Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STÚLKUR eru að jafnaði betri
námsmenn en piltar í öllum grein-
um, þ.á m. stærðfræði, en þessi
styrkur stúlkna virðist hins vegar
ekki skila sér í námsvali á há-
skólastigi. Þetta kom fram á há-
degisfundi sem verkfræðideild Há-
skóla Íslands stóð fyrir. Fundurinn
bar yfirskriftina, „Eru konur
hræddar við stærðfræði?“ og var
vel sóttur af verkfræðinemum,
kennurum og öðrum áhugasömum
um jafnréttismál. Framsögumenn
voru Rósa Erlingsdóttir, jafnrétt-
isfulltrúi og verkefnisstjóri jafn-
réttisátaks Háskóla Íslands, Sig-
urður Brynjólfsson, deildarforseti
verkfræðideildar, og Guðrún Sæv-
arsdóttir, doktor í efnisvísindum.
Mikill hiti var í umræðunum en
kveikjan að fundinum voru um-
mæli Rósu Erlingsdóttur í út-
varpsþætti um að laga þurfi
kennslufræði raungreina að fé-
lagsmótun kynjanna og var hún
þar að bregðast við fullyrðingum
Baldurs Garðarssonar líffræðings
sem birtist í grein með fylgiblaði
Morgunblaðsins um Vísindadaga 1.
nóvember sl. Margir töldu að Rósa
hefði átt við að konur og stærð-
fræði færu ekki saman og að henni
fyndist að gildislækka ætti nám í
raunvísindum og gera það auðveld-
ara.
Skýringa gæti verið að
leita í kennsluaðferðum
Í framsögu sinni sagði Rósa að
þetta væri mistúlkun á hennar orð-
um og að skýringar þess að stúlkur
sæki minna í raungreinanám en
piltar gætu verið kennsluaðferðir
og nálgun kennara í grunnskólum,
óraunhæfar staðalmyndir og skort-
ur á fyrirmyndum.
,,Staðalmyndir búa til mismun
sem ekki er til staðar og þær eiga
ríkan þátt í að ungir krakkar velja
sig frá hinum ýmsu fögum óháð
raunverulegri getu þeirra. Oftast
erum við fullorðna fólkið ekki
meðvituð um þetta og því þarf að
hvetja bæði stráka og stelpur til að
yfirvinna þessar hindranir.“
Einnig greindi Rósa frá ýmsum
kennslufræðilegum nýjungum við
erlenda háskóla sem eiga að ná til
þeirra, stelpna og drengja, sem hin
venjubundna nálgun nær ekki vel
til. Nokkrir háskólar hafa auk þess
unnið sérstaklega í því að laða til
sín kvenkyns nemendur.
Konur betri nemendur
Sigurður Brynjólfsson, deildar-
forseti verkfræðideildar, sagði í er-
indi sínu að ýmsar breytingar
hefðu verið gerðar á námsfyrir-
komulagi innan deildarinnar und-
anfarin ár og að almennt væri
fjöldi nema í deildinni að aukast.
Hlutfall kvenna hefði einnig aukist
og að fyrir um tíu árum hefðu ver-
ið 10% stúlkur en nú eru þær 25%
nemenda deildarinnar.
,,Mikilvægt er að ná til nemenda
nógu snemma svo þeir velji rétt.
Við þurfum fleiri stúlkur í verk-
fræðideild einfaldlega vegna þess
að þær eru betri,“ lagði Sigurður
áherslu á í lok erindis síns. Í um-
ræðum kom fram í máli hans að
þær breytingar sem gerðar hafa
verið hafi ekki endilega verið fyrir
stúlkur heldur alla. ,,Ég held að
það sé miklu mikilvægara að opna
hug- og félagsvísindadeild fyrir
raunvísindum heldur en öfugt,“
sagði Sigurður við mikið lófatak
viðstaddra.
Til þess að undirstrika þá for-
dóma sem eru í gangi sýndi Guð-
rún Sævarsdóttir, doktor í efnisvís-
indum, fundarmönnum mynd af
heila kvenna og karla þar sem
fram komu þær heilastöðvar sem
virkar eru hjá hvoru kyni fyrir sig.
