Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FELLDU 12 ÍSRAELA Tólf Ísraelar biðu bana og 15 særðust í launsátri palestínskra hermdarverkamanna í borginni Hebron á Vesturbakkanum. Þrýst er á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að svara með fullum þunga. Aukin virkni í Mýrdalsjökli Tveir nýir sigkatlar hafa myndast í Mýrdalsjökli og eldri katlar hafa dýpkað og hefur almannavarna- nefnd Víkur í Mýrdal verið vöruð við því að aukinn hiti sé í jöklinum og þensla í jarðskorpunni. Talið er sennilegt að eldgos sé í nánd í jökl- inum. Bólusetningar ganga vel Stefnt er að því að öll börn fimm ára og yngri hafi verið bólusett gegn heilahimnubólgu af C-stofni fyrir áramót. Vel á annan tug þúsunda barna hafa þegar verið bólusett. Jón Böðvarsson heiðraður Jón Böðvarsson hlaut í gær Verð- laun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Menntamálaráðherra hrósaði Jóni fyrir að „opna ögrandi heim Ís- lendingasagna fyrir nýjum les- endum“. Karl fulltrúi Vestfjarða Meirihluti 30 fundarmanna á fé- lagsfundi Samfylkingarinnar í Ísa- fjarðarbæ hefur sent uppstilling- arnefnd flokksins í Norðvestur- kjördæminu áskorun um að þeir líti svo á að Karl V. Matthíasson, þing- maður Vestfirðinga, sé fulltrúi þeirra í einu af þremur efstu sætum listans fyrir kosningarnar í vor. Fundur vegna læknadeilu Borgarafundur verður á Suður- nesjum annað kvöld vegna ástands- ins í málum heilsugæslulækna. Helga Valdimarsdóttir, íbúi í Njarð- vík, hefur hvatt til setuverkfalls í heilsugæslustöðinni til að þrýsta á um lausn deilunnar. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisráðherra og bæjar- stjórinn í Reykjanesbæ sitji fundinn. Jól í útvarpinu Jólalögin munu byrja að hljóma á útvarpsstöðinni Létt 96,7 um helgina. Norðurljós, sem reka stöð- ina, segjast ekki vera að taka nema vikuforskot í að leika jólalög og benda á að Kringlan sé þegar komin í jólabúning. 2002  LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STÓRVELDASLAGUR REAL MADRID OG AC MILAN / B4 ARNAR Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson leika ekki með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu gegn Eistlandi í Tallinn næsta miðviku- dag. KSÍ varð við ósk frá félagi þeirra í Belgíu, Lokeren, um að gefa þeim frí vegna stórleiks Lokeren við Anderlecht tveimur dögum síðar. Í staðinn hefur Atli Eðvaldsson valið þá Helga Kolviðsson frá Kärnten í Austurríki og Atla Svein Þórarinsson frá Örgryte í Svíþjóð í landsliðshópinn. Helgi Kolviðsson hefur leikið 28 landsleiki og var fastamaður í landsliðinu um nokkurt skeið en hefur ekki spilað með því á þessu ári. Síðasti leikur Helga var vináttu- leikur gegn Póllandi á Laugardalsvellinum 15. ágúst í fyrra. Atli Sveinn Þórarinsson lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa gegn Ung- verjalandi í september en hann kom þá inn á sem varamaður rétt fyrir leikslok. Helgi og Atli með til Eistlands Eins og staðan er þá er Convers-ano sýnd veiði en ekki gefin og jóst að við verðum að fara í leikinn með réttu hugarfari. Lið Conversano r skipað reyndum og sterkum leik- mönnum sem eiga samtals yfir eitt þúsund landsleiki að baki,“ segir Viggó sem telur að leikmenn Con- ersano hafi vanmetið Hauka í fyrri eiknum því við undirbúning leiksins hafi þeir skoðað upptöku af tveimur af slökustu leikjum Hauka-liðsins á leiktíðinni. „Síðan náðum við alveg toppleik ytra. Slíkan leik verðum við að endurtaka til þess að vinna og komast áfram í næstu umferð. Við höfum eigin örlög í höndum okkar.