Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 37
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, systir og amma,
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Malmö í Svíþjóð,
lést miðvikudaginn 16. október.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.30.
Björgvin Kristjánsson,
Guðmundur Björgvinsson, Andrea Elísdóttir,
Indriði Björgvinsson,
Trausti Björgvinsson, Aðalheiður Halldórsdóttir,
Halldór Björgvinsson, Jóna Guðrún Elísdóttir,
Ósk Guðmundsdóttir,
Reynir Brynjólfsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður og
afa,
ÖGMUNDAR FRIÐRIKS HANNESSONAR,
Stórholti 35.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar og
3-N á hjúkrunarheimilinu Eir.
Ragnhildur Sigurjónsdóttir,
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson,
Ögmundur Kristinsson,
Þorkell Kristinsson,
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ANDRÉS H. VALBERG
framkvæmdastjóri,
Langagerði 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 12. nóvember kl. 15.00.
Jóhanna Þuríður Jónsdóttir,
Gunnar V. Andrésson, Anna Ágústsdóttir,
Guðný A. Valberg, Ólafur Eggertsson,
Gústaf A. Valberg, Kanlaya Sitthichot,
Hallgrímur A. Valberg, Ingveldur Donaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR,
Austurvegi 34, Seyðisfirði,
áður til heimilis á Kirkjuvegi 57,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrun-
arfólki og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Magnússon,
Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson,
Magnús Helgi Sigurðsson,
Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson,
Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
LÁRUSAR SUMARLIÐASONAR,
Garðvangi, Garði,
áður Aðalgötu 5, Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Garðvangs, Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Ólafía Einarsdóttir,
Lárus Ólafur Lárusson, Ingibjörg Magnúsdóttir,
Guðrún Ágústa Lárusdóttir, Marinus Schmitz,
Steinunn M. Lárusdóttir, Haukur S. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
bróður,
ERLENDAR GUÐMUNDSSONAR,
Heiðmörk 62,
Hveragerði.
Anna S. Egilsdóttir,
Erla Erlendsdóttir,
Stefán Erlendsson,
Guðmundur Erlendsson,
tengdabörn, afabörn,
Svava Guðmundsdóttir,
Gyða Guðmundsdóttir.
Hann lét þó ekki verða af því fyrr en
hann var 65 ára en þá tók hann að
sér rekstur og viðhald á leiguíbúð-
um sem þau hjón höfðu eignast.
Kjartan var tvíkvæntur. Með
fyrri konu sinni, Arndísi Sigurðar-
dóttur, eignaðist hann tvö börn. Þau
eru Lára, deildarstjóri hjá Flugleið-
um-frakt, og á hún tvo syni, en mað-
ur hennar, Hrannar G. Haraldsson,
lést fyrir nokkrum árum; og Sigurð-
ur Ragnar, sem er flutningabílstjóri
í New York, en auk þess rekur hann
hestabúgarð ásamt konu sinni,
Candice. Þau eiga þrjú börn.
Börn Kjartans og seinni konu
hans, Sally Mae Tolbert, eru fjögur.
Lynne, fullu nafni Lois Lenore, og
maður hennar, Kent Richmond, eru
bæði háskólakennarar og eiga þrjá
syni; Lance Arthur býr í Oregon,
hann er framleiðandi og eigandi
tómstundaverslunar ásamt Tammy,
konu sinni; Vala Mary er deildar-
stjóri hjá kvikmyndafyrirtæki, gift
Robert C. Groome, kerfisfræðingi,
og eiga þau eina dóttur; og Anne
Marie, söngkona á Broadway, gift
Tony Adams, kvikmyndaframleið-
anda, og eiga þau eina dóttur.
Þau Sally hafa alltaf verið sam-
rýnd og átt miklu barnaláni að
fagna. Ég heimsótti þau hjón og
dvaldi á heimili þeirra nokkrum
sinnum. Þá dvaldist okkur Kjartani
oft úti í bílskúrnum sem hann hafði
útbúið sem einkavinnustofu sína.
