Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 10

Morgunblaðið - 10.11.2002, Side 10
10 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÉTT eins og hvítur engill stendurhin smyrjandi jómfrú skyndilegamitt á meðal áhorfendanna meðkæliboxið sitt í annarri hendinni.Skurðarborðinu hefur verið komið fyrir á miðju gólfinu. Hnífarnir hafa verið brýndir. Ekkert stendur lengur í vegi fyrir því að hægt sé að kryfja íslenska þjóðarsál. Hinni smyrjandi jómfrú er nefnilega fleira til lista lagt en að smyrja ekta danskt „smørrebrød“. Hún les dulin skilaboð um persónuleika Íslendinga og jafnvel þjóðarinnar allrar út úr listilega skreyttum brauðsneiðum. Með öðrum orðum: Meðal okkar er hið glögga gestsauga! Þeir sem vilja fá að vita meira geta skellt sér á einleikinn „Hin smyrjandi jómfrú“ og fengið sér vænt smurbrauð í Iðnó á næstunni. Þar bregður hin danskættaða leikkona Charlotte Bøving sér í gervi hinnar smyrjandi jómfrúar og lýsir á gráglettinn hátt tilvistarbaráttu danska smurbrauðsins í íslensku samfélagi. Charlotte semur verkið í samstarfi við leik- stjórann Steinunni Knútsdóttur og sækir þar talsvert í sína eigin reynslu af því að kynnast ís- lensku samfélagi á síðustu þremur árum. Hing- að flutti hún ásamt eiginmanni sínum Benedikt Erlingssyni leikara og dóttur þeirra Önnu Rós- hildi, sem nú er 3½ árs, í byrjun árs 1999. Úr „settlegu“ hverfi Charlotte lætur sér heldur ekki bregða þegar spurst er fyrir um uppruna hennar að gömlum íslenskum sið. „Ég er alin upp í Árósum. Mamma og pabbi voru bæði kennarar. Mamma er kennari við Leikskólakennaraskólann í Árós- um, bæði í drama og tónlist. Pabbi var prófess- or í slavneskum fræðum við háskólann. Hann fékk blóðtappa þegar hann var 63 ára og varð að hætta að kenna. Pabbi og mamma skildu þegar ég var 11 ára. Við erum þrjú alsystkini og ein yngri hálfsystir. Ég man varla eftir mér öðruvísi en að leika við eldri systur mína, sem er tveimur árum eldri, þegar ég var lítil. Hún var skapandi og skemmtilegur félagsskapur enda hefur hún haldið áfram þessum leik og er í dag myndlistarkona í Sviss.“ Charlotte rifjar upp að systrunum hafi ekki síður þótt spennandi að bregða sér í hin ýmsu gervi og semja tónlist. „Ég velti því einmitt fyr- ir mér þegar ég var að semja tónlistina í Rauð- hettu og úlfinum hvort mér þætti svona sjálf- sagt að semja hana sjálf af því að tónlist var alltaf svo eðlilegur hluti af sköpun okkar systr- anna á sínum tíma. Samt sem áður vorum við af einhverjum ástæðum aldrei sendar í tónlistar- skóla. Mamma hefur alltaf haft rosalega gaman af börnum og sá algjörlega um að örva okkur heima. Stundum tengdi hún uppeldi okkar kennslunni. Einu sinni þegar ég var svona sex ára stóð ég hana að því að læðast með hljóð- upptökuvél við herbergisdyrnar mínar. Hún var að hljóðrita hlutverkaleikinn. Ég man að mér þótti skrítið hvernig hún lét og hætti að leika mér í smástund.“ Charlotte játar sposk á svip að foreldrar hennar haldi því statt og stöðugt fram að hún hafi verið vægast sagt frekt smábarn. „Einu sinni þegar ég var í frekjukasti spurði pabbi hvort hann ætti að setja tvo þvottabala undir tá- raflauminn!“ bætir hún við og hlær. „Þegar ég varð fimm ára varð ég síðan nánast sjúklega feiminn og hélt því áfram til 11 til 12 ára aldurs. Þá man ég að ég tók meðvitaða ákvörðun og sannfærði sjálfa mig um að nóg væri komið af feimninni. Löngu væri orðið tímabært að ég horfðist í augu við sjálfa mig og umheiminn. Þessi ákvörðun hafði mikil áhrif á líf mitt. Sex- tán ára fór ég í heimavistarskóla í eitt ár og flutti ekki aftur heim til mömmu. Sjáðu til – ég er alin upp í frekar vernduðu umhverfi, frekar „settlegu“ hverfi í Árósum og langaði hreinlega til að kynnast öðruvísi fólki!