“ Viggó segir ljóst að rík krafa sé gerð til leikmanna Conversano að þeir vinni þennan leik. Miklir pen- ingar séu í spilinu hjá félaginu og skýlaus krafa gerð um góðan árang- ur. Af þeim sökum geti spennustig leikmanna verið hátt. „Málið hjá okkur snýst fyrst og fremst um réttan undirbúning þann- ig að allir leikmenn komi með réttu hugarfari til leiks, geri sér grein fyrri mikilvægi hans. Við þurfum að leggja hlutina upp á svipaðan hátt og í fyrri leiknum. Þá héldum við einbeitingu frá upphafi til enda, létum aldrei slá okkur út af laginu þótt dómgæslan væri hreint hroðaleg sem kostaði okkur fjögur til fimm mörk. Því mið- ur er hlutdræg dómgæsla mikill ljóð- ur á leikjum í Evrópukeppninni og viðureign okkar við Conversano ytra var engin undantekning þar á. Heimavöllurinn á hins vegar að vera nægur styrkur fyrir okkur til þess að klára dæmið og komast í næstu umferð ef við skilum okkar hlutverki á leikvellinum,“ segir Viggó og telur nauðsynlegt að hans menn stjórni hraðanum í leiknum til þess að vinna. „Boltinn er í okkar höndum auk þess sem við eigum tromp á hendi sem við notuðum ekki í fyrri leiknum. Þannig að við förum af fullri bjart- sýni í leikinn en gerum okkur hins vegar fyllilega grein fyrir að Con- versano hefur á að skipa afar góðu liði. Það er óhætt að lofa spennandi og skemmtilegum leik,“ segir Viggó og vill eðlilega ekki upplýsa hvernig tromp hans lítur út. Haukar mæta Conversano í Evrópukeppni bikarhafa að Ásvöllum Viggó með tromp á hendi ÞAÐ er enginn vafi á að við eigum fyrir höndum erfiðan leik gegn sterku liði,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem kl. 16.30 í dag mæta á Ásvöllum ítalska liðinu Conversano með Guðmund Hrafnkelsson landsliðsmarkvörð innanborðs, í síðari viðureign lið- anna í Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leik liðanna ytra sl. sunnudag auk með jafntefli, 27:27, og því útlit fyrir hörkuleik í dag. „JÚ, ég verð að viðurkenna það að þessi sigur okkar kem- ur mörgum á óvart hérna í Portúgal, og þá sérstaklega rúmlega 3.000 áhorfendum sem voru vel með á nótunum,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálf- ari Gróttu/KR í gærkvöldi eftir að lið hans hafði lagt Francisco de Holanda frá Portúgal, 24:21, í áskorendakeppni EHF. „Það var gríðarlega mikil- vægt að halda þeim í 21 marki enda var þetta heimaleikur okkar en síðari leikurinn er útileikurinn,“ bætti Ágúst við en báðir leikirnir fara fram ytra. Ágúst sagði ennfremur að aðstæður væru óvenjulegar, ís- kalt væri í íþróttahöllinni og menn með sultardropa á nef- broddinum í stað svitadropa. „Ég er vanur að kófsvitna á leikjum í jakkafötunum en að þessu sinni þarf ekki einu sinni að strauja þau fyrir seinni leikinn. Við lékum framarlega í vörninni fyrstu mínútur leiksins en breyttum í 6:0 vörn eftir það og þetta er besti varnarleikur sem við höfum leikið í vetur. Að auki varði Hlynur Mort- hens mjög vel og Guðmundur Jó- hannesson tók síðan tvö víti frá þeim á mikilvægum augnablikum,“ sagði Ágúst en lagði áherslu á að síðari leikurinn væri enn eftir og ekkert væri í hendi. „Við ætlum að verjast af krafti, þora samt sem áð- ur að gera hlutina eins og alltaf, en með varfærnislegu ívafi þó.“ sagði þjálfarinn spekingslega um taktík- ina í síðari leiknum á sunnudag. „Það fer vel um okkur hér í Portú- gal og allar aðstæður fyrir utan keppnishöllina eru eins og best verður á kosið.“ Um 3.000 áhorfendur voru á leiknum sem fór fram í miklum kulda en keppnishöllin var óupp- hituð og var aðeins um 4 stiga hiti meðan á leiknum stóð. Vesturbæ- ingar heitir í kuldanum í Portúgal Morgunblaðið/Kristinn. Ragna Ingólfsdóttir úr TBV stóðst undir væntingum í fyrsta leik sínum á alþjóðlega mótinu í badminton sem hóft í gær í TBR- húsinu - lagði þar Simone Prutche frá Austurríki. Úrslit B2. Guðmundur lék ekki með Conversano GUÐMUNDUR Hrafnkels- son, landsliðsmarkvörður, lék ekki með Conversano þegar liðið lagði Bologna, 34:19, á heimavelli í ítölsku 1. deildinni í handkattleik í vikunni áður en liðið hélt til Íslands þar sem það mætir Haukum í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bik- arhafa á Ásvöllum í dag. Þjálfari Conversano kaus að tefla fram fimm útlensk- um útispilurum í leiknum en það er sá hámarksfjöldi sem nota má af erlendum handknattleiksmönnum í hverjum leik á Ítalíu og hefur Guðmundur af þeim sökum aðeins leikið tvo af átta leikjum liðsins í deild- inni á leiktíðinni. L a u g a r d a g u r 16. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 2 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Viðskipti 16/19 Menntun 42/43 Erlent 22/25 Kirkjustarf 44/45 Höfuðborgin 26 Minningar 55/59 Akureyri 27 Staksteinar 62 Suðurnes 28 Myndasögur 64 Árborg 29 Bréf 64/65 Landið 30 Dagbók 66/67 Listir 31/33 Leikhús 68 Úr Vesturheimi 34 Fólk 70/73 Neytendur 35 Bíó 70/73 Heilsa 36/37 Ljósvakamiðlar 74 Forystugrein 38 Veður 75 * * * JÓN Böðvarsson hlaut í gær Verð- laun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tengslum við Dag ís- lenskrar tungu, sem er í dag. Það var Tómas Ingi Olrich, ráð- herra menntamála, sem afhenti verðlaunin formlega í hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum að viðstöddu fjölmenni. Hann sagði í ávarpi að athygli Íslendinga væri beint að tungumáli sínu á Degi ís- lenskrar tungu, gildi hennar fyrir þjóðarvitundina og menningu. Í reglum menntamálaráðuneytis um verðlaunin segir, að veita beri þau einstaklingum sem hafa unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu henn- ar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Við veitingu verðlaunanna sagði menntamálaráðherra að Jón Böðv- arsson væri landsþekktur sagna- maður og fræðaþulur. „Hann hefur ætíð verið trúr þeirri sannfæringu sinni að íslenskar fornsögur ættu brýnt erindi við nútímann,“ sagði ráðherra. „Þannig hefur hann átt stærri þátt en flestir núlifandi Ís- lendingar í að opna ögrandi heim Ís- lendingasagna fyrir nýjum les- endum, tilgerðarlaust með öllu og með sagnagáfuna að vopni.“ Jón kenndi íslenskar bókmenntir í framhaldsskólum um árabil, en hin síðari ár hafa kvöldnámskeið hans um fornsögur og leiðsögn um sagnaslóðir Njálu notið mikilla vin- sælda meðal almennings. Verðlaunin eru ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi og hálf milljón króna. Íslandsbanki leggur til verðlaunaféð. Fýsnin til fróðleiks og skrifta Jón sagði í þakkarávarpi sínu m.a. að unga og aldna þyrsti í sögur. „Jafnframt er löngun og hæfni til þess að segja sögur almenn og iðka margir þá fornu list. Fáa mun undra að í fábreyttu hversdagslífi voru sagna- og fræðamenn vel metnir. Orðstír þeirra með þjóðinni lifði góðu lífi löngu eftir að blómaskeið sagnaskemmtunar var að baki. Virðing fyrir þessum menningar- skemmtikröftum var mér innrætt frá bernsku. Fram að sextán ára aldri dvaldi ég sumarlangt hjá föð- urforeldrum mínum á litlu bænda- býli sunnan undir Akrafjalli. Þar og heima í Reykjavík lærði ég að virða móðurafa minn, rímnakvæðamann- inn sem ég er heitinn eftir. Síðan hefur mér fundist ég eiga hans lík- um, nafnlausum menntamiðlurum um land allt, skuld að gjalda og reynt að greiða hana með því að kynna eftir megni bókmenntir okk- ar frá öllum skeiðum í þjóðarsög- unni, þótt ég hafi á síðari árum nær einskorðað þá kynningu við Íslend- ingasögur. Ég ber líkan hug til sagnafólks og Jón Helgason til skrifara bókfells er hann situr í Árnasafni og segir „Lífskjörin önn- ur, en fýsnin til fróðleiks og skrifta, finnst okkur báðum úr dustinu hug- anum lyfta“. Ég þakka þann heiður að vera í dag skipað með sagna- mönnum þjóðarinnar,“ sagði Jón einnig. Veitt í sjöunda sinn Þetta er í sjöunda sinn sem Verð- laun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt, en