Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 22
Í skrifum sínum gerir Steindór grein fyrir innreið líftækninnar og deilnanna um lagasetningar sem tengdust starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar, auk þess sem hann skoðar stöðu fyrirtækisins í sam- félaginu. Viðfangsefni hans er þó fyrst og fremst vísindalegar, póli- tískar og hugmyndafræðilegar und- irstöður líftækniiðnaðarins: klassísk erfðafræði og sameindaerfðafræði, hugmyndin um hlutlausa þekkingu, smættarhyggjan og kenningin um tengsl gena og próteina. Hér er rakin sala hlutafjár í Ís- lenskri erfðagreiningu. Líftæknin nemur land U M ÞAÐ leyti sem gagnagrunnslögin voru sett var Íslensk erfðagreining enn í meirihlutaeigu bandarískra áhættufjárfesta. Þessu vildi fyrirtækið breyta og vorið 1999 var gengið frá sölu á 17% hlut í fyrirtækinu til þriggja íslenskra banka, Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, Landsbankans og Bún- aðarbankans, fyrir sex milljarða króna. Þessi hlutur var helmingur eignar bandarísku áhættufjárfest- anna og með sölunni á honum var tryggt að Íslendingar ættu meiri- hlutann í fyrirtækinu, að minnsta kosti í bili, því þá þegar lá fyrir að deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, myndi fara í op- inbert hlutafjárútboð og skrá síðan félagið á markaði. Um þetta leyti var áhugi íslenskra fjárfesta og í raun alls íslensks almennings á því að eignast hlut í fyrirtækinu í há- marki og almennt var því trúað þegar menn sögðu líkt og einn af forkólfum verðbréfamarkaðarins, að það væri meiri áhætta að kaupa ekki hlutabréf í deCODE en að kaupa þau. Árin 1999 og 2000 fóru fram mik- il viðskipti með svokölluð B-bréf í fyrirtækinu á gráa markaðnum sem þá stóð í miklum blóma. Á gráa markaðnum eru seld og keypt hlutabréf sem ekki eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað og því er upplýsingaskylda fyrirtækjanna sem þar um ræðir í raun afar tak- mörkuð. Þeir sem keyptu hlut í Ís- lenskri erfðagreiningu á gráa mark- aðnum vissu sjaldnast neitt um fjárhagsstöðu þess annað en það sem stóð í fréttatilkynningum frá fyrirtækinu og ekkert annað um framtíðaráform þess en fram kom í viðtölum við forvígismenn þess. Jafnvel alvarlegir fjárfestar voru ekki vissir um hvort rannsóknir sem framkvæmdar voru innan veggja fyrirtækisins kæmu til með að skila þeim hagnaði. Nú þegar lit- ið er um öxl virðist það óskiljanlegt af hverju svo stór hópur fólks keypti bréf í fyrirtæki, sem hvergi var skráð, fyrir jafn mikla fjármuni, enda var gráa markaðnum svo til útrýmt fyrir fullt og allt í upphafi árs 2001 þegar sett voru lög í sam- ræmi við tilskipun Evrópusam- bandsins um þessi mál (11. grein tilskipunar 93/22/EBE), þar sem verðbréfafyrirtækjum er gert skylt að grafast fyrir um hæfni fjárfesta, fjárhag þeirra og stöðu áður en þau hafa milligöngu um sölu á bréfum í óskráðum fyrirtækjum. Í lok árs 1999 var eignarhlutur íslenskra fjárfesta, einstaklinga, fyrirtækja, banka og lífeyrissjóða í fyrirtækinu orðinn stór og hækkaði gengi hlutabréfanna stöðugt. Í sam- félaginu myndaðist eins konar stig- mögnun væntinganna enda gáfu forvígismenn Íslenskrar erfðagrein- ingar vonum fjármálamarkaðarins um góðan árangur undir fótinn. Fjármálamarkaðurinn hækkaði gengið með bjartsýnisfullum yf- irlýsingum um möguleika þessa ört stækkandi stórfyrirtækis sem þeg- ar árið 1999 var verðmætasta fyr- irtæki landsins, miðað við markaðs- virði. Í mars árið 2000 tilkynnti fyr- irtækið síðan formlega að hafinn væri undirbúningur að skráningu hlutabréfa deCODE Genetics á NASDAQ-verðbréfamarkaðnum í New York; ferli sem lauk þá um sumarið. Þá gerðust þau óvæntu tíðindi að fyrirtækið var skráð á markað á mun lægra verði en sem nam gengi bréfanna á gráa mark- aðnum. Þótt Íslenskri erfðagrein- ingu, stjórnvöldum og fjármála- sérfræðingum tækist að sannfæra flesta Íslendinga um ágæti fyr- irtækisins rákust menn á vegg fag- fjárfesta á erlendum mörkuðum, en fátítt er að aðrir en slíkir aðilar fjárfesti í líftæknifyrirtækjum þar. Reyndar hafði umsókn fyrirtæk- isins um skráningu í för með sér að loksins komu fyrir sjónir manna upplýsingar um fyrirtækið, ítarleg greinargerð um fjárhagsstöðu þess, stöðu rannsókna og almenn fram- tíðaráform. Greinargerðin, sem er um 800 síður að lengd, er mjög merkileg fyrir þær