þessar myndir eru jafnólíkar og þær eru frægar, en eiga það sameiginlegt
að lýsa hetjulegri baráttu „litla mannsins“ við ómennskar aðstæður.
Tryggðu þér miða í tíma!
Bíótónleikar
Fritz Lang/Bernd Schultheis: Metropolis
Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 19:30 í Háskólabíói.
Miðaverð: 2.500 kr.
Charlie Chaplin: Gullæðið
Laugardaginn 9. nóvember kl. 15:00 í Háskólabíói.
Miðaverð: 2.000 kr. / 1.000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri
Hljómsveitarstjóri: Frank Strobel
Stóra svið
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
5. sýn Blá kort - fö 8/11 kl 20,
Fi 14/11 kl 20 , su 17/11 kl 20, fö 22/11 kl 20
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 10/11 kl 14,Su 17/11 kl 14
Lau 23/11 kl 20 ATH: Kvöldsýning, Su 24/11 kl 14
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 9. nóv kl 20 - 60. sýning - AUKASÝNING
Lau 16. nóv kl 20 - AUKASÝNING
Fim 21. nóv kl 20 - AUKASÝNING
Fö 29. nóv kl 20 - AUKASÝNING
KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel
Fi 7/11 kl 20, Fö 15/11 kl 20,Lau 30/11 kl 20
Síðustu sýningar
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fi 7/11 kl 20,
Lau 9/11 kl 20
AND BJÖRK, OF COURSE ..
e. Þorvald Þorsteinsson
Fö 15 nóv. kl 20 - AUKASÝNING Allra síðasta sinn
Nýja sviðið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfasoní
samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Fi 7/11 kl 20 ,
Fö. 8/11 kl. 20
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Frumsýning lau 9/11 kl 17, su 17/11 kl 17
Ath. breyttan sýningartíma
15:15 TÓNLEIKAR
Lau 9/11 Ólafur Kjartan Sigurðsson. Ferðalög
Veisla í Vesturporti!
..ef ykkur langar til að eiga stund
þar sem þið getið velst um af
hlátri, ekki missa af þessari leiksýn-
ingu... (SA, Mbl.)
fös 8. nóv. kl. 21 örfá sæti
lau. 9. nóv. kl. 23.30
fim. 14. nóv. kl. 21.00
lau. 16. nóv. kl. 23.30
Ósóttar pantanir seldar tveimur
dögum fyrir sýningu
Vesturport, Vesturgata 18
Miðasala í Loftkastalanum,
Sími 552 3000
loftkastali@simnet.is
www.senan.is
SKÝFALL
eftir Sergi Belbel
Í kvöld, mið. 6. nóv. kl. 20
Fim. 7. nóv. kl. 20
Fös. 8. nóv. kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi!
552 1971, nemendaleikhus@lhi.is
"Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun."
S.S og L.P. Rás 2
Grettissaga saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu
föst 8.nóv. kl. 20 nokkur sæti , lau 9. nóv kl. 20 nokkur sæti , fim 14. nóv kl. 20. uppselt, lau 16. nóv kl. 20 nokkur sæti,
lau 23. nóv kl. 20, laus sæti,
Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur
mið 6. nóv, uppselt, fim 7. nóv. AUKASÝNING, uppselt, sun 10. nóv, uppselt, þri 12. nóv, uppselt,
mið 13, nóv, uppselt, föst 15. nóv, AUKASÝNING, laus sæti, sun 17. nóv, uppselt, þri. 19. nóv, örfá sæti
mið 20. nóv, uppselt, sun 24. nóv, uppselt, þri 26. nóv, uppselt, mið 27. nóv, uppselt, sun 1. des. örfá sæti.
Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00
6. sýn. sun 10. nóv. kl. 14 örfá sæti
7. sýn. sun 17. nóv kl. 14 örfá sæti
8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 örfá sæti
9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 laus sæti