Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 8

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útflutningsráð í samkrull með HTV Virðist vera góður tími Heilbrigðistækni-vettvangur erþriggja ára sam- starfsverkefni ýmissa að- ila til að aðstoða fyrirtæki í heilbrigðistæknigeiran- um, koma á samstarfi þeirra í markaðssetnnigu erlendis og auka sam- keppnishæfni þeirra. Síðar í þessum mánuði fara nokkur fyrirtæki í greininni á stærstu sýn- ingu heims á heilbrigðis- tæknisviðinu, Medicu í Düsseldorf og hafa Út- flutningsráð, Heilbrigðis- tæknivettvangur og Impra greitt götu þeirra, auk þess sem fulltrúar verða á sýningunni frá fleiri fyrirtækjum í grein- inni hér á landi. Helga Valfells, forstöðumaður ráðgjafar og fræðslu hjá Útflutningsráði, svaraði nokkrum spurningum um þessa samvinnu. Í hverju er samstarf Útflutn- ingsráðs og heilbrigðistæknifyr- irtækjanna fólgið? „Það má segja að við séum til- tölulega nýbyrjuð að vinna með fyrirtækjum á þessu sviði. Fyr- irtæki á þessu sviði fara nú með okkur í fyrsta skipti á sýningu er- lendis og verður spennandi að taka þátt í henni og sjá hvernig það kemur út. Fyrirtæki í þessum geira hafa áður tekið þátt í verkefnum sem Útflutningsráð hefur staðið fyrir eða komið að, m.a. í stóru verk- efni sem við nefnum Venture Ice- land. Þá hafa fulltrúar fyrirtækja farið á okkar vegum á námskeið hjá þýska tæknisetrinu Izet og setið þar námskeið sem heitir „Train it“. Námskeiðin eru ætluð frumkvöðlum í hátæknigeiranum og kenna þeim að útlista ágæti sitt fyrir fjárfestum. Þessi nám- skeið eru haldin sex sinnum á ári, þó nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þau til þessa og fulltrúar tveggja eru á leiðinni út á næsta námskeið. Annað verkefni er það sem við köllum Umboðsmanninn, en það hjálpar fyrirtækjum að koma sér upp umboðsmönnum erlendis. Þetta er verkefni sem fyrirtæki á heilbrigðistæknisviðinu hafa ekki nýtt sér til þessa en þar verður eflaust breyting á í náinni fram- tíð. Þá vil ég nefna þjónustu sem við nefnum Útflutningsráðgjaf- ann. Útflutningsráð og Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins eru með hóp reyndra sjálfstætt starf- andi ráðgjafa á sínum snærum og þau fyrirtæki sem vilja nýta sér þessa þjónustu fá slíkan ráðgjafa til að starfa með sér í hálft ár. Einnig vildi ég nefna Markaðs- ráðgjafann erlendis, þjónusta sem lýsir sér sjálf.“ Hversu mikilvægt er þetta samstarf ykkar og heiðbrigðis- tæknisviðsins? „Við teljum það vera mjög mikilvægt og jafnframt mjög skemmtilegt. Sviðið hefur Heilbrigðis- tæknivettvanginn að bakhjarli og fyrir vikið virðist hreyfingin vera mjög samstiga sem auðveldar mjög allt samstarf. Impra og Samtök iðnaðarins hafa einnig staðið vel á bak við greinina.“ Þessi sýning í Düsseldorf, segðu okkur eitthvað frá henni og hverjir eru að fara? „Hún heitir Medica og er hald- in árlega í Düsseldorf. Þessi sýn- ing er risi að vexti og þarna er allt til sýnis sem nafni má gefa á heilbrigðistæknisviðinu. Einhver sagði að þarna væri allt frá nýj- ustu bómullarhnoðrum upp í nýj- ustu björgunarþyrlur. Þetta er svo stór sýning að það kemst eng- inn yfir að skoða hana alla á með- an hún stendur yfir. Þess vegna er það svo að þeir sem hana skoða þurfa að aga sig mjög og skipu- leggja vandlega hvernig þeir ætla að verja tíma sínum. Frá Íslandi fara Heilbrigðis- tæknivettvangur sem kynnir starfsemi sína og höldum við með þeim fundaraðstöðu á svæðinu fyrir okkar fólk og fyrirtæki. Auk þeirra fara allt að fjögur fyrir- tæki sem eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn innan spít- alanna og hafa verið að þróa tækni og búnað sem þar er not- aður innan veggja. Má nefna önd- unartækni- og hreyfibúnað svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verð- ur þarna fjöldi Íslendinga bæði úr röðum inn- og útflytjenda. Impra er jafnframt að skipu- leggja fyrirtækjastefnumót á fundarsvæðinu okkar.“ Hversu mikilvægar eru sýning- ar á borð við Medicu? „Mikilvægi vörusýninga hefur aukist almennt seinni árin. Þessi sýning er mjög mikilvæg fyrir þennan iðnað. Útflytjendur sem eru að byrja fá þarna dýrmætt tækifæri til að ekki bara kynna vörur sín- ar, heldur að hitta mögulega samstarfs- aðila og keppinauta. Sjá svona almennt hvað er helst að gerast í grein- inni.“ Það má því mæla með þátt- töku? „Tvímælalaust, ekki hvað síst í þessari grein. Það virðist vera sérstaklega mikill áhugi á heil- brigðistækniiðnaði um þessar mundir, þannig að þetta virðist vera góður tími til að ná viðskipt- um, samningum, fjárfestum og því um að gera að nýta sér með- byrinn.“ Helga Valfells.  Helga Valfells er fædd í Reykjavík 1964. Stúdent frá MH og lauk BA námi í enskum bók- menntum og hagfræði frá Har- vard árið 1988, síðan MBA prófi frá London Busines School 1994. Vann hjá Þjóðhagsstofnun og Verðbréfamarkaði Íslands- banka, fluttist til Bretlands í 7 ár. Vann þar m.a. hjá Esteé Lau- der og í fjárfestingabankanum Meril Lynch. Frá 1999 for- stöðumaður ráðgjafar og fræðslu hjá Útflutningsráði. Helga er gift Connor Byrne og eiga þau tvo syni. …eru yfirleitt mjög mik- ilvægar Ég verð að vera á „gleðipillunni” í eitt ár í viðbót, læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.