Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 35
utan við lög og reglur. Ef ekki, sem er sjaldnar, þá eru þeir ágallar sem nú koma í ljós, þrátt fyrir gildistöku nýrra þjóðminjalaga, fyrst og fremst vegna áberandi vanþekking- ar á því hvernig hlutunum er for- gangsraðað við vernd og varðveislu fornleifa. Sú forgangsröðun, ef slíka skyldi kalla, er hér önnur en í öðr- um Evrópuríkjum, þar sem forn- leifafræðin sem vísindasvið hefur löngum átt sér sterka stöðu við helstu háskóla. Er HÍ hindrun fyrir forn- leifafræði sem vísindasvið? Það virðist greinilega þörf á að skýra, að alþjóðleg fornleifafræði hefur einkum mótast sem sjálfstætt vísindasvið við rannsóknir á mann- vistarleifum (fornleifum) frá for- sögulegum tíma. Ritmálið kemur fyrst inn í myndina á síðustu árþús- undum á þeim óralanga tíma sem þróun mannkyns spannar. Þar af leiðandi hafa þær aðferðir og túlk- unarhefðir sem fornleifafræðin hef- ur þróað, grundvallast umfram ann- að á því að mæla, flokka og ráða í þann margþætta og flókna vitnis- burð sem jarðfastar fornleifar frá mismunandi tímum hafa að geyma, bæði fyrir og eftir tilkomu ritheim- ilda. En fornleifafræðileg nálgun er ekki síður nauðsynleg við rannsókn- ir á fornleifum frá sögulegum tíma. Hún er því einnig mikilvæg við rannsóknir á fornleifum okkar, sem geyma dýrmætan vitnisburð um ótalmargt sem viðkemur afkomu og verkmenningu þjóðarinnar í heild, sambúð hennar við landið og óblíð náttúruöfl allt aftur á landnáms- tíma. Það er hverjum hugsandi manni ljóst, að allt um þetta er ekki að finna í varðveittum ritheimildum, sem auk þess eru snöggtum yngri en elstu minjar um búsetu í landinu. Það er hins vegar alls ekki við- urkennd aðferðafræði innan forn- leifafræðinnar (og á raunar við um vísindarannsóknir á hvaða sviði sem er) að gefa sér niðurstöðu fornleifa- uppgraftrar fyrst á sögulegum grunni, og leita svo allra ráða til staðfestingar á „trú“ sinni (þ.e. fyr- irframgefinni niðurstöðu). Eða „ganga í skrokk“ á helstu minja- og sögustöðum með leit að tiltölulega vel þekktum atriðum í seinni tíma sögu okkar að leiðarljósi, svo sem skólahúsum eða prentsmiðjum bisk- upa eða öðru slíku. Slíkt er ekki ámælisvert í þágu sögudýrkunar eða ferðaþjónustu, en þetta er hvorki vísindaleg fornleifafræði né samræmist heldur skilvirkri forn- leifavernd. Þar er verið að villa okk- ur sýn. Það er mikilvægt, að þeir sem fá leyfi til að stjórna uppgröftum á ís- lenskum fornleifum, hafi heildstæða menntun og lokapróf að baki í forn- leifafræði og hafi öðlast reynslu og þroska (þ.e. skilning) á ábyrgð sinni. Slík hæfnisskilyrði fyrir rann- sóknaleyfum er skilvirk (þ.e. ábyrg) fornleifavernd. Sérþarfir okkar (þ.e. þjóðarinnar) til viðhalds og styrktar eigin fornleifavernd og fornleifa- fræði eiga að vera í fyrirrúmi við veitingu uppgraftrarleyfa, enda slík afstaða ríkjandi í öðrum Evrópu- ríkjum, þar sem fornleifafræðin hef- ur löngum átt sér sterka stöðu við helstu háskóla. Sönn fornleifafræði- kennsla (ekki sem hliðargrein eða þjónustufag við önnur fræðasvið á háskólastigi), er forsenda þess, að fornleifafræðin geti þróast áfram sem sjálfstætt vísindasvið hjá okk- ur! Hjá okkur hefur á hinn bóginn lítið sem ekkert faglegt aðhald verið fyrir hendi á sviði fornleifafræði. Nauðsynlegur bakhjarl fyrir þróun hennar sem vísindasviðs, hefur ekki verið fyrir hendi. Í Háskóla Íslands eru það „sagnfræðileg“ sjónarmið sem hafa ráðið því hvernig líta beri á hlutverk fornleifafræðinnar, án tillits til sjálfstæðis hennar sem há- skólagreinar. Í „opnu bréfi“ eins postulans í sagnfræðiskor (sem hef- ur setið á kennslustóli í aldarfjórð- ung) til „kollega“ sinna í heimspeki- deild á liðnu sumri, þegar hann gat ekki sætt sig við meirihlutaniður- stöðu samkennara sinna á fundi í sagnfræðiskor, þess efnis að vísa frá hlutdrægu dómnefndaráliti um um- sækjendur um starf kennara í