Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.11.2002, Qupperneq 56
STILLUPPSTEYPA náðiþeim áfanga fyrir skemmstuað hafa starfað í áratug, enum líkt leyti hætti einn stofn- meðlima hennar, Heimir Björgúlfs- son, og eftir urðu þeir Sigtryggur Berg Sigmarsson og Helgi Þórsson. Þeir Sigtryggur og Helgi halda ótrauðir áfram eins og sést af safn- diski með sveitinni sem kom út fyrir skemmstu og hefur meðal annars að geyma lög sem sveitin hefur tekið upp fyrir safn- og smáskífur síðustu ár en hafa ekki komið út af ein- hverjum orsökum. Platan nýja heitir því óþjála nafni The Immediate Past Is of No Interest to Us – 10 Years of Continuous Pointless Activity, sem snara má sem: Nýliðin tíð skiptir okkur engu – tíu ár tilgangsleysis. Aðspurður hvort sá titill sé til kom- inn vegna þess að lögin á henni hafi aldrei komið út á þeim skífum sem voru þeim ætluð svarar Sigtryggur því til að titillinn eigi ekki bara við um efnið á plötunni heldur sé hann líka smáskot á Stilluppsteypu sem starfandi hljómsveit í 10 ár. „Við höf- um lagt rosalega mikla orku og tíma í bandið í gegnum tíðina en mér finnst við þó eiga margt eftir með tónlistina sem við erum að skapa, svo mikið af pælingum og öðru sem okkur langar að detta út í. Það má líka segja að þessi titill sé nokkurs konar kveðja á gamla tíma sem tríó og annað; titill- inn passaði svo vel við þetta tímabil fyrr á árinu þegar Heimir ákvað að hætta … hefði hann ekki hætt hefði platan líklega borið eitthvert allt annað heiti. Svo er þetta líka eitthvað til að flissa yfir.“ Sigtryggur segir að til að byrja með hafi þeir viljað hafa plötuna eins sundurlausa og hægt var, „en svo þegar litið var yfir efnið og þegar við fórum að vinna í að koma dótinu saman kom það okkur mjög á óvart hversu skýr mynd var á því. Við för- um náttúrulega svolítið í þetta hér og þar og byggjum sumt upp á nýtt, en almennt erum við mjög hrifnir af tónlist sem hljómar eins og skissur eða ókláruð.“ Sigtryggur segir að sumt af tón- listinni á skífunni hafi verið eins og lík í lestinni sem varð að komast í kistuna. „Mikið dót sem ætlað var fyrir safndiska eða smáskífur sem ekkert var svo af og annað lá í pappa- kassa uppi á háalofti hjá Helga.“ Eins og getið er hefur Still- uppsteypa starfað í áratug og að sögn Sigtryggs ræddu þeir félagar um að gera einhvers konar afmæl- isútgáfu meðan þeir voru enn tríó en það hafi verið meira í gamni en al- vöru. „Fyrir okkur er þetta nátt- úrlega alveg ógeðslega fyndið dæmi, tíu ára afmælisútgáfa, eins og ein- hver „best of“-plata og enginn kann- ast við efnið á plötunni! Hún er líka afmælisplata fyrir það að í bæklingi eru textar frá hinum og þessum fé- Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Lengi lifi Stilluppsteypa! Stilluppsteypa er líkastil afkastamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu. Fyrir stuttu kom út fimmti diskurinn á árinu tengdur liðsmönnum sveitarinnar, að þessu sinni tíu ára yfirlit helstu laga Stilluppsteypu sem aldrei hafa komið út. lögum okkar sem hafa verið með okkur í þessu nánast öll árin tíu og að lokum langaði okkur líka til að koma því til skila að hljómsveit hafi verið starfandi í þetta langan tíma, enda áttar fólk sig almennt ekki á því, við höfum alla tíð verið utangarðs.“ Aðspurður hvort nýjustu lögin á plötunni vísi til þess sem Stillup- steypa stefnir að í dag segir Sig- tryggur að á þeim megi einmitt heyra að þeir Helgi séu að koma lag- línum og takti inn í tónlistina, „en þar sem við erum ekki miklir tónlist- armenn verður þetta alltaf eitthvað sem fólk myndi kannski ekki alveg skilgreina sem tónlist, þrátt fyrir góðan vilja okkar“. Þeir félagar hafa búið erlendis undanfarin ár og búa enn, Sig- tryggur í Hannover en Helgi í Amst- erdam. Sigtryggur segir að þeir hagi vinnu sinni svo að þeir senda hvor öðrum hljóð og hugmyndir. „Það er mun betra samband nú þegar við er- um tveir, þótt við séum alltaf til í að vinna með öðrum, við erum til dæmis að vinna með myndlistarmanninum Magnúsi Pálssyni um þessar mundir og höfum rætt það að fá fólk í stúdíó okkur til aðstoðar. Annars erum við í góðum gír sem dúett og ætlum að reyna að koma frá okkur smáskífu í byrjun árs, sem verður okkar fyrsta útgáfa sem dúett. Svo tekur við stutt tónleikaferðalag um Evrópu í febr- úar/mars á næsta ári, svolítið frá- brugðið því sem við höfum áður gert, ekki bara sitjandi við tölvur heldur dansandi vitlaust „party show“ sem allir geta tekið þátt í. Lengi lifi Still- uppsteypa!“ FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD kl. 20.00 verða haldnir styrktartónleikar í Kópavogs- kirkju. Málefnið varðar sérdeild Digranesskóla fyrir einhverfa og stendur tónlistarkonan Natalía Chow að tónleikunum, en dóttir hennar er einhverf. Natalía segist öðrum þræði hugsa tónleikana sem afmælisgjöf til dóttur sinnar en þær mæðgurnar eiga afmæli um svipað leyti. Dóttirinn Guðný Hon Si Helgadóttir átti afmæli 2. nóv- ember síðastliðin en Natalía á af- mæli þann 12. Á tónleikunum koma fram þrír kórar, Kvennakór Kópa- vogs, Samkór Kópavogs og Kór Kópavogskirkju. Stjórnendur verða Natalía og Julian Hewlett en um undirleik sjá Julian, Jónas Sen og Julian Edward Isaacs. Þá leikur Hjörleifur Valsson á fiðlu og Ian Wilkinsson á básúnu. Um einsöng sjá Natalía og Ragnheiður Sara Grímsdóttir. Efnisskráin er fjöl- breytt, allt frá negrasálmum og lögum úr West Side Story til þjóð- laga og kirkjutónlistar. Natalía segir að eitt helsta vandamálið sem steðji að ein- hverfum um þessar mundir sé vönt- un á heimili fyrir börn yngri en 16 ára. „Vonandi nær þetta framtak að vekja athygli á þessu. Það er mun erfiðara að ala upp einhverft barn en heilbrigt. Til dæmis er dóttir mín, sem er níu ára, ekki enn tal- andi. Hún á það til að taka heift- arleg reiðiköst þegar enginn skilur hvað hún vill.“ Natalía segir að í kirkjunni verði til sýnis teikningar eftir einhverf börn. „Það á að vera til vitnis um það að þessi börn geta líka gert fallega hluti, þrátt fyrir þessa fötlun sína. Þau eru venjuleg, þó það sé ekki nema að hluta til.“ Natalía hvetur að lokum alla for- eldra til að láta sjá sig í kvöld og sýna með því verðugum málstað samstöðu. Morgunblaðið/Jim Smart Guðný Hon Si Helgadóttir ásamt móður sinni Natalíu Chow. Vantar heimili fyrir einhverf börn Styrktartónleikar í Kópavogskirkju VEÐUR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.