Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 10.11.2002, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið ÞJÓÐVERJAR ráðgerðu loftárás á Reykjavík í októbermánuði 1940. Þetta kemur fram í nýrri bók „Ísland í hers höndum“ sem kemur út nú um helgina eftir Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Þessar upplýsingar hafa ekki birst áður en rannsóknir Þórs hafa leitt í ljós að Þjóðverjar höfðu lagt drög að loftárás á „Reykjavíkurflugvöll“ haustið 1940. Þá ráðgerðu Þjóðverjar að sigla út á Atlantshaf svonefndu vasaorrustuskipi sem nefndist Admiral Scheer. Þeir óttuðust hins vegar að bandamenn hygð- ust sitja fyrir skipinu milli Grænlands og Íslands. „Þeir ótt- uðust jafnframt að bandamenn væru búnir að koma flugvélum til Íslands og leggja þar flug- völl,“ segir Þór Whitehead. „Væri því hugsanlegt að gerðar yrðu loftárásir á skipið ef Bret- ar yrðu þess varir. Þjóðverjar höfðu því uppi áform um að safna saman sínum stærstu sprengjuflugvélum af gerðinni Focke-Wulf Kondor í Noregi og gera loftárás á „Reykjavík- urflugvöll“ til að greiða þannig fyrir siglingu skipsins.“ Þessi áform voru hins vegar á misskilningi byggð, að sögn Þórs. „Reykjavíkurflugvöllur var þá ekki til, hann hafði enn ekki verið lagður en drög höfðu verið lögð að því að hefja það verk. Upplýsingar Þjóðverja voru því ekki fullnægjandi þó svo að þeim hafi greinilega bor- ist njósn af áætlunum Breta. Skipið komst hins vegar óséð út á hafið í skjóli þess að veðrið versnaði. Því varð ekkert af loftárás á Reykjavík en ekki þarf að fara mörgum orðum um hvílíkar hörmungar hefðu getað riðið hér yfir. Ljóst er að Þjóð- verjar hefðu tæmt sprengjufarm sinn yfir Reykjavík jafnvel þótt þeir hefðu engan flugvöll fund- ið. Ef til vill hefði höfnin þá ver- ið rökrétt skotmark sem og her- skálahverfin en mörg þeirra voru inni í bænum. Þetta er eina dæmið sem ég hef fundið í rannsóknum mínum um áform um meiriháttar loft- árás á Ísland.“ Veðrið bjargaði Reykjavík Þjóðverjar höfðu uppi áform um loftárás á Reykja- vík árið 1940  Myndræn tímavél/B14 SIGURÐUR Markússon, fyrrver- andi stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem stýrði uppgjöri SÍS á sínum tíma segir nokkur hundruð listaverk í eigu Sambandsins hafa verið seld fyrirtækjum sem voru skyld Sam- bandinu. Salan átti sér stað fyrir tæpum tíu árum, í kringum 1993 og 1994. Sigurður segir að einir fjórir kaupendur hafi keypt verkin og að þau séu varðveitt þar enn að því er hann best viti. „Listaverkin voru metin af tveim- ur óháðum aðilum og það var mjög lítill munur á þessu mati, innan við tíu prósent,“ segir hann. Matið var lagt til grundvallar söluverðinu og segir Sigurður að það hafi verið í kringum 30 millj- ónir króna á þeim tíma. Söluverðið var notað til að gera upp skuldir Sambandsins. Að sögn Sigurðar voru í hópi verkanna listaverk eftir langflesta af stóru meisturum þjóðarinnar á sviði myndlistar en einnig eftir minna þekkta listamenn. „Það voru verk þarna eftir Finn Jónsson, Ásmund og Kjarval og fleiri.