Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 40
FRÉTTIR
40 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
á þessum vinsæla stað. Hér hefur aldeilis
verið tekið til hendinni og endurnýjað.
Falleg eldhúsinnrétting, upptekin loft,
nýlegir gluggar og gler. Þak, rafmagn,
neysluvatnslagnir allt nýlegt. Suðurgarður.
Verð 14,9 millj.
Hulda tekur vel á móti ykkur.
Fasteignasalan Bakki, Skeifunni 4,
s. 533 4004.
Árni Valdimarsson lögg.fasteignasali.
Fasteignasalan Bakki, Skeifan 4, Reykjavík.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Borgarholtsbraut 5, Kópav. - Fallegt krúttlegt einbýlishús
Þetta stórglæsilega húsnæði
er staðsett á mjög áberandi
stað upp við Reykjanesbraut-
ina í Garðabæ. Um er að ræða
5080 fm sem skiptast m.a. í
3400 fm jarðhæð með 9 m
lofthæð undir mæni og steypt
milligólf til endanna með svöl-
um til suðurs og norðus. 8 stórar innkeyrsludyr. Húsnæði sem auð-
veldlega má skipta upp í 2-4 einingar. Rafmagn frágengið með
góðri lýsingu í loftum. Malbikuð lóð tæplega 9.000 fm að stærð.
Gert er ráð fyrir í skipulagi að lögð verði aðrein frá Reykjanesbraut-
inni beint inn í hverfið að þessari húseign.
Nánar upplýs. veita Agnar í s. 820 8657 eða Óskar í s. 866 8808.
ER FYRIRTÆKI ÞITT Í HÚSNÆÐISLEIT?
TIL LEIGU EÐA SÖLU
533 4300 564 6655
Erum með í sölu glæsilegt 3ja
íbúða hús á einum besta stað í
Þingholtunum. Örstutt í miðbæinn.
Allar íbúðirnar eru nýuppgerðar
þ.e. gólfefni, eldhús o.fl. Húsið var
klætt fyrir fáum árum.
Kjallaraíbúð er 3ja herbergja, nýtt
eldhús og gólfefni. Þessi íbúð fylgir
íbúð á 1. hæð.
1. hæð: 3ja herbergja íbúð með
nýju eldhúsi, gólfefnum, þvottahúsi
o.fl. Ásett verð fyrir þessar tvær íbúðir er kr. 17,4 millj.
2. hæð og ris: 5 herb. íbúð með góðum suðursvölum. Nýtt verulega
vandað eldhús, ný gólfefni. Skemmtileg íbúð. Verð 13,4 millj.
Hægt er að kaupa þetta í einu eða tvennu lagi.
Uppl. veita Jason í s. 899 3700 og Ólafur í s. 893 9291.
ÞINGHOLT - GRUNDARSTÍGUR
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Í dag milli kl. 14 og 16 sýnum
við gullfallega 105 fm efri hæð í
fallegu 4-býli neðst í Barmahlíð-
inni. Tvær samliggjandi skiptan-
legar stofur og tvö stór svefn-
herbergi. Nýlegt eldhús og ný-
legt parket. Góður bílskúr.
Eignin getur losnað fljótlega.
Áhv. hagstæð lán u.þ.b. 7 millj. V. 16,9 millj. 3628
Opið hús í dag
Barmahlíð 5 - m. bílskúr
Langagerði
Gullfallegt og mikið endurnýjað 147 fm einbýlishús, hæð og ris, auk 28 fm bílskúrs
á þessum eftirsótta stað. Húsið, sem er vel staðsett innst í botnlanga, skiptist í
forstofu, gang, gesta wc, þrjár stofur, eldhús með þvottaherb. inn af og 1 herb. á
neðri hæð og í risi eru 4 herbergi og flísalagt baðherbergi. Vandaðar innréttingar,
parket og flísar á gólfum. Falleg ræktuð lóð með stórri timburverönd og suðursvalir
út af efri hæð. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
FÉLAG leiðsögumanna hefur sent
frá sér ályktun þar sem harðlega
er mótmælt hvers konar áformum
sem valda óafturkræfum náttúru-
spjöllum, t.d. virkjanaframkvæmd-
um, sem eru andstæð ferðaþjónust-
unni.