forn- leifafræði við skorina og auglýsa starfið á ný, segir hann orðrétt m.a.: „sagnfræðingar eru best allra falln- ir til þess að meta hæfni fornleifa- fræðinga, því eitt meginhlutverk fornleifafræði er að framreiða rann- sóknarniðurstöður til samanburðar og ögrunar við niðurstöður sagn- fræðinga af ritheimildum“! Þetta er „skilningur“ prófessors við Háskóla Íslands á því, hvert eitt „meginhlut- verk“ sjálfstæðs rótgróin vísinda- sviðis eins og fornleifafræði eigi að vera! Það er ólíklegt að honum verði ljóst úr þessu á starfsferli sínum, að aðferðir og túlkunarhefðir þessa vísindasvið færðu okkur þá vitn- eskju sem við nú búum yfir um for- sögu mannkyns áður en sagnaritun hófst, sem „kom til sögunnar“ fyrir hlutfallslega stuttu. Hvers konar rannsóknaþroska og fræðsluinnræt- ingu leiðir svona „vísindaskilningur“ af sér eftir aldarfjórðungssetu á há- skólastóli? Þó ekki sé farið mörgum orðum að sinni um þá siðblindu að hafa með þessu „opna bréfi“ beina íhlutun í leynilega atkvæðagreiðslu deildarmanna um ráðstöfun kenn- arastöðu í fornleifafræði á deildar- fund í heimspekideild 19. júní sl., sem byggja á á málefnalegu mati einstakra fundarmanna á framlögð- um fundargögnum, en ekki per- sónulegum undirróðri með einum umsækjendanna gegn öðrum eins og gert var í þessu fádæma bréfi. Bréfinu var auk þess beint persónu- lega gegn mér sem vá á staðnum, kæmist ég að! Þannig líðast vinnu- brögð og þroskastig á þeim bænum. Og þannig fór, þegar loks var á dagskrá að bjóða upp á kennslustól í fornleifafræði við Háskóla Íslands, að hann skuli vera undir sagnfræði í samnefndri skor, og þannig taldist sagnfræðingur með eins árs viðbót- arnám í fornleifafræði „hæfari“ til að leiða kennslu til BA- og MA- prófs í faginu, en sérfræðimenntaðir fornleifafræðingar með heildstætt háskólanám og vísindaþjálfun í fornleifafræði. Þar með bættist 14. læristóllinn í sagnfræði við þá sem fyrir voru í þessari stofnun, í hópi hvers er að finna eina konu. Svona rétt í anda rómaðrar „jafnrétt- isáætlunar“ Háskóla Íslands eða hvað? Þetta „val“ byggðist á áliti dómnefndar, sem stöðunefnd í heimspekideild hafði þá dæmt hlut- drægt auk ofangreindrar niðurstöðu meirihlutans á fundi sagnfræðiskor- ar. Háskólinn (þ.e. háskólarektor) lét þetta yfir sig ganga og réð manninn! Telur ritstjórn Morgun- blaðsins loforð stofnunarinnar um bót og betrun, sem hún fjallar um í leiðara 27. október sl. undir yfir- skriftinni „Stjórnsýsluhættir í Há- skóla Íslands“, trúverðuga? En þessi gangur mála í Háskól- anum hindrar stefnumörkun í forn- leifavernd og þróun fornleifafræði sem vísindasviðs á Íslandi. Ef kyn- slóðir nýrra fræðimanna eru aldar upp í röngum skilningi á fornleifa- fræði, verður fræðasviðið hjómið eitt og fornleifaverndinni stoða ekk- ert vel meintar reglur og lög. Ef skilningsleysi ríkir, er ekkert farið eftir þeim þegar svo býður við að horfa. Að löggilda nú við Háskóla Íslands einhvers konar blöndu sagnfræði og persónu- og sögudýrk- andi uppgrafta á fornleifum (þó að í nafni „fornleifafræði“ sé), mun ekki breyta neinu þar um. Hún er í höndum sagnfræðinga eftir sem áð- ur. Háskóla Íslands, sem lýsir því yfir á stefnuskrá sinni að hann ætli að gerast „alþjóðlegur rannsókna- háskóli“, er ekki stætt á því að villa á sér sýn alþjóðlega með því að taka þann anga sem kallast „söguleg fornleifafræði“ upp til kennslu í nafni heildstæðs náms í fornleifa- fræði. Ef okkur á að hlotnast að njóta „sannrar“ fornleifafræði sem sjálfstæðs stefnumarkandi vísinda- sviðs á háskólastigi, líkt og ná- grannaþjóðir okkar búa við, þarf að gera aðra tilraun til að stofna til hennar hjá okkur á ný! Höfundur er dr. í fornleifafræði og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni með 30 ára feril í fornleifarannsóknum hér á landi sem erlendis. Meira á mbl.is/Aðsendar greinar SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.