Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR SIGURGEIRSSON húsasmíðameistari, Hverfisgötu 42, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jenný Karla Jensdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Stein Simonsen, Sigurður Guðjónsson, Guðrún Kamilla Sigurðardóttir, Selma Jónsdóttir, Magnús Jónsson. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, systir og mágkona, HENNÝ MARÍA OTTÓSDÓTTIR MAC HENRY, lést á St. Jósefssjúkrahúsinu New Jersey í Bandaríkjunum laugardaginn 2. nóvember sl. Útför hennar fór fram miðvikudaginn 6. nóvember. Þökkum auðsýnda samúð. Vincent P. Mac Henry, Guðrún Hreinsdóttir, Ottó Hreinsson, Jóhanna Ploder, Rose Edwards Diaz, Reymond Diaz, Birgir G. Ottósson, Sólveig Pálsdóttir. Okkar elskulega uppeldissystir og frænka, GUÐRÚN MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á Laugavegi 99, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtu- daginn 7. nóvember. Fyrir hönd vina og vandamanna, Ólafur Örn Árnason, Ásta Árnadóttir, Sigrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR HARALDSDÓTTIR, Brunnum 3, Patreksfirði, andaðist miðvikudaginn 6. nóvember á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00. Hafsteinn Númason, Berglind M. Kristjánsdóttir, Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir, Valgerður Björg Hafsteinsdóttir, Íris Hrefna Hafsteinsdóttir, Birta Hlín Hafsteinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, Nesvegi 70, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Erla Friðriksdóttir, Þórunn Ásdís Óskarsdóttir, Júlíus Þorfinnsson, Guðný Arndís Óskarsdóttir, Fahad Falur Jabali, Corto, Styr og Sindri. ✝ GuðmundurKjartan Runólfs- son fæddist 20. júní 1920 í Reykjavík. Hann lést á Long Beach Memorial Hospital í Long Beach í Kaliforníu 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Lára Guð- mundsdóttir, húsfrú í Reykjavík, f. á Hlöðum í Grenivík 31. okt. 1896, d. 10. jan. 1968, og Runólf- ur Kjartansson, kaupmaður, f. að Skál á Síðu, Kirkjubæjarhreppi, 30. nóv. 1889, d. 23. apríl 1961. Systkini Kjartans eru: 1) Ingi Sverrir, vegagerðar- og verslunarmaður, f. 3. des. 1921, d. 7. sept. 1996. Fyrri kona Janet Murphy píanóleikari, f. 24. feb. 1930, þau skildu, þau áttu fjögur börn. Seinni kona Andrea Þorleifs- dóttir, flugfreyja og fulltrúi, f. 9. jan. 1927. 2) Valgarð, skólastjóri og leiðsögumaður, f. 24. apríl 1927. Fyrri kona Elísabet Knud- sen, f. 12. júní 1930, d. 1996, skildu, þau áttu eitt barn. Seinni kona Ás- dís G. Kjartansdóttir kennari, f. 8. júní 1930, d. 1. júlí 1999, þau eign- uðust þrjú börn. 3) Guðbjörg Svan- fríður (Svana) skrifstofustjóri, f. 6. mars 1940, maður Friðjón Björn Friðjónsson fjármálastjóri, f. 4. sept. 1936, þau eiga þrjú börn. Hinn 9. mars 1946 kvæntist Kjartan Arndísi Sigurðardóttur, f. 21. nóv. 1924, dóttur Sigurðar Kristjánssonar, alþingismanns og forstjóra, f. 14. apr. 1885, d. í maí 1968, og k.h. Rögnu Pétursdóttur húsfreyju, f. 14. ág. 1904, d. 21. nóv. 1955. Kjartan og Arndís skildu árið 1956. Börn þeirra eru: 1) Lára, deildarstjóri hjá Flugleið- tölvunarfræðingi, f. 18. júní 1970. Dóttir þeirra er Eyja Samantha, f. 2000. 4) Anne Marie söngkona, f. 18. nóv. 1965, gift Tony Adams kvikmyndaframleiðanda, f. 25. feb. 1953. Dóttir þeirra er Tess Mae, f. 1999. Guðmundur Kjartan stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og Héraðsskólanum á Laugarvatni og lærði hljóðfæraleik í Tónlistar- skólanum hjá Karli O. Runólfssyni tónskáldi. Hann spilaði með ýms- um hljómsveitum, bæði í Reykja- vík og út um land, m.a. Hljómsveit Þóris Jónssonar og Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar, og einnig lék hann með Lúðrasveitinni Svani. Árið 1947 gerðist hann at- vinnusjómaður, var fyrst á fisk- veiðibátum en um 1950 réðst hann til Eimskipafélags Íslands þar sem hann starfaði sem háseti, smyrjari í vél og 3. vélstjóri, lengst af á Lag- arfossi. Árið 1957 fluttist hann vestur um haf til Kaliforníu, þar sem hann bjó til dauðadags. Þar starfaði hann fyrst hjá bróður sín- um, Sverri, aðallega