Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 47

Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 47 ÞAÐ getur verið erfitt aðátta sig á högum annarsfólks, að ég tali nú ekkium ef það býr í öðrummenningarsamfélögum í fjarlægum heimsálfum, þar sem aðstæður eru allar aðrar en hér á norðurslóðum. Og þekki maður ekki til forsendna einhvers er auð- velt að falla í þá gryfju að dæma. Eða þá, sem ekki er betra, að láta sig málið engu varða. Kristniboð Íslendinga á erlendri grund hefur stundum vakið hörð andsvör þeirra, sem ekki fyllilega átta sig á tilgangi þess gjörnings. Oftar en ekki hafa verið þar í for- svari einstaklingar eða hópar, sem ekki eru tíðir gestir á bekkjum kirkjuhúsanna, heldur standa álengdar og fylgjast með. Fljótt á litið virðast þeir hafa sitthvað til málanna að leggja, einkum þegar bent er á, að með trúboðinu sé ver- ið að raska menningararfleifð íbúa hinna framandi landa og eins þeg- ar kirkjan er hvött til að líta sér fremur nær, þar sem engum dylst að einnig er mikla neyð að finna. En þetta er ekki svona einfalt. Í fyrsta lagi eru aðferðir kristni- boðsins nú aðrar en áður; reynt er að brjóta ekki það sem fyrir er. Ekki á heldur að skipta kristinn einstakling máli hvar í vegkant- inum hinn þjáði liggur; öllum sem líða og eru þurfandi ber okkur að hlúa að og sinna. Í öðru lagi eru ís- lenska þjóðkirkjan og aðrir inn- lendir trúarhópar í stöðugu kristniboði hérlendis, allan ársins hring. Guðsþjónusta hvers einasta sunnudags er þess eðlis, og allra annarra daga. En hún er jafnframt annað og meira, þar eiga hinir kristnu samfélag, háir og lágir, í bæn og þökk. Hér er því bæði að finna innöndun kirkjunnar og út- öndun. Og þegar úr Guðs húsi er komið heldur þetta áfram, jafnt í birtu sem gráma og myrkri hvers- dagsins. Örfáir ganga skrefinu lengra og horfa til orða Jesú frá Nasaret í skírnar- eða kristniboðsskipuninni, þar sem hann biður lærisveinana um að fara, ekki bara í næstu götu heldur út um allan heiminn og pré- dika fagnaðarerindið. Þeir eru ná- kvæmlega eins og við hin, í útliti, gerð og háttum, en af því að land- fræðilegur starfsvettvangur þeirra er í útlöndum, en ekki hér, eru þeir gjarnan litnir hornauga, sem og áhugamál þeirra. Það er ósanngjarnt. Eðlilegra væri að fyllast stolti yfir þessum trúsystkinum okkar, upplifandi það að enn skuli vera til fólk sem af djörfung afræður að feta hinn torsótta stíg og dvelur langtímum saman ytra við það að rétta hjálparhönd og segja inn- fæddum frá ævi og starfi meist- arans og gildi þess fyrir mann- kynið allt. Afskiptaleysi gagnvart kristni- boðinu er líka slæmt, og kannski verra en hitt. Enda er sagt, að and- stæður póll ástarinnar sé fálætið, en ekki hatrið. Ragnar Gunnarsson er búinn að starfa lengi erlendis við trúboð. Á kirkjan.is ritar hann grein, sem hann nefnir „Er kristniboðið fjar- lægt?“ Þar segir m.a.: Kristniboð hefur verið á dagskrá þjóðkirkj- unnar ár hvert frá 1936. Einu sinni á ári a.m.k. Svo er enn í ár. Meginástæðan er að góður maður stóð uppi á fjalli með hópinn sinn kringum sig fyrir tæpum 2000 árum og sagði: „Farið því og gerið allar þjóðir að læri- sveinum.“ Reyndar stóð ekkert um að það væri bara einu sinni á ári. En einu sinni á ári er góð byrjun ... Tilgangur kristniboðsdagsins er að færa kristniboðið nær, skapa því nálægð í söfn- uðum landsins. Stíga enn eitt skref í áttina að því að kirkjan verði öflugari kristniboðs- kirkja. Erfitt er að skilja arfinn frá Jesú og postulunum á annan veg en að í kristniboðs- starfinu sé fólginn tilveruréttur kirkjunnar. Þar er hlutverk hennar. Kristniboðið þarf þess vegna að nálgast söfnuðinn og söfnuður- inn að nálgast kristniboðið ... Kristniboðsdagurinn er góð áminning um að tími sé til að taka næsta skref. Einu sinni á ári getur orðið oftar á ári. Kristniboð allt árið er að sjálfsögðu draumurinn og hugsjónin. Að við minnum hvert annað á þessa ábyrgð okkar reglulega, allt árið um kring. Að kristniboðsstarfið sé samofið starfi safnaðar- ins, frá sunnudegi til laugardags. Að eldurinn logi í hjörtum sem flestra, sem oftast og sem lengst. Kristniboð er að bera Jesú Kristi vitni allt til ystu endimarka jarðarinnar. Samofið starf- inu er fjölbreytt þróunar- og hjálparstarf: Heildræn birting á kærleika Guðs sem gaf son sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Enginn trúir án þess að honum sé boðað. Kjarni starfsins er boðun, að fólk sjái Jesú og fylgi honum. Að fólk sé gert að lærisveinum Jesú Krists. Og í ávarpi til presta landsins, sem er að finna í nýútkomnu Fréttabréfi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga segir Karl bisk- up Sigurbjörnsson m.a.: „Hversu fagurt er fótatak þeirra sem færa fagnaðarboðin góðu“ segir postulinn í pistli kristniboðasdagsins, og vitnar í fornan texta spámannanna. Á kristniboðsdegi fagnar kirkjan sérstaklega yfir því fagra fótataki og minnist hins sístæða verkefnis kristinnar kirkju að færa fagnaðarboðin góðu þeim sem enn hafa ekki heyrt. Fagnaðarboðin góðu um frelsarann Krist. Þessi orð textans um fóta- takið fagra hefur annan hljóm í huga mínum eftir að ég hef séð með eigin augum til kristniboðsins á akrinum. Eftir að ég sá og hitti mörg þeirra sem hafa tekið fagnandi við orðinu og vitna nú um þá lausn og frelsi sem fagnaðarboðin góðu eru þeim. Ég fékk að reyna og sjá þann undraverða árangur sem starf kristniboðsins hefur skilað. Það eru gjafir og fórnir kristniboðsvina á Íslandi sem hafa gert þetta starf mögulegt. Minnumst þessa í dag og áfram, í orði og verki. Morgunblaðið/RAX „Farið því“ Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag og kastljósinu er beint út í heim, þar sem óeig- ingjarnt starf er víða unnið til útbreiðslu fagn- aðarerindisins. Sigurður Ægisson hugar að því tilefni að spurningunni um meðvitund ís- lenskra safnaða í þeirri baráttu. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 892683 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Þór Lini Sævarsson 456 8353 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni v/Laugalæk, sími 553 3755. Glæsilegt kápuúrval BÚSETI Eigum allar stærðir íbúða lausar til umsóknar strax! upplýsingar á w w w . b u s e t i . i s B ú s e t i h s f . S k e i f u n n i 1 9 s í m i 5 2 0 - 5 7 8 8 G Ó Ð U R K O S T U R DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.