Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 27 UNGUR Íslendingur, Breki Tóm- asson, vann nýlega til veglegra verðlauna, „Poet of Merit Award“, fyrir kvæðið „Darkling“, sem birt- ist í bókinni Honest Awakened, sem gefin var út í Bandaríkjunum í ágúst sl. Breki er búsettur í Svíþjóð, en þangað flutti hann með foreldrum sínum á unga aldri. Breki skrifar mikið í bundnu máli og beitir mest fyrir sig enskri tungu þar sem skólaganga hans í Svíþjóð var í enskum skólum, bæði grunnskóla sem og menntaskóla. Breki stundar nú nám í trúar- bragðavísindum og dulspeki við há- skólana í Stokkhólmi og í Umeå. Nokkur ljóða Breka má finna á slóðinni www.poetry.com. Breki Tóm- asson hreppir ljóðaverðlaun Breki Tómasson með verðlauna- gripinn. TÓNLEIKARÖÐIN Tónlistar- dagar Dómkirkjunnar er hálfnuð; stendur að þessu sinni frá 26. okt. til 17. nóv. Hilmar Örn Agnarsson Skál- holtsorganisti gladdi eyru velunnara hátíðarinnar sl. þriðjudagskvöld; því miður allt of fárra eða um hundraðs- fjórðungs, dæmigert um undanfarna slaka aðsókn (a.m.k. utan geira kór-, einsöngs- og sinfóníutónleika) sem óneitanlega vekur þá nöpru spurn- ingu hvort framboð sé komið langt yfir eftirspurn. Það virðist nefnilega litlu skipta hversu forvitnilegt verkefnavalið er. Dagskrá Hilmars var þannig hin vandaðasta og hófst með hinni glæs- legu Prelúdíu Bachs í h-moll frá Weimar-árunum sem vel getur stað- ið ein, enda var fúgunni sleppt. Hinn skemmtilegi sálmforleikur Þorkels Sigurbjörnssonar, Lofið Guð – skv. Heildarlista ITM (1996) saminn um samnefnt sálmalag Péturs Guðjóns- sen (ár óuppgefið) var í 6/8 „caccia“- takti, ýmist í keðju ofan á bassaor- gelpunkti eða með þrástef í pedal og með cantus firmus í pommer- kenndri rödd. Eftir Megas var stutt- ur Forleikur sem minnti sterklega á orgelspilið við harmsöng hans um „gamla skrjóðinn“, harðkrómuð hó- mófóník en vel frambærileg. Þá kom mildilega registruð Partíta um fornu hymnuna Veni Creator Spiritus eftir belgíska organistann Flor Peeters (1903–86) sem í seinni hluta skipti yf- ir í tignarlegan tokkötustíl með c.f. í fótspili, greinilega undir áhrifum frá tónskáldi allra tónskálda í Leipzig. Schütz-nemandinn Georg Böhm, eitt þekktari nafna n-þýzka orgel- skólans og búsettur í Lüneburg, var höfundur Sálmforleiksins Vater un- ser im Himmelreich í tríósónötu-rit- hætti með „tvístígum“ rölt-bassa í pedal, fallegt verk og kliðmjúkt raddvalið, sem kom líkt og hinir sálmforleikirnir á undan og eftir vel út í steindauðri akústík Dómkirkj- unnar og betur en dramatískari verkin sem þurftu mun meiri eftir- óm. Það gilti mjög um sálmforleiki Bachs (úr Schübler-kórölunum) Wachet auf! ruft uns die Stimme og Vor deinen Thron tret’ ich hiermit. Hinn fyrri var glimrandi vel leikinn (nema hvað c.f.-röddin var óttalega hráslagalegt verbúðarflautuhljóð og hefði átt göfugri registrun skilda), en hinn seinni var svolítið óstöðugur í tempói, eins og reyndar vildi einnig brenna við í fyrstu atriðum kvölds- ins. Hilmar réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur í lokaverkinu, hinni stórglæsilegu Fantasíu og fúgu Bachs í g-moll, sem er meðal mest krefjandi orgelverka fimmta guð- spjallamannsins. Hinn ýmist inn- hverft þenkjandi eða úthverft stór- brotna Fantasía skilaði sér furðuvel af ekki stöðugt konserterandi org- anista af vera (burtséð frá andsvars- leysi kirkjunnar). Fúgan er ein hinna frægustu eftir Bach, rismikil „Spiel- fuge“ eins og Þjóðverjar flokka hana, um gamalt