Þar rifjaði hann upp ýmislegt frá
gamalli tíð, sýndi mér myndir frá
farmennskuárunum, spilaði gamlar
plötur og einnig nýjustu upptökurn-
ar frá Broadway með Anne dóttur
sinni. Hann minntist líka gömlu vin-
anna á Íslandi, æskufélaganna af
Hallveigarstígnum og þeirra sem
hann spilaði með í hljómsveitunum.
Hann minntist laxveiðiferðanna sem
hann fór með pabba í Laxá í Kjós,
Brúará og Sogið, en pabbi var ann-
álaður laxveiðimaður. Hann saknaði
Sverris, bróður síns, sem lést fyrir
nokkrum árum. Þeir voru miklir vin-
ir og voru saman úti á lífinu í gamla
daga. Og heimsóknirnar til Íslands
voru honum ofarlega í huga, ætt-
armótin á Lómatjörn og ferðirnar
um landið með vinum og ættingjum.
Og ekki gleymdi hann að minnast á
íslenska matinn, sem Svana systir
hans sendi honum alltaf um jólin,
hangikjötið og harðfiskinn, skötuna
og gellurnar, að ógleymdum „smok-
ed redbelly“ (reyktum rauðmaga)
sem hann sagði Völu dóttur sinni að
væri sérstakt hnossgæti. Hún trúði
honum ekki.
En mest talaði hann um fjölskyld-
una sína, hvað hann hefði verið ótrú-
lega heppinn að eignast Sally fyrir
konu og þessi yndislegu börn með
henni, og hvað barnabörnin lífguðu
upp á tilveruna hjá gömlum manni.
Það var auðfundið hve vænt honum
þótti um fjölskylduna sína, en hann
saknaði líka þess að geta ekki um-
gengist meira elstu börnin sín og
þeirra börn vegna fjarlægðarinnar,
Sigga Ragga í New York og Láru
uppi á Íslandi.
Mér hefur alltaf þótt óskaplega
vænt um Lilla bróður. Ég þekkti
hann aðeins sem skapgóðan, ljúfan
og skemmtilegan félaga, sem alltaf
var reiðubúinn að taka þátt í glens-
inu og hvetja viðstadda í sönginn
með sér. Ég held að hann hafi aldrei
talað illa um nokkurn mann heldur
bar í bætifláka ef hallað var á ein-
hvern í návist hans.
Þessi góði drengur er nú genginn
á vit forfeðra sinna. Megi allar góðar
vættir fylgja honum á ókunnri
braut. Farðu vel, kæri bróðir.
Valgarð Runólfsson.
Í dögun mánudagsins 28. október
var ég vakin með símhringingu.
Lynne, stjúpsystir mín, tilkynnti
mér andlát föður okkar. Það var
sunnudagskvöld í Kaliforníu. Ég var
alls ekki viðbúin þessari frétt, jafn-
vel þótt ég hafi fylgst með hrakandi
heilsufari föður míns síðustu dag-
ana, eftir seinna hjartaáfall hans á
þessu ári.
Faðir minn var einstakur maður.
Hann lifði lífinu lifandi. Hann var
sögumaður af lífi og sál. Minni hans
var alveg einstakt. Hann mundi
nöfn, atburði og staðhætti í smáat-
riðum og það var algeng sjón að sjá
hóp manna í kringum hann með eyr-
un sperrt í hlustun á fjörlegar frá-
sagnir hans frá liðinni tíð. Það var
sama hvort um var að ræða sögur
frá barnæsku hans úr sveitinni
norður á Lómatjörn, krassandi sög-
ur frá hljómsveitarárunum eða sög-
ur frá framandi slóðum siglingaár-
anna.
