Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLVEIG Rúnarsdóttir sópr-
ansöngkona heldur sína fyrstu op-
inberu einsöngstónleika í Karla-
kórshúsinu Ými í Skógarhlíð í
kvöld kl. 20.00. Meðleikari hennar á
tónleikunum er Árni Heimir Ing-
ólfsson.
Á efnisskrá er ljóðaflokkurinn
Frauenliebe und -leben eftir Robert
Schumann, ljóðaflokkurinn Fêtes
Galantes I eftir Claude Debussy,
þrír söngvar úr Les Nuits d’Été eft-
ir Hector Berlioz, sönglög eftir
Kurt Weill og ljóðaflokkur eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, en hún er
systir söngkonunnar.
„Jónas Ingimundarson var ein-
hverju sinni með uppákomu í
Gerðubergi, þar sem tónskáld áttu
að draga sér ljóð úr hatti, og semja
lög við. Þá dró Hildigunnur ljóð eft-
ir Þuríði Guðmundsdóttur og heill-
aðist svo af því, að hún fór að leita
að fleiri ljóðum eftir hana. Hún er
nú búin að semja lög við þrjú ljóð
eftir Þuríði, og þetta er orðið að
litlum ljóðaflokki sem við köllum
Stemmningar. Fyrsta lagið heitir Í
ást sólar, og er ástarljóð. Líf og ljóð
er svolítið myrkara ljóð, en það
þriðja, Klippimynd, er alveg of-
boðslega fallegt kvöldljóð.“ Laga-
flokkur Hildigunnar varð í rauninni
ekki til sem slíkur þar til Hallveig
fór að velja sér lög eftir systur sína
til að syngja á tónleikunum. Hún
valdi sér þrjú lög, og þau reyndust
þá öll vera samin við ljóð Þuríðar.
Systurnar leituðu til skáldkon-
unnar og báru undir hana þá hug-
mynd að setja þessi þrjú ljóð saman
í flokk og þannig varð lagaflokk-
urinn Stemmningar til.
Þær frönsku eru engir
nýgræðingar í ástinni
Aðspurð um það hvert verkefn-
anna á tónleikunum eigi best við
rödd hennar segir Hallveig að lög
Debussys séu sem sniðin fyrir sig.
„En af því að þetta eru debút-
tónleikar vildi velja fjölbreytta
músík til að sýna allar mínar hliðar.
Þetta hentar mér þó allt vel.
Frauenliebe und -leben liggur mest
á miðsviði minnar raddar, en mig
langaði líka að sýna að ég gæti
sungið það, vegna þess að ég er
sennilega þekktust fyrir háa, fljót-
andi og veika tóna, sem hafa
kannski verð mitt spesíalítet. Mig
hefur langað til að syngja þennan
ljóðaflokk í mörg, mörg ár, en var
loks að grunnvinna hann núna.“
Ljóðaflokkur Schu-
manns hefur á síðari
tímum verið um-
deildur, og hefur
sumum þótt ljóð
Chamissos um ástir
konunnar end-
urspegla úrelt við-
horf til kvenfólks.
Tónlist Schumanns
er þó óumdeilanlega
falleg. En hvernig
sér Hallveig ljóðmæl-
andann fyrir sér; –
konuna sem bíður
bljúg og vonarheit
eftir því að sá eini
sanni verði hennar.
„Þessi gagnrýni er mjög undarleg,
því auðvitað verður maður að taka
á verkefninu á sínum eigin for-
sendum. Þetta getur allt passað í
dag, þótt það væri kannski með að-
eins öðrum formerkjum en í þá
daga. Mér finnst þetta vera mjög
ung kona, eða unglingsstúlka. Mér
finnst líka mjög merkilegt hvað
Schumann virðist skilja það þannig
líka. Þessi maður, sem á endanum
svíkur hana, er fyrsta ástin henn-
ar.“ Stúlka þeirra Chamissos og
Schumanns er ung, og Hallveig seg-
ir konurnar í frönsku ljóðunum al-
gjöra andstæðu hennar; þær eru
þroskaðar og reyndar. „Þær
frönsku eru sko hreint engir ný-
græðingar í ástinni!“
Tónleikar þeirra Hallveigar og
Árna Heimis verða endurteknir í
Egilsstaðakirkju sunnudagskvöldið
17. nóvember kl. 20.00.