hollenzkt þjóðlaga- stef (meðal þýzkra orgelnema uppá- nefnt „Das Kaffeewasser kocht“(!)) sem mikið var notað í orgelspuna af n-þýzkum barokkorganistum og gerir m.a. töluverðar kröfur til fóta- fimi. Tempóið var enda valið af for- sjálu hyggjuviti og tókst fyrir vikið að komast nokkuð sannfærandi í gegnum þennan útlimabrjót án allt of vandræðalegra hraðaskipta. Þótt ekki væri spilið örðulaust var hin við- eigandi músíkalska sveifla samt oft- ast á sínum stað og lofaði góðu um framhaldsferilinn ef meiningin er að taka til við harðar æfingar á kom- andi mánuðum og misserum. Tónleikaskráin gat ekki verið styttri í spuna og vantaði m.a.s. BVW-númer við þrjú Bachverk, hvað þá ártöl sem einatt segja allra upplýsinga mest miðað við pláss- frekju. Þar hefðu Tónlistardagarnir mátt vanda aðeins betur til verka. Kaffivatnskontrapunktur TÓNLIST Dómkirkjan J.S. Bach: Prelúdía í h BWV 544; Meine Seele erhebet den Herrn BWV, Wachet auf & Vor deinen Thron; Fantasía & fúga í g BWV [542]. Þorkell Sigurbjörnsson: Lofið Guð. Megas: Forleikur. Peeters: Partita um „Veni Creator Spiritus“. G. Böhm: Vater unser. Hilmar Örn Agn- arsson orgel. Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 20:30. TÓNLISTARDAGAR Ríkarður Ö. Pálsson Í TILEFNI af áttræðisafmæli Björns Th. Björnssonar hefur ver- ið gefin út bókin Hundrað nætur í Höfn í þýðingu hans og með skýringum eftir hann. Þetta eru þættir úr Kaupmannahafnar- dagbók byltingarfor- ingjans Francisco de Miranda 1787–1788. Miranda var fædd- ur í Venesúela 1750 og ásamt Símoni Bo- lívar, vini sínum, ákafur baráttumaður gegn yfirráðum Spán- verja. Í menntunarför um Evrópu kynnist hann Katrínu miklu í Rúss- landi og kemst undir verndarvæng hennar. Hann heldur fyrrnefnda dagbók í Kaupmanna- höfn eins og fyrr er getið. Miranda leggur meira upp úr því að segja frá persónulegum högum sínum og kynnum af fólki en hug- sjón sinni um byltingu gegn Spán- verjum. Með þeim hætti verður bókin skemmtilestur því að Mir- anda er litríkur maður, einkum í kvennamálum og veisluhöldum. Honum verður vel ágengt í þeirri iðju sinni að draga konur á tálar, í senn göfugar konur og venjulegar. Katrín mikla, sem safnaði elsk- hugum, gefur honum þau meðmæli sem duga á æðri stöðum. Þegar hann er að fleka frú Hall, konu auðugs stórkaupmanns, duga sög- ur af Katrínu honum til brautar- gengis: „Hann skemmti henni meðal annars með sögum um ást- arlíf Katrínar keisaradrottningar, sem varð óefað til þess að auka á ástleitnisspennuna milli þeirra,“ stendur í inngangi. Byltingarforinginn Miranda var ekki ósnortinn af þjóðfélagsað- stæðum í Danmörku. Hann beitti sér m.a. fyrir umbótum í fangels- um því að honum blöskraði hvernig farið var með kvenfanga. Honum er þó meir í mun að kvennamálin gangi vel, samanber eftirfarandi úr dag- bókinni: „Stofustúlkan mín litla kom klukkan átta um morguninn og skreið upp í rúmið til mín, og þar undum við til klukkan hálf ellefu. Eftir það fékk hún te- sopann sinn og þrjá ríkisdali, svo að hún kvaddi mig vel ánægð.