Samkvæmt þessu eru karlmenn
með tvær þróaðar heilastöðvar og
eru þær báðar kynlíf en hjá konum
eru það skór, samræður o.fl.
,,Þetta byggist á staðalmyndum
og fordómum og þeirri mítu að
stelpum finnist stærðfræði leiðin-
leg,“ sagði Guðrún. Sjálf segir hún
það hafa verið góða reynslu að
ganga í gegnum nám í raunvís-
indum og að það hafi jafnvel verið
sér í hag að vera kona í þessu
námi.
Sigurður sagði að markmiðið
væri að fá alls konar stelpur inn í
námið, ekki bara snillingana. ,,Ég
held að það sé kjarninn í því að
breyta þessari ,,nörda“ ímynd á
verkfræði og raungreinum, bæði í
grunn-og framhaldsskólum, því þar
liggur vígvöllurinn.“
Margar stelpur hafa
áhuga á stærðfræði
Inga Rut Hjaltadóttir, Lára
Guðrún Gunnarsdóttir og Ólöf
Kristjánsdóttir, sem allar eru
þriðja árs nemar í verkfræði, eru
sammála um að það ætti að hafa
a.m.k. tvö erfið fög snemma í nám-
inu svo fólk átti sig á því hvort það
hafi áhuga á faginu yfirleitt. Ingu
Rut finnst mjög sniðugt að reyna
að höfða frekar til stúlkna í grunn-
og framhaldsskólum með nýjum
kennsluaðferðum og var einmitt
leiðsögumaður á Tæknidögum
jafnréttisátaks og jafnréttisstofu
Háskóla Íslands fyrir níundu og tí-
undu bekki grunnskóla.
,,Þar verður að byrja, nemendur
verða að gera sér grein fyrir þessu
áður en þeir velja sér braut í fram-
haldsskóla. Ef þú velur þér t.d.
braut í félagsvísindum þá geturðu
ekki komið hingað.“
Ólöf telur það ekki vera rétt að
stelpur hafi ekki eins mikinn áhuga
á stærðfræði og strákar. ,,Við þurf-
um að fá fleiri stelpur sem hafa
áhuga á verkfræði. Ég held að það
sé til fullt af stelpum sem hafa
áhuga á verkfræði og að þetta með
félagsmótunina sé alveg rétt. Þú
gefur stelpu t.d barbie-dúkku. Mér
fannst miklu skemmtilegra að leika
mér með bíla,“ sagði Ólöf.
Inga Rut er á þeirri skoðun að
líka verði að kynna aðrar greinar
og ekki megi einblína á raunvís-
indagreinar. ,,Það má líka kynna
þær greinar fyrir strákum þar sem
stelpur eru í meirihluta. Það er
verið að binda umræðuna á þann
hátt að þú sért hallærislegur ef þú
ert strákur og ferð í hjúkrunar-
fræði. Mér finnst aðalatriði að
breyta því viðhorfi,“ sagði Inga
Rut.
Í samtali við Rósu kom skýrt
fram að fyrst og fremst sé nauð-
synlegt að horfast í augu við það
að konur séu fáar í þessum grein-
um og þá þurfi að spyrja hvort og
hvernig ætlunin sé að fjölga þeim.
,,Ef stelpur eru haldnar vissri
raungreinafælni þá hljótum við að
þurfa að huga að kennslufræði
raungreina,“ sagði Rósa og bætti
við að fyrst og fremst yrði að höfða
til þess hóps sem ekki velur raun-
greinar sem kjörsvið í framhalds-
skólum.
Konur sækja síður í nám í raunvísindum við Háskóla Íslands en karlar
Þörf á fleiri kon-
um í verkfræði
því þær eru betri
námsmenn
Höfundur er Ásta Sól Kristjáns-
dóttir, nemi í hagnýtri fjölmiðlun við
Háskóla Íslands og verkefnisstjóri
Snorraverkefnisins.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýrri skýrslu
sinni fyrir árið 2001 að viðbrögð stjórnvalda við
frumkvæðisathugunum sínum hafi valdið sér
nokkrum vanda í starfi. Ástæðan er aðallega drátt-
ur á því að áform stjórnvalda gangi eftir og um-
beðnar breytingar verði að veruleika. Tekur um-
boðsmaður dæmi um tvö mál sem snerta
dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun
annars vegar og hins vegar nokkur ráðuneyti
vegna innheimtu gjalda.