Hallveig Rúnarsdóttir Árni Heimir Ingólfsson
„Ég valdi fjölbreytta músík
til að sýna allar mínar hliðar“
KAMMERKÓR Seltjarnarnes-
kirkju á að baki nokkur starfsár en
hefur þegar getið sér orð fyrir góðan
söng, undir stjórn orgelleikara kirkj-
unnar, Vieru Manàsek. Á tónleikum
kórsinns sl. sunnudagskvöld var efn-
isskráin tvískipt, fyrst íslensk kórlög
og (frumflutt) tvísöngsverkið Tvær
systur, eftir Egil Gunnarsson. Á
seinni hluta efnisskrár voru tvö verk,
fyrst stutt messa eftir Ch. Gounod og
þá Magnificat fyrir einsöngvara, kór
og hljómsveit, eftir Jan Dismas Zel-
enka (1679–1745), kontrabassaleik-
ara og tónskáld frá Bæheimi, er lærði
tónsmíði hjá Fux í Vínarborg og
starfaði á Ítalíu og í Dresden, þar
sem hann tók við af Heinichen, sem
yfirmaður kirkjutónlistar í borginni.
Eftir hann liggja óratoríur, m.a. um
heilagan Wencelaus, 50 messur og
fjöldinn allur af smærri kirkjulegum
verkum. Þess má geta að J.S. Bach
hafði dálæti nokkurt á Zelenka sem
tónskáldi.
Tónleikarnir hófust á Gloria Tibi
og þá gat að heyra hversu vel er skip-
að í kvenraddirnar. Þrjú lög eftir
Atla Heimi Sveinsson, Við svala lind
og Sem dökkur logi, úr leikritinu
Dansleikur, eftir Odd Björnsson og
Maríukvæði, voru öll mjög fallega
mótuð. Í laginu Sorg og gleði, eftir
Jórunni Viðar, er töluvert spunnið
með raddskipanina er var skýrlega
mótuð af kórnum en þar á eftir kom
útsetning eftir Jón Hlöðvé Áskelsson
á Víst ertu Jesús, kóngur klár og þar
fer Jón nokkuð langt frá laginu í allri
raddskipan, rétt eins og ómstreitan
sé markmið. Þá gat að heyra hið frá-
bæra lag Þorkels Sigurbjörnssonar,
Heyr himnasmiður, við þúsund ára
gamla ljóðabæn Kolbeins Tumason-
ar. Jón Leifs átti tvö lög, fyrst vöggu-
vísuna þei, þei og ró, eftir Jóhann
Jónsson og gamla sálmalagið Kær
Jesú Kristí, Sofðu unga ástin mín
fylgdi í kjölfarið, þá hin leikræna út-
færsla Árna Harðarsonar á Tíminn
líður og Hvað á að gera við stráka-
ling. Íslenska hlutanum lauk með tví-
söngslaginu Tvær systur, eftir Egil
Harðarson. Hugsanlega er hér um að
ræða frumflutning, þótt þess sé ekki
getið. Verkið er vel samið fyrir söng-
raddirnar en undirleikur strengja-
kvartettsins vann stundum á móti
þeim, þótt í heild væri verkið áheyri-
legt. Nauðsynlegt er við frumflutn-
ing söngverka að hafa í efnisskrá
textann, því í slíkum verkum sem
þessum, er textinn mikilvægur varð-
andi alla byggingu og framvindu
verksins.
Kór og einsöngvarar sungu mjög
fallega og var mótun Vieru Manàsek
mjög fallega útfærð af kórnum, bæði
varðandi styrkleika og blæmótun og
afmörkun tónhendinga, sem er sér-
lega viðkvæmt atriði í kammerkór en
blómstraði í Gloria ribi, lögum Atla
og Jórunnar, Himnasmið Þorkels og
þjóðlaginu Sofðu unga ástin mín.