“ Meðal þess sem vekur óhug Miranda eru örlög Struensee sem eru rakin, en hann er nú söguefni margra, meðal ann- arra Svíans Per Olov Enquists í nýlegri skáldsögu. Miranda var þó ekki refsað fyrir kvensemina held- ur sleppur hann sæll frá Dan- mörku þótt erfiðir tímar biðu hans eins og Eftirmál greina frá. En alla tíð sýndi hann klókindi þótt viðureignin við Spánverja rynni út í sandinn. Kaupmannahafnardagbók Mir- anda er æði smásmuguleg á köfl- um en gefur góða hugmynd um andrúmsloftið í Danmörku og víðar og er alltaf forvitnileg. Miranda er vel ritfær og Björn Th. Björnsson gerir honum góð skil með þýðingu sinni og skýringum. Björn er eins og kunnugt er sérfræðingur í öllu því sem varðar Kaupmannahöfn og nýtur bókin þess. Kvennafar í Höfn Björn Th. Björnsson BÆKUR Dagbók eftir Francisco de Miranda. Þýðing og skýringar: Björn Th. Björnsson. Myndir: Anna Cynthia Leplar. Prentun Oddi. Mál og menning 2002 – 109 síður. HUNDRAÐ NÆTUR Í HÖFN Jóhann Hjálmarsson Barnakór Biskupstungna og barnakór Dómkirkjunnar syngja í Dómkirkjunni kl. 17. Stjórnendur kóranna eru Hilmar Örn Agnarsson og Kristín Valsdóttir. Barnakór Dómkirkjunnar er að hefja sitt ann- að starfsár. Tónleikarnir eru hluti af Tónlist- ardögum Dómkirkjunnar sem nú standa yfir. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Rúss- neska kvikmyndin „Einn möguleiki af þúsund“ verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð á sjöunda áratugn- um og lýsir átökum á hernámssvæði Þjóðverja á Krímskaga í síðari heimsstyrjöldinni. Leikstjóri er Leon Kotsarjan, And- rei Tarkovskíj vann að handritinu og meðal leikenda er Anatolíj Sol- onitsyn. Myndin er talsett á ensku. Hamrar, Ísafirði Tríóið Guitar Isl- ancio heldur tónleika kl. 20.30 á veg- um Tónlistarfélags Ísafjarðar. Guitar Islancio skipa Gunnar Þórð- arson gítarleikari, Björn Thorodd- sen gítarleikari og Jón Rafnsson bassaleikari. Þeir hafa gefið út þrjá geisladiska. Á efnisskrá þeirra eru einkum ís- lensk þjóðlög í léttdjössuðum út- setningum. Málfundur um leikhúsmál verður í Borgarleikhúsinu kl. 20. Frummæl- endur segja frá áhrifavöldum sínum, svara spurningum og taka þátt í um- ræðum. Þetta er fyrsta leikhúsmál vetrarins og er þráðurinn tekinn upp frá sl. vetri. Meðal annars verður fengist við spurningar eins og hverjir eru áhrifavaldar leikhúsfólks? Hver hef- ur áhrif á listamenn og hvernig? Frummælendur eru Egill Heiðar Anton Pálsson, leikstjóri, Halldóra Geirharðsdóttir, leikari og leikstjóri, Stefán Baldursson, leikhússtjóri og leikstjóri og Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri. Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Leifur Þorsteinsson ljósmyndari og kennari við LHÍ kynnir eigin verk og sýnir ljósmyndir kl. 12.30. Leifur rak eigin ljósmyndastofu um árabil, þar sem hann fékkst aðallega við auglýsinga- og iðnaðarljósmyndun. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í fararbroddi í umhverfisvænni ferðaþjónustu- Ráðstefna á vegum Ferðaþjónustu bænda á Grand Hóteli Reykjavík þriðjudaginn 12. nóv. frá kl. 14-16. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flytur ávarp. Fyrirlesarar: • Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi. • Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta. • Elín Berglind Viktorsdóttir, umhverfisfulltrúi Hólaskóla. • Marteinn Njálsson, formaður Ferðaþjónustu bænda. • Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Allt áhugafólk um umhverfisvæna ferðaþjónustu velkomið meðan húsrúm leyfir. Konungar há- loftanna er sönn saga sem Guðbergur Auð- unsson hefur skráð. Brian Pilkington myndskreytti. Í kynningu segir að agnarlítill fjaðralaus dúfuungi laumi sér inn í líf fjörugrar fjölskyldu og komi þeim oft á óvart þau ár sem hann búi hjá þeim. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 26 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.990 kr. Börn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.