“ Hjartað valdi leiklist Eftir vistina í heimavistarskólanum flutti Charlotte til Árósa og tók þátt í áhugamanna- uppfærslum. „Ólíkt Benna er ég ekki fædd inn í leikarafjölskyldu. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin 18 eða 19 ára að hægt væri að fara í leiklistarskóla til að læra að verða leikari – og þar með voru örlög mín ráðin. Mér er enn í fersku minni þegar ég stóð með tvö umsókn- areyðublöð sitt í hvorri hendinni, þ.e. inn í myndlistar- og leiklistarskólann í Árósum. Ég ætla samt ekki að halda því fram að ákvörðunin hafi verið erfið. Hjartað hafði löngu fallið fyrir leiklistinni.“ Charlotte var búin að gera eina atlögu að Skuespillerskolen ved Århus Teater þegar hún fékk inngöngu í leiklistarskólann 23 ára gömul. „Ég varð auðvitað himinlifandi. Loksins var ég komin á rétta hillu í lífinu! Skólinn brást heldur ekki væntingum mínum. Að fá jafnfrábært tækifæri eru ótrúleg forréttindi þótt óneitan- lega hafi námið stundum tekið á. Við fengum tækifæri til að spreyta okkur í góðum hlutverk- um, vinna með líkama og sál og kynnast ólíkum listgreinum. Eftir á að hyggja finnst mér í raun- inni að dekrað hafi verið við okkur í skólanum, t.d. þurftum við ekki að borga krónu þegar við fórum í ferðir til að kynna okkur leiklistarlífið í London, Berlín, Moskvu og St. Pétursborg. Skýringin gæti legið í því hvað við vorum fá. Í mínum bekk voru bara 6 nemendur, 3 stelpur og 3 strákar, og bara 24 í öllum skólanum. Þetta var gífurlega spennandi tími. Við vorum frjáls og allt var mögulegt.“ Á sviði 6 kvöld í viku Að lokinni útskrift tók raunveruleikinn við. „Eftir skólann stóð mér til boða að leika hlut- verk í einni uppfærslu í Kaupmannahöfn eða skrifa undir eins árs samning við leikhúsið í Ár- ósum. Leikhússtjórinn í Árósum var harður í horn að taka og tók skýrt fram að ef ég þægi boðið í Kaupmannahöfn þyrfti ég ekki að koma aftur til baka. Ég var dálitla stund á báðum átt- um áður en ég ákvað að taka tilboði hans um eins árs samning. Mér fannst ég ekki vera alveg tilbúin fyrir Kaupmannahöfn. Það kom seinna. Atvinnumennska í leiklist er gjörólík leiklist- arskólum. Ég upplifði að í atvinnuleikhúsi verð- ur ungur leikari að minnka sjálfan sig. Hann getur ekki verið jafnstór og í leiklistarskólan- um. Þetta er víst kallað aðlögun. Hinn kaldi hversdagsleiki er allt annar en hinn hlýi gervi- heimur skólans. Þótt ég væri heppin og fengi fullt af spennandi hlutverkum var mér samt of- boðið. Leikhúsið er eins konar verksmiðja. Vör- una verður að þróa og framleiða fyrir áhorfand- ann. Ef hann sækir ekki leikhúsið er allt unnið fyrir gýg. Álagið á leikurunum var gífurlegt. Ég lék oftast á hverju kvöldi nema sunnudags- kvöldum og oftast voru æfingar á daginn.“ – Hvort hneigðist þú til að leika dramatísk eða gamanhlutverk? „Í Árósum fékk ég bæði tækifæri til að leika dramatísk og gamanhlutverk. Eftir erfið dramatísk hlutverk var ákveðin hvíld í að leika eitthvað léttara. Ég get samt ekki neitað því að ég hef meira sótt í dramatísk hlutverk þó að ég sé auðvitað fullkomlega meðvituð um að yfir- leitt eigi gamanið sér dýpri rætur í dramatík. Eiginlega er svolítið merkilegt hvað ég hef oft túlkað fólk á jaðri samfélagsins. Ég lék m.a. fötluðu stúlkuna Korneliu í Glötuðum snilling- um, þroskaheftu stúlkuna í Dansað á haustvöku og andann Ariel í Óveðrinu eftir Shakespeare. Eins og þú veist tengjast hin hefðbundnu kven- hlutverk yfirleitt dóttur-, móður- og ömmuhlut- verkinu. Hlutverk utan þess ramma hafa alltaf höfðað sérstaklega til mín. Þau veita ákveðið frelsi og möguleika til að fara nýjar og spenn- andi leiðir í túlkuninni.