Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 29

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 29 Fyrsta flokks matur, fallegt útsýni og umhverfi sveipað dulúð gera jólahlaðborð Bláa lónsins að ógleymanlegum viðburði. Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist. 22., 23., 29. og 30. nóvember 6., 7., 13. og 14. desember. Verð 4.150 krónur. Aðgangur í heilsulindina Bláa lónið er innifalinn. Borðapantanir og nánari upplýsingar í síma 420 8813, www.bluelagoon.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ARI Svavarsson er fæddur 1964 á Akureyri. Hann hefur numið list- hönnun við MHÍ, útskrifaður úr listhönnunardeild 1985, en að auki hefur hann verið eitt ár í listmálun við Myndlistarskólann á Akureyri, 1982–83. Ari hefur lagt stund á list- málun samhliða hönnuninni en hef- ur ekki sýnt fyrr en á þessu ári, fyrsta einkasýning hans var haldin í Húsi málaranna í júní síðastliðnum. Það er því skammt högga á milli, en nú tæpum fimm mánuðum síðar er Ari aftur með einkasýningu, að þessu sinni í sýningarsal Sævars Karls. Ari segir í fréttatilkynningu að hann máli í stíl abstrakt/expressjón- ista, án þess að gera frekari grein fyrir því hvers vegna hann velur að sækja í þá liststefnu í dag. Í sýningarsal Sævars Karls sýnir Ari átta málverk unnin með akrýl á striga. Stærð þeirra allra er svipuð, utan eins sem er tvöfalt stærra. Verkin eru unnin með breiðum, kröftugum pensildráttum á strig- ann, án þess að fylla út í myndflöt- inn. Þau bera nöfn eins og þú veist að ég elska þig og þetta var skráð endur fyrir löngu. Nöfnin tengjast málverkunum ekki sýnilega og bæta litlu við þau nema spurningum. Verkin hafa breyst nokkuð frá fyrri sýningu Ara þar sem meira flæði var ríkjandi og óræðari stemning yfir þeim. Þau verk voru hluti af stærri heild sem leitast var við að fanga innan myndrammans en hér er unnið með kjarna sem ekki nær út fyrir endamörk strigans. Horfinn er læsilegi textinn en í staðinn hefur ólæsileg lína sem minnir á einhvers konar letur tekið við. Ari segist sjálfur sækja í frelsi málaralistarinnar þegar vinnudegi við hönnun lýkur. Hér finnst mér einhver grund- vallarmisskilningur vera á ferð. Nú til dags ríkir vissulega mikið frelsi í samtímalistum, frelsi til að vinna með þann efnivið sem fólk vel- ur, frelsi til að hafa mismunandi skoðanir, frelsi til að hneyksla eða ekki, frelsi til að vera hefðbundinn eða ekki. En þetta frelsi má aldrei þýða það að við hættum að gera kröfur. Og ef við veltum því fyrir okkur hvaða kröfur við gerum til samtímalistar þá breytist þetta frelsi töluvert. Það er skiljanlegt að Ari tali um að honum finnist ákveðið frelsi fylgja því að geta dúndrað pensilförunum á strigann, jafnvel fengið útrás fyrir tilfinningar sem hafa hlaðist upp í dagsins önn. En því frelsi fylgir einnig ábyrgð. Myndlist er ekki leikur að litum og formum sagði Sigurður okkar Guð- mundsson, – og ég bæti því við að hönnun er oft á tíðum einmitt það. Myndlist leitast hins vegar við að vera miklu meira en það, á öllum tímum hefur samtímalistin leitast við að vera lifandi afl í samfélaginu. Það fylgir því ábyrgð að halda myndlistarsýningu, við krefjumst þess m.a. að listamenn hafi ígrund- að verk sín og hver markmiðin eru með þeim og gildir efniviður þeirra einu í þeim efnum, hvort sem það er málning á striga eða myndband. Hönnunarheimurinn lýtur ákveðnum reglum, en það gerir heimur myndlistarinnar auðvitað líka, – frelsið er ekki allt sem sýnist heldur fylgja því margar kröfur sem meira að segja fæstir listamenn í dag geta uppfyllt, kröfur sem eru ekki eins borðliggjandi og kröfur hönnunar en alveg jafn raunveru- legar. Hönnun gerir ákveðnar fag- urfræðilegar kröfur, í heimi hönn- unar ræður efnishyggjan ríkjum. Hið sama má að vísu segja um myndlistina, en að auki býður hún upp á svo margt annað, aðra sýn. Það er einmitt sú sýn sem