“ Verkin eignaðist Sambandið á löngum tíma og nefnir Sigurður að Erlendur Einarsson, sem gegndi forstjórastarfi SÍS í rúma þrjá ára- tugi, hafi verið mikill áhugamaður um málaralist. „Hann keypti alltaf eitthvað af listaverkum, líka eftir yngri lista- menn sem síðar urðu þekktari,“ segir Sigurður. Sambandið seldi hundruð listaverka fyrir tæpum tíu árum Söluverð- ið fór upp í skuldir ÞAÐ er jafnan margt um mann- inn á kaffihúsum bæjarins um helgar, enda sækja margir þang- að eftirsóknarverð lífsgæði á borð við kaffibolla og dagblað eða félagsskap vina og vandamanna. Setið á kaffihúsi Morgunblaðið/RAX SKJÓLSTÆÐINGAR Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi eru nú margir að flytja af stofnunum inn á heimili, sem á stofnanamáli nefnast sambýli, en það er eitt af þeim úrræðum, sem um þessar mundir er boðið upp á til að gera fötluðum kleift að lifa eðlilegu lífi eftir því sem kostur er. Sigríður Ósk Jónsdóttir er í þeim hópi. Hún er nýflutt á heimili fyrir fatlaða með sér- íbúð. Fötlun Sigríðar Óskar er þannig að hún ræður ekki við hreyfingar sínar og notar góm með rofabún- aði, sem komið er fyrir á tungunni á henni, til að tjá sig. Hún kvaðst ánægð með nýja sambýlið þegar Morgunblaðið heimsótti hana, enda ætti hún þar góða vini./B1 Sigríður Ósk var að flytja í nýja íbúð. Morgunblaðið/Golli Tungumál Sigríðar Í ársskýrslunni kemur fram, að þrátt fyrir að nefnd á vegum fjár- málaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu í febrúar 1999 að um- rædd gjaldtaka samrýmdist ekki þeim kröfum sem breytt ákvæði stjórnarskrár setja hafa einstök ráðuneyti dregið að hrinda áform- um um breytingar á þessari stjórn- sýslu í framkvæmd. „…verður ekki séð af viðbrögð- um hlutaðeigandi stjórnvalds að þessari niðurstöðu sé andmælt,“ segir í skýrslu umboðsmanns um niðurstöðu nefndar fjármálaráð- herra. „Engu að síður er gjaldtök- unni haldið áfram og það látið drag- ast að gera breytingar á framkvæmd hennar eða að fá ótví- ræða afstöðu löggjafans til þess hvort hann samþykkir fullnægjandi lagaheimild til gjaldtökunnar. Um- boðsmanni Alþingis er þarna nokk- ur vandi á höndum. Hlutaðeigandi stjórnvald hefur tjáð honum vilja sinn til þess að færa umrædda starfshætti til samræmis við þær kröfur sem lög setja án þess að þau áform gangi eftir. Á meðan verður að ætla að umrædd stjórnsýsla sé ekki í samræmi við lög,“ segir í skýrslunni. Tekur umboðsmaður einnig dæmi af athugun sem hann hóf árið 1999 er varðaði réttarstöðu afplán- unarfanga og málsmeðferð fangels- isyfirvalda. Hefur orðið dráttur á að dómsmálaráðuneytið setti reglur um atriði sem tengjast þessu máli. Gjaldtaka talin fara á svig við lög UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að tiltekin gjaldtaka sem átt hefur sér stað um árabil samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda sé ekki í samræmi við lög. Dráttur hefur orð- ið á að ráðuneyti hrintu áformum um breytingar í fram- kvæmd. Umboðsmaður segir í ársskýrslu sinni að viðbrögð stjórnvalda við athugunum sem hann hefur hafið að eigin frumkvæði hafi valdið sé nokkrum vanda í starfi. Ástæðan er aðallega dráttur á því að áform stjórnvalda gangi eftir og um- beðnar breytingar verði að veruleika. FJÁRHÚS í eigu Ingibjargar Karlsdóttur á Blönduósi brunnu í gærmorgun. Eldsins varð vart um kl. 10 og með snarræði tókst manni í nágrenninu að bjarga út þeim sjö ám sem í húsinu voru en talið er að einn hrútur hafi drepist. Þessi fjárhús, sem voru komin til ára sinna, gegndu ómetanlegu hlutverki fyrir eigandann, Ingi- björgu Karlsdóttur. Hús sem syðst stóðu í fjárhúsalengjunni sluppu óskemmd og mun Ingibjörg að öll- um líkindum geta hýst kindur sín- ar þar í vetur. Ekki er vitað um eldsupptök. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sjö ám bjargað úr bruna  Segir/4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.