“ Þrenn verðlaun á einu ári Charlotte var fyrst heiðruð fyrir leik sinn með hinum svokölluðu Thomas Jensen-verð- launum árið 1992. Hún sló síðan rækilega í gegn í þremur hlutverkum árið 1994, m.a. í hlutverki andans Ariel í Óveðrinu. Gagnrýnandi lætur m.a. þau orð falla í einu dönsku dagblaðanna að frammistaða hennar í hlutverkinu sé sýning- arinnar virði. Annar gagnrýnandi segir Char- lotte eina af stærstu vonunum í hópi ungra leik- ara. Ekki þarf heldur að orðlengja að næsta ár var sannkallað uppskeruár á ferli Charlotte. Henni féllu í skaut hvorki fleiri né færri en þrenn verðlaun, þ.e. Inge Damn, Bikubens gule kort og síðast en ekki síst hin virtu Henkel- verðlaun. Hún var fyrsti leikarinn utan Kaup- mannahafnarsvæðisins til að hampa verðlaun- unum í þrjátíu ára sögu þeirra árið 1995. Nú var Charlotte tilbúin að fóta sig á fjöl- unum í Kaupmannahöfn. „Hægan, hægan,“ sagði leikhússtjórinn minn í Árósum og klapp- aði létt á öxlina á mér. „Nei, nei, nú ætla ég að hleypa á sprett,“ svaraði ég – hélt mínu striki til Kaupmannahafnar þar sem ég starfaði sjálf- stætt á árunum 1996 til 1999. Áður en törnin byrjaði ákvað ég þó að lyfta mér aðeins upp og ekki að ástæðulausu. Ég var nefnilega í ást- arsorg – nýhætt með kærastanum mínum,“ segir Charlotte og hnyklar brýrnar. „Nei, nei. Ef hann hafði ekki sagt mér upp hafði ég aldrei hitt Benna. Nú er ég komin aðeins á undan sjálfri mér eins og venjulega. Jú, sjáðu til – ég hafði rosalega gaman af hestum þegar ég var barn. Um þrítugt blossaði þessi áhugi aftur upp. Ég fór að fara aftur á bak og láta mig dreyma um hestaferð í alvörunáttúru eins og á Íslandi. Hestamenn geta ekki þverfótað fyrir alls konar reglum í Danmörku, t.d. um hvar megi vera með hesta, hver megi hleypa á stökk, ríða tölt o.s.frv. Henkel-verðlaunaféð gerði mér mögulegt að fara í þessa draumahestaferð um hálendi Ís- lands. Ef þú heldur að ég hafi hitt Benna í þess- ari ferð verð ég að valda þér vonbrigðum. Ég kom heim enn í sárum eftir gamla kærastann. Mamma hefur í seinni tíð verið dugleg að rifja upp að eftir ferðina til Íslands hafi ég sagt við hana að ég þyrfti bara að ná mér í íslenskan mann. Í þeim hlyti að búa sami krafturinn og í íslenskri náttúru. Annað atvik varð til þess að engu virtist lík- ara en að hana renndi grun í hvað ætti eftir að gerast. Skömmu eftir Íslandsferðina dó móð- uramma mín á gamals aldri. Nokkru síðar var mamma mín allt í einu mætt heima hjá mér með allt Íslendingasagnasafnið hennar undir hend- inni. Mömmu hafði ekki fundist neinn annar betur að því kominn en ég.“ Örlagarík Íslandsferð „Mamma vissi náttúrlega hvað ég hafði heillast af íslenskri náttúru í ferðinni,“ segir Charlotte og bætir við að ekki hafi heldur liðið á löngu þar til hún hafi fundið leið til að komast aftur til Íslands. „Ég og Oli vinur minn fengum styrk hjá Sleipni til að kynna okkur leiklistarlíf á Íslandi og í Stokkhólmi í febrúar árið 1997. Ferðin til Íslands var alveg frábær. Íslenskt leikhúsfólk tók okkur opnum örmum. Við vor- um alls staðar velkomin og skemmtum okkur konunglega. Ég get sagt þér eina sögu til vitnis um móttökurnar. Flosi Ólafsson bauð okkur að koma með sér í skemmtiferð einn daginn. Hann fór með okkur upp í Mosfellssveit og kynnti okkur fyrir gömlum garðyrkjubónda. Hann ræktaði þarna rósir í félagi við syni sína. Á með- „Ef þú getur þetta Morgunblaðið/Árni Sæberg Charlotte Bøving: „Loftið er stundum svo lágt í Danmörku.“ Hvað tekur leikari til bragðs þegar hann flytur til nýs lands og stendur frammi fyrir því að vera án síns helsta verk- færis – tungumálsins? Anna G. Ólafsdóttir hreifst af því hvernig danska leikkonan Charlotte Bøving tekur á vandanum og bregður sér í hlutverk hinnar smyrjandi jómfrúar í Iðnó á næstunni. ’ Hlutverkum rignir ekkibeinlínis yfir mállausa leikara í nýju landi. Enda þótt ég geti talað þokka- lega íslensku núorðið efast ég um að ég losni nokkurn tíma alveg við hreiminn. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.