ég sakna hér. Oft er erfitt fyrir almenning að átta sig á samtímalistum. Fæstir gera upp á milli sýningarsala og átta sig kannski ekki á því til dæmis að sýning á safni felur í sér ákveðna viðurkenningu á meðan salir eins og sýningarsalur Sævars Karls sem taka háa leigu fyrir aðstöðu sína hafa síður mótaða stefnu. Eins er verðlagning verka oft undrunarefni og svo er líka hér, jafnvel listamenn sem helgað hafa sig list sinni ára- tugum saman og velt gaumgæfilega fyrir sér hvað þeir eru að fara með verkum sínum myndu hika við að verðleggja þau á sama hátt og hér er gert. Er frelsið að finna í myndlistinni? MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 14. nóvember. Sýningin er opin á verslunartíma. MÁLVERK, ARI SVAVARSSON Ragna Sigurðardóttir Málverk eftir Ara Svavarsson í sýningarsal Sævars Karls. Í LISTSÝNINGARSALNUM Man eru til sýnis og sölu 105 past- elmyndir sem listamaðurinn Jó- hannes Geir Jónsson skapaði á sjöunda áratugnum og hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Myndirnar eru í eigu Ólafs Mar- íussonar, sem er Ó-ið í herrafata- verslun P&Ó, en hann heillaðist á sínum tíma af myndum Jóhann- esar og áttu þeir vöruskipti sín á milli. Jóhannes keypti föt á sig og sína og Ólafur fékk myndir í stað- inn. Slík vöruskipti eru auðvitað ekki einsdæmi í íslenskri lista- sögu. Þekkt er sagan af Jóhannesi Kjarval, þegar hann tók leigubíl til Þingvalla, málaði mynd á með- an leigubílstjórinn beið og greiddi svo bílinn með myndinni. Vöru- skipti eru enn tíður viðskiptamáti þegar kemur að listaverkakaup- um og hefur það haft sín áhrif á að engin skýr verðmyndun hefur orðið á íslenskri myndlist, þótt vissulega liggi fleiri ástæður þar líka að baki. Gerir það t.d. faglegri starfsemi á galleríum erfitt um vik, þar sem erfitt er að taka pró- sentur af listaverkum sem kaup- endur vilja greiða með vetrar- dekkjum eða flugmiða. Þannig er markaðurinn í dag, eins og áður. Jóhannes Geir fæddist á Sauð- árkróki árið 1927. Hann nam listir við Myndlista- og handíðaskólann árin 1945–47 og var síðan einn vetur í akademíunni í Kaup- mannahöfn. Jóhannes sótti í fí- gúratíft málverk þrátt fyrir að ráðandi straumar væru abstrakt- málverkið. Virðist hann því hafa átt erfitt með að finna sig í listinni fyrstu árin og er það ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að hann skapar málverk sem í dag halda nafni hans hvað hæst á lofti sem listmálara. Eru það svokallaðar endurminningamyndir og eru einskonar uppgjör listamannsins við æsku sína. Þær eru dökkar og þrúgandi á skandinavíska vísu, en einnig má sjá skyldleika við Hol- lendinginn Vincent van Gogh, sem leitaðist við að tjá innvið sinn og þrár. Eins og segir í upphafi þessarar umfjöllunar, þá eru einungis sýndar pastelmyndir í sýningar- sal Man, en þær hafa gjarnan létt- ara yfirbragð en olíumálverk end- urminningatímabilsins. Þó bera nokkrar myndanna, eins og „Laugarnes“ (nr.20), „Krossfest- ing “ (nr. 25) og „Vatnagarður“ (nr. 34), álíka mikinn tilfinninga- þunga og olíumálverkin og aðrar myndir, eins og „Gert að neti“ (nr. 10), „Skáldið Jónas Svafár“ (nr14) og „Kona með kjötlæri“ (nr. 69), hafa hið sterka expressjóníska handverk sem einkennir endur- minningamyndirnar. Þótt ég hafi haft ánægju af því að skoða myndirnar á sýningunni, þá mundi ég ekki kalla hana stór- viðburð, þar sem einungis er um smáar pastelmyndir að ræða úr einkaeign en ekki úttekt á helstu myndum endurminningatímabils- ins. Tvímælalaust vekur sýningin þó löngun mína til þess að sjá slík- an stórviðburð eiga sér stað, þar sem þessu mikilvæga og magnaða tímabili í listsköpun Jóhannesar Geirs yrðu gerð sanngjörn skil. Þrúgandi í minningunni MYNDLIST Listsýningarsalurinn Man Opin 10-18 virka daga og 11-18 um helgar. Sýningu lýkur 13. nóvember. PASTELMYNDIR JÓHANNES GEIR Jón B. K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.