Þegar ég hugsa til föður míns er
mér efst í huga þakklæti fyrir að
hafa átt hann að föður. Hann bar ást
og umhyggju fyrir fjölskyldu sinni
og fylgdist vel með lífi okkar og
störfum. Ég er þakklát fyrir að
börnin mín og barnabörn fengu að
kynnast og njóta samverustunda
með afa sínum og langafa og að for-
eldrar mínir báru gæfu til þess að
vera áfram vinir. Ég er þakklát fyrir
að honum auðnaðist að fara á ætt-
armót á Lómatjörn, með stærstum
hluta fjölskyldu sinnar, fyrir fimm
árum. Það var sterk upplifun að
vera þarna með honum innan um
alla ættingjana og deila minningum
hans frá barnæsku. Ég er þakklát
fyrir að hann eignaðist Sallý að
konu, en hjónaband þeirra hefur
verið langt og farsælt. Ég er þakklát
fyrir að yngsta systir mín lagði
sönginn fyrir sig og náði frama, en
það var honum sérstakt áhugamál
og gleði að fylgjast með ferli hennar
og senda okkur, hér heima, úrklipp-
ur og hljóðritanir af söng hennar.
Ég minnist föður míns með stolti,
virðingu, ást og gleði og kveð hann
með trega. Minning hans mun lifa
sterkt meðal okkar, barna hans og
nánustu ættingja, og við munum við-
halda henni með því að segja sögur
hans áfram um ókomna tíð.
Lára Kjartansdóttir.
Mig langar að minnast góðs vinar
með nokkrum orðum. Guðmundur
Kjartan Runólfsson, oft kallaður
Lilli Run, lést í Kaliforníu 27. okt. sl.
82 ára að aldri.
Ég hafði nýverið átt við hann
langt símtal, aðeins nokkrum dögum
áður en hann veiktist og var fluttur
á spítala. Ekki datt mér þá í hug að
þetta yrði síðasta samtal okkar.
Við Kjartan kynntumst fyrst þeg-
ar ég var 14 ára og hann 18. Ég hafði
farið á dansæfingu í Verslunarskóla
Íslands. Hann var þar og lék undir
dansi, ýmist á harmoniku eða
trommur. Þetta var áður en hann
byrjaði að leika á trompetinn, sem
varð seinna hans aðalsmerki í tón-
listinni. Leiðir okkar Kjartans lágu
þó ekki saman fyrr en nokkrum ár-
um eftir þetta atvik og gengum við í
hjónaband í mars 1946.
Húsnæði var af skornum skammti
í Reykjavík og flutti Kjartan inn á
heimili foreldra minna í Vonarstræti
2. Þar var fyrir 12 manna fjölskylda
og varð Kjartan fljótlega hluti af
fjölskyldu minni og eftir að við bætt-
ust tvö börn okkar urðum við öll
hluti af þessari einstöku, hlýju og
gestrisnu fjölskyldu í Vonarstræt-
inu.
Hjónaband okkar Kjartans entist
ekki og við skildum eftir 10 ár en
vináttan hélst. Eftir að við vorum
bæði flutt til Bandaríkjanna höfðum
við alltaf samband í síma og urðu
símtölin stundum löng, sérstaklega
þegar ég var nýkomin til baka úr
heimsóknum til Íslands, því hann
var fréttaþyrstur og vildi fá fréttir
af öllum sameiginlegum kunningj-
um og ættingjum heima.
Kjartan og seinni kona hans,
Sallý, áttu langt og farsælt hjóna-
band að baki. Ég átti því láni að
fagna að fá þau bæði í heimsókn á
heimili mitt í New York, ásamt
tveimur dætrum þeirra.
Sallý konu hans, börnum og öðr-
um ættingjum sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ég minnist vinar míns, Kjartans,
eins og hann var þegar hann var
ungur, fullur af lífi, fjöri og tónlist
en einnig á efri árum og þakka hon-
um langa vináttu.
Arndís Sigurðardóttir.