Samkvæmt ákvæði í lögum um störf umboðs-
manns er honum heimilt að taka mál til meðferðar
að eigin frumkvæði. Ákvæðið gefur umboðsmanni
þannig færi á að stuðla að umbótum í stjórnsýsl-
unni og þar með að rækja það lögbundna hlutverk
að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöld-
um.
Í nóvember á síðasta ári lauk umboðsmaður
frumkvæðisathugun á máli er hófst í ágúst árið
1999 og varðaði réttarstöðu afplánunarfanga og
málsmeðferð fangelsisyfirvalda. Á sínum tíma lét
umboðsmaður dómsmálaráðuneytið vita að hann
ætlaði að fara í þessa athugun og fékk svarbréf frá
ráðuneytinu í nóvember 1999 um að það hygðist
setja reglur um ákveðin atriði tengd athuguninni,
jafnvel þegar á árinu 2000. Ákvað umboðsmaður
þá að bíða með athugun sína en þegar engar reglur
höfðu litið dagsins ljós hóf hann athugunina að
nýju.
Þegar umboðsmaður skilaði svo áliti sínu í nóv-
ember árið 2001 höfðu þessi áform ekki gengið eft-
ir. Í ársskýrslunni segir umboðsmaður að í fram-
haldi af álitinu hafi hann bréflega og á fundum
leitað eftir viðbrögðum ráðuneytisins og Fangels-
ismálastofnunar. Þar hafi ekki annað komið fram
en vilji til þess að gera nauðsynlegar breytingar á
réttarstöðu fanga og málsmeðferð fangelsisyfir-
valda. Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns í apríl
sl. kemur m.a. fram að dómsmálaráðherra hafi
skipað þriggja manna nefnd til að semja nýtt frum-
varp til laga um fangelsi og fangavist. Við lokafrá-
gang ársskýrslunnar í september sl. fékk umboðs-
maður þau svör frá ráðuneytinu að dráttur hefði
orðið á því að umrædd nefnd tæki til starfa en sagt
að breyting yrði á í byrjun október.
Morgunblaðið fékk þau svör í dómsmálaráðu-
neytinu að nefndin væri tekin til starfa, dráttur
hefði orðið vegna mannabreytinga. Óvíst er hvort
tekst að leggja þetta frumvarp fram á Alþingi í vet-
ur.
Kvartað undan gjaldtöku
Umboðsmaður segir í skýrslu sinni að fyrrnefnt
mál sé ekki hið eina í hópi svonefndra frumkvæð-
ismála þar sem framgangur af hálfu stjórnvalda
hafi valdið honum „nokkrum vanda í starfi“ eins og
hann orðar það. Tekur hann dæmi af máli sem
embætti umboðsmanns Alþingis ákvað að ráðast í
árið 1996 um hvort lög um innheimtu gjalda upp-
fylltu skilyrði sem ákvæði í stjórnarskránni gerðu
til skattlagningarheimilda. Í framhaldi af bréfi frá
umboðsmanni ákvað fjármálaráðherra í október
1996 að skipa nefnd í málið. Skilaði nefndin af sér
skýrslu í febrúar 1999 og var tillögum til úrbóta
komið á framfæri til viðkomandi ráðuneyta, auk
fjármálaráðuneytisins. Vegna frumkvæðis fjár-
málaráðherra ákvað umboðsmaður að halda ekki
áfram upphaflegri athugun sinni. Sendi hann þess í
stað bréf til einstakra ráðuneyta í janúar árið 2000
og spurðist fyrir um afstöðu þeirra til tillagna
nefndarinnar og hvernig komið yrði til móts við
þær. Ráðuneytin svöruðu umboðsmanni og lýstu
áformum um breytingar. Síðan segir umboðsmað-
ur í skýrslu sinni um þetta:
„Ég hef síðan reynt að fylgjast með því hvort
þessi áform hafi gengið eftir og er ljóst að enn
skortir þar nokkuð á. Þá hafa mér borist kvartanir
frá greiðendum gjalda þar sem talin var þörf á að
gera breytingar á lagagrundvelli gjaldtökunnar
eða framkvæmd samkvæmt skýrslu nefndar fjár-
málaráðherra.