Messe breve nr.4, eftir Ch. Gou-
nod er afsprengi þeirrar konunglegu
tilskipunar, að aðeins megi syngja
sléttsálma með einföldum undirleik
við franskar messur og því eru litla
messan, nr. 4, eftir Gounod, að formi
til eins og sönglag, falleg tónlist, sem
flutt var við þýðan orgelundirleik
Pavels Manàsek og sungin með mjög
fallegum hljómi af nokkrum söng-
félögum úr kvenröddum kórsins.
Lokaverkið var Magnificat eftir Zel-
enka og mátti heyra hvar J.S. Bach
fékk sína forskrift um notkun tromp-
etta og páku. Í fyrstu tveimur þátt-
unum sungu Anna Jónsdóttir og Jó-
hanna Ósk Valsdóttir einsöng og
gerðu það mjög vel, sérsaklega var
nýnæmi í að heyra fallega og vel
þjálfaða messosópranrödd Jóhönnu,
sem söng ein annan þáttinn í Susce-
pit Israel, eftir Zelenka. Ellefu
manna kammerhljómsveit lék undir
en fyrir þeim hópi fór fiðluleikarinn
Zbigniew Dubik og átti sveitin sinn
þátt í reisulegum flutningi á verki
Zelenka.
Það er ljóst að Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju er góður kór og
Viera Manàsek er efni í góðan kór-
stjóra og náði oft fram fallegri mótun
tónhendinga, þar sem bæði nálgun
þeirra og lok voru fallega útfærð,
þannig að tónlistin „andaði“, sérstak-
lega í íslensku lögunum. Þá var mikil
„músisering“ og fallegur söngur í
hinu hljómþýða verki eftir Gounod.
Fallegur söngur
TÓNLIST
Seltjarnaneskirkja
Flutt voru íslensk kórlög og tvísöngslög,
verk eftir Gounod og J. D. Zelenka. Flytj-
endur kammerkór, einsöngvarar og
kammersveit. Stjórnandi Viera Manàsek.
Sunnudagurinn 3. nóvember 2002.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
SÓKN og sjávarfang, saga sjávar-
útvegs á Íslandi, eftir Jón Þ. Þór er
komin út hjá bókaútgáfunni Hólum á
Akureyri. Þetta er fyrsta bindi verksins
og fjallar um árabáta- og skútuöld.
„Ekkert hefur skipt Íslendinga eins
miklu máli á liðnum öldum og fisk-
urinn í sjónum. Þess vegna er saga
sjávarútvegs á Íslandi um leið bar-
áttusaga þjóðarinnar við að halda í
sér lífinu. Stundum var ævintýralegur
ljómi yfir þessari
baráttu; hetjur
stóðu í stafni og
aflinn var seldur
Englendingum og
Frökkum, Þjóð-
verjum og Böskum.
Íslenskt hákarla-
lýsi lýsti upp stór-
borgir Evrópu og
hákarlasjómenn fyrir vestan og við
Eyjafjörð urðu á einu sumri að auðkýf-
ingum.
En svo syrti yfir, bátar fórust og tug-
ir sjómanna týndust, jafnvel hundruð
á einum og sama sólarhringnum. Þá
var sorg í landinu.
Þetta er sagan sem Jón Þ. Þór rek-
ur í þessari einstæðu bók um sjávar-
útveg Íslendinga. Hann rekur upphaf
fiskveiða við Ísland, fjallar um allar
hliðar árabátaútgerðarinnar og dregur
upp lifandi mynd af hinni æv-
intýralegu öld seglskipanna.
Saga sjávarútvegs á Íslandi er
glæsilegt tímamótaverk þar sem fer
saman ritsnilld og afburðaþekking
Jóns Þ. Þórs á sögu Íslands og Íslend-
inga,“ segir í frétt um útkomu bók-
arinnar.
Saga sjávarút-
vegs á Íslandi
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
T
O
Y
19
32
4
1
1/
20
02
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn?
YAMAHA er komið í Arctic Trucks
MEIRI HRAÐI
hraðskreiðari en SRX
Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG
FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS
KOMDU OG SJÁÐU RX-1
VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003