við vegagerð, en eftir að hafa aflað sér vélstjóra- réttinda réðst hann til sjós á ný og var m.a. á olíuflutningaskipum American President Line sem voru í flutningum fyrir Banda- ríkjaher út um allan heim. Árið 1985 fór hann á eftirlaun og tók þá að sér umsjón og rekstur leigu- íbúða sem þau hjónin áttu og ráku til nokkura ára. Kjartan heimsótti Ísland reglulega með fjölskyldu sinni, nú síðast 1997, þegar þau Sally ásamt flestum börnum sín- um, mökum þeirra og barnabörn- um tóku þátt í ættarmóti á Lóma- tjörn í Höfðahverfi, S-Þing. Kjartan lést eftir stutta sjúkra- húslegu hinn 27. október. Bálför hans hefur verið gerð og fór minn- ingarathöfn fram á heimili hans laugardaginn 2. nóvember. Minningarathöfn um Guðmund Kjartan verður haldin í Fossvogs- kapellu á morgun, mánudaginn 11. nóvember, og hefst hún klukkan 13.30. um-frakt, f. 20. júlí 1946. Maður hennar var Hrannar G. Har- aldsson verslunar- maður, f. 15. sept. 1943, d. 28. júní 1995. Synir þeirra eru: a) Hrannar Örn fjár- reiðustjóri, f. 24. apr. 1967, kvæntur Mar- gréti Sigurjónsdóttur, skrifstm., f. 28. júlí 1971. Þau eiga tvo syni, Hrannar Tuma, f. 22. apr. 1994, og Sigurjón Hrafn, f. 26. jan. 1997. b) Kjartan Ingi markaðsstjóri í Flórída, f. 10. júlí 1970, kvæntur Marilyn Oliva markaðsstjóra, f. 24. júlí 1964. 2) Sigurður Ragnar flutningabíl- stjóri í New York, f. 9. des. 1949. Fyrri kona Diane, þau skildu. Börn þeirra: a) Theresa Anne, hjúkrun- arfr., f. 17. feb. 1972, gift Matthew Fiscella bankastarfsm., f. 1971, og er sonur þeirra Roman, f. 2001. b) Sigurður Serap, bifvélavirki. f. 30. mars 1973. Seinni kona Candice, f. 9. nóv. 1954. Sonur hennar er Brandon, nemandi, f. 1986, ætt- leiddur af Sigurði. Þau hjón reka saman hestabúgarð í New York- ríki. Hinn 16. mars 1958 kvæntist Kjartan Sally Mae Tolbert, banka- starfsmanni og húsfreyju, f. 30. mars 1928. Börn þeirra eru: 1) Lynne (dóttir Sally og stjúpdóttir Kjartans), háskólakennari, f. 25. jan. 1951, gift Kent Richmond há- skólakennara, f. 6. jún. 1952. Synir þeirra eru Nathan, f. 8. sept. 1979, Jeremy, f. 27. apr. 1982, og Lucas, f. 22. apr. 1985. 2) Lance Arthur verslunareigandi, f. 7. okt. 1958, kvæntur Tammy Palmer, f. 1960. 3) Vala Mary deildarstjóri, f. 25. jan. 1963, gift Robert C. Groome Elsku bróðir minn, Kjartan, eða Lilli Run eins og hann var alltaf kall- aður í gamla daga, lést á sjúkrahús- inu Long Beach Memorial Hospital í Long Beach í Kaliforníu, að kvöldi 27. okt. sl. Ég á margar góðar minningar um Kjartan en ein stendur mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Hún er frá þeim tíma þegar ég var 7 ára gamall að kljást við einhverja barna- veikina, liggjandi með mikinn hita uppi í rúmi, ælandi og með haus- verk. Þegar Kjartan kom heim úr skólanum kom hann að rúmi mínu með skólatöskuna í hendinni, settist og hélt í höndina á mér á meðan hann sagði mér einhverja sögu. Mér fór að líða svo vel að ég sofnaði og þegar ég vaknaði næsta morgun var ég hitalaus. Ég var sannfærður um það þá, og er jafnvel enn í dag, að með væntumþykju sinni og hlýju handtaki bjargaði Kjartan mér frá bráðum bana. Við bjuggum á Hallveigarstíg 9 og uppi á þurrkloftinu útbjó Kjartan ásamt leiksystkinum sínum lítið leiksvið. Þar færði vinahópurinn upp leikrit sem þau sömdu upp úr hinum ýmsu ævintýrabókum eða sögum sem foreldrarnir eða ömmurnar höfðu sagt þeim. Einu sinni man ég að prinsessan flæktist í þvottasnúr- unum og datt á okkur litlu krakkana sem sátu á fyrsta bekk. Og í annað sinn skaut veiðimaðurinn bæði Rauðhettu og ömmuna í staðinn fyr- ir úlfinn. Það fannst okkur gaman. Kjartan var potturinn og pannan í þessu starfi, hann samdi leikrit og smíðaði leiktjöld og vann hvaðeina sem til féll. Að sjálfsögðu ekki einn, ég gerði mér grein fyrir því seinna, en í mínum augum var hann krafta- verkamaðurinn sem vann öll verkin. Ég man eftir ljósmynd af honum 12– 13 ára gömlum í síðri skikkju og með kórónu á höfði. Það var augljóst að þar fór konungleg persóna. Fyrir utan þurrkloftið áttu strák- arnir annað vinsælt leiksvæði og það