„Ferðaþjónustan er vaxandi at-
vinnugrein á Íslandi og skilar nú
um 45 milljörðum á ári til þjóð-
arbúsins. Hún byggist á þeirri
ímynd sem kynnt hefur verið á er-
lendri grundu og miklum fjármun-
um hefur verið varið í.
Ímynd Íslands sem ferðamanna-
staðar grundvallast á fjölbreyttri
og einstakri náttúru og víðernum
hálendisins. Hálendisvíðernin eru
einstök náttúruauðlind og aðför
stjórnvalda að þeim grefur undan
ímynd og trúverðugleika landkynn-
ingarinnar og rýrir vaxtarmögu-
leika í ferðaþjónustunni. Stóriðja
og náttúruvernd fara ekki saman.
Við mótmælum því að áratuga
kynningarstarf sé skrumskælt á
þennan hátt. Við styðjum hugmynd
um þjóðgarð norðan Vatnajökuls,
þjóðgarð sem stendur undir nafni
og höfnum hugmyndum um virkj-
anaþjóðgarð,“ segir í ályktuninni.
Félag
leiðsögumanna
Mótmælir
náttúru-
spjöllum
Grunnskólar í ólíkum byggð-
arlögum. Jónas Pálsson sálfræð-
ingur, fyrrverandi rektor Kenn-
araháskóla Íslands, heldur
fyrirlestur á vegum Rannsókn-
arstofnunar KHÍ næstkomandi mið-
vikudag, 13. nóvember, kl. 16.15.
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 2
í nýbyggingu Kennaraháskóla Ís-
lands v/Stakkahlíð og er öllum op-
inn.
Kynnt verður aðferð til að skoða
grunnskóla í ólíku félagslegu og
efnahagslegu umhverfi. Til þess að
prófa þessa aðferð hefur verið gerð
forkönnun í þremur grunnskólum í
einum landshluta, í þéttbýli, sjáv-
arþorpi og sveit. Farnar hafa verið
tvær umferðir og könnunin nær því
nú til samtals sex grunnskóla. Í fyr-
irlestrinum verður fyrst greint frá
þeirri hugmynd sem verkefnið bygg-
ist á, síðan sagt nokkru nánar frá
markmiðum könnunarinnar sem
sett voru fram í upphaflegri áætlun,
svo sem hugsanlegum tengslum
milli annars vegar starfsskilyrða
skólans, viðhorfa og væntinga fólks
til skóla síns og hins vegar árangurs
af skólastarfinu. Gefin verður stutt
lýsing á verkþáttum könnunarinnar
og vinnuaðferðum á vettvangi.
Þá verður greint frá nokkrum nið-
urstöðum úr viðhorfakönnun meðal
sex starfendahópa grunnskólans og
rakin fáein efnisatriði úr viðtölum
við fulltrúa úr röðum þeirra. Að end-
ingu verður vikið að því hvernig
GÓB-verkefnið er nú á vegi statt og
hvort það gæti komið að einhverju
gagni.
Spænskunámskeið
Þriðjudaginn 12. nóvember hefst
námskeið hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands fyrir þá sem eru læsir
og skrifandi á spænsku. Margvísleg
verkefni eru lögð fyrir þátttakendur
sem miða að því að fínpússa
spænskukunnáttu þeirra og unnið er
á virkan hátt með málið bæði í ræðu
og riti. Jöfnum höndum er farið í
málfræði, ritað og talað mál. Rit-
þjálfun, bókmenntarýni og samræð-
ur byggjast á bókmenntatextum
sem unnið er með. Meðal annars er
lesið verkið Yerma eftir Federico
García Lorca, smásögur eftir Man-
uel Rivas og skoðuð er kvikmyndin
Le lengua de la mariposas sem
byggist á þessum sögum. Kennt
verður þriðjudaga og fimmtudaga
12. nóvember til 12. desember kl.
20:15–22:15, 10 skipti.
Kennari á námskeiðinu er dr. Mar-
grét Jónsdóttir lektor í spænsku við
HÍ. Skráning fer fram á vefslóðinni
www.endurmenntun.is.
Á NÆSTUNNI
♦ ♦ ♦
DILBERT mbl.is