þau hafa áður komið í hlut Ingibjargar Haraldsdóttur, Magn- úsar Þórs Jónssonar, Matthíasar Jo- hannessen, Þórarins Eldjárns, Gísla Jónssonar og Vilborgar Dagbjarts- dóttur. Einnig hlutu viðurkenningar fyr- ir störf í þágu íslenskrar tungu þau Hörður Kristinsson grasafræðingur fyrir orðabókarverkefnið Íslensk plöntuheiti í rafrænni útgáfu og Sig- ríður Dóra Sverrisdóttir, fyrir hönd menningarnefndar Vopnafjarðar, fyrir hagyrðingakvöld Vopnfirð- inga, Með íslenskuna að vopni. Við- urkenningarnar voru listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Hefur opnað ögrandi heim Íslendingasagna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jón Böðvarsson tekur við verðlaun- unum úr hendi Tómasar Inga Ol- rich menntamálaráðherra.HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hald- inn verður í Prag í Tékklandi dagana 21. og 22. nóvember nk. Utanríkisráðherra mun eiga fund með Josef Bonnici, viðskiptaráð- herra Möltu, næstkomandi mánudag og daginn eftir opnar hann formlega verksmiðju lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. á Möltu sem búið er að endurnýja frá grunni. Þá mun ráðherrann heimsækja nýtt fyrirtæki í eigu Lánstrausts hf. sem hefur verið stofnað á Möltu. Með embættisverkum sínum á Möltu og í Tékklandi hefur ráð- herrann opinber störf að nýju en hann hefur að undanförnu verið í veikindaleyfi. Halldór aftur til vinnu HUNDAR þurfa að þola víðtækar takmarkanir á ferðafrelsi sínu. Lausaganga þeirra er bönnuð í þéttbýli og einmitt þar sem helst væri þægilegt fyrir þá að hlaupa um er búið að setja upp skilti sem minna eigendurna á bannið. Engin önnur gæludýr þurfa að þola slíkar opinberar ferða- hömlur, t.d. er hvergi að finna skilti sem á stend- ur að bannað sé að sleppa köttum lausum og fuglar mega fljúga um óáreittir. Hver sem ástæðan er fyrir þessari frelsisskerðingu hunda þá er alveg öruggt að ákveðnum fjórfætlingum finnst þetta alveg hundfúlt. Morgunblaðið/Ingó Hundfúll yfir banni ÍSLENSKA ríkið var í gær sýknað af tveggja milljóna króna miskabóta- kröfu konu sem varð ólétt þrátt fyrir ófrjósemisaðgerð 1999. Eftir þungunina undirgekkst kon- an legtæmingu rúmum tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Við skoð- un í kviðsjá eftir legtæmingu kom í ljós að klemman sem vera átti á vinstri eggjaleiðaranum sat á líf- himnufellingu en ekki eggjaleiðaran- um sjálfum og því þótti ljóst að kon- an hafði orðið þunguð í gegnum vinstri eggjaleiðarann. Það var álit sérfróðra meðdóms- manna af aðgerðarlýsingu og fram- burði læknis þess er aðgerðina fram- kvæmdi, að ekki yrði annað ráðið en að rétt og tilhlýðilega hefði verið staðið að henni. Ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til að mistök hefðu átt sér stað við aðgerðina. Það að klemman var ekki á eggjaleiðar- anum yrði því ekki rakið til annars en að hún hafi ekki náð að loka hon- um fullkomlega og runnið út af hon- um vegna krampa sem myndist í eggjaleiðaranum. Um óhappatilvik hafi því verið að ræða. Þá væri á það að líta að konan und- irritaði fyrir aðgerðina yfirlýsingu um að henni væri ljóst í hverju hún væri fólgin og hvaða afleiðingar hún gæti haft. Lægi því ekki annað fyrir en að hún hafi verið upplýst um aðr- ar mögulegar getnaðarvarnir og að ófrjósemisaðgerðin veitti ekki full- komna vörn gegn þungun. Þá hafi henni verið veitt lögbundin ráðgjöf og fræðsla. Skilyrði bótaábyrgðar væru því ekki fyrir hendi í málinu. Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn, meðdóm- endur læknarnir Arnar Hauksson og Sigurður Thorlacius og til varnar ríkinu var Guðrún M. Árnadóttir hrl. Þungun eftir ófrjósem- isaðgerð verður ekki rakin til læknamistaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.