Samkvæmt 2. gr. laga nr 85/1997, um umboðs-
mann Alþingis, er það meðal annars hlutverk um-
boðsmanns að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft
í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í
samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Í því
tilviki sem hér er til umfjöllunar liggur fyrir sú nið-
urstaða nefndar fjármálaráðherra að tiltekin
gjaldtaka samrýmist ekki þeim kröfum sem breytt
ákvæði stjórnarskrár setja. Þá verður ekki séð af
viðbrögðum hlutaðeigandi stjórnvalds að þessari
niðurstöðu sé andmælt. Engu að síður er gjaldtök-
unni haldið áfram og það látið dragast að gera
breytingar á framkvæmd hennar eða að fá ótví-
ræða afstöðu löggjafans til þess hvort hann sam-
þykkir fullnægjandi lagaheimild til gjaldtökunnar.
Umboðsmanni Alþingis er þarna nokkur vandi á
höndum. Hlutaðeigandi stjórnvald hefur tjáð hon-
um vilja sinn til þess að færa umrædda starfshætti
til samræmis við þær kröfur sem lög setja án þess
að þau áform gangi eftir. Á meðan verður að ætla
að umrædd stjórnsýsla sé ekki í samræmi við lög.“
Frumkvæðisathugun mála á vegum umboðsmanns Alþingis
Segir viðbrögð stjórnvalda
hafa valdið nokkrum vanda
Á SKÓLAVÖRÐUSTÍG í Reykja-
vík er að finna fjölda listaverka-
verslana sem selja handunna
muni af öllum stærðum og gerð-
um úr mismunandi efnum í bland
við málverk og aðra listmuni.
Þessa muni er marga hverja hægt
að skoða í gluggum verslananna.
Margir hafa líka eflaust rekið
augun í þennan undarlega karl
sem tyllir sér stundum við inn-
ganginn á einni versluninni þar
og krossleggur fætur, síkátur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Spýtukarl
á Skóla-
vörðustíg
REKSTRARAÐILUM veit-
ingahússins Kaffi Sólons á
horni Bankastrætis og Ingólfs-
strætis var í gær bannað að
kalla staðinn Kaffi Sólon eftir
lögbannsúrskurð Sýslumanns-
ins í Reykjavík þar að lútandi.
Hefur því verið breitt yfir
merkingar á staðnum með
firmaheitinu. Sýslumaðurinn
kvað upp úrskurðinn að beiðni
einkahlutafélagsins Café Sólon
Islandus, sem rak samnefndan
veitingastað í húsinu á árunum
1992 til 2000. Í sumar opnuðu
nýir rekstraraðilar stað með
nafninu Kaffi Sólon, en Café
Sólon Islandus ehf. taldi að ver-
ið væri að notfæra sér þá við-
skiptavild sem þeir hefðu áunn-
ið sér í átta ára sögu Café Sólon
Islandus.
Bannað
að kalla
staðinn
Kaffi Sólon
Egill Heiðar Gísla-
son, aðstoðar-
maður utanríkis-
ráðherra, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í próf-
kjöri framsókn-
armanna í Norð-
vesturkjördæmi.
Egill sækist eftir 3.
sæti á lista flokksins í kjördæminu í
komandi alþingiskosningum.
„Við ákvörðun mína um þátttöku
hef ég lagt til grundvallar þá hvatn-
ingu sem ég hef fengið frá flokks-
mönnum í hinu nýja kjördæmi. Ég
vil svara þessu kalli og mæta til
leiks með viljann að vopni og þann-
ig leggja mitt af mörkum til þess að
efla flokkinn í þeirri baráttu sem
framundan er,“ segir Egill í yfirlýs-
ingu um framboðið í gær.
Egill Heiðar hefur tekið þátt í starfi
Framsóknarflokksins frá 1978. Á
árunum 1987–2001 starfaði hann á
skrifstofu flokksins, þar af í 11 ár
sem framkvæmdastjóri, eða þar til
hann tók við starfi aðstoðarmanns
utanríkisráðherra í maí 2001.
Í DAG STJÓRNMÁL
Egill Heiðar
Gíslason