Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TRÍÓ Björns Thor, djass-tríó Björns Thoroddsen gítarleikara, sem auk hans er skipað bassaleik- aranum Jóni Rafnssyni og danska fiðluleikaranum Kristian Jörg- ensen, sló heldur betur í gegn á tvennum tónleikum sem tríóið hélt í The Knitting Factory (Prjónastof- unni) í New York um síðustu helgi. Klúbburinn The Knitting Factory er í Greenwich Village í New York- borg og er vel þekktur út fyrir borgarmörkin. Björn Thoroddsen sagði þegar blaðamaður Morg- unblaðsins hitti hann að máli, að fyrri tónleikunum loknum, að áður fyrr hefði eingöngu verið leikinn djass í klúbbnum. Þeir, sem á annað borð hefðu fengið tækifæri til þess að leika þar tónlist sína, hefðu iðu- lega átt greiðari aðgang að öðrum djassklúbbum í New York í kjölfar- ið. Það þætti einfaldlega fínt að leika í The Knitting Factory. Dagskrá tónleikanna um síðustu helgi má lýsa á þann veg að tríóið hafi leikið sveiflu af miklum eld- móð, með ákveðnu íslensku ívafi, því nokkur laganna á dagskránni voru íslensk. Góður rómur var gerður að tón- listarflutningi þeirra þremenninga, enda voru þeir klappaðir upp hvað eftir annað eftir að fyrirfram ákveðinni dagskrá var lokið og þurftu þeir að leika nokkur auka- lög, sem var þeim ekki mikil raun ef marka mátti leikgleði þeirra. „Þetta var afskaplega skemmti- leg reynsla fyrir okkur og á örugg- lega eftir að skila okkur heilmiklu í verkefnum,“ sagði Björn eftir seinni tónleikana, sem hann sagði ekki hafa verið síður vel heppnaða. Hann sagði að tríóið hefði þegar fengið boð um að koma á nýjan leik til New York og leika í öðrum klúbbum og jafnvel í The Knitting Factory á nýjan leik. Kvað hann konu að nafni Leni Stern, sem væri af miklum gítarleikaraættum, hafa rætt við sig lengi á sunnudaginn og lýst sig reiðubúna að aðstoða þá í tríóinu eftir megni. „Hún er ein af þekktustu gítarkonum í heim- inum,“ sagði Björn. „Henni fannst mjög gaman á tónleikunum og hún lýsti yfir mikilli hrifningu sinni, þannig að hennar afstaða vekur ákveðna bjartsýni hjá okkur.“ Björn sagði að Tríó Björns Thor hefði verið sett á stofn í kringum djassplötu sem þeir þremenning- arnir sendu frá sér á dögunum, Jazz í Reykjavík. Þannig hefði hann komist í samband við Kristian Jörg- ensen, sem væri einfaldlega besti fiðluleikari Danmerkur í dag og því hefði það verið mikill fengur fyrir hann og Jón að fá hann til liðs við sig. Loks sagði Björn að tríóið væri þegar byrjað að undirbúa gerð ann- arrar plötu, sem yrði tekin upp bæði heima á Íslandi og í Dan- mörku. Léku fyrir fullri Prjóna- stofu og var vel fagnað Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir Tríó Björns Thor í léttri sveiflu á The Knitting Factory í New York um síð- ustu helgi. F.v.: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Kristian Jörgensen. Tríó Björns Thor í New York skrefi framar Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  HL Mbl Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá 5, 7.30 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8, 9 og 10.30.B. i. 16. Gott popp styrkir gott málefni Sýnd kl. 3.50. með ísl. tali. 1/2Kvikmyndir.comUSA Today SV Mbl DV RadíóX 1/2Kvikmyndir.is „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Sýnd kl. 3.50 og 6. Búðu þig undir nýja til- raun í hrylling. Það geta allir séð þig og það heyra allir í þér. En það getur enginn hjálpað þér! Mögnuð hryllingsmynd. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stórskemmtileg grínmynd frá framleiðendum The Truman Show með Óskarsverð- launahafanum Al Pacino í sínu besta formi.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.                                   Frá leikstjóra American Beauty. Eitt mesta meistaraverk sem þú munt nokkurn tíman sjá. FYRSTI OG SKELFILEG- ASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES Sýnd kl. 8. B. i. 16. Gott popp styrkir gott málefni 1/2 Kvikmyndir.com USA Today SV Mbl DV RadíóX Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan „Brid- get Jones’s Diary.“ Gam- anmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi.  SK RadíóX Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16.  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50 og 10.20. Á RÁS 1 er fjöldinn allur af tónlistar- þáttum eins og t.a.m. hinn fjölbreytti Hlaupanótan sem sendur er út alla virka daga og um helgar má hlýða á þætti eins og Tónaljóð, Til allra átta og Músík að morgni dags, þar sem sí- gild tónlist í sínum margbreytileg- ustu myndum er kynnt. Á stöðinni er enn fremur unnið eins konar kynningar- og menntunarstarf en Ríkisútvarpið býr yfir góðu safni hljóðritana. Þannig kynnir Bjarki Sveinbjörnsson gaml- ar íslenskar hljóðritanir í þættinum Á tónaslóð sem sendur er út seint á þriðjudagskvöldum. 11. nóvember hefst svo fjögurra þátta röð sem lýtur svipuðum lögmálum og kallast Ger- semar þjóðlagasafnsins. Þar mun Una Margrét Jónsdóttir kynna nýjar hljóðritanir á lögum þjóðlagasafnar- ans mikla Bjarna Þorsteinssonar og er áhersla lögð á lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið hljóðrituð. Flest eru þau í útsetningum tónskáldsins Hildigunnar Rúnarsdóttur. Rétt er líka að geta þess að sent er út beint frá hljómleikum Sinfóníunn- ar á fimmtudagskvöldum og rótgrón- ir þættir eins og Óskastundin, Stefnumót og Sáðmenn söngvanna verða áfram sendir út. Alþýðu- og dægur- tónlist á Rás 2 Rás 2 reynir á meðan að sinna al- þýðu- og dægurtónlistinni. Þeir þætt- ir sem halda áfram í vetur eru t.d. Alæta Dr. Gunna, Rokklandið hans Óla Palla og dansþátturinn Party Zone. Sem fyrr mun Rás 2 senda út tónleikaupptökur frá mánudegi til fimmtudags þar sem um er að ræða tónleikaupptökur með erlendum sem innlendum sveitum. Þá hefur Sýrður rjómi fengið samastað að nýju og það á nýjum tíma, er sendur út á föstu- dögum kl. 20.00. Umsjónarmaður er sem fyrr Árni Þór Jónsson og kynnir hann það nýjasta í nýbylgju- og neð- anjarðarrokki. Kristján Sigurjónsson mun þá verða með þætti á laugardög- um sem kallast Rímskí-Korsakov og aðrir góðir rokkarar. Vert er þá að minnast á þáttinn Geymt en ekki gleymt sem hófst í sumar. Þar tekur Freyr Eyjólfsson fyrir meistaraverk íslenskrar dægurtónlistarsögu fyrir, eina plötu í senn og fær aðstandend- ur til að tjá sig um tilurð platnanna. Þátturinn er á miðvikudögum kl. 22. Þá mun Heiða Eiríks halda áfram að standa Næturvörð á laugardögum og Magnús Einarsson kynnir sem fyrr allra handa órafmagnaða tónlist á sunnudagskvöldum í þætti sínum Hljómalind. Rás 1 og Rás 2 – Tónlistarþættir í vetur Tónaflóð Á ríkisreknu útvarps- stöðvunum er hin fjöl- þætta flóra tónlistar- innar tekin traustataki í hinum margbreytileg- ustu þáttum. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti sér þætti þessa vetrar. TENGLAR ..................................................... www.ruv.is arnart@mbl.is Freyr EyjólfssonMargrét Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.