var grjóttúnið á horni Hallveigar- stígs og Ingólfsstrætis, þar sem Iðn- aðarmannahúsið stendur nú á Hall- veigarstíg 1. Krakkarnir kölluðu það Grjóttún því bæði var svæðið órækt- að og erfitt að fara um það vegna stórgrýtis. Þarna byggði hópurinn mörg herskip úr spýtum, poka- druslum og öðru tiltæku drasli. Or- ustudrunurnar voru ekki með því hljómfegursta sem eldra fólkið gat hugsað sér, en hvað skipti það máli þegar verja þurfti fósturjörðina? Sjórinn hefur alltaf togað í hrausta stráka og ævintýrablær hvílt yfir sjómennskunni. Og Kjart- an fór ekki varhluta af þeirri löngun. Stundum týndist hann og oftar en ekki fannst hann niðri við höfn, að dorga við gömlu bryggjurnar. Og þótt hann drægi ekki annað en mar- hnút fannst honum það vera stór- sigur og deginum bjargað. Eitt sinn týndust báðir bræðurnir, Kjartan og Sverrir eða Lilli og Bóbó, og fundust niðri við höfn. Kjartan var að dorga og fylgjast með bátunum en Sverrir stóð uppi á vöruhlaða og söng. Kjartan var ekki gamall þegar hann fékk áhuga á hljóðfæraleik enda var hann mjög músíkalskur. Hann hafði ákaflega fallega söng- rödd sem barn og söng oft einsöng með skólakór Miðbæjarskólans und- ir stjórn Jóns Ísleifssonar. Hann var svo tónviss og næmur að hann virt- ist ekkert hafa fyrir því að læra á hljóðfæri. Þegar hann var strákling- ur í sveit hjá afa og ömmu á Lóma- tjörn í Höfðahverfi spilaði hann oft á litla stofuorgelið þeirra og um 14 ára aldurinn var hann farinn að spila á harmóniku. Það var eiginlega sama hvaða hljóðfæri hann komst í snert- ingu við, eftir stutta stund var hann farinn að leika á það eins og hann hefði ekki gert annað um ævina. Einn vetur var hann í Verslunar- skólanum og næsta vetur í Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Í bekk með honum þar var Jón á Reykjum Guðmundsson, jafnaldri hans og besti vinur. Þeir voru auðvitað í skólakórnum hjá Þórði Kristleifs- syni og hann kenndi þeim dúetta sem þeir sungu á skólaskemmtun- um, Kjartan með sinn skæra tenór og Jón með fallegan baritón, og einnig sungu þeir í kvartett með tveimur bekkjarbræðrum. Hann minntist Laugarvatns oft með mik- illi gleði. Eftir dvölina á Laugarvatni fór hann á síld á sumrin, en á vetrum var hann ýmist á sjónum eða í landi við hljóðfæraleik og nám. Hann fór í Tónlistarskólann og lærði á trompet hjá Karli O. Runólfssyni. Hann spil- aði með Lúðrasveitinni Svani undir stjórn Karls og í danshljómsveitum, bæði í Reykjavík og úti á landi. Hann spilaði í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar í Oddfellow, Lista- mannaskálanum og víðar, með Þóri Jóns á Hótel Borg, Svenna Ólafs, Þorvaldi Steingríms, Jóa Eggerts, Villa Guðjóns, Jonna í Hamborg, Kalla í Felli og fleirum. Hann var eftirsóttur til að spila í veislum og á minni skemmtunum. Þá spilaði hann á harmóniku, oft einn en annars með einum eða tveimur öðrum. Hann söng líka mikið með hljómsveitunum og eru til nokkrar upptökur með söng hans þegar hann var í Hljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar. Árið 1947 hætti hann að mestu að spila í hljómsveitum en gerði sjó- mennskuna að aðalstarfi. Hann var fyrst á fiskiskipum ýmsum og tog- urum en um 1950 réðst hann til Eimskipafélagsins, var í byrjun há- seti, síðan smyrjari í vél og loks 3. vélstjóri eftir að hafa farið á nokkur námskeið í faginu. Stuttu eftir að hann flutti til Kaliforníu og munstr- aðist á farskip fyllti hann í eyðurnar, lauk námi í vélstjóraskóla og var síð- an í fjölda ára 1. eða 2. vélstjóri á farskipum, m.a. á olíuskipum, sem sigldu um öll heimsins höf. Hann fór í þessum ferðum mörgum sinnum kringum hnöttinn og lenti meira að segja í Víetnamstríðinu. Skip hans var þá að flytja vistir og hergögn til amerísku hermannanna þar og eitt sinn a.m.k. rigndi sprengikúlunum allt í kringum skipið án þess þó að hæfa það. Honum líkaði þetta starf að vissu leyti, aðallega vegna laun- anna, talaði þó oft um að hætta á sjónum vegna þess hve litlum tíma hann gat varið með fjölskyldunni. KJARTAN RUNÓLFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.