sakir að þar er mikið gert úr óvissunni sem fylgir starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar. Íslenskir fjárfestar, sem kannski er fullhátíðlegt orð yfir þann breiða hóp sem keypti í de- CODE hérlendis, létu því án efa heillast af miklum væntingum fjöl- miðla, fjármála- og stjórnmála- manna því nokkrum mánuðum áður en erlendum fjárfestum voru boðin hlutabréf ÍE á 18 dollara hluturinn greiddu Íslendingar yfir 50 dollara fyrir hlutinn. Vegna þessarar þró- unar á hlutabréfaverði deCODE var bent „á að mjög ólíklegt væri að framtíðarsjóðstreymi fyrirtæk- isins á næstu árum gæti staðið und- ir núverandi verðlagningu hluta- bréfa félagsins“. Hins vegar var trúin á mátt fyr- irtækisins aldrei meiri en um þess- ar mundir því í apríl árið 2000, þeg- ar verð hlutabréfa deCODE var sem hæst á gráa markaðnum, kom fram í könnun að yfir 80% þjóð- arinnar voru fylgjandi gagna- grunnslögunum og treystu Ís- lenskri erfðagreiningu til þess að reka grunninn. Íslenskri erfða- greiningu hafði því á vormánuðum ársins 2000 tekist að afla sér stuðn- ings bæði stjórnmálamanna og al- mennings og tryggja að afar mis- leitur hópur fjárfesta stæði straum af kostnaði vegna starfsemi fyr- irtækisins þótt forsendur fyrir háu verði á hlutabréfum þess byggðust fyrst og fremst á væntingum fólks sem flest hafði litla eða enga innsýn í líftækniiðnaðinn. Íslenskur frumkvöðull Á fyrri hluta 20. aldar inleiddi ís- lenski búvísindamaðurinn Páll Zóphóníasson hugmyndir Mendels og Johannsens um búfjárkynbætur hér á landi og átti bandaríski erfða- fræðingurinn Williams E. Castle eftir að veita þeim rannsóknum at- hygli. Árið 1905 gaf Hið íslenska bók- menntafélag út fyrsta ritið á ís- lensku um erfðafræði Mendels. Þetta var bók danska plöntu- sjúkdómafræðingsins F. Kølpins Ravns, Ættgengi og kynbætur, sem Helgi Jónsson grasafræðingur þýddi. Ritið er mjög merkilegt fyrir þær sakir að ekki voru liðin nema fimm ár frá því að erfðalögmál Mendels voru enduruppgötvuð. Einnig fyrir þær sakir að þar er fjallað um rannsóknir Johannsens sem birst höfðu tveimur árum fyrr og leiddu til þess að hann setti fram grunnhugtökin arfgerð og svipgerð. Ritið vakti hins vegar ekki mikla athygli hér á landi. Það telst þó vart til tíðinda því lærðir menn sem leikir úti í hinum stóra heimi áttu einnig erfitt með að kyngja þessum nýju hugmyndum. Johannsen átti hins vegar síðar eftir að hafa mikil óbein áhrif hér á landi því árið sem hann setti fram hugtakið gen (1909) útskrifaðist bú- vísindamaðurinn Páll Zóphóníasson (1886-1964) frá Landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn, þar sem Johannsen kenndi. Páll ólst upp í Viðvík í Skagafirði. Að loknu hefðbundnu námi hélt hann utan og stundaði nám við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Hann brautskráðist þaðan árið 1909 með búvísindapróf upp á vasann. Sama ár hóf hann kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri og gegndi því starfi til 1920 þegar hann tók við skóla- stjórastöðu Bændaskólans á Hól- um. Árið 1928 lét hann af því starfi og réðst til Búnaðarsambands Ís- lands sem ráðunautur. Því starfi gegndi hann til 1953. Á árunum 1934-1959 sat hann á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og frá 1950- 1956 var hann búnaðarmálastjóri. Á árunum 1914-1934 stóð Páll fyrir því að innleiða hugmyndir Mendels og Johannsens um búfjár- kynbætur hér á landi. Eins og hann benti á í greininni „Kynbætur bú- fjár“, sem birtist í Búnaðarritinu árið 1919, hafði frá því bók Ravns kom út nánast ekkert birst á ís- Genin okkar Bókarkaflar Líftæknin hefur á skömmum tíma náð að verða fyrirferðarmikil atvinnugrein á Íslandi. Umræðan um allan heim hef- ur verið mikil undanfarin ár, enda miklar vonir bundnar við greinina og ekkert lát á tilkynningum um vísindalegar uppgötvanir sem styðja stöðu hennar og starfsemi. Steindór J. Erlingsson leitast við að reifa hvað vöxtur líftækninnar þýði fyrir samfélagið. PressLink 22 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N/ SI A. IS T O Y 19 18 8 1 0/ 20 02 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn? YAMAHA er komið í Arctic Trucks MEIRA AFL vélin í RX-1 skilar rúmlega 145 hö. Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS KOMDU OG